Íslendingur - 30.08.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Miðvikudagur 30. ágúst 1950
35. tbl.
Leysa þart atvinnu-
vandamál bæjarMa nfi
þegar.
Helgi Pálsson, bœjarfulltrúi, flutti á fundi, sem
haldinn var í Sjálfstœðisfélagi Akureyrar s. I.
fimmtudagskvöld ýtarlegt og greinargott erindi
um atvinnuhorfur hér i bœ á hausti ogvetri kom-
anda. Því miður hafði hann ekki rœðu sína nema
að litlu leyti skrifaða, svo að ekki er unnt að birta
hana hér i biaðinn í heild, heldur verður að
nœgja að stikla á þvi stcersta.
RÝR AFKOMA.
Ræðumaður hóí mál sitt á þá
lund, að ekki væri ótímabært, að
ræddar væru atvirmuhorfurnar, þar
eð hvort tveggja væri, að útlit væri
á því. að fjöldi verkamanna og sjó-
nianna kæmu tekjurýrir heim í
haust. pg svo hitt, að dýrtíðin væri
orðin slík, að lítið eða ekkert yrði
lagl fyrir til vetrarins. Verkamenn
og aðrir launþegar þyldu því á eng-
an hátl að ganga atvinnulausir,
jafnvel þó aðeins væri um skamma
stund að ræða.
Beindi hann því eindregið þeim
orðum til atvinnuveitenda, bæði
einstaklinga, félaga og bæjarfélags-
ins, að undinn yrði að því bráður
bugur, að rætt yrði og gerðar til-
lögur um á hvern hátt atvinnu yrði
helzt haldið uppi í haust og vetur.
ATVINNA NÚNA.
250 til 300 manns hér í bænum
mun enga fasta atvinnu hafa til
lengri tima, heldur stunda svokall-
aða hlaupavinnu. Eins og stendur
munu flestir þessara manna hafa
einhverja vinnu við síldveiði, bygg-
ingarvinnu eða annað.
Margt af þessari vinnu stöðvast,
þegar tíð versnar með hauslinu.
Það helzta, sem nú er unnið við í
bænum er ' byggingarvinna, ein 29
hús eru nú í smíðum. Hætt er við,
að fjárskortur, efnisskortur, synjun
á viðbótar fjárfestingarleyfum eða
annað muni hindra framhald vinnu
við mörg húsanna, enda þótt veður
hamlaði ekki vinnu fram eftir
hausti.
Þá erjiú unnið að lengingu Torfu-
nefsbryggju. ennfremur byggingu
minni dráttarbrautarinnar, en hætt
er við, að fjárskortur muni stöðva
l'iamkvæmdir þar í hausl.
Bærinn er með þrjár aðrar all-
miklar byggingar, þ. e. brunastöðin,
sundlaugin og almenningssalerni,
við þessar byggingar yinna nú um
20 verkamenn, og þyrfti að vinna
þar e'nnig eins og mögulegt er í
haust og vetur. I fjórðungssjúkra-
húsinu, vinna nokkrir menn, en þar
mun fé skorta til áframhaldandi
vinnu.
Garðyrkjuráðunautur mun að
jafnaði hafa um 5 menn í vinnu, sem
að sjálfsögðu er lokið þegar tíð
spillist.
Vatnsveitan hefir 14 menn í vinnu
sem stendur, en það mun vart vara
lengi því að þar er efnislaust, þrátt
fyrir að þar hefir um lengri tíma
verið brýn þörf fyrir stórkostlegar
endurbætur og viðauka. I vegum,
holræsagerð, malaiflutningi og fl.
vinna nú sem stendur 20 manns, en
hve lengi það getur haldizt er óvíst,
en fé til þeirra framkvæmda mun
mjög að verða gengið til þurrðar á
þessu ári.
KEA mun vera sá atvinnurekand-
inn, sem flest járn hefir í eldinum
og flesta verkamenn hefir, en ein-
hver samdráttur hlýtur þó að verða
í vinnu þar með haustinu.
11 verkamenn vinna nú að bygg-
ingu fiskhúss þess, sem Utgerðarfé-
lag Akureyringa H.f. hefir í smíð-
um, mun sú vinna verða fram eftir
hausti, og vonir standa iil, að hjá
félaginu geti orðið urh nokkra at-
innuaukningu að ræða í vetur.
SIS hefir hér í smíðum mikla
verksmiðjubyggingu, en hætt er við
að vinna dragist þar saírian með
versnandi tíð.
Þá benti ræðumaður og á togara-
útveginn og þá miklu atvinnu, sem
hann hefði skapað í sumar, auk
Framhald á, 4. síðu.
Dýrt spaug
28 nýskbpunartogarar hafa nú
legið við landfestar í 60 daga
vegna verkfalls.
A einum mánuði veiða Akur-
cyrartogararnir hver um sig fyr-
ir nálega 800 þús. kr. í erlendum
gjaldeyri.
Verkfallið kostar því
þjóðina um 22 milljónir
króna í dýrmætum gjald-
eyri á mánuði, eða á að
gizka 750 þúsund krón-
ur á dag.
Kartaafarðir
til Hollands.
Þessa dagana er verið að hlaða
e. s. Dettifoss. sem liggur við
bryggju hér, afurðum frá Krossa-
nesverksmiðj unn i.
Er hér um að ræða 150 tonn af
karfalýsi og 1600 tonn af karfainjöli,
sem allt á að fara lil Hollands.
Karfaafurðir þessar eru sendar til
Hollands og eiga að koma til full-
nægju á þeim s'.ldarafurðarsamn-
ingum, sem gerðir voru og sénni-
legst verður ekki hægt að fullnægja,
vegna aílabrests á síldveiðunum, á
annan hátt en þennan.
Ekki mun þó fást alveg eins hátt
veið fyrir karfaafurðirnar, þar eð
í samningunum voru ýms ákvæði
um' gæði og efnasamsetningu og
skyldi verðið lækka, ef farið væri
niður fyrir visst mark.
Það magn, sem nú fer, er aðeins
nokkur hluti karfaafurðaframleiðslu
verksmiðj unnar.
FURÐULÉG
FRAMKOMA
Þau furðulegu tíðindi gerðust í
sl. viku, að menn af tveim síldar-
skipum að minnsta kosti og tveim
trillum, hafa stolið úr rússneska skip-
inu, sem strandaði í Þorgeirsfirði,
ýmsu lauslegu og jafnvel dýrmætum
siglingatækjum eins og dýptarmæli
og áttavita.
Komst þetta upp, þegar eftirlits-
skipið Sæbjörg fór lil þess að líla
eftir strandgóssinu.
Málið er í raunsókn hjá sýslu-
munninum á Tíúsavík.
BARNAHEÍMILIÐ PÁLMHOLT
15. júní s.l. var hafin slarfsemi fyrsla barnaheimilisins, sem
slarfrœkt hefir verið á Akureyri, og œtlunin er, að það muni starfa
fram til 15. september. — fiarnaheimilið tekur 50 b'órn og hejir
það verið yfirfullt nema nú síðasta mánuðinn, Börnin dvöldu á
heimilinu alla daga nema suiuuidaga frá kl. 9 f. h. til 6 e. h. (á
laugardögum til kl. -1 e. h.). Voru þau flutt á bifreiðum milli heim-
ila sinna og barnaheimilisins. — 5 stúlkur liafa starfað í sumar við
barnagœzluna. Forstöðukona var JngibjÖrg Kristín Jónsdóttir. —
Myndin er jrá vígslu Pálmholts í vor.
Atvinnunoríur og hlutur Afc
ureyrar við fjárlaga-
aígreiðslu
rædd á ftmdi í Sjálfstæðisfélagi Akureyrar.
S.l. fimmtadagskvöld var hald-
inn í'undur í SjálfstæÓisfélagi Ák-
ureyrar i bæjarstjórnarfundar-
salnum í Samkomuhúsinu.
Þar fluttu þeir Jónas G. Rafn-
ar, alþm., og Helgi Pálsson, bæj-
arfulítrúi, 'ræður. Er ræðu Helga
getið hér á öðrum stað i blaðinu,
en hann ræddi um atvinnuhorf-
ur í bænum á komandi vetri.
Jónas G. Rafnar ræddi almennt
afgreiðslu fjárlaga, og þá sér-
staklega þá liði þeirra, er snerta
Akureyrarkaupstað.
Minntist ræðúmaður m. a. á
fyrirhugaðar framkvæmdir við
stækkun Laxárvirkjunarinnar og
afskipti þingsins af því máli, en
það mál hefur áður verið rakið
svo ýtarlega í blaðinu, að óþarft
er að geta þess frekar hér.
Brú á Glerá.
Þá gat Jónas Rafnar þess, að
á næsfa ári þyrfti að hreyfa því
máli á þinginu, að bj^ggð yrði
brú yfir Gierá á eyrunum. Sain-
kvæmt áætlun vegamálastjóra
mun standa til, að þjóðvegurinn
eigi að liggja í gegn um Glerár-
þorpið, og þaðan yfir á Oddeyr-
ina. Hann gat þess, að á s.I. vétri
hefði hann borið fram tillögu í
fjárveitinganefnd þess efnis, að
þá yrði veitt fé til nýrrar brúar-
gerðar á Glerá, en hún náði ekki
fram að ganga í það skiptið, þar
eð aðrar brúargerðir voru taldar
meir aðkallandi.
Tunnuverksmiðjan.
Á s.l. vetri kom það t Ijós, áð
síldarútvegsnefnd, sem starfræk-
ir Tunnuverksm.' ríkisins, hafði
ekki í hyggju að reka verksmiðj-
una hér. Réttlætti hún þessa af-
stöðu síína með því að vélakostur ~
verksmiðjunnar á Siglufirði væri
betri, og þar væri tunnugeymsla,
og þar væri mestur markaður fyr
ir síldartunnur.
Eftir mikið þref og þjark hafð-
ist það þó að lokum fram, að
smíðaðar voru hér einar 10 þús.
tunnur.
Afstaða síldarútvegsnefndar
er að mörgu leyti furðuleg.-
Reynslan hefur sýnt að söltunar<
stöðvar við Eyjafjörð utan Sighu
f jarðar, fyrir vestan og allt aust-
ur til Raufarhafnar, hafa heldur
Framh. á 3. síðu