Íslendingur


Íslendingur - 06.09.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.09.1950, Blaðsíða 4
Ársrit Skógræktarfélags íslands (iurfa allir að e'gnast. er áhuga hafa fyrir •U.'grækt. Talsvert af eldri árgöngum enn- f-á faanlegt. Bókaverzlun Björns Árnasonar. (.rnMtif^in*r«i5nf tj 1 — Akurwii. Miðvikudagur 6. september 1950 GRÁR merktur lindarpenni (Parber 51) tapaðist 24. ág. s.l. Vinsamlegast skilist gegn fund- arlaunum á afgr. íslendings. Fimmtugur Messað í Akureyrarkirkju n. k. sunnu- dag kl. 11 f. h. — F. R. iheil á Akureyrarkirkju: Frá Ollu kr. 180,00, frá N. N. kr. 30.00. Drúðkaup. S. 1. laugardag voru gefm satnan í hjónaband af séra Friðrik Rafnar ungf.ú Gunnliildur Snorradóttir (Sigfús- sonar, námsstjóra) og Lyman Lorensen frá Bandaríkjunum. hinanfélagsmát í frjálsíþrótt- i Ltm fyrir: Karla, 16 ára og ] ;ldri, drengi, 10—12 ára og . 12—15 ára, og konur verður haldið þessa ug næstu \ iku etfir |iví, sem veður leyfir. Keppn sgreir.ar verða auglýstar í verzlun- argluggum daginn fyrir hverja keppni. — Félagar eru beðnir að athuga vel auglýs- ingarnar og mæta tundvíslega. Stjórn frjálsíþróttadeildar. Mikil ölvun. Undanfarið hefir verið áberandi tnikil ölvun hér í bænum. Eru það einkanlega sjómenn af síldveiðiskip- unum. sem liggja daglega hér og í öðrum síldarvqrstöðvum hér við fjörðinn, sem miklð hefir horið á. Hjónaband. Gefin voru saman í hjóna- hand í Flatey á Breiðafirði 12. ágúst s. 1. tingfrú Jónína S. Bergmann frá Flatey, og Jón Þorsteinsson, lögfræðingur, Akureyri. II. flokkur Knattspyrnufélagsins Vals í Reykjavík er væntanlegur hingað til bæj- arins n.k. föstudag kvöld og mun keppa við féfögin hér í knattspyrnu á laugardag ug sunnudag n.k. Fcrtugur varð í gær Heiðrekur Guð- mundsson rithöfundur. Munið eftir minningarspöldum Elliheimilissjóðs Akureyrar og nýja sjúkrahússins. — Þau fást í Bóka- verzlun Axels. ssssesoooacK LÉREFTSTUSKUR kaupum við h.i-ata vciði Prenf-smiðja Björns Jónssonar M Aug-lýsið í íslendingi. Bjarni Jónsson, úrsmiður til heim- iiis að Brekkugötu 31 hér í bæ, varð jimmtugur 30. ágúst síðastliðinn. Bjaini er fæddur að Stóru-Borg í Húnavatnssýslu, sonur þeirra hjón- anna Jóns Bjamasonar, bónda í Gröf, og konu ltans Rósu Stefáns- dóitur frá Tungu á Svalbarðsströnd. Bað standa að honum trauslar bændaættir í báðar ‘ ættir, hún- vetnskar og þingeyskar. l öðurafi hans var Bjarni Jónsson, bóndi í Gottorp, gullsmiður og skáid, og þaðan mun Bjarni hafa bæði listfengið og hágmælskuna. í móðuiætt er hann kominn af Stef- áni Magnússyni og Elínu Helgadótt- ur, Helgasonar prentara í Viðey og síðar hér á Akureyri. en hann var fyrsti prentari, sem hingað kom. Bjaini ólst upp til fullorðinsára í Gröí í V.ðidal, þar sem foreldrar hans bjuggu. Þegar hann var 20 ára að aidri þá missti hann föður sinn, en tnóðir hans var dáin nokkrum árum áður. Keypli hann þá jörðina, sem \ ar ríkiseign og hóf búskap þar. EfLr 6 ára húakap brá hann búi og fór til Arrftríku og stundaði þar úrsmíði og gullsmíði. í Ameríku dvaldist hann 9 ár, en fluttist þá heim, settist að í Reykjavík og vann þar hjá úrsmíðameistaranum og heiðu,rsmanninum Magnúsi Benja- mínssyni, sem er alþekktur. Arið 1939 flutlist hann svo hing- að .11 Akureyrar og gerðist þá starfs- félagi Kristjáns Halldórssonar, úr- smiðameistara, sem hann lærði hjá á unga aldri. Árið 1945 reisti hann svo sitt eig- 2—3 eins óg tveggja manna HERBERGI lil leigu strax eða 1 okt. Fæði fæst keypt á sama stað. — A. v. á. GÓÐ BORÐVIGT ásamt lóðarkassa og lóðum, óskast keypt. Tilboð sendist til afgreiðslu íslendings sem fyrst. H E R B E RGI ið úrsmíðaverkslæði og hefir rekið það síðan með hinum mesta mynd- arbiag, og má nú íelja það aðal- úrsmíðaverkstæði bæjaritjs. Snemma þótti bera á góðum gáf- um hjá Bjarna, svo að presturinn, séra Bjarni Pálsson í Steinnesi, sem fermdi hann, hvatti föður hans mjög eindregið iil þess að láta Bjarna ganga menntaveginn, og bauðst til þess að búa hann undir skóla og jafnvel styðja hann fj árhagslega, ef með þyrfti. En Bjarni vildi ekki taka þessu, enda yar hugur hans þá þegar far- inn að hneigjast mjög til smiða og véla. Snemma bar og á skáldskapar- hneigð hjá Bjarna, og birtust eftir hann meðan hann var í Ameríku kvæði og ferskeytlur í blaðinu Lög- bergi. Bjarni kvæntist árið 1934,- Ólöfu GuömundsdóLur, mestu myndar- konu, kornin af merkum vestfirskum sj ómannaættum. \ inir og ætlingjar Bjama fjöl- menntu heim til hans á afmælisdag- inn og var þar mikil rausn og gleði. Meðal gestanna voru hin merku veslur-íslcnzku hjón, Sveinn Björns- son, læknir, og frú, sem Akureyring- ar héldu nýverið skilnaðargildi, en þar flutti Bjarni þeim eftirfarandi kvæði: Þó að margir jlyltust jrá Fósturlandsins armi. Islenzk hjörtu alltaf slá undir þeirra barmi. Heimá landsins hœkkar brá, hjartað fyllist vonum. Þú kemur eins og andblœr frá oklcar týnrlu sonum. Allir segja það til þín. þá sért góður gestur. ' Bœði ég og hyggðin mín biðjum að heilsa vestur. Blaðið óskar Bjarna til hamingju á þessum merku tímamótum. til leigu. A. v. á. Herbergi til leigu Nokkur herbergi verða til leigu á Hólel Norðurland í vetur. Semja ber við hótelstjórann fyrir 20. sept. n. k. Hófel Norðurland h.f. Til v ðskiptamanna Verzl. Eyjaf jörður h.f. Eftirleiðis breytist heimsending á vörum þannig, að sent verður aðeins út einu sinni á dag. Verður bíllinn látinn leggja af stað Id. 10 og eru viðskiptamenn beðnir að senda panlanir sínar daginn áður eða fyrir kl. 10 sant- dægurs. Enní emur Lreytast heimsendingar í Glerárþorp þannig að sent verður aðeins tvisvar í viku þ.e. á þriðjudögurn og jöstudögum. Verzl. Eyjaíjörður h.f. Tii sölu Tvær Dieselvélar, í fyrsta flokks standi, til sölu nú þegar. Stærðir: 150 hk. — Ennfremur tvær 16 hk. benzínvélar. Upplýsingar í s’ma 1254 eftir klukkan 17 næstu daga. I OWOÖOO^OOÖOOOdOOOÖOOOOOOOOOOOOOO'OiÖCOOOOOOOOOOOOOé^OG® í B Ú Ð til sölu Tilboð óskas: í neðri hæð að norðan í Hafnarstræti 66. Tilboð- um sé skilað til undirritaðs fyrir 20. þ. m. a. Hallgrímur Jónsson, skósmiður. FLÖSKU KASTAÐ í RÚÐU Aðfaranótt sunnudagsins s.l. kast- aði maður nokkur tómri flösku út um glugga á Hótel Akureyri og lenti hún í stórri rúðu í Bókaverzlun Rikku og braut hana. Það var mikil mildi, að hún lenti ekki í vegfarend- uin, og er þetta s órkostlegur glamia- skapur. Lögreglau hafði upp á þeim er þelta gerði. SPRENGJUR GERÐAR ÓVIRKAR í s.l. viku var Þorkell Steinsson, lögregluþjónn í Reykjavík, hér á fprð, til þess að gera óvirkar þrjár sprengjur, sent lögreglustjóra hafði borizt fréltir af, að fundizt hefðu í Kræklingahlíðinni. Ein sprengjan reyndist vera virk og eyðilagði Þorkell liana, svo að ekki stafar af henni frekari hætta. Hinar Ivær voru óvirkaj'. Sprengjur þessar munu vera eft- irsiöðvar frá hernámsárunum. X'egna þess hversu stórkostleg hælla getur stafað af slíkum sprengj- um, ef verið er að fikta við þær, þá er hér með brýnt fyrir mönnum að gæla fyllstu varúðar, ef þeir finna slíka sprengju, og hreyfa ekkert við þeim heldur tilkynna það lögregl- unni. BARNLAUS HJÓN óska eftir íbúð Tvö herbergi og eldhús. — A. v. á. HEF TIL SÖLU 2 samliggjandi herbergi með inn- byggðum vaskaskáp og sérinn- gangi. Tilboð óskast. GUÐM. TÓMASSON Hclga-mag.a Iræti 23. Símar 1116 og 1775. í B ÚÐ 2 herbergi og eldhús óskast sem fyrst. -— A. v. á. SAMLAGNINGARVÉL til sölu.. Þcrvaldur Sfefónsson B. S. O. TIL SÖLU sófi og 2 stólar. 2 skápar og borð. Til sýnis í Hafnarstr. 105, suðurdyr. Smábarnaskðlinn byrjar aftur 3. október næstk. Börnin mæti lil viðtals mánu- daginn 2. október kl. 1—3 e. h. í skólanum, Gránufélagsgötu 9. lenna og Hreiðor, Fjólugötu 11. Sími 1829.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.