Íslendingur


Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 23. ágúst 1950 Útgeíandi: Útgáíuíélag úlendings. Kilsljóii og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Ardís Svanbergsdóttir. Skrifstofa Cránufélagsgata 4. Sími 1354. Prenlsmiðja Björns Jónssonar h.j. VERKFÖLL OG VÍSITALA ÖRÐUGIR TÍMAR. Það er nú því miður komið svo fyrir þjóð okkar, að við getum ekki í bili l:fað í vellystingum praktug- lega. Fjárhags- og gjaldeyrisörðug- leikar með íilheyrandi atvinnuerfið- leikum hafa síðustu árin sorfið að þjóðinni. — Það er því áríðandi nú, og það hefir verið margbrýnt fyrir mönnum, að nauðsynlegt sé, að þjóðin mæii vandanum með karl- mennsku, og henni lærist nú, að lienni er lífsnauðsvn að sníða sér slakk sinn eftir vexti. Það er eins og ]tað gleymist alltuf að þjóðin veltir sér ekki lengur í peningum eins og hún gerði í eina tið. Það er tilgangs- laust að loka augunum fyrir því, að örðugir tímar muni vera í vændum. Fyrsta skilyrðið lil þess að sigrast á vandanum er það. að gera sér glögga grein fyrir sjúkdómseinkennum, svo að menn viti við hvað þeir eiga að giíma. En það er engu líkara en sumir f >rys umenn alþýðusamtakanna í iandinu hafi á engan hátt gert sér grein fyrir því, hver vandinn sé, sem nú mætir þjóðinni, og þá er harla lítil von til þess, að þeim sé ljóst, hverjum meðulum eigi að beita gegn þelm vanda, svo að þjóðinni verði að sem mestum notum. Eina lausnin, sem forkólfar vinslri flokkanna sjá á frfiðleikunum, er allsherjarverkfall og alger slöðvun framleiðslu þjóðarinnar! Þeir virð- ast vera þeirrar trúar, að þjóðin verði firrt öllurn vandræðum af völdum gjaldeyrisskorfs, aflabrests á síldveiðum og ótíðar á stórum hluta landsins, með því einu að hamast nú á skrúfunni, kaupgjald og verð- lag. Þeir bera fyrir sig og hrópa há- stöfum: Vísitalan var fölsuð — það þolum við „forsvarsmenn alþýðunn- ar“ ekki! Stjórnarvöldin segja svo: Ef við eigum ekki að hegða okkur eftir settum lögum, þá skiljum við ekki hlutverk okkar. Húsaleigulögin eru komin í gildi og því ber að taka íil- lit lil þeirra. Ekki getum við sett okkur upp gegn vilja Alþingis. Um þessi atriði skal nú farið nokkrum orðum. HÚSALEIGAN. Eins og menn muna vafalaust þá var á síðasta þingi samþykkt lög um hámarksverð á húsaleigu o. fl. Var frumvarp að lögum þessum borið fram r.f Framsóknarflokknum, og var samþykkt þess eitt af samkomu- lagsaíriðunum við stjórnarmyndun- ina. Það kom hins vegar fram, að sumir óLtuðust, að erfiðleikar myndu verða á framkvæmd þessara laga og þau því ekki ná því marki fyliilega, sem þeim var ætlað, og voru margir Sjálfsfæðismenn í hópi þeirra, er þetta álitu. Og því miður hefir ótti þeirra að sumu leyti ekki orðið alveg ástæðulaus. Framkvæmd laganna myndi vafalítið kosta stór- mikið eftirlit og kostnað, og væri þó jafnvel ekki séð, að fullur árangur þeirra næðist. Lögin voru ótímabær — þegar eftirspurn eftir einhverju er í al- gjöru ósamræmi við framboðið og miklu meiri, þá vil! oftast verða svo, að farið er í krirgum ákvæði lög- gjafarinnar, þegar báðum aðilum er að því hagur. Lausnina á slíkum vandamálum er venjulega að finna í aðferðum, sem leiða til jöfnunar á framboðinu og eftirspurninni, en ekki með valdboðnum hámarks- eða lágmarks ákvæðum Pað hefir því orðið sú raunin á í þessu máli, að húsaleigulögin eru nánasl einungis pappírsplagg, sem eins og sakir standa hafa að litlu íeyti þær verkanir, sem þeim var ætlað. VÍSITALAN. Þegar kauplagsnefnd ákvað vísi- öluna iók meiri hluti hennar tillit til þessara laga, eftir orðan þeirra, en ríkisstjórnin gaf svo út bráða- birgðalög um að greidd skyldu laun eftir vísitölu 112 stig, vegna þess að lögin væru svo nýlega komin til framkvæmda, en hún hefði orðið 109 slig, ef fyllilega héfði verið far- ið eftir ákvæðum húsaleigulaganna nýju. Á það hefir verið bent, og það ré'.tilega, að skynsamlegast hefði verið fyrir ríkisstjórnina að ákveða visitöluna án hliðsjónar af nýju húsaleigulögunum og þá einmitt af þeim ástæðum, sem þegar hefir ver- ið bent lauslega á. — Heyrst hefir að öl! ríkisstjórnln hafi ekki verið i höfuðstaðnum þegar þessi mikil- væga ákvörðun var tekin. Meiri hluti kaupgjaldsnefndar telur að vísitalan hefði þá orðið 114 stig (114.3), en Torfi Asgeirsson gat að sínu leyii fallist á að 115 stig (114.7) væri íétt vísitala. Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að bæta mönnum aðeins að nokkru þá kaupgj aldsrýrn un, sem húsa- leigulagasetningin þannig veldur, en ekki alveg að fullu, var því vægast sagt mjög varhugaverð, og ekki hvað sízt fyrir þá sök, að leita ekki fyrst iil Alþýðusambandsins eftir upplýsingum um það, hverjar af- leiðingar slíkt gæti haft í för með sér. Vinnufriður í landinu hefði ekki verið keyptur of dýru verði þó að vísitalan hefði verið reiknuð eft- ir þeim grundvelli,. sem notaður var, áður en húsaleigulögin íóku gildi. ROÐUN VERKFALLA. En þegar ríkisstjórnin hafði stig- ið þetta víxlspor sitt; þá rýkur meiri hlutinn í miðstjórn Alþýðu- sambandinu upp til handa og fóta og boðar allsherjarverkfallaöldu, sem skella skuli yfir atvinnuvegi þjóðarinnar og sem mögnuð er, eins cg sendingarnar hér á fyrri öldum, á hendur r.kisstjórninni, í stað þess að leita fyrst hófanna um það, hvort engir möguleikar væru á því að rík- isstjórnin sæi sér fært að lagfæra fyrri villu. Það er á engan hátt alveg full- ljóst hverjar hvatir liafa stjórnað Alþýðuflokksbroddunum í þessu frumhlaupi um verkfallaboðun að lítt athuguðu máli. Það er að minnsta kosti fullljóst að með þess- um aðförum er afkomu þjóðarinn- ar stefnt í beinan voða og þá auð- vitað jafnt afkomu launþeganna^sem annarra. Svo víðtai'k verkföll og þau, sem boðuð eru hljóta að stöðva al- gerlega framleiðslu þjóðarinnar, og fullsjáandi mönnum ætti að vera ljóst, að þjóðin, sem þegar berst í bökkum, þolir á engan hátt full- komna stöðvun á atvinnulífinu í | viðbót við annað. Það er því fylli- lega Ijóst, að það getur ekki verið hagur launþeganna, sem hvetur brodda Alþýðusambandsins til þess að reka hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru út í verkföll. Að baki hljóta að liggja aðrar og óhreinar hvatir. Skýring verkfallsagentanna, að hér sé einungis um að ræða, að vinna upp, það sem ríkisstjórnin hafi stolið með því að falsa vísi- töluna um 2—3 stig, er ákaflega hæpin,- ef athuguð er fyrri afstaða þessara sömu manna. Sú var.tíðin að rauðu flokkarnir áttu 4 menn af 6 í ríkisstjórn, þá var vitað að vísitölunni var haldið niðri og beitt til þess ýmsum ráðum, og þá var alls ekki um 2-—3 stig að ræða, heldur 20—30 stig og þaðan af fleiri. Þá var meira að segja Emil Jónsson viðskiplamálaráðherra, svo að þeir, sem nú hrópa hæst: Rót- j ::ci:a baráttu gegn vísitölufölsun! hefðu á þeim tíma haft góða aðstöðu til að rétta hag launþeganna, og fá því komið þá til leiðar, að vísitalan \æri rétt reiknuð. Ekki bryddi heldur á því í tíð „fyrstu stjórnar Mþýðuflokksins á lslandi“, að forkólfarnir í Alþýðu- sambandinu teldu alltof lágt reíkn- aða vísitölu þá vera óbærilegt böl fýrir launþegana. En ef nú 2—3 stig, sem á skortir að vísitalan sé rétt reiknuð núna, er slíkur dauða- dómur yfir launþegunum, sem þessir herrar vilja vera láta, þá væri ekki úr vegi að verkamenn íhuguðu, hvernig þessir sömu forkólfar hafa þá á undanförnum árum, þegar flokkar þeirra voru í stjórn, gersam- lega svikið þá, með því að hefja ekki aðgerðir gegn vísitölu, sem var rangt reiknuð um . 30 stig. Með vísitöluskýringu sinni hitta forkólfar verkfallanna enga aðra en sjálfa sig. Enda verður fljótt Ijóst, þegar betur er að gáð, að hér er á i ferðinni yfirdrepsástæða ein, þeir gripu strax tækifærið, sem stjórnin veitti þeim með mistökum sínum. Þjóðviljinn telur að markmið Al- þýðuflokksklíkunnar sé „að notfæra sér hagsmunabarátluna í haust til þess að lyfta sér í ríkisstjórn á kostnað alþýðunnar.“ Um þetta skal ekki sagt, en eftir allri framkomu hennar að dæma, þá virðast verk- föllin ekki boðuð til annars, en sem refsiaðgerðir á ríkisstjórnina og til þess að gera henni allt eins örðugt og mögulegt er, um að vinna að við- reisnarmálum þjóðarinnar. Alþýðuflokknurn hcfir glapist svo hrapalega sýn, að hann hyggur þann veg vænlegastan til kjósendafylgis, að yfirbjóða kommúnista sem mest í moldvörpustarfseminni og ábyrgð- arleysinu. Það er ekki lengur. orðið fyrsta 'markmið í pólitík þessara vinstri flokka, að störf þeirra megi ] verða til þjóðþrifa, heldur er nú sett ofar öllu, að k.lekkja á einhvern mála á ríkisstjórninni, og þeir kepp- ast meira að segja um að láta sem mest illt af sér leiða! AFLEIÐINGAR. Það er auðvitað augljóst mál, að eins og nú stendur myndi allsherjar alvinnuslöðvun einungis þýða at- vinnumissi fyrir verkamenn, sem sízt þola það, að skertar séu tekjur þeirra. Það myndi þýða ófyrirsjáan- legt gjaldeyristap, og er þó öllum landslýð Ijóst, að \art er á það bæt- andi einmitt núna ofan á síldarleys- ið, en þetta myndi aftur leiða af sér ennþá aukinn hörgul á innfluttum lífsnauðsynjum og þar af leiðandi verðhækkun á þeim, svo að líklegt myndi að kauphækkun, sem yerka- menn kynnu að fá, eftir langa og slranga baráttu ef iil vijl, yrði ekki einasta þungt högg fyrir þjóðarbú- skapinn vegna vinnustöðvunarinnar, heldur og fyrir þá sjálfa. Enda er ekki nokkur vafi á því, að almenn- ingur, sem hugsar lengra og víðar heldur en til krónufjölgunar einnar í sambandi við launadeilu á kom- andi hausti, ljáir ekki verkfallaagent- ; unum stuðning sinn. Það er ekki | sama hvenær víðtæk verkföll eru gerð. Og það, sem alvarlegast er fyrir þjóðina núua í sambandi við ! verkfallaöldu er hælla á, að atvinnu- | vegir landsfnanna og útflutnings- framleiðsla slöðvist. Og það er þess vegna ekkerí annað en ábyrgðar- leysi að æsa iil rerkfalla núna, og það enda þótt stjórn landsins liafi orc’ið á skyssa. Refsisjónarmiðið réttlætir ekki allsherjarverkfaíl. Það sem Alþýðusambandið þarf að gera núna, er því ekki að hefja verkfallsöldu, heldur að leita sam- komulags við n'kisstjórnina og freista þess að samkomulag gæti náðst um lagfæringu á vísitölunni, t. d. 114 stig. Með því móii myndi sljórn A. S. í. taka ábyrga afstöðu til þjóðmálavandans og rata af þeim villuvegi, sem kommúnistar hafa lirætt og tætt hana út á, og sem þeir virðast nú, ef nokkuð má marka skrif Þjóðviljans, ætla að skilja hana eina eftir á. Blaðinu hafa að undanförnu bor- izt eftirtalin rit: Félagsheimili, leiðbeiningar um byggingu þeirra og rekstur, úlgefið af Menntamálaráðuneytinu. — Menntamálaráðherra ritar formála fyrir ritinu, en í því eru svo ýmsar greinar um byggingu og starfrækslu i félagsheimila og fylgja sýnishorn af teikningum nokkurra gerða slíkra heimila. Einnig eru í ritinu lög og frum- drög að reglum um félagsheimili. Garðyrkjuritið, ársrit Garðyrkju- félags íslands 1950. Flytur það að vanda margar merkar greinar um garðyrkju. Ritstjóri er Ingólfur Davíðsson. Ægir, mánaðarrit Fiskifélags ís- lands, maí hef.i 1950. Þar er m.a. greinin „Of mikill fiskur í ár“ laus- lega þýdd úr þýzku blaði og er þar látinn í ljós talsverður nggur um að of mikið berist af fiski á þýzka markaðinn vegna samningsins, sem 1 gerður var við íslendinga. Davíð Ólafsson ræðir um sjávarútveginn — ástand og horfur. Hann telur of háan framleiðslukostnað aðalorsök þess hallareksturs, sem útgerðm hef- ir átt við að stríða, en ekki aflaleys- ið, og þegar svo hafi verið komið að ekki einungis bátaútvegurinn laldi fráleitt að halda áfram rekstri að óbreyttum aðstæðum, heldur var eins komið fyrir nýsköpunartogur- unum, liafi verið gripið til þess ráðs, eftir ýlarlegar athuganir sérfróðra rnanna, að lækka gengi íslenzku krónunnar, og liann telur að þegar sjáist þess merki að aukins áhuga gæti meðal manna um útveg. Ólafur Thors ræðir um síldar- söluna í ár, Óskar Halldórsson um þrenns konar gengi og Sæmundur Olafsson um 12 klst. hvíld <á íogur- unum. Einnig er grein um markaðs- horfur í Bandaríkjunum og skýrsla j er.um fiskaflann og úTluttar sjávar- j afurðir til aprílloka 1950. Gerpir, mánaðarrit Fjórðungs- þings Auslfirðinga, maí—júní hefti 1950. I því er margt greina og kvæði eftir dr. Richard Beck. Júlí- hefti -sama rits hefir og borizt. í því er m.a. greinin Slétlabaráltan eflir riístjórann, Gunnlaug Jónsson, greinar og kvæði um Gullfoss hinn nýja á Seyðisfirði, séyðfirzkir her- námsþættir eftir Hjálmar Vilhjálms- son o. fl. íþróttablaðið, júní hefti 1950. j Þar er m.a. grein um Ólympíuleik- ana að fornu og nýju. Skrifað um landslcik Finna og fslendinga í handknattleik, hnefaleikameistara- mólið, flokka-landsglímuna, heim- sókn dr. C. Diem til íslands, auk fjölda margs annars. Fjöldi mynda prýðir blaðið.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.