Íslendingur


Íslendingur - 09.08.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 09.08.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 9. ágúst 1950 ÍSLENDINGUR Þórunn S. Jóhannsdótrir. Píanúhljúmleikar í Samkomuhúsinu fimmtudaginn 10. ágúst kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar seldir í Sport-og hljóðfæraverzlun Akureyrar. Innilegustu þakkir sjúklingum á Kristneshæli, starfsfolki þar, vinum og vandamönnum fjær og nær, fyrír gjafir, blóm skeyti og heimsóknir á fimmtugsafmæli minu, RICH KRISTMUNDSSEN Fjárhagsráð heíur ákveðið í samræmi við ákvörðun ríJrisstjórnarinnar, sbr. 11 mgr. I. gr. laga nr. 70 frá 1947, að eftirtaldir vöruflokkar skuli und- anþegnir ákvæðum um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi, frá og með 7. þ.m. að telja. • KORKVÖRUR: Hveiti, heilt og malað, rúgur, heill og malaður. Haframjöl. (Tollskrá 10 kafli 1. og 2., 11. kafli 1., 2. og 10.) VEIÐARFÆRI: Netjagarn, hampur, manila og sisal, hajnpgarn, fiskilínur, öngultaumar, kaðlar úr hampi, síldarnætur og síldarnet, tog- vörpúr, heilar og í stykkjum, þorskanet og dragnætur, kaðlar úr vír, önglar. (Tollskrá 48. kafli 6, 49. kafli 2, 8 og 9, 50. kafli 12, 13, 18 og 19, 63. kafli 27 og 84. kafli 9). BRENNSLUOLWR: Hráolía allskonar, smurningsolía. (Tollskrá 27. kafli 14, 17 og 18). KOL: (Tollskrá 27. kafli m. 1) SALT: (Tollskrá 27. kafli nr. 1) SJÓGOMMÍSTIGVÉL, sem teljast tjl 54. kafla tollskrár 6., skv. nánari skilagrein- ingu, sem gefin verður tollyfirvöldunum síðar. VINNUFATAEFNI: (Denim, sem telst til 48. kafla tollskrár nr. 17., samkv. nánari skilgreiningu, sem gefin verður tollyfirvöldunum síð- ar. GIRÐINGANET OG GADDAVIR, 63. kafli, 28 og 31. Athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja vörur til landsins, nema greiðsla sé trygg eða varan sé greidd, sbr. reglugerð nr. 106, dags. 12. júní 1950. — Reykjavík, 4. ágúst 1950 FJÁRHAGSRÁÐ AUGLÝSING NR. 15 1950 — FRÁ SKÖMMTUNARSTJÓRA Ákveðið hefir verið að »skammtur 12« af núgildandi »þriðja skömmtunarseðli 1950« (brúnn litur) skuli vera lög- leg innkaupaheimild fyrir 500 grömmum af skömmtuðu smjöri frá og með 1. ágúst 1950 til og með 30. sept. 1950 Einnig hefur verið ákveðið að setja þær takmarkanir á sölu sykurs í yfirstandandi ágústmánuði, að verzlunum skuli aðeins heimilt að afhenda í þessum mánuði sykur út á þá gildandi skömmtunarreiti, sem bera númerið"24, 25, og 26, ásamt reitunum nr. 21, 22 og 23. Reykjavík, 31. júlí 1950 SKÖMMTUNARSTJORI Skjoldborgarbíó Á VÆNGJUM VÍNDANNA (Blaze of None) Ný amerísk mynd um hetju- dáðir flugmanna er flugferð- ir voru að hefjast. Aðalhlutverk: ANNE BAXTER, WILLIAM HOLDEN, SONNY TUFTS FUNDINN GULLHRINGUR merktur upphafsstöfum, í snyrtiherberginu að Hótel Brúarlundi, Vaglaskógi, um síðastl. helgi. — Eig- andi vitji hans á skrifstofu blaðsins. GULLÚR TAPAÐIZT á leiðinni frá Þórunnarstræti 121 til Lundargötu 15. Skil- vís finnandi gjöri svo vel að skila því í Lundargötu 15 'gegn góðum fundarlaunum. GÓÐ ELDAVÉL óskast keypt (má vera not- uð). — A. v. á. Marshall-aðstoðin Heildárfjárhæð innkaupaheim- ilda þeirra er veittar voru lslandi samkvæmt Marshall-áætluninni námu alls 7,066,000 dollurum á fjárhagsárinu 1. júlí 1949' til 30. júní 1950. Af þessari upphæð voru 3,262,000 dollarar veittir í júní, síðasta mán- uði tímabilsins. í heildarfjárhæð fyrir júní-mánuð eru meðtaldar fyrstu sérstöku heim- ildiruar til vörukaupa til hinna fyr- irhuguðu virkjunarframkvæmda við Sogið og Laxá nyrðra. Þessar inn- kaupaheimildir eru sem hér segir: Sogsvirkjunin 27,2 milj. kr. — Laxárvirkj unin 5.3 milj. kr. I júní mánuði sótti íslenzka ríkis- stjórnin um, og var veitt innkaupa- heimild fyrir margskonar hráefnum, er nauðsynleg þóttu til þess að starf- rækja verksmiðjur, án þess að til þess kæmi að fækka þyrfti starfs- fólki þeirra eins og allt-benti til að gera þyrfti. Þá voru og einnig veitt- ar innkaupaheimildir fyrir nauðsyn- legum neyzluvörum. Fyrrnefnd hráefni eru sem hér greinir: Til vinnufatagerða o. fl.: Vefnað- arvara, einkum vinnufataefni, svo og netagarn, kjötpokar og gerfisilki og baðmullargarn 1.6 milj. kr. — Til málningarverksm. og sápuverk- smiðja 2,4 milj kr. — Matvörur 6.5 milj. kr. — Fóðurbætir 1.6 milj. kr. — Til útvegsins 3,4 milj. kr. — Aðrar vörur 5.2 milj. kr. Framhaldssap Nr. 1 ÁKÆRÐURTVISVAR I. kafli Freisringin sigrar Miðnæturpóstlestin frá Euston til Glasgow liðaðist hægt og með erfiðismunum upp gróðurlausar hæðirnar hjá Shap Fell í Cumberland, Aftast í lestinni var ungur aðalsmaður á ferli eftir lest- arganginum og hnaut hann öðru hvoru í spori vegna skrykkjóttrar ferðai lestarinnar. — Hann var í þann veg- inn að komast á leiðarenda, hafði sofnað, en þegar hann vaknaði aftur var hrollur í honum og hugðist hann því hressa sig og liðka, áður en hann jkæmi á brautarstöðina, og rölti því aftur eftir ganginum. Skyndilega kipptist lestin harkalega til svo að hann hentist til hliðar og lenti á einum klefadyrunum. Hann bar hendina fyrir sig til þess að verj- ast falli og greip þá af tilviljun í hurðarhúninn, dyrnar opnuðust og fyrir augum hans blasti furðuleg sýn. Það var aðeins einn maður í klefanum og lá hann hálf- uppréttur á stól út í horni. Hann var lágur vexti og bar greinileg svipeinkenni Austurlandabúa. — Höfuð hans var reigt aftur á bak, og galopin augun störðu út í loftið, en annar handleggurinn hékk máttlaus niður á gólf. — Dökk- rauður blóðblettur, sem huldi annan vanga hins gulgráa andlits, boðaði vissufega ekkert gott. Adrian Savile hrökk í fyrstu aftur á bak við þessa óhugn- anlegu sýn, en hleypti svo í sig kjarki, opnaði dyrnar betur og gekk inn í klefann til þess að grermslast eftir, hvað verið hefði á seyði. Adrian Savile var sérstaklega aðlaðandi ungur maður. Hann var hár vexti með ljóst, liðað hár og blá augu. Ennið var hátt og andlitsfallið hreint og góðlegt. Hann starði nú galopnum augum og skelfingu lostinn á andlit dauða manns- ins, því hann varð þess brátt vísari, að dapurlegur harm- leikur hefði verið leikinn þarna. Hendi mannsins var köld og ekkért líf í henni, og það var augsýnilegt, að hann hafði verið skotinn af stuttu færi, og hafði kúlan hitt vinstra gagnaugað og rifio það hræðilega. Gagntekinn af skelfingu sneri Adrian sér við og var í þann veginn a<| kippa í neyðarbjöllu-strenginn og stöðva þannig lestina, þegar hann rak fótinn í eitthvað á klefagólf- inu. Hann leit niður og sá að það var silkiherðaklútur. Hann beygði sig niður og tók.klútinn upp, en varð um leið litið í draugsleg augu dauða mannsins. Hann breiddi í flýti úr klútnum og hugðist breiða hann yfir ásjónu hins dauða, en varð þá um leið var við eitthvað hart vafið innan í klútinn. Við nánari athugun fann hann kænlega gerðan vasa á breiðum faldinum og í honum var mjór pakki. Forvitni Adrians sigraðist á hryllingnum, sem hann var gagntekin af, svo að hann opnaði pakkann, sem hann náði auðveldlega úr leynivasanum, og þar lá þá hið dásamleg- asta demanta safn, sem hann hafði nokkru sinni augum litið. Þeir ljómuðu eins og logandi eldur í endurskini vagn- ljósanna. Hvílík lausn á skuldafargi og áhýggjum voru ekki þessir dýrindis steinar! - Og hyaða möguleikar voru eiginlega á, að upp kæmist, þó að hann slægi eign sinni á iþá? Adrian Savile litaðist um í klefanum, en sá hvergi neitt annað af farangri hins dauða. Augljóst var, að morðingmn eða morðingjarnir höfðu hirt hann allan, en sézt yfir þenn- an pakka. > En auðvitað yrði morðingjanum kennt um allt, sem hyrfi. Hver gæti svo sem sagt frá því, að hann, Adrian Savile, hefði verið hér? Enginn. Ennþá einu sinni gægðist hann út í ganginn, en hann var auður. Hann lokaði því hurðinni var- lega á eftir sér og læddisl aftur til klefa síns og þrýsti gim- steinum dauða mannsins fast í lófa sér. Ef hann hefði nú^einungis hagað sér sjaldnar eins og fífl síðan hann kom frá Oxford! Ef hann hefði aðeins forð- x ast veðlánsokrarana, enda þótt hann hefði tapað miklu í I veðmálum og fjárhættuspili! Ef aðeins faðir hans, sem var $ stórríkur, hefði ekki verið svona fastur á fé, eða svona

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.