Íslendingur - 13.09.1950, Blaðsíða 3
Til Scoresbysund uied danska
Grænlandsíarinu Amdrup
Frásögn Balduins Rye/, kaupmanns
Niðurlag.
Sjómawnasögur um ísinn.
Stærstu ísbreiðurnar, sem við
komumst í tæri við, voru rétt hjá
Scoresbysund og það tók tveggja
klukku'.íma stanzlaust eríiði að
brjóta sér braut þar í gegn, en
það varð að gera, því þær hindr-
uðu ferð okkar til parad'sarinn-
ar, sem beið okkar í Scoresby-
sund! Það reymdist algjör'.ega
ómögulegt að koma sementinu til
Kap Tobin. Við sáum mennina
þar í landi, og þeir höíðu allt til-
búið til þess að taka á móti okk-
ur, en allar tilraunir okkar reynd
ust árangurslausar.
Kap Tobin liggur yst í firðin-
um aðeins nokkra km. frá Scores
bysund. Fjöllin þar og umhverf-
is Scoresbysund eru hvorki há né
tigharleg, nærri alveg snjólaus
um þetta leyti árs. Fjöllin til suð-
urs voru hinsvegar afar falleg og
og allt upp í 6000 feta há. Frá
Scoresbysund skerst fjörðurinn
imi 150 sjómílur inn í landið, en
innan úr fjarðarbotni og frá hæð-
unum við Daneborg kemur mest
af hinum frægu borgarúsjökum,
sem allir sjófarendur óttast. Við
sáum auðvitað nokkra af þessum
hræðilegum ferlíkjum, en þeir
geta orðið allt að mílu á lengd,
og eru þá heldur óáreiinilegir fyr
ir skipin.
Greint er millí þrennskonar
Grænlandsíss, yst er sá síberiski,
hann kemur alla leið frá Síberiu-
ströndum og er ekki nærri því
eins harður og sá í miðið, en
hann kemur frá Norður-pólnum
og er lang mest af honuin. Innst
er svo landísinn. Eg spurði fyrst
skipstjórann, hversu stórar ís-
breiðurnar gætu orðið. Hann
svaraði þessu einhverju fjar-
stæðukenndu, og svaraði ég hon-
um þá, að vera ekki með neinar
Munchausen sögur hér. Síðan
spuri ég aðra að þessu sama og
fékk airaf svipuð svör. Þeir
höfðu siglt fram með ísbreiðunni
svo og svo lengi með svo og svo
mikilli ferð, • og komust svo að
þeirri niðurstöðu, að ísbreiðurn-
ar gætu orðið á stærð við Sjá-
land, þ. e. a. s. um 7000 fermílur.
Þegar þykktin er nú oft 12 —
13 metrar, þá geta reikningshaus
arnir reiknað út hyersu þungar
þær hafa verið, þegar rúmmet-
erinn vegur eitt tonn. En á sjó-
mannasögunum tek ég enga
ábyrgð.
Við höfðum tiu grænlenzka
hunda um borð, voru þeir allir
tjóðraðir á framdekkinu. Þeir
notuðu hvert tækifæri sem þeim
gafst til slagsmála, og eins og
Vðar kom á daginn var það vit-
urlegt af þeim að æfa sig. Strax
og þeir s'igu á land í Scoresby-
sund lentu þeir í þessum líka óg-
urlegú slagsmálum, það voru
fleiri hundruð hundar í iðandi
slagsmála-bendu, og þeir börðust
af meiri heift, en ætla má að gert
sé í Kóreij.
þar eð ekkert
staðnum. Ætli
slökkvilið er á
maður að reisa
Stiguni á Grænlandsgrund.
Kl. 6 á fimm'.udagsmorguninn
náðum við svo til ákvörðunar-
staðarins, og eftir að hafa neytt
staðgóðs morgunmatar héldum
við svo til lands með litlum vél-
báti. Nokkrir brosandi Græn-
lendingar tóku fyrst á móti okkur
en brátt kom þar gamall vinur
minn, Einar Mikkelsen, skip-
stjóri, sem nú er einskonar ný-
lendustjóri fyrir Austur- Græn-
land, en það var einmilt hann,
sem stofnaði þarna fyrstu nýlend
una fyrir 25 árum síðan.
Grænlendingar eru einkar vin-
gjarnlegir, alltaf brosandi og
gleðjast auðvitað innilega yfir
hverri skipskomu. Við heimsótt-
um fyrst nýrendustjórann, en
hann á þai'na traust og rúmgott
hús, sem var flutt þangað tilbúið,
tins og við þekkjum með sænsku
húsin. Það mun vera eitt af allra
traustbyggðustu húsum á Græn-
landi. Af öðrum byggingum má
nefna kirkjuna, sem tekur um
100 manns; skólahúsið, sem ligg
ur við hliðina á kirkjunni, verzl-
unarhúsið, vörugeymslur, ein-
hverskcjnar verkstæðisbyggingu
og svo prestshúsið. Þá er þarna
nokkuð stórt sjúkrahús, og er þar
dönsk hjúkrunarkona nokkuð vlð
aldur. Eins og eðlilegt er hefur
nýlendustjórinn mörgum hnöpp-
um að lneppa, en frk. Krogh,
hjúkrunarkonan, hefur vissulega
1 ka mikið á sinni köríciu, af þvi
að þarna er enginn læknir. Hún
verður því bæði að hjálpa mönn-
um inn í heiminn og út úr honum
aftur, dregur úr þeim tennur
(ekki lætur hún þeim þó aðrar í
té aftur) o. fl. o. fl. Þennan dag
fékk hún aðeins tvo sjúklinga
fullorðna og eitt barn. Allt var í
fádæma röð og reglu hjá henni
cg hreinlegt, svo slíkt var næst-
um sjúklegt. Þar sem hún hafði
aðeins verið þarna í tvö ár, var
hún ekki vel sterk í Grænlenzk-
unni, en þegar hún brást hanni,
þá brá hún bara fyrir sig Dönsk-
unni, og virtust þeir grænlenzku
skilja hana furðulega.
Það er siður, að þegar aðkomu-
sjúklingur liggur á sjúkrahúsinu,
þá flytur öll fjölskyldan með,
sJær upp tjaldi og sezt að í því.
Þegar við heimsóttum sjúkar-
húsið, hafði éinmitt verið reist
þar lítið tjald, og bjuggu þar
hjón með sæg af börnum, og
drápu þau tímann eftir föngum.
Innbúið var sannarlega ekki
íburðarmikið, aðeins nokkur
skinn á jörðinni og prímus.
sér hús, þá fær hann til þess
vaxtalaust lán, sem hann greiðir
svo niður ef hann getur, annars
lætur hann það bara vera. Og þar
eð nú hvorki eru þarna lögfræð-
ingar né skattstjóri til þess að
gera skuldsælum mönnum lífið
brogað, þá taka þeir þvi bara of-
ur rólega, þó að það dragist eitt-
hvað hjá þeim með afborganirn-
ar.
I öllu héraðinu búa aðeiíns 261
maður, en þar af eru víst ein 125
börn eða meir, þau voru allsstað-
ar eins og mý á mykjuskán.
Áfengi er forboðinn ávöxtur,
en sígarettur reykja menn þar all
an guðslangan daginn. Eg sá að-
eins tvo, sem ekki reyktu, enda
lágu þeir í pokanum á baki móð-
ur slnnar, en annars reyktu börn-
in allt frá 4ra ára aldri eða jafn-
' vel enn yngri.
sem hún sagði, en ég rabbaði heil
mikið við prestinn. Við ræddum
m.a. um þær miklu breytingar og
frámfarir, sem orðið hefðu þarna
og stæðu nú fyrir dyrum, en ekki
áleit hann, að hægt væri að taka
austur og vestur strö'ndina undir
einn og sama hatt, þar eð íbúarn-
ii á austurströndinni væru langt-
um frumstæðari, og því yrði að
taka tillit til þess. Hann áleit bezt
að láta þróunina ganga stig af
ttigi allsstaðar. Mér hefði þótt
gaman að vera við eina græn-
lenzka messu hjá honum, en þvi
miður var það ekki hægt. Annars
'sagði séra Kleist, að sóknarbörn-
in hans væru einkar kirkjurækin.
Fólk v'crður ekki gamalt.
ódýrar vörur.
Verzlunin er aðeins opin tvo
daga í viku, en í tilefni af skips-
komunni opnuðu þeir, og það var
mikið um að vera, og menn virt-
ust hafa þar nóg af peningum. Eg
gæti bara bezt trúað, að það
hefði komið vatn í munninn á ein-
hverri íslenzkri húsmóðir, ef hún
hefði séð hvað hægt var fá keypt
þarna. Eða hvað segið þið um
handklæði á tvær krónur, og 25
aura, og þessi stóru, hvítu á 4 kr.
Sykur, kaffi o. fl. fyrir sára lágt
verð, og verzlunin og pakkhúsið
fullt með flóneli, hvítu lérefti og
mörgum öðrum sjaldséðum hlut-
um hér. Manni varð ósjálfrátt
hugsað aftur til ársins 1929. Það
var aðeins hægt að verzla þarna
fyrir grænlenzka peninga, js.'i að
okkur voru allar bjargir uannað-
ar, og það jaftivel þó við hefðum
haft fullar hendur annars konar
ijár. Þetta er vafalaust gert svo
að velefnaðir ferðamenn kaupi
ekki upp þær birgðir, sem ætlað-
ai eru íbúunum, enda er nú
búið mteð allar samgöngur þang-
að í ár, og næsta skip kemur ekki
fyrr en í júlí næsta ár.
Góð lánskjör.
öll húsin í bænum eru byggð
úr tré, flest aðeins eitt herbergi
og eldhús. Það má ekki nota prí-
mus 'í húsunum, vegna eldhættu,
Heima hjá prestinum.
Eg heimsótti eins og fyrr seg-
ii kirkjuna og gluggaði lítið eitt
í sálmabækurnar, en þær voru
allar á Grænlenzku. Presturinn
hefur aðra bók og er hún á
Dönsku. Presturinn, séra Kleist,
er ættaður frá Vestur-Grænlandi
og kona hans einnig. Hann er
mjög elskulegur maður á að giska
35 ára gamall. Hann er eiginlega
skólakennari en ekki guðfræðing-
ur. Fékk þó einhverja prest-
menntun í Danmörku og kom til
Scoresbysund fyrir 2 árum síðan.
Við heimsóttum prestinn og
drukkum hjá honum kaffi. Frúin
talaði eingöngu Grænlenzku, svo
að ég skildi heldur lítið af því
Eins og gefur að skilja, er ekki
um neinar götur að ræða í Scores
bysiund. Húsin liggja dreyft og
teygja sig upp ef:ir brattri fjalls-
hlíðinni, 'og' virtist mér ekki
árennikgt að komast þangað upp
í vondum veðrum og ófærð.
Lækjarspræna fellur í gegn um
bæinn og veitir bæjarbúum nægi-
legt drykkjarvatjn. Þar eð ekki
sézt þarna stingandi strá, eru
auðvitað hvorki kýr né kindur
þar. Það getur orðið allt að 20
gráða hiti að sumrinu, en á vet-
urna er almennt um 25 gráða
frost, og getur orðið allt að 40
gr.
Það var ekki hægt að sjá ann-
að en að börnin væru þokkaleg
til fara og þrifleg.
Kaup verkamanna er ahn. 1,00
kr. um tíma(nn og virðist það ekki
mikið, en dugnaðurinn er heldur
ekki rétt mikill né afköstin.
Ætlunin var.að við færum til
Rostungaflóa, en ís hindraði ferð
okkar þangað. Annars voru menn
á einu máli um það, að langt væri
síðan þeir hefðu s.áð svona mik-
in(n ís á þessum slóðum eins og
nú, það væri oft alveg auður sjór
um þetta leyli árs.
Fólk nær >ekki sérlega háum
aldri þarna, elsta konan var 58
ára og elsti karlmaðurinn 72. ára,
erí þau eru nú heldur ekki dauð
ennþá.
Hjúkrunarkonan sagði konu
minni, að fólk, sem leggja þyrfti
inn á sjúkrahúsið, kæmi þangað
yfirleitt hreínt eins og nýsleginn
túskildingur, en annars* væri
hreinlætið nú ekki sterkasta hlið
þeirra, sem lifðu á þessum hjara
veraldarinnar. Afgreiðslumaður-
inn í verzluninni var graanlenzk-
ui og var augsýnilega enginn
þrifnaðarpostuli, enda var allt á
rúi og stúi hjá honum. og mér
sýndist á höndunum á honum, að
hann afgreiddi ýmist sykur, mjöl
kex, sápu og hvað annað, sem
fyrir kæmi, til skiptis og éún þess
að þurka nokkurn túna af þeim.
Það eru engar fiskveiðar stund
aðar þarna, en þeir veiða sér að-
allega til lífsviðurværis seli, birni
og rostunga. Síðast liðið ár drápu
þeir þarna í héraðinu um 3000
seli, og af því veiddu tveir rösk-
ustu fangararnir 230 á einum
mánuði.
Heilsufar virðist vera fremur
gott, en farsóttir eru hættulegar
meðal svo frumstæðra þjóða og
Grænlendingar eru, og geta kraf-
Æska\~i er allsstaðar eins.
Síðasta kvöldið sem við vorum
í Scoresbysund, sáum við, að um
11 leytið hafði æska bæjarins og
nokkrir af dönsku verkamönn-
unum safnast saman við pakk-
húsið, alveg eins og maður sér
allsstaðar annars staðar í heim-
inum. Allt i einu hélt allur hóp-
urinn upp brekkuna í áttina til
kirkjunnar og skóla^is, og héld-
um því, að þar væri eínhver stað-
har sem hægt væri að dansa í, enn
skarinn hélt áfram og upp á
brekkubrúnina og hvarf við hana.
Daginn eftir fréttum við, að 2
ungu stúlknanna hefðu verið að
babla eitthvað, sem þeir dönsku
skildu ekki bofs í, en þegar Græn
lendingarnir héldu af stað, töldu
þeir það ekki skaða að fara á eft-
ir þeim. Þau komu svo að litlum
húskofa, þar fengu þau eftir nokk
urt pex hálfónýtan grammofón,
og brátt var allur hópurinn 47
manns búinn að troða sér inn í
húsið og var dansað eftir því sem
unnt var, en úti i einu horninu
kúrðu 5 börVi og létu ekki slíka
smámuni raska svefnró sinni. En
mikil hefur þröngin verið þarna,
því ekki eru þó grænlenzku stof-
urnar stórar. Eskimóarnir á
Austur-Grænlandi eru alveg
hreinræktaðir, og er ekki hægt að
kalla þá fríða, en piitarnir verða
þó hrifnir af stúlkunum hér eins
og ahnars staðar.
Við sáum enga ísbirni né rost-
unga og engin moskusnaut, en
þau koma stundum kurteysisheim-
sóknir til bæjarins. Hinsvegar sá-
um við urmul af selum.
ist margra mannslífa á skömmum
tíma.
Haldið heim.
Kl. 2 á föstudagsnóttina
kvöddum við Scoresbysund og
héldum á leið heim. Daginn áður
en við komum hafði annað Græn-
landsfar »Kaskelot« farið frá
Scoresbysund, en það gat ekki
brotist' út úr ísnum og varð því
að bíða eftir okkur, en Amdrup
hafði miklu sterkari vélar. En
ferðin gekk hægt og stöðugt
reyndist erfiðara að brjóta ísinn,
svo að kl. 9,30 á föstudagsmorg-
uninn tilkynnti skipstjórinn, að
við kæmumst ekki lengra. Við
vorum þá aðeins komin nokkra
km. frá landi.
Við höfðum það þó ágætt,
nema konan mín, hana vantaði
eitthvað til þess að sauma, bró-
aera eða hekla. Við spiluðum,
lásum krassandi rómana, átum og
sváfum eins og okkur listi. Við
lifðum eins og kóngar og feng-
um þaíin besta mat, sem ég hefi
nokkru sinni vitað á skipi, og þá
var nú kaffið ekki dónalegt. Brit-
inn og kokkurinn voru framúr-
skarandi og það sama er hægt að
segja um skipsþernuna.
Bráðum tók mönnum þó að
leiðast að sitja þarna fastir, og
einkum voru það ungu verka-
mennirnir, sem vildu ólmir kom-
ast til Iskiás, og töldu það mjög
auðvelt á jakahlaupi. Hvort það
hefur verið einhver grænlenzk
stúlkan, sem seyddi þá, skal ég
látið ósagt, en ég áleit það heppi-
legast að fara varlega, því þær
eru víst'sumar nokkuð blóðheit-
ar.
Kl. 11 á sunnudagskvöldið fór
ég í koju, og var þá ekkert útlit
Framhald á 6. síðu.