Íslendingur - 06.09.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Miðvikudagur 6. september 1950
36. tbl.
Nýja Bíó í
endurbættu
húsnæöi
Á sunnudaginn var hófust sýning-
ar aftur í Nýja-ILó, en það hafði
verið lokað í nokkrar vikur vegna
viðgerðar og endurbóta, sem fram-
kvæmdar voru á húsinu.
Húsið hefir allt verið málað að
innan, en gagnger breyting verið
gerð á anddyrinu og er þar nú öllu
einkar smekklega fyrir komið. Þá
hafa verið gerðar Iröpþur niður
hallandi gólfið á svolunum, en gólf-
ið allt heldur hækkað aftur eftir,
svo að nú sézt betur hvar sem setið
er á svölunum.
Húsið hefir íekið uiiklum stakka-
skiptum til þess betra og má segja
að það sé í alla staði einkar smekk-
legt og vistlegt.
1 þessu sambandi þykir ré^t að
brýna fyrir mönnum, sérstaklega
unglingum, að ganga nú vel um
salarkynni bíósins, en eins og menn
vita þá hefir það lengi verið þjóðar-
löstur að krota út alla veggi, hvar
sem því verður við komið, og ganga
illa um. Vonandi láta menn nú ekki
slíkan ósóma um sig spyrjast.
TUNNUVERKSMIÐJAN
I vikunni, sem leið, ræddu þeir
Steinn S:einsen, bæjarstjóri, og
Jónas Rafnar, alþm., við Olaf Thors
atvinnumálaráðherra, um rekstur
tunnuverksmiðjunnar hér í bænum
á komanda vetri.
Lögðu þeir á það mikla áherzlu
við ráðherrann, að hann legði til við
síldarútvegsnefnd, sem annast stjórn
og rekstur tunnuverksmiðja ríkisins,
að smíðað yrði verulegt magn af
lUiinum hér í vetur.
Tók ráðherrann þessari málaleit-
an vel, og er málið nú í frekari at-
hugun.
Eins og atvinnuhorfur eru hér í
bænum núna, er það afar þýðingar-
mikið, að tunnusmíði gæti orðið hér
sem mest. En aflabresturinn í sumar
mun líklega verða til þess, að minna
mun vcrða smíðað af lunnum á öllu
landinu í vetur en ella hefði orðið.
Togararnir Kaldbakur og Sval-
bakur eru nýkomnir inn úr veiðiför.
Hafði Kaldbakur 425 tonn af karfa,
nn Svalbakur læp 388 tonn.
Grænlandsferð
Til Scoresbysund nied danska
Grænlandsíarinu Amtirup
Fiásögn Balduins Rye/, kaupmanns
Eins og getið var hér í blaðinu
fyrir nokkru, var þeim hjónum
Gunnhildi og Balduin Ryel boðið til
Grænlands í viku ferð, og eru þau
nú komin heim aftur fyrir nokkru
síðan. — Blaðið átti tal við þau
hjón í tilefni þessarar farar og fékk
eftirfarandi ferðaþætti hjá Balduin.
Ég gæti vissulega sagt frá mörgu
enda þó.t ferðin tæki ekki nema
viku, en ég verð að láta mér nægja
að diepa lauslega á það helzta, svo
stutt, sem þetta þarf að vera.
Þegar Grænlandsfarið G. C. Am-
drup kom hingað til Akureyrar
mánudaginn 21. ág., þá hafði Magn-
ús Jensen, skrifstofustjóri í ráðu-
neyti því, sem fer með Grænlands-
mál, boðsbréf upp á vasann um ferð
til Scoresbysund fyrir mig og konu
mína. Skipið kom nú hingað ein-
ungis til þess að taka sement, sem
nola átti til ýmissa hluta í Scoresby-
sund og við veðurathugunarstöðina
á Kap Tobin, sem liggur nokkra
kílómetra þaðan. En vinnu þessari
þurfti nauðsynlega að ljúka áður en
frost kæmu og ís girti fyrir sam-
göngur.
„G. C. Amdrup", sem er 908 tonn
og með 700 hk. vél, er afar traust-
byggt skip, byggt 1947 í Frederik-
sund alveg sérstaklega fyrir Græn-
landsferðir. Það gengur 10 mílur.
Skipstjór'nn, Coulet-Svendsen, er
einkar duglegur og kappsfullur
Græniandsfari, sem siglt hefir til
landsins í fjölmörg ár.
Við sigldum frá Akureyri mánu-
dagskvöldið 21. ág., en þar eð þetta
boð kom okkur algjörlega á óvart,
þá vorum við á engan hátt útbúin
eins og Grænlandsförum sæmir. Við
fengum ágæt!s klefa, rúmgóðan og
loftgóðan. Skrifborð var þar inni,
stoppaður skrifboiðsstóll', tvær koj-
ur, klæðaskápur o.s.frv. Handlaug
var þar og með heilu og köldu vatni.
Matsalurinn var af ur á, bjartur og
skemmtilegur. Á skipinu var auð-
vilað radar og öll nýtízku tæki eins
og vera ber.
Fyrsti dagurinn leið stóríðinda-
laust. Ég æfði mig í þeirri þýðingar-
miklu og eðlu list. að halda jafn-
vægi, því að skipið valt ákaflega,
jafnvel þó að veðrið væri ágætt, en
það er nú reyndar ekki að marka,
hvað venjulegum landkrabba þykir
slæmt fyrir magann, og líklega má
segja, að skipið hafi bara vaggað
þægilega.
Auk Jensen, skrifs.ofustjóra, sem
er gamall Grænlandsfari, hefir búið
á Grænlandi í 11 ár og ialar Græn-
lenzku, var ungur danskur skipa-
verkfræðingur með í förinni. Hann
átti víst að kynna sér hvert væri
hentugasta byggingarlagið fyrir skip
til slíkra ferða, bæði að stærð,
hversu djúpskreitt það skyldi vera
o.fl. Auk þess voru með nokkrir
danskir verkamenn, sem unnu við
byggingu ol'ugeyma í Danmerkur-
höfn eða sinntu ýmsum öðrum
störfum á þeim slóðum. Nú voru
þeir í þann veginn að fara heim til
fjölskyldanna í Danmörku og taka
þar upp sín gömlu s'.örf.
Skips'.jórinn hafði gert ráð fyrir
að koma að ísröndihni kl. 4 á mið-
vikudagsmorguninn, og þar eð við
höfðum nú einmitt farið með til
þess að sjá eitthvað og komast í
ævintýri, en ekki til að sofa, þa
voru næstum allir komnir upp á
dekk þá, þó snemmt væri. Og þessi
ágætis skipstjóri hafði rétt fyrir sér,
því að kl. 4 sáum við fyrstu ísjak-
ana, þeir voru í fyrs'.u á víð og dreif,
en urðu brátt þéttari. — Og nú var
skipstjórinn í essinu s'nu. Hann var
eins og gömul stríðshetja, sem finn-
ur þefinn af púðurreyknum. Hann
þaut írá stjórnborða til bakborða á
hinum rúmgóða lokaða stjórnpalli.
„Á stjórn'', ,,á bak*'. „fulla ferð aft-
ur á" — svona gekk það næstu 26
klukkutímana. Það var um að gera
að þræða ef.ir því sem mögulegt var
vakirnar, en oft \'ar það ómögulegt
og þá varð að keyra með fullri ferð
á ísspöngina, og oft varð að gera
margar tilraunir. Þetla er í sjálfu
sér ekki svo hættulegt fyrir svo steijí-
byggt skip, það er ískyggilegra, þeg-
ar þarf að bakka, þá er hætta á að
ísjakar rekist á stýrið og skemmi
það, en slíkt væri allt annað en gam-
an á þessum slóðum....../S'iðurl. nœst.
SkijjbrotsiiianiiaskýliÖ
í Þorgeirsfirði
Blöðin hafa gert að umtalsefni
sknlslega meðferð á skipsbrots-
mannaskýlinu að Þönglabakka í
Þorgeirsfirði.
Þó umgengni skýlisins sé lak-
ari en siðuðum mönnum sæmir,
er hún á etagan veginn eins skelfi
leg og frásögn blaðanna hermir.
Þegar yfirtollvörður og lögreglu-
þjónn frá Akureyri komu í skýlið
22. ágúst s.l. var eignaskýrsla
sem þeir sömdu yfir muni skýl-
isins á þessa leið:
4 stk. beddar, 10 stk. rúmteppi,
olíulampi,' sjúkrakassi, tvíhólfa
olíuvél, pottur, kaffikanna, ket>
ill, blikkfata, bollapör, export, 3
kg. strausykur, 1 kexkassi, 8 kg.
tvíbökur, 6. búnt eldspýtur, 40
lítrar olia og lítið eitt af kolum.
Það sem vantar er: Ein rúm-
íbreiða, beddi, alla niðursoðna
matvöru, hamar, naglbít, kola-
susu, reku, matskeiðar, gaffla,
borðhnífa, o. fl.
Orðrómur foefir heyrst um það
að gangnamtjnn væru valdir að
spellvirkjum þeim, sem gerð hafa
verið á skýlinu, en þetta er með
öllu ósatt. Enginn Þingeyingur
hefir verið þar að verki, sönnu
nær, að »túristar« frá Akureyri
og Reykjavík séu hinir seku og
1 þvá miður nokkrir drukknir sjó-
menn, en manna sízt eiga þeir
sem sjóiim stunda, að granda
skýlinu, því auk þess sem slíkur
verknaður er brot gegn hegning-
arlögunum, þá getur hann, og það
skiptir mestu máli, orðið til þess,
bæði beint og óbeint, að skips-
brotsmenn og aðrir nauðleitar-
menn, sem að skýli þessu, og að
öðrum slíkum skýlum eða sælu-
húsum koma, mæti þcir dauða sin-
vm af kulda, vosbúb og hungri
% stao hressingar og l'knar, ef
greiðastöðum siem þessum er ekki
þyrmt.
Skora ég því í naífrii Slysa-
varnafélags íslands á alla landa
m'Ina, að hlúa að skipsbrots-
mannaskýlum og sæluhúsum
landsins og forðast að skemma í
þeim nokkurn hlut eða hafa á
braut.
Húsavík, 2. sept. 1950.
JOLÍUS HAVSTEEN
Fulltrúi Slysavarnafél. ísl.
fyrir Norðlendingafjórð-
una.
FJugdagur n. k.
sunnudag á
Melgerðis-
melum
SVIFFLUGFÉLAG
AKUREYRAR
heldur flugdag á Melgerðismelum
sunnudaginn 10. sept. n. k. kl. 2 e.h.
ef veður leyfir.
Þar verður sýnt svifflug á fjórum
tegundum svifflugna, ennfremur
listflug á svifflugu og vélflugu. Þá
verður sýnt fallhlífarstökk, og er
það í fyrsta sinn sem það er sýnt hér
á landi.
Fólki verður gefinn kostur á hring
flugi eftir sýninguna. Aðgöngumið-
ar verða númeraðir og gilda sem
happdrættismiðar og eru vinning-
arnir tveir: Flugfar til Kaupmanna-
hafnar báðar leiðir með Flugfélagi
Islands. Flugfar til Kaupmannahafn-
ar báðar leiðir með Loftleiðum.
Sætaferðir frá Stefni og Ferða-
skrifstofunni. Þar verða einnig seld-
ir aðgöngumiðar að sýningunni.
Fólki er bent á að panta far tím-
anlega til að forðast þrengsli. Það
eru vinsamleg tilmæli til fólks, að
fara ekki inn á hið afmarkaða flug-
svæði vallarins.
KAFFISAMSÆTI
var hinum góðkunnu Vestur-íslend-
ingum, frú Maríu og dr. Sveini E.
Björnssyni, haldið að Gildaskála
KEA s. 1. laugardagskvöld. Sátu það
um 60 manns, ættingjar og vinir
þeirra hjóna og fleiri bæjarbúar.
GekksL Austfirðingafélagið á Akur-
eyri fyrir hófi þessu, en hjónin eru
bæði austfirzkra ætta. Formaður
Austfirðingafélagsins, Björgvin Guð
mundsson tónskáld, stjórnaði hóf-
inu, en fyrir minni heiðursgestanna
mæltu ar. Benjamín Kristjánsson
og frk. Halldóra Bjarnadóttir. Einn-
ig tóku til máls Jóns Sveinsson skatt-
dómari, sr. Pé:ur Sigurgeirsson, frk.
Þuriður Árnadóttir frá Garði og
Guðm. Karl Pétursson yfirlæknir.
Helgi Valtýsson rithöf. flutti frumort
ljóð. en heiðursgestirnir þökkuðu
með ræðum. A milli ræðna voru
sungin ættjarðarljóð. Eftir að staðið
var upp frá borðum. ræddu gesl
irnir við ætlingja sína og vini, en
sumt skyldmenna sinna sáu þau
hjónin þarna í fyrsia sinn.