Íslendingur - 09.08.1950, Blaðsíða 4
Höjum keypt upplagið af
Ritsafni Einars H. Kva
1.—6. bindi.
Bókaverzlun
Björns Árnasonar.
Gránufélagsgötu 4 — Akureyri.
rans,
kmáitt
Miðvikudaginn 9. ágúst 1950
Málaflutningsskrifstofa
Jónas G. Rafnar
Hafnarstræti 101
Sími 1578
Trúlofun sína opinberuðu sl. sunnudag
frk. Þórný Þórarinsdóttir, slúdent, og
Haukur Eiríksson, stúdent. ,
Ge^lir í bœnum. Háifdán Bjarnason,
ræðismaðu- íslands á Italíu, dvaldi hér
í bænum nokkra daga um sl. helgi.
Norrœnir verhfrœðingar, sem sátu mót
norrænna verkfræðinga í Reykjavík, h'eim-
sóttu Akureyri um sl. helgi. Skoðuðu þeir
ýms iðjuver og framkvæmdir í bænum,
auk annars þess, sem maikvert er. (Þeim
varð meðal annars afar starsýnt á sjó-
manninn í sýningarglugga KEA, og þeir
brostu. en hver láir þeim það?)
VerkakvennafélagiS Eining fer skógar-
ferð tunnudaginn 13. ágnst. Verður drukk-
ið kaffi í Fólkvangi, sumarbústað félags-
ins. Þær konur, sem ætla að vera með,
gefi sig fram á skrifstofu félaganna í
Strandgötu 7 ekki síðar en á föstudaginn.
— Skrifstofan.
BrúSkaup. S.l. sunnudag voru gefin
saman í hjónaband af séra Gunnari Bene-
diktssyni, ungfrú Hulda Baldursdóttir frá
Þúfnavöllum í Hörgáidal og Páll Berg-
þórsson. veðurfræðingur, Reykjavík. —
Heimili imgu hjónanna verður að Flóka-
götu 53, Reykjavík.
VAKNA ÞÚ. ISLAND
heitir nýútkornið íslenzkt sönglaga-
saín — fyrsta hefti af „organum" —.
í heftinu eru 55 íslenzk lög, valin
og raddfærð af Hallgrími Helga-
syni, tónskáldi, en útgáfan Gígja í
Reykjavík gefur safnið út. Það er
prentað á ltalíu.
í inngangsorðum að heftinu segir
Hallgrímur Helgason: „Við eigum
ekki að setja útlend lög við íslenzk
kvæði. Við eigum að semja lögin
sjálfir" og hefir þessi orð eftir Helga
Helgasyni, sem hann telur einn
fyrsta brautryðjanda þjóðlegrar
tónlistar á Islandi.
Þá segir hann einnig: „ísland á
að verða sjálfbjarga í sönglegum
efnum. Áíangi á þeirri leið er þetta
sÖnglagahefti. Hér eru saman komn-
ir á ljóðaþing, auk nokkurra þekktra
höfunda, allmargir ókunnir söngvar-
ar .... Það eru tónar íslenzkrar al-
þýðu, eins og þeir hafa skapazt um
raðir alda til sjávar og sveita um
gjörvallar byggðir landsins, kveðnir
af heitum hug og hjartans kæti."
„Aðaltilgangur fyrsta heftis af
„organum" er að leiða í ljós lag-
Iínu fortíðar og nútíðar, slá á þjóð-
borna strengi úr skírum. dýrum
málmi, er lengi lágu í gildi þagnar,
en glötuðu þó aldrei göfugum
hreim."
Söngvasafn þetta • er í alla staði
hið smekklegasta að öllum frágangi.
ÍÞRÓTTAÞÁTTUR
Drengjameistararnót íslands
i frjálsíþróttum fór fram í Vest-
mannaeyjum 29. og 30. júlí s. 1. —
Tóku þátt í því um 70 drengir þ. á.
m. 16 Norðlendingar. 9 frá K. A.,
4 frá Þór, 2 frá U. M. S. Eyjafj, 1
frá U. M. S. Skagafj. Var frammi-
staða Norðlendinganna hin glæsi-
legasta, þar sem þeir hlutu 4 drengja
meistara og auk þess 11 2. og 3.
verðlaun.
Veður var mjög slæmt þessa daga,
ausandi rigning og hvassviðri, og
aðstaða til keppninnar með afbrigð-
um slæm, sérstaklega var hlaupa-
brautin crfið. Eðlilega má kenna
<veðrinu að miklu leyti um hve að-
siaða var slæm og framkvæmd móts-
ins misheppnuð, en því miður virtist
undirbúningi mótsins mjög ábóta-
vant og mótstjórn virtist engan veg-
inn vaxlnn þeim vanda að stjórna
mótinu. Var það mjög leitt að fyrsta
Melstaramót í frjálsíþróttum, sem
haldið er utan Reykjavíkur, skyldi
fara svo illa fram.
Vegnn rúmleysis í blaðinu verður
eigi sagt nákvæmlega um öll úrslit
keppninnar, heldur fyrst og fremst
frá þátttöku Norðlendinganna.. —
I langstökki og þrístökki bar mest á
Eyfirðingnum Árna Magnússyni,
sem vann þrístökkið með yfirburð-
um og var aðeins 1 cm. lakari sigur-
vegaranum í langstökki. Er hann
rnjög efnilegur stökkvari en þarf að
laga handahreyfingarnar í atrenn-
unni og stökkinu. Skagfirðingurinn
er líka efnilegur. í stangarstökki bar
Baldvin Árnason ÍR af en Jón K.A.
hefði ájt að ráða við annað sætið.
Urslit hástökksins tel ég nokkuð
vafasöm af hálfu dómaranna. Eirík-
ur var langbeztur, en þótt Magnús
sé mjög efnilegur hástökkvari rétt-
læ is það vart að dæma honum lög-
legt stökk yfir 1,70, þegar ráin dett-
ur ofan á hann í gryfjunni, sérstak-
lega eftir að dómarar höfðu dæmt
fall hjá Tryggva Georgssyni þótt
ráin dytti ekki, með þeim forsend-
um, að þeir hefðu haldið við hana.
Leifur Tómasson kom mjög á óvart
með glæsilegum árangri og setti
nýtt Ak.drengjamet.
Köstin voru óhappagreinar okk-
ar Norðíendinga, þótt Gestur Guð-
mundsson stæði sig mjög vel í kúlu-
varpi og kringlukasti og Tryggvi
Georgsson setti glæsilegt Ak.drengja
met í spjótkasti. Axel Kvaran gerði
ógilt kast, sem hefði íryggt honum
annað sæti í spjóti og Hörður og
Oskar náðu sér ekki á strik í kringlu
kasti, enda var kastað á ská undan
vindi, sem þeir eru óvanir. Annars
urðu hlægileg mistök mælingamanna
í spjótkasti en vonandi eru þó úrslit
rétt eins og þau eru hér gefin. Hall-
dór var óheppinn í sleggjukasti með
að gera tvö lengstu köst sín ógild.
Eins og vænta mátti urðu Akur-
eyringarnir sigursælastir í hlaupun-
um, þótt bæði Jón Arnþórsson og
Hreiðar Jónsson væru forfallaðir í
400 m. í lengri hlaupunum voru þeir
í sérflokki og tóku öll verðlaunin.
Óðinn vann bæði hlaupin með yfir-
burðum en Einar, Hreiðar og Krist-
inn sáu um hin verðlaunin. Hreiðar
kom á óvart með að vinna Einar í
1500 m. og ég álít að hann hefði
getað náð í a.m.k. annað sæti í 400
m.etrunum.
í boðhlauþi varð KA sveitin fyr-
ir því óhappi, að annar maður í B-
sveit Í.R. hljóp út á braut KA og
spillti þannig tíma sveitarinnar. —
Hermann Sigtryggsson vann 400 m.
með glæsilegu hlaupi móti Garðari
Ragnarssyni á góðum tíma á þeirri
braut, sem keppt var á.
100 m. hlaupi var ekki, lokið, en
beztum tíma höfðu náð Reynir
Gunnarsson Á. 11.3 sek. og Rúnar
Bjarnason ÍR 11.4 sek.
Úrslit:
400 m. hlaup: Drm. Hermann Sig-
tryggsson KA 55.2 sek. 2. Garðar
Ragnarsson ÍR 56.0 sek. 3. Ólafur
Örn ÍR 56.0 sek.
1500 m. hlaup: Drm. Óðinn Árna-
son KA 4:29,4 mín. 2. Hreiðar
Jónsson KA 4:30.8 mín. 3. Einar
Gunnlaugsson Þór 4:32.4 mín. Krist-
inn Bergsson Þór varð 5. á 4:43.6
mín.
3000 m. hlaup: Drm. Oðinn Árna-
son KA 10:01.6 mín. 2. Einar Gunn-
laugsson Þór 10:11.4 mín. 3. Krist-
inn Bergsson Þór 10:14.0 mín.
4x100 m. boðhlaup: Drm. ÍR A-
sveit 47.7 sek. 2. Ármann 48.0 sek.
3. KR 48.2 sek. 4. KA 49.9 sek.
Langstökk: Drm. Valdimar Örn
Ólafsson ÍR 6,21 m. 2. Árni Magn-
ússon UMSÉ 6.20 m. 3. Hörður
Pálsso.n UMSS 6,13 m.
Þrístökk: Drm. Arni Magnússon
UMSE 13.23 m. 2. Hörður Pálsson
UMSS 12,58 rri.Jón Arnþórsson KA
varð 7. með 12.10 m.
Hástökk: Drm. Eiríkur Haralds-
son Á. 1.70 m. 2. Magnús Bjarnason
ÍBV 1.70 m. 3. Leifur Tómasson KA
1.65 m. Jón Arnþórsson KA varð 6.
1.55 m. og Tryggvi Georgsson Þór
9. 1.55.
Stangarstökk: Drm. Baldvin Árna-
son IR 3.10 m. 2. Bjarni Guðbrands-
son ÍR 2.80 m. 3. -Þórður Magnús-
son ÍBV 2.80 m. 4. Jón Steinbergs-
son KA 2.80 m.
Kúluvarp: Drm. Daníel Ingvars-
son A. 15.35 m. 2. Skúli Jónsson ÍB
«>S>$$^Sk5«íí«SS^«§^5«««?S!5$«?S*5^^
Símaskrá 1950
er komin út. — Verður afhent símanotendum á skrifstofu
Landssímans kl. 10—12 og 13—16 daglega.
SÍMASTJÓRINN.
Nýtt kvennaMaö
Áskrifendm athugið að gjalddagi blaðsins var 30. júní
sl. Vinsamlegast komið og gerið skil hið allra fyrsta. —
Ennfremur tekið á móti nýjum áskrifendum.
Guðrún Valgarðsdótrir
Gjafabúðinni. •
15.34 m. 3. Gestur Guðmundsson
UMSE 15.01 m. Hörður Jörundsson
KA varð 9. 12.95 m.
Kringlukast: Drm. Gylfi Gunnars-
son ÍR 43.32 m. 2. Gestur Guð-
mundsson UMSE 42.77 m. Hörður
Jörundsson og Oskar Eiríksson KA
urðu 8. og 10. 37.69 m. og 34.60 m.
Spjótkast: Þórhallur Ólafsson ÍR
56.52 m. 2. Gylfi Gunnarsson ÍR
51.85 m. 3. Tryggvi Georgsson Þór
51.80 m.
Sleggjukast; Drm. Ólafur Sigurðs-
son ÍBV 42.78 m. 2. Gunnar Jóns-
son ÍBV 38.53 m. Halldór Árnason
Þór varð 8. með 22.80 m„ sem er
Akureyrarmet, þar sem ekki hefir
verið keppt í því fyrr.
Heildarúrslit hafa verið þessi, ef
sleppt er 100 m. hlaupi og 110 m.
grindahlaupi, sem eftir var að
keppa í:
1. IR
2. KA
3. Ármann
4.-5. UMSE
ÍBV
5 drm. 47 stig
3 drm. 22 stig
2 drm. 15 stig
1 drm. 13 stig
1 drm. 13 stig
„6 / &//,,
^ Ak.met í kúluvarpi
I keppni milli Þórs og Austfirð-
inga að Eiðum um sl. helgi setti
Baldur Jónsson nýtt Ak.met í kúlu-
varpi. Varpaði hann kúlunni 12,39
m. Eldra metið var 12,29, átti það
Guðmundur Örn Árnason.
AF GEFNU TILEFNI
Vegna ummæla í síðasta tölublaði
„íslendings" út af lendingu flugvél-
arinnar TF-SHB h. 29. júlí sl„ er
hún eyðilagðist á flugvellinum á
Melgerðismelum, vill Melar-radíó
taka fram, að veður á flugvellinum
var ekki go.tt eins og getið er um í
blaðinu, heldur var þar ASA 8 vind-
stig eða 40 hnúíai og var flugmann-
inum gefið það upp áður en hann
reyndi lendingu og kviítaði hann
fyrir það.
Melgerðismelum, 3. ágúst 1950.
a. c. Höver Johannesson.
Framh. af 1. eíðu.
verið gerð hvert öðru betri skil, þó
að mér finnist, að ungfrúin hafi
skarað fram úr og verið vanda þeim,
sem á herðar hennar var Iagður,
fyllilega vaxin, en langmest hvílir
á því hlutverki. Tengdapabbinn var
og sérlega skemmtilega og fjörlega
leikinn, en gerfið hefði mátt sýna
hann nokkru eldri.
Önnur hlutverk voru öll veiga-
minni, en þó var meðferð þeirra
einnig prýðisgóð. Lárus Ingólfsson
sýndi sérlega vel gamla lækninn, sem
var alveg í þann veginn að yfirbug-
ast vegna þess hversu lítið var að
gera, og leitaði sér þá helzt huggun-
ar hjá Bakkusi. Gunnar H. Eyjólfs-
son lék utigan lækni, lífsglaðan og
áhyggjulausan, mjög smekklega.
Hildur Kalman lék Bellu Stark,
hlutverkið er lítið. en hún gerði því
góð skil. Þorgrímur Eyjólfsson lék
WiUy Wax, listdansara og kvenna-
bósa. Það reyndi hvergi sérlega á,
en hann fór vel með það.
Sýningin gekk fljótt fyrir sig og
var eðlilega hröð, hvergi dauðir
punktar og má vafalaust þakka það
góðri leiksijórn Gunnars H. Eyjólfs-
sonar.
Leikritið er þýtt af Bjarna Guð-
mundssyni.
Það hefir löngum verið um það
rætt, hver nauðsyn sé á föstum sæt-
um í leikhúsið,því marr sé svo mikið
í bekkjunum. En það var fleira núna
sem olli hávaða. Það var stanzlaust
ráp um húsið fyrir aftan bekkina,
og hurðarskellir, auk þess sem menn
voru þar í hrókaræðum, og það sem
bjargaði því, að þeir sem aftarlega
sátu heyrðu nokkurn skapaðan hlut
var það, hversu framburður leik-
aranna . var undantekningarlaust
skýr og áheyrilegur,
Föstu sætin bjarga augsýnilega
ckki öllu.