Íslendingur


Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. ágúst 1950 ÍSLENDINGUR »————«• -- Arni G. Eylands: I ARNASAFNI í janúar 1949 talaði ég eitt sinn um daginn og veginn í útvarpið og minntist þá á Áruasafn. Á eftir var mælst til þess við mig að birta þann kafla erindisins á prenti. Af því varð þó ekki því, að úr annari átt var mér bent á að rétt væri að forðast blaðaskrif um málið eins og þá stóðu sakir. Nú sé ég að sú þögn er rofin af Dönum sjálfum, og finnst mér þá ekki úr vegi að fram komi hvað ís- lenzkum mönnuin dettur í hug er þeir koma í Arnasafn og sjá hve illa það er varðveitt og ótryggilega. — Geri ég ráð fyrir að fleirum fari sem mér. Eitt sinn var ég staddur í Chicago. Kunningi minn, góður íslendingur, en einnig mikilvirkur og mikilsvirt- ur Bandaríkjaþegn vildi sýna mér eitthvað stórt, en eins og kunnugt er telja Bandaríkjamenn ýmislegt stórt hjá sér, svo að aðrir þurfi ekki við þá að etja i því. Landinn fór með mig i banka einn og sýndi mér vönduðustu og mestu kjallara- hurð í heimi, í dyrum peninga- geymslu bankans. Húnvar eitthvað um metra á .þykkt, og læsingar og gróp og galdraumbúnaður að sama skapi. Ekki man ég tölurnar sem dyravörður þessa musteris mammons romsaði upp fyrir okkur, en allt var það meira en i Búnaðarbankanum, það man ég með vissu, þótt mikið sé nú af honum látið og kjallara hans, miðað við vora staðhætti. Þegar ég var unglingur átti ég því láni að fagna að njóta nokkrar vikur tilsagnar hins mikla málfræð- ings, Guðmundar heitins Þorláks- sonar frá Frostastöðum í Skagafirði. Hann var flestum íslendingum kunn ugri Árna Magnússonar bókasafn- inu i Kaupmannahöfn. Ég man með hverri lotningu vér unglingar hlust- uðum á frásagn'u gamla mannsins urn hinar gömlu skinnbækur og skjöl. — Fullyrðingar Guðmundar um að mjög margt af því tagi hefði Arni Magnússon fengið að láni og ekki skoðað sem sína eign og því merkt það með bókstöfunum sk., sem þýddu „skilist". Það hefði því verið fjarri öllum hugsanlegum sanni, að Árni hefði með réttu ráði, gefið Hafnarháskóla þetta allt á bana dægri, án skilyrða og gert sjálfan sig þannig með ráðnum hug að vanskilamanní. — Þótt sárt sé að vita öll handrit og bækur, sem Árni Magnússon hafði í fórum sínum á erlendum höndum og skoðað sem varanlega eign erlendrar stofnunar og manna, hefir bað löngum deyft sársaukann, að vér höfum orðið að viðurkenna að óvíst hefSi orSiS um örlög margs af þessu, ef Árni hefSi ekki safnaS því og flutt úr landi, og þrátt fyrir hið mikla slys, sem þar steðjaði að safninu, höfum vér ís- lendingar ókunnugir málavöxtum alltaf trúað því sem sjálfsögðum hlut, að í Kóngsin 3 Kaupmannahöfn • væri safn Árna Magnússonar vel og örugglega geymt. Er ég einn af þeim mörgu seku, sem bft hafa komið til Hafnar en alltaf vanrækt þá altaris- göngu að. sjá safn Árna Magnússon- ar. En í huga mínum hefir það ver- ið geymt þar í helgum steini og svo traustum, að óhugsandi væri að neitt minna en atomsprengjur gætu grandað því. 1 huga mínum hafa dyr og hurðir að þeim helgidómi verið engu minni eða órammgjörari held- ur en kjallarahurðin í Chicago, fyr- ir kórhvelfingu mammons, er ég sagði frá áðan. Hér um daginn varð það loks að framkvæmd hjá mér að fá að líta inn í safn Árna Magnússonar. Hóf- lega ratandi um slóðir Hafnar fann ég brátt húsið, gamla múrsteins- byggingu allstóra en ekki ásjálega. Ekki brá mér við það, því að fornt yfirlit mátti vel hæfa safni Árna. Er inn kom og ég spurði dyra- og frakkavörð nánar um leið til Jóris Helgasonar prófessors, var mér sagt að ganga beint af augum inn í gegn- um bókaskála einn mikinn og þá kæmi ég að dyrum Jóns og Arna- safni. Þarna var bátt undir loft og bækur á tveimur hæðum, þótt í miðj um skála væri opvS upp úr til rjáf- urs. En mér brá nokkuS er ég sá aS gólf og allar milligerðir og hyllur vor uúr tré og svo þakið innanvert. En skálagólfið er fljótt stikað, og ég stóS viS dyrnar sem á stendur meS latínu stafsetningu Safa Arna Magnússonar. Hurðin var hvorki mikil né traustleg, harla ómerkileg tréhurð á engan hátt úr völdum viði, einfaldasta gerS af spjalda- hurS. Eg knúSi lyra og lauk upp, og nú stóS ég í helgidóminum, sem mig hafSi svo oft dreymt um í fullri vöku. Framundan er gaflveggur hússins og hyllur um hann þveran meS handritum og nú sá ég aS Árna- safn er að húsakynnum aðeins eitt herbergi afþiljað með ómerkilegu timburþili frá aðalbókasalnum og þvert yfir hann eins og eitt stafgólf í enda mikillar baðstofu. Mér datt í hug gamla baðstofan í ViSvík og litla Vesturhúsið. þar sem taliS var í ungdæmi mínu að enn eymdi eftir af viðum og umbúnaði frá því er Espholin sat og reit árbækur sínar. Eg reyni ekki að lýsa því er ég sá og fann í Árnasafni þá litlu stund, er ég stóð þar við. „Undrandi renndi ég augum með bókanna röð- um eljuverk þúsunda, varðveitt á skrifuðum blöSum" — segir Jón Helgason í hinu glæsilega og niS- þunga kvæSi sínu: í Árnasafni. — Vel er um allt gengiS, ekki vantar það, en hrelldur gekk ég út þaðan og þó meS þakksemd í huga fyrir að hafa s'éð og handleikiS nokkrar .gersemar íslenzks anda. Séð handa- verk liðinna alda þegar verkið var meira en eining og tímakaup, þegar vinnugleðin veitti þolinmæði og mótaði afköstin — lýsti handrit og bréf. En þakklætiskennd mín var einnig mörkuð þeim hrolli, sem get- ur gripið mann við síðustu forvöS og á fremsta hlunni. — Á morgun er Árnasafn ef til vill ekkert nema öskuhrúga. Ein eldspýta, sem óvart fellur úr hendi. Elding sem slær niS- ur. íkveikja frá rafleiSslu. Ekki þarf meira til svo aS Árnasafn brenni öSru sirnii. I stuttu máli: hvernig má slíkt vera, aS slíkt safn sem Árnasafn, skuli vera svo úr hófi gálauslega geymt í eldhættu viS útvegg. ÞaS er meginatriSi. Hitt er minna og þó minnisvert, aS því skuli ekki vera meiri sómi sýndur en svo, að safniS er aSeins eitt herbergi, sem' um leiS er vinnuherbergi þess, sem safnið annast og þeirra, sem þangaS þurfa aS líta og leita. Og ekki er nú minningu og „gjöf" Árna Magnús- sonar meiri sómi sýndur af Háskól- anum Kaupmannahöfn en svo, aS bækur Árna aSrai en handrit eru dreifSar um allt háskóIabókasafniS eftir efni og niðuiröðun, en eru ekki varðveittar sem sérdeild í safninu, gætir þeirra því að engu og enginn, sem skoSar Arnasafn verSur þeirra var. Ekki veit ég hvort aS sérstök skrá er til yfir þær, og ekki veit ég hvort aS Flateyjarbók er geymd í konunglegu bókahlöSunni. Sem leik- manni á þessu sviSi finnst mér þaS sannarlega mikiS atriSi í viSræSum íslenzkra mennlamanna og íslenzkra yfirvalda viS Dani. um endurheimt Arnasafns og eSliIegan heimflutning þess, er sameignarbúiS dansk- íslenzka er gert upp að fullu og í bezta bróðerni, hve ömurlega er nú aS Árnasafni búið og það gálaus- lega geymt, eyðileggingu auðveld- lega ofurselt ef hversdagslegt slys ber aS höndum. En þá er þess aS minnast og spyrja: Hver undirbúningur er hér heima fyrir til þess aS taka á móti Árnasafni? Ekki má minna vera en aS yfir það verSi byggt sérstakt hús á HáskólalóSinni. LítiS fagurt hús — „musteri" — en. umfram allt eld, j arðskj álf ta og rakatraust. Það ælti ekki að kosta meira en bjargálna manna íbúðarhús kosta nú í Reykja- vík, og til þeirrar byggingar vill vonandi hver einasti . Islendingur, sem kominn er til vits og ára gefa pening, beint eða óbeint. En ef að svo illa skyldi nú úr rætast, sem ég ógjarnan vil trúa, aS Árnasafn eigi ekki heimvon í bráð þá verSur þaS sannarlega aS vera verk islenzkra manna að hnippa svo við Dönum að Árnasafn fái án tafar önnur húsa- kynni og öruggari heldur en nú er. Húsakynni, þar sem safninu er óhætt, á hverju sem gengur á venju- legum friðartímum og þó eitthvað bjáli á umfram það. Og um leið Togaradeilan: Þaö eru svik við sjómenn, að verðmæta sé aflað handa þjóðinni, segir Alþýðublaðið Verkfall togarasjómanna í Rvík virðist hafa kveikt óslökkvandi ófriðarbál meðal rauðu flokkanna, sem virðast þó í seinni tíð hafa ver- ið innilega sammála um það, að vekja alls staðar verkföll, þar sem þeim hefir verið þess nokkur kostur. Málgögn kratabroddanna, sem stjórna því verkfalH og gera þaS aS verkum, aS mestallur togarafloti landsins liggur nú bundinn við hafnargarð, hafa reynt að halda uppi vörnum fyrir verkfallinu og eðlum tilgangi þess, enda þótt það komi greinilega í ljós í Alþýðublaðinu á laugardaginn var, hver tilgangurinn sé, þar sem rætt er um svik komm- únista við sjómennina, og þar sem því er með stórum orðum dróttað að kommúnistum og þeim brigslað um það á hinn herfilegasta hátt hversu níðingslegt hugarfar þeir sýni með því, að ætla með svikum að stuðla að því „að framleiða verðmæti fyrir gengislækkunar- stjórnina"! Alþýðublaðið á ekki til nógu sví- virðileg orð, og cr þó orðgnótt oft- ast ærið mikil þar, til þess aS lýsa viSurstyggSinni á þeim, sem vilja gera ríkisstjórninni kleift aS afla verSmæta!! virðuleg húsakynni sem hafa upp á starfsskilyrði að bjóða, varSandi umhirðu safnsins og notkun. Ef ekki fæst úi bætt á annan hátt vildi ég sem litill liðsmaður er stend- ur álengdar fjarri stinga up á því að Islendingar byggi sómasamlega yfir Árnasafn i Kaupmannahöfn. Og er til of mikils mælt þótt bókum Árna Magnússonar verSi safnaS saman og þær varðveittar meS Árna- safni en ekki faldar innan um tug- þúsundir annarra bóka. Hlustendur góSir. Eg hefi hætl mér út á þá braut aS ræSa mál sem ég hefi enga sérþekkingu á og aS- eins augnabliks kynni af, ef glöggt er reiknaS. En ég vona aS ekkert sé ofsagl, og ég finn aS hér horfir öSru v'si viS en allur fjöldi íslenzkra manna og kvenna hyggur aS vera muni. Fleirum mun fara sem mér að þeir eiga ekki á slíku von. Þeir voru sem ég of fáfróðir og of lítiS kunn- ugir við Eyrarsund til þess. Hversu sem fer um Árnasafn, alltaf verSa bókfellin gömlu hluti af islenzku þjóðinni, lífskjörum henn- ar í sæld og eymd. Þar eru stuSla- berg og fossaföll vorra/ tungu. „Hvar sem ég fletli, við eyru mér ólguðu og sungu — Uppsprelt.ulindir oc niðandi vötn miunar tungu" segir Jón Helgaso.i og meS sanni. Á. G. E. Á slíkum grundvelli, aS hindra verSmætaöflun, þykjast svo þessir loddarar vera aS berjast fyrir verka- mennina og sjómennina! En svona nokkuS játa þeir aldrei fyrr en fariS er aS rífast heiftarlega innbyrSis. Þjóðviljinn skrifar 17. ágúst á þessa leið: „Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur jlanaði ólilneydd út í verkfall á tíma, sem hentugri var út- gerðarmönnum cn sjómönnum og hefir liaft af sjómönnum tækifœri til að þéna 8000—9000 krónur á tveim mánuðum. Til að fela frum- hlaup sitt og skemmdarverk hefir hún dreift út rógi og álygum í garð sjómannasamtaka á Norður- og Austurlandi, er sýndu með fordœmi sínu, hvað stjórn S. R. hefði átt að gera til að sjá hag umbjóðenda sinna sem beztu borgið. við þau skilyrði, sem fyrir hendi voru, þegar salt- og isfiskveiðasamningurinn rann út í vor. Þvœttingurinn um það að með því að stunda karfaveiðarnar hafi félögin á Norður og Austurlandi rofið samþykktir sjómannaráðstefn- unnar í vor eru itaðlausir stafir." Það er svo sem ekki af neitt góð- um toga spunnið, það sem kommún- istar skrifa um mál þetta. Þeir eru þetta framsýnni og við- sjálli en kratarnií, að þeim er full- Ijóst, að slík verkföll, sem þetta, ér ekki til þess fallið að veiða á þau at- kvæði. Öllum almenningi má af skrifum Alþýðublaðsins verða full- ljóst hver lilgangurinn er — krat- arnir ætla aS skáka nú sjómönnum og síSar í haust öSrum launþegum fram til þess aS klekkja á r.'kisstjórn- inrii, en ekki til þess aS vinna fyrir samlök launþeganna. Af þessum sökimi vilja kommún- istar nú í óSa önn hreinsa sig af þátttöku í þessu verkfalli. En kratabroddarnir eru aS sligast undir byrSi þeirrar öldu, sem þeir hafa hafið. Auk þessa hefir það og geysimik- ið að segja um skrif kommúnista, að stríðshetja þeirra, Lúðvík Jósefsson á NorðfirSi, hefir ríkulega hönd í bagga meS nokkrum þeirra togara, sem enn cru á veiSum. En alls staS- ar þar, sem hagsnuma slíkra manna gætir aS nokkru, þá verSa auSvitaS hagsmunir verkalýðsins að víkja, ef kommúmsar geta þar nokkru um ráðið! Já, það er vissulega róstursamt á meðal rauðu flokkanna sem stendur, og er það að vonum, þaS er ekki svo lítill metingurinn í þeim að gera ríkisstjórninni og þjóðarbúskapnum í heild alla þa bölvun sem þeir geta. Togarasjómaður.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.