Íslendingur


Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 23.08.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 23. ágúst‘1950 fSLENDINGUR 5 Dagur berst gegn smá-atvinnurekendum. „Smá-útvegsmaður“ ritar blaðinu eítirfarandi bréf, þar sem rædd er grein, er b'.rlisl í Degi fyrir nokkru með fyrirsögninni ,Títoisminn“, en þar eru tekin af öll tvímæli, svo ekki verður skýrara gert, um hver sé liugur Framsóknar til þeirra maima í þjóðfélagi okkar, sem stunda vilja sjálfstæðan smá-alvinnurekslur. — Þeir skapa misrétti og rangláta tekjuskiptingu. Með þessu er auðvit- að verið að gefa í skyn, áð stórein- okun S.Í.S. og K.E.A. hér í bænum sé það afl, sem skapi jafnréttið! En hér kemur bréfið: Gamla flatsængin. 10. þ. m. birtist í framsóknarblað- inu hér. á staðnum enn ein greinin, þar sem tæpt er á og undirbúinn jarðvegurinn fyrir samstarf mad- dömu Framsóknar og Kratabrodd- anna. Kemst greinarhöfundur m. a. að þeirri niðurstöðu, að „fólkið hræðist yfirgang kommú'nista og skipar sér því undir merki íhaldsins, sérslaklega í Reykjavík.“ Þessa þró- un telur höfundur hina skaðlegustu ( að úthúða kommúnistunum er að- eins kosningabeita hjá Framsókn), og gegn henni verði að vinna af kappi. Og höfundurinn sér hinn gullna. veg til þess! Frjálslyndu(!) öfl Framsóknar og Krata skulu vinna saman! Eg á ivo góða kunningja, og þann ig stendur á, að annar er Framsókn- armaður en hirt'n Krati. Til gamans minntist ég á þessa afslöðu blaðsins við hvorn um sig. Kom þá greini- lega i ljós, að hvorugum leisi á sam- s arfið. Framsóknarmanninum fannst Kratarnir liggja hundflatir fyrir kommúnistum í verkalýðsmál- unutn og hugsuðu þar fyrir utan um ekkert annað en að ná í pólilísk bein. Kratinn var ál.ka hrifinn af samstarfinu við Framsókn. Taldi hann Framsóknarflokkinn þröng- sýnan stéttarflokk, sem ekki hugsaði um neitl annað, en að tryggja bænd- um sem hæst verð fyrir afurðir þeirra á kostnað launþeganna í landinu, og svo væri ltann í þokka- bót í vasanum á forstjórahirð S.Í.S. „Smákóngur" eða . . .? Þá kemst greinathöfundur að ann arri merkilegri niðurstöðu um það, hversu haga skul; framleiðslunni. Hann telur framleiðslukerfi komm- únista forkastanlegt. og láir honum það enginn, en um framtak einstakl- inga segir hann: „Einstakir smá- kóngará sviði iðnaðar, verzlunar og annarrar framleiðslu tróna yfir hagsmunum og velferð almennings. Peir skapa misrétii og rangláta tekjuskiplingu.“ — Einstaklings- framtakið, sjálfsbjargarhvötin, vilji manna til þess að bjargast áfram á eigin spýtur, það afl, sem mestan og beztan þátt hefur alla tíð átt í því að lyfta þjóð vorri upp yfir erfið- leikana, sem að henni hafa þrásinnis steðjað, er nú í augum þessa rit- skúms Dags stórháskalegt fyrir þjóð félagið á borð við landráðastefnu konnnúnismans. Og hver er svo boðskapur grein- arhöfundar? Auðvitað sá, að þegar búið er að koma smá-atvinnurekend unum á kné, þá skuli auðhringur eins og S.I.S. með víðtæku skatt- frelsi gleypa atvinnurekstur þeirra með húð og hári, og er þetta auðvit- að virðingarverð þjónkun blaðsins við eigendur og kostnaðarmenn Framsóknarflokksins og blaðkost lians. Og íil þess að gera þennan ein- okunardraum að veruleika heitir greinarhöfundur á Alþýðuflokkinn til samstarfs — „að leggja niður smákrit og þýðingarlausan orðaleik og hefja samvinnu.“ Þeir ællast ekki til þess, skriffinnar Framsóknar, að skrif þeirra um Kratabroddana og stjórnarandstöðustarfsemi þeirra séu tekin alvarlega. Nei, þar er aðeins um „þýðingarlausan orðaleik“ að ræða.“ Svar við fyrirspurn til Lúðrasveitarinnar. Vegna fyrirspurnar, sem birtist í síðasta blaði cil Lúðrasveitar Akur- eyrar, hefur stjórnandi Lúðrasveit- arinnar, Jakob Tryggvason, gefið blaðinu eftirfarandi upplýsingar. L. A. hefur leikið alls hér í bæn- um við ýms iækifæri 11 sinnum það sem af er þessu ári, og þar af 6 sinn- um, sem skoða má beint endurgj ald fyrir styrk þann, sem sveitin fær frá bænum. Hann tók það fram að ýmsir örð- ugleikar væru á því að sveitin hefði getað haldið uppi eins öflugri starf- semi og æskilegt væri, kænti þar bæði til að margt nýliða er í sveit- inni og inannaskipti ör svo að erfitt væri að halda uppi fjölbreyttum hljómleikum á stuttum fresti. Þá væri og liásumarið aðal-sumarfría- tími manna og þá einnig þeirra, seni leika með sveitinni. Veðrátta hefði og verið afar stirð En hann kvað, að Lúðrasveitin hefði fullan hug á því að láta lieyra lil sín við og við fram eftir hausti. ÍBÚÐ ÓSKAST 2ja—3ja herbergja íbúð ósk- ast hið fyrsta. — Fyrirfram- greiðsla ef um sernst. Afgr. v. á. HERBERGI 2 herbergi til leigu nú þegar. Afgr. v. á. Barnavagn til sölu í Þingvallastræti 31. Frúölegt og raerkiiegt Prófessor Richard Beck skrifar um sögu Akureyrar Saga Akureyrar eftir Klemens Jónsson. 245 bls. í fjögurra blaða broti. Akureyrarkaup- staður gaf út, Prentverk Odds Bjönssonar, 1948. Allir sem sögulegum fróðleik unna, og þá sérstaklega Akureyr-- ingar og aðrir Eyfirðingar, mega fagna því, að þessi saga Akur- eyrar eftir Klemens Jónsson, er loksins komin út. Var handritið íullbúið frá hendi höfundar í ágústbyrjun 1929, en útgáfan drógst af ýmsum ástæðum, eins og nánar er greint frá í formála Brynleifs Tobíassonar yfirkenn- ara, formanns nefndar jceirrar, sem annaðist um útgáfuna af hálfu bæjarstjórnar Akureyrar. Klemens Jónsson var, eins og kunnugt er, afkastamikill fræði- maður; fór saman hjá honum viðtækur fróðleikur, glögg- skyggni á aðalatriði og aukaat- riði og lipurð ií frásögn. Gætir alls þessa í ríkum mæli í Sögu Akureyrar, því að hún er allt í senn: fróðleg mjög, skipulega samin og hin glæsilegasta, en jafnframt byggð á traustum heim ildum, sem höfundur hefir viðað að sér úr ýmsum áttum. Er saga Akureyrar rakin hér með mikilli nákvæmni frá fyrstu h'ð og er bókinni skipt í þessa kafla: Fyrsta tímabil til 17S7, Annað tímabil frá 1787 — 1862, Þriðji kafli frá 1862 — 1884, og Fjórði kafli frá 1884 — 1905. " Nær fyrsta tímabil fram til ; þeirra merku tímamótn i verzl - unar- og viðskiptamálasögu ís- lands, þegar verzlunin var gefin frjáls við alla þegna Danakon- nngs í Norðurálfu og einokun- inni aflétt eftir nær tveggja alda : anauð. I Hægfara voru þó framfarir kauptúnsins á næsta tímabili j sögu þess, eða fram til ársins j 1862, er það hlaut kaupstaðar- réttindi og varð sérstætt bæjar- | félag og lögsagnarumdæmi. j Hversu allt var þar þá með lágu risi sést meðal annars af j því, að íbúatala Akureyrar var í ; árslok 1850, 187 manns, 1885, 235 inanns og 1862,, 286 manns. Á áratugunum næstu (1862 — j 1884) þokaði drjúgum meira í áttina, en ekki varð það samt fyrri en á árunurn 1885 — 1905 að verulegur skriður kom á vöxt og viðgang Akureyrarbæjar, og hefir bærinn síðan verið á hröðu j íramfaraskeiði með mörgum i hætti, og skipar vel sess sinn sem < HöfuðstaðuV Norðurlands og ann ar stærsti bær landsins. Jafnframt því sem saga þessi ei af eðlilegum ástæðum, um annað fram, lýsing á hinum ytri atburðum í bæjarlífinu, verzlun- ar, atvinnu- og athafnalífinu, bregður hún með ýmsum liætti ljósi á bæjarbrag- og andlegt h'f bæjarbúa, og á að því leyti menn- ingarsögulegt gildi. Koma hér að vonum fjölmarg- ir við sögu, og margir í þeim hópi þjóðkunnir fyrir starfsemi sína á sviði verklegra framfara, menningarrnála eða bókmennta. Prýða bókina ágætar myndir margra þeirra, og einnig af Ak- ureyri frá ýmsum tímum, meðal þtirra heilsíðulitmynd úr Ferða- bók Gaimards 1836. En um allt C7 frágangur bókarinnar hinn ágætasti, sæmandi Akureyrarbæ er að útgáfunni stendur. Brynleifur Tobíasson hefir eigi aðeins haft urnsjón með útgáf- r.nni, heklur einnig samið enr- bættismannatal og starfsmanna bæjarins til 1905, myndaskrá, re- gistur, og hætt við ýmsum at- hugasemdum neðanmáls í bókinni til skýringar, og er að því öllu góður fengur. Honum farast þannig orð í bókarlok: »Höfundur rits þessa, Klemcns Jónsson, fluttist búferlum frá Ak ureyri til Reykjavikur árið 1904, ei hann var skipaður Iandritari. Bæjarfógetaembættið var veitt í júlí s. á., og tók við því um haust ið Guðlaugur Guðmundsson, sem hafði verið sýslumaður í Skapta- fellssýslu. Saga þessi nær til árs- ins 1905, og standa þau tíma- skipti í sambandi við burtför Klemensar og aðrar þær breyt- ingar, er um það leyti urðu á högum bæjarins, t.d. niðurlagn- ing amtmannsembættisins, flutn ing gagnfræðaskólans til Akur- eyrar, stofnun bankaútibúa í bænum o. fl. — Það eru nú að- eins örfáir núlifandi borgarar bæjarins, sem koma við þessa sögu. Þeir, sem síðar gerðu garð- inn frægan og nú bera hita og þunga dagsins í þessunr bæ, munu verða uppistaðan og ívafið í sögu Akureyrar eftir 1905, en hún er enn órituð. Það bíður betri tíma«. Það er ' einlæg ósk mín, og margir aðrir taka vafalaust í sama streng, að framhaldssögu Akureyrar verði eigi langt að bíða, jafn merkilegan þátt og sá fagri og athafnaríki menningar- bær hefir spunnið í sögu íslenzku þjóðarinnar á síðastliðnum ald- arhelmingi. ÞAKKA INNILEGA auðsýnda samúð við andKt og jarðar- för, . U 61. Guðnýjar Jóhannsdóítur. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Jónsson. —1*—™™™1*Tlll«Bii'irlM* hiirn iWM Mlnlli IIIBI— | GARÐAR LOFTSSON: zJYÍáíver (lasýn ing í Hótel KEA (Rotary-salnum). Sýningin verður opnuð n. k. laugard. 28. ágúst kl. 2 e. h. Opin næstu daga frá kl. 1-11,30. Verzlunarstarf Ungur, reglusamur rnaður 20-30 ára, sém er fær í bókfærslu óskast til for- stöðu og verzlunarstarfa nú þegar. O. C. Tliorarensen. Verzlunarstúlka Stúlka óskast til afgreiðslu í búð frá 1. september eða fyrsta október. Um- sóknir sendist afgreiðslu blaðsins rnerkt: Vérzlunarstúlka.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.