Íslendingur


Íslendingur - 06.09.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 06.09.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 6. septeinber 1950 ÍSLENDINGUR 3 Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar Jónínu Jónsdóttur frá Spónsgerði. Börn hinnar látnu. TILKYNNING um greið^lu launauppbóta Samkvæmt bráðabirgðalögum um útreikning vísitölu framfærslu- kostnaðar, útgefnum 29. þ. m., hefir kauplagsnefnd reiknað á ný vísitölu framfærslukostnaðar 1. júlí s.l. og reynd.st hún 115 stig, miðuð við grunntöluna 100 hinn 1. marz 1950. Samkvæmt sömu lögum ber að greiða laun fyrir ágúst samkvæmt júllvísitölu, 115 stigum, og laun fyrh september, október, nóvember og desember 1950 með 15.75% launauppbót. VIÐSKIPTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, 31. ágúst 1950. TILKYNNING frá Félagsmálaráðuneytinu um húsaleigu Vegna misskilnings, sem vart hefir orðlð í sambandi við tilkynningar, sem birtar hafa verið varðandi heimild til hækkunar á húsaleigu samkvæmt núgildandi lagaákvæðum þar um, vill ráðuneytið taka þetta fram: 1. í húsum, sem reist voru fyrir 14. maí 1940, má ekki hækka húsaleigu frá því, sem þá var umsamið og goldið,. nema samkvæmt húsaleiguvísitölu þeirri, er gildir á hverjum tíma og er nú 178 stig. Auk þess má í þessum húsum, eins og verið hefir, hækka húsaleigu eftir mati húsa- leigunefndar sökum verðhækkunar á eldsneyti eða lýs- ingu, sem innifalið er í leigunni, vaxtahækkunar af fast- eignum og annars þess háttar. 2. I húsum, sem reist voru á tímabilinu 14. maí 1940 til árs- loka 1944 má leigan ekki vera yfir 7 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra gólfflatar íbúðarinnar, miðað við uíanmál og 2.5 m. lofthæð. Ekki bætist húsaleiguvísitala við þessa leigu. 3. I húsum, sem reisl voru eða reist verða eftir árslok 1944', má leigan ekki vera yfir 9 krónur á mánuði fyrir hvern fermetra gólfflalai íbúðarinnar, miðað við utanmál og 2.5 m. lofthæð. Ekki bætist húsaleiguvísitala við þessa leigu. 4. Um atvinnuhúsnæði gilda sömu reglur og undanfarið. Félagsrnálaráðuneytið, 31. ágúst 1950. AUGLÝSING nr. 18, 1950 fró skömmf-unarsfjóra. Akveðið hefir verið að reiturinn „Skammtur 16“ (fjólublár) af núgildandi „Þriðja skömmtunarseðli 1950“ skuli gilda sem við- bótarskammtur fyrir einu kilógrannni af sykri vegna hagnýtingar á berjum, á tímabilinu frá og með 30. ágúst til og með 3Q. septem- ber 1950. Reykjavík, 29. ágúst 1950. Skömmtunarstjóri. Skjaldborgarbíó ðrlagafjaliiD (The Glass Mountain) Skemmtileg, ný ensk mynd, tek- in að nokkru leyti í Alpafjöllun- um. — Fögur hljómlist. í mynd- inni syngur m.a. hinn frægi ítalski söngvari TÍTÓ GOBBI. Aðalhlutverk: Michael Denison Dulcie Gray. — Nýja - bíó- í kvöld kl. 9: DRAUGURINN FER VESTUR UM HAF (The Ghost goes west) ASalhlutverk: Roberth Donat Jean Parker Eugene Pallette Framhaldssaga Nr. 5 Jeppablæjur vel með farnar, nýtt millitjald og tilheyrandi hliðarlistar til sölu. Afgreiðslan vísar á. Vil kaupa bótamótor. A. v. á. Stúlka óskast hálfan eða allan dag- inn, til næstu májnaðamóta. Jónas G. Rafnar Símar 1578 og 1618 GET A4EÐ stuttum fyrirvara saumað karl- mannaföt og dragtir úr tillögð- um efnum. SAUMASTOFA BJÖRGVINS FRIÐRIKSSONAR, Ilafnarstræti 81. FORDSON-bifreiðin A-701 er til sölu. Tilboð óskast. GUÐM. TÓMASSON, Helga-magrastrœti 23. MYNDAVÉL Franskur ferðamaður tapaði myndavél (6x9i við Fnjósk- árbrú auslan við ána í s. 1. viku. Var hún í brúnu leður- hylki. — Finnandi vinsamleg- ast skili á lögreglustöðina. RÐUR TVISVAR „Herra CondeH.éro, hérna segir, að það séuð þér, sem selduð honum vissa denRmtu um daginn," sagði annax maðurinn. „Þér verðið að koma með okkur til lögreglustjórans.“ Adrian náfölnaði og v'ssi ekki livað gera skyldi eða segja. En hin skjótráða Pamella kunni tökin á þeim. „Þeúa er hlægilegt,“ sagði hún. „Herra Savile er sendiráðsfull- trúi, og þið hafið enga lögsögu yfir honum. Þið verðið að snúa ykkur til sendlráðsins með þetta.“ Lögregluþjónninn hikaði, en sagði svo, eftir að liafa ráðfært sig við félaga sinn: „Við skulum fylgja herranum og ungfrúnni til brezka sendiráðs- ins.“ Þessu urðu þau að hlýða, og litlu síðar varð Adrian að hlusta, skönmiustulegur á lögregluþj ónana segja hinum gamla, virðulega fulltrúa brezka veldisins sögu s'na. Það kom á daginn, að Condelliére hafði boðið gimsteinakaup- manni í London steinana, en hann hafði strax þekkt, að þeir voru í vörzlu myr; a kaupmannsins daginn, sem morðið var framið. Hann hafði tilkynnt lögreglu beggja landa þetta. Condelliére hafði reynt að verða lögreglunni að slíku liði, sem hann gat, og kvaðst oft hafa séð manninn, sem seldi honum steinana, á gangi eftir Cliamps Ely- sées. Heimilisfang það, sem Adrian hafði gefið upp, reyndist skiljan- lega fals eitt, en þá báðu lögregluyfirvöldin Condelliére að aðstoða , lögregluna við að hala upp á manninum með því móti að sitja fyrir honum á Champs Elysées. Eftir að hafa verið þar árangurslaust nokkrum sinnum, fundu þeir nú Adrian og var það laun þolinmæði þeirra. Sendiherrann krafðist þegar, að virt væru sérréttindi stjórnarer- indreka, og var það óðara veitt, og fóru því lögregluþjónarnir. Samtalið, sem fylgdi milli hins fræga stj órnmálamanns og Adrians varð þeim síðarnefnda í hæsta máta raunafullt, og hann vissi að það myndi verða sér minnisslætt allt til dauðans. Þe gar hann hafði játað að hafa selt demantana og gat þó ekki gert grein fyrir því hvernig hann var að þeim kominn, áleit sendi- herrann, að bezt Væri fyrir hann að fara þegar til Englands, sir Basil Vane skyldi fara með honum, ræða þar við yfirvöldin, og reyna á þann veg að bjarga við nrálinu, eftir því sem auðið yrði. Hann hlýddi þessu ráði, en þegar hann kom til Folkestone á Eng- landi voru þar fyrir tveir leynilögreglumenn frá Scotland Yard og tóku hann þegar fastan fyrir morð á Júlíusi Cohen, gimsteinakaup- manni. Það var einmitt morguninn eftir þetta leiðinlega atvik, að Felt- horpe lávarður gekk á venjulegum tíma inn í borðstofuna. settist liægt og gæ ilega, en hnyklaði svo skyndilega brýrnar. „Rowlands,11 sagði hann við þjóninn, „hvar eru blöðin?“ Rowlands gamli var alveg utan við sig og þóttist ekkert heyra. „Rowlands! Felthorpe lávarður birsti sig. , Ertu orðinn heyrn- arlaus? Komdu með blöðin!“ Gamli þjónninn sótti blöðin, setti þau með skjálfandi hendi á b.orðið hjá húsbónda sínum og brast í grát, í fvrs*a og síðasta skipti á ævinni, um leið og liann gekk óstyrkum fótum út úr her- berginu. „Hum!“ muldrað: Felthorpe lávaiður. „Ellihrumur eða drukk- inn í Einkennilegt! Lg v.ssi ekki til. að hann drykki. Líklega er veslingurinn gamli orðinn veikgeðja.“ Og hann leit framan á blaðið. Þar stóð þá þvert yfir síðuna stórum stöfum: Lávarðssonur ákœrður fyrir tnorð. Aðalsmaðurinn Adrian Savile tekinn fastur fyrir tnorðið í járnbrautarlestinni. Agndofa las gamli maðurinn þessi ótrúlegu orð. Hann las þau aftui og aftur. Satt að segja las hann þau þar lil hann skjögraði ruglaður áfram úr stólnum og féll á grúfu á gólfið við hliðina á stólnum. 3. kafli. Miskunnarlaus ráttvísi. Réttaisalurinn í Carlisle var þéttskipaður fólki. Lögreglumenn gæ'tu dvranna og vöiðu múgnum, sem úli var og vildi troðast inn. aðgöngu. Mjóir gangarnir voru jafnvel troðnir fólki.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.