Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 13.09.1950, Blaðsíða 6
ÍSLENDÍNGUR Miðvikudagur 13. sept. 1950 TILKYNNING Nr. 38/1950 Ríkisstjómin hefur ákveðið nýtt hámarksverð á skömmtuðu smjöri sem hér segir: f heildsölu ............... Kr. 29.70 pr. kg. í smásölu .................. — 31.50 — — Reykjavik, 7. september 1950......... VERÐLAGSSTJÓRINN *>íW-->-SSí©$^$$^$$$s&$$$$«^S$*£^ TILKYNNING Nr. 35/1950 Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákveðið tiýtt hámarksverð á eftirtöldum vörutegundum: Brennt og malað kaffi, pr. kg. Heildsöluverð án söluskatts ......... kr. 24.66 Heildsöluverð með söluskatti ......... — 25,42 Smásöluverð án söluskatts ............ — 27.88 Smásöluverð með söluskatti ......... — 28.45 Sé kaffi selt ópakkað, skal það vera kr. 0,40 ódýrara hvert kg. i Kaffibætir, pr. kg. Heildsöluverð án söluskatts............ kr. 7.28 Heildsöluverð mcð söluskatti............ — 7.50 Smásöluverð án sö.uskatts............ — 9.12 Smásöluverð með söluskatti ............ — 9.30 Blautsápa, pr. kg. - . Heildsöluverð án söluskatts ............ Kr. 4.33 Heildsöluverð með söluskatti ......... — 4.46 Smásöluverð án söluska'.ts ............ — 5.59 Smásöluverð með söluskatti ............ — 5.70 Smjörliki pr kg. • Niðurgr. óníðurgr. Heildsöluverð án söluskatts ...... Kr. 3,75 Kr. 9.57 rfeildsöluverð með söluskatti ... — 4.05 — 9.87 Smásöluverð án söluskatts ...... — 4.61 — 10.44 Smásöluverð með söluskat.i...... — 4.70 — 10.65 Reykjavík, 2. september 1950 VERÐLAGSSTJÓRINN. TILKYNNING Nr. 39/1950 Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur ákv'eðið eftirfarandi hámarksverð á gúmmískóm, framleiddum innan- lands: Heildsöluiterð Smásöluverð án söluskatts með söluskatti án söluskt. No. 26 — 30 Kr. 18.84 Kr. 19.40 Kr. 24.20 No. 31 —34 —20.30 —20.90 —26.15 No. 35 — 39 — 22.86 — 23.55 —- 29.55 No. 40 —46 —25.29 —26.05 —32.80 ¦ '- i i Hámarksverð þetta, miðað við ópakkaða skó, gildir í Reykja- vík og Hafnarfirði, en annars staðar á landinu rná bæta vi^ verðið sann2tthgum flu'ningskostnaði. Séu skórnir seldir pakkaðir, skulu framleiðendur leita sam- þykkis verðlagsstjóra fyrir umbúðaverðinu, er bætist við of- angreint hámarksverð í smásölu, án álagningar. Með tilkynningu þessari fellur úr gildi auglýsing verðlags- stjóra nr. 23/1950 Reykjavík, 7. september 1950 VERÐLAGSSTJÓRINN — Nýja - bíó — Næsta mynd: CASS TIMBERLANE Amerísk kvikmynd efir skáld- sögu Sinclair Lewis. Aðalleikendur: Spencer Tracy, Lana Tumer, Zachary Scolt. Skjaldborgarbíó Sýning í kvöld kl. 9: MORÐINGJAR MEÐAL VOR Mjög áhrifamikil og efnismíkil þýzk stórmynd. Bönnuð yngri en 16 ára. Næsta mynd: RHAPSODY IN BLUE Stórfengleg amerísk söngva- mynd, er fjallar um ævi ameríska lónskáldsins GEORGE GERSHWIN. Aðalhlutverk: Robert Alda, Joan Leslie, Alexis Smilh. Sendisveinn óskast nú þegar. Frambaldssaga Nr. 6 AkuteyauApólck O. C. THORARENSEN HAFNARSTRS.TÍ 10« SÍMI 32 Frásögn Balduins Ryel Framhald af 3. síðu fyrir, að hagur okkar mundi vænkast á næstunni, en 2 — 3 tímum síðar vakna ég við það að vélarnar eru komnar í gang. Eg sá í gegn um kýraugað að skrið- ur var á skipinu og þaut því upp á dekk, eftir að hafa dúðað mig vaindlega. Sólin reis úr hafi, og himininn varð allur logandi rauð- ur. Stórkostleg sjón, sem ein hefði verið þess verð, að fterðin var farin. ísinn hafði losnað held- ur, og gátum við nú brotið okkur braut án mikilla vandræða. Kas- kelot kom svo í kjölfarið. Veðrið var dásamlegt, heilsan ágæt og fyrir síafni var ísland. Leiðin lá heim. Þetta eru aðeins suhdurlausir þankar ferðamannsins, en ferðin var alveg sérstaklega skemmti- leg, og í okkar augum sannkall- að ævintýri. Grænland er stór- kostlegt land, sem allir vilja sjá aftur, sem einu sinni hafa það augum litið. ÁKÆRÐUR TVISVAR í bás ákærðs var Adrian Savile. Hann var fölur og tekinn eftir þriggja daga eldraun fyrir réttinum. Augu hans flögruðu við og við um salinn, en það var aðeins einn staður, sem hann horfði á. Hann þekkti margt af þessu fólki, sem kom alls -itaðar að úr hérað- inu, enda var þetta stórviðburður — hvorki meira né minna en sonur Felthorps gamla lávarðar, sem var kærður fyrir morð! Adrian leit nú enn einu sinni á þann stað, sem hann hafði svo oL hvarflað augunum til, meðan á hinum löngu. hræðilegu réttar- höldum hafði staðið. Hann lelt beint inn í hugrökk, ástþrungin, stór og dökk augu Jósefínu. Hinar löngu og þreytandi vikur lög- reglurannsóknarinnar hafði hún reynzt sterk eins og stálið. Hún hafði stöðugt heimsóll' hann, talað í hann kjark og heitið honum, hvað sem fyrir kæmi, ás'; sinni að eilífu. Þegar Adrian leit nú í augu hennar, þá fannst honum hann alls ekki hefði getað afborið þessa hræðilegu niðurlægingu og ógæfu, ef hann hefði ekki notið ástar þessarar yndislegu stúlku. Adrian hafði sagt allan sannleikann, án þess að leyna nokkru, en allar aðstæður mæltu gegn honum. John Léster, sem grunaður var, en var nú dauður, hafði sést á Euston í fylgd með vel klædd- um manni, og ákærandinn taldi það vel hafa getað verið Adrian Savile, sem játar að hafa selt nokkuð af þýfinu. Braularþjónninn á Euston, sem hafði séð Lester með „vel klædda manninum", gat ekki heldur svarið fyrir það, að það myndi hafa getað verið Sa- vile. Aveling gamli dómari var í forsæti, en til hægri handar honum sat yfirlögreglufoiinginn, Sir Geoffrey Lowesenby. Aðrir yfirmenn héraðsins sátu á bekknum út frá þeim. Sir Geoffrey hafði verið mörgum dómaranum til aðstoðar við. mörg íéttarhöld, enda var það í verkahring hans að vei:a þeim dómurum, sem hann heimsótti aðstoð, en aldrei hefði hann lent í annarri eins raun og þessari. Áður en málið var tekið fyrir í lögregluréttinum, hafði hann heimsótt Felthorpe lávarð. Þar hafði honum verið tekið með hinni mestu gestiisni sem vini föður Adrians, eins og hann hafði reynd- ar búizl við, en strax og minnst var einu orði á hinn ólánssama Adrian sjálfan, þá hafði gamli aðalsmaðurinn lýst því yfir, í flog- kenndum ofsa, sem var sársaukafullt að horfa upp á, að hann ætti engan son með nafninu Adrian Savile. Adrian var honum einungis minning — einungis bitur minning. „Það eru þess vegna, kviðdómendur," lauk dómarinn máli sínu með, „þrjár spurningar, sem þið eigið að svara. Fyrsta er: Er Adrian Savile sekur um að hafa myrt Julius Cohen af ásettu ráði? Onnur er: Er Adrian Savile saklaus af morðinu, en sekur um þjófnað á gimsteinum. sem fagmenn hafa virt á 7 þúsund sterlings- pund? Þriðja spurningin er: Er Adrian Savile saklaus af ásetn- ingsmorði og saklaus af þjófnaði áðurnefndra gimsteina? Ég hef reynt að gera ykkur ljósar s aðreyndirnar, til þess að auðvelda það verkefni ykkar, að finna einföld svör við einföldum spurningum." Fjórar klukkustundir liðu, og þó var réttarsalurinn enn þétt- skipaður. Það húmaði að, og ljós voru kveikt. Andrúmsloftið var þrungið spenningi og menn ræddu í ákafa um hvað væri að gerast bak við lokaðar dyr kviðdómsherbergisins. Að lokum var hin langa bið rofin. Þjónn birtist í dyrunum við enda dómarastúkunnar, og á hæla honum komu kviðdómendurnir einn af öðrum, þeir gengu hægt að rólega og tóku sér sæti í slúku sinni. Sækjandi, verjandi og aðrir aðstoðarmenn flýttu sér inn, og aftur féll á sama dauðaþögnin og ríkti á meðan dómarinn var að rekja málavöxtu. í þessari átakanlegu grafarkyrrð reis nú réttarskrifarinn á fæt- ur, og spurði kviðdóminn þeirra mikilvægu spurninga, sem hann skyldi leysa úr. „Kviðdómendur, teljið þið fangann, Adrian Savile, sekan eða saklausan af að hafa myrt Julius Cohen af áse:tu ráði?" „Saklausan!" Enn sneri skrifarinn sér íil formanns kviðdómsins: „Telj.ð þið fangann sekan um þjófnað?" „Sekan, en mælum með náðun," svaraði formaðurinn, og nokkr- ir kviðdómendanna kinkuðu kolli íil samþykkis. „Adrian Savile," sagði dómarinn hægri og óhlutdrægni röddu, eins og hans var vandi. „Kviðdómurinn hefir sýknað yður af ákær- unni um ásetningsmorð, en fundið yður sekan um þjófnað. Ég

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.