Íslendingur


Íslendingur - 20.09.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.09.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miövikudagur 20. sepember 1950 38. tbl. Áhöfn Geysis er öll heil á húfi Geysir, tlugvélin sem týndist á íimmtudags- kvöid íannst á hábungu Dyngjujökuis seinni hiuta mánudags Björguna f uj>vé búi \ skíðum Ieuhti í gær kl. 18,08 á jöklin- um, en er emiþá teppt þ r. Þau gkðitíðindi bárust eins og eldur í sinu mann frá manni seinni hluta mánudagsins var, að millilandaflugvélin Geysir, eign Loftleiða h.f., væri íundin og öll áhöfnin væri heil á luifi. Það voru leitarmerin í flugvélinni Vestfirðingi, eign Loft- leiða, sem fyrstir sáu flugvélarflakið, þar senr það er nærri efst á Bárðarbungu, þar sem Dyngjujökull er hæstur, en Geysis- menn höfðu getað gert vart við sig fyrr um daginn með tal- stöðvartækjum, án þess þó að geta gefið upp hvar þeir væru staddir. Sírax og vélin fannst var gerður út björgunarleiðangur héð- an frá Akureyri undir'stjórn Þorsteins Þorsteinssonar, en hann mun hafa verið við jökulröndina í nótt. Þá fór björgunarflugvél, sem kom frá Grænlandi, búin sk'ðum til þess að lenda á jöklinum, austur í gærdag til þess að bjarga áhöfninni. Lendihg björgunarflugvélarinnar tókst ágætlega kl. 18,08, en þegar öll áhöfn Geysis var kornin um borð í vélina, þá reyndist ekki unnt að koma henni á stað aftur. Sökk hún svo í lausamjöllina að ógerlegt reyndist í gærkveldi að koma vélinni á loft. Unnu flugmonnirnir að því í gærkvöldi að moka frá vélinni og troða henni flugbraut og ætluðu að halda því verki áfram með morgninum, ef veður leyfir. KOMMÚNISTAR HÉLDU NAUMLEGA MEIRIHLUTA SÍNUM í V. A. Allsherjar atkvæðagreiðslan í V. A. um fulltrúakjör til þings A.S.Í. um s. 1. helgi fór þannig, að konnn- únístar héldu naumlega meiri- hluta sínum. 343 greicldu atkvæði en 399 eru á kjörskrá Vegna ein- kennilegra og flókinna regla um kjör fulllrúa er erfitt að fá fyllilega úr því skorið hvernig a kvæði skipt- ust milli listanna, en atkvæðamunur mun hafa verið 10 til 20 atkvæði. Auðir seðlar voru 8 en 5 ógildir. Kosningarnar voru afar tvísýnar, og hera þess ljósan vott að veldi kommúnista í þessu höfuðvígi þeirra stendur höllum fæti. í Iðju, fél. verksmiðj ufólks á Ak- ureyri, voru 4 kommúnistar kjörnir fulltrúar á þing A.S.Í. Var kosið á fundi, sem aðeins um 60 félagsmenn sátu, en í félaginu eru nærri 4 hundr- uð.manns, svo að ckki liefur verið stórkos leg hrifning um þessa kornrn- únistafulltrúa. Ekki liafa komúnisiar tmyst sér il þess að tilkynna hversu margir íafi setið fundinn í Sjómannafélagi Akureyrar, en þar voru fulltrúar ’commúnista sjálfkjörnir. Það er athyglisvert, að í hvorugu oessara félaga hafa forsprakkar kommúnista þorað að efna til a!!s- horjar a kvæðagreiðslu, auk þess sem þeir boðuðu mjög slæglega lil fundanna í félaginu. Framhalds-fiundur - J fi ffl ii S) í SjáEfsfæ'ðisfél. Akureyrar verður haldinn n. k. mánudags- lcvöld (25. þ.m.) kl. 8.30 í skrifstofu Sjáifstæðisflokksins, Ilafnarstr. 101. Ræddar verða atvinnuhorfurnar í bænum á komandi vetri og bæjar- mál. Félagar eru hvattir til þess að mæta stundvíslega. RÖGNVALDUR SIGURJÓNSSON, píanóEeikari, kemur hingað lil Akureyrar um næstu helgi og mun halda píanó- hljómleika í Nýja Bíó á mánudags- kvöldið n.k. Rögnvaldur hélt hér liljómleika í fyrra og var þá fagnað afar vel, enda er hann í röð allra heztu píanó- le.kara hér á landi. Það er mikill fengur og mikill styrkur tónlistarlífinu í bænum, þegar slíkir gestir sem Rögnvaldur koma í heimsókn. Á fundi, sem haldinn var í bæjar- ráði fimmtudaginn 14. september s. 1., var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Helga Pálssyni, hæjarfulltrúa Sj álf stæðisflokksins: .,Bœjarráð samþykkir að skipa 5 manna nejnd til að rannsaka at- vinnuhorjur í bcenum á komandi vetri og gera tillögur til úrbóta með atvinnu og fjáröjlun ef með þarf. Verði nefndin skipuð þannig: i erkamannajélag Akureyrar- kcupstaðar, Vörubílstjórafél. Ak- ureyrar og Vinnuveitendajél. Ak- ureyrar lilnejni 1 mann livert og bœjarráð Akureyrar tilnefni 2 7017 ÍBÚAR Á AKUREYRI í árslok 1949 reyndist íbúalala Akureyrar vera orðin 7017 og hafði íbúum fjölgað um 256 á árinu. íbúatalan í Reykjavík var 54707 manns, sem töldu sig eiga þar lög- heimili, en 56507 voru þar skrásett- ir við manntal. Akureyri er næs fjölmennasti kaupstaður á landinu og hefir rúm- lega 2000 íbúum fleira en Hafnar- fjörður, sem er þriðji í röðinni. Seyðisfjörður er minnsti kaup- staðurinn og hefir aðeins 772 íbúa. Olaísfjörður er næstminnstur með 941 íbúa. Mannfjölgun á öllu landinu hefir orðið á árinu 1949 2549 mamis eða 1.8% og er íbúatala alls landsins í árslok 1949 141042. Konur eru heldur fleiri en karlar af íbúum alls landsins.' Landinu er skipt í 231 sveitarfé- lög, 12 kaupstaði og 219 hreppa. Læknishéruð eru 51 að íölu, en prestaköll 112. Sjálfstæðiskonur! Munið aöal- fundinn í Vörn í kvöld, sem hald- inn verður á slcrifstofu Sjálfstæð- isflokksins, Hafnarstræti lOl, kl, 8, 30. menn og sé annar þeirra formað- ur nefndarinnar Bæjarráð frestaði að tilnefna menn í nefndina, þar til félögin hafa tilnefnt sína menn, en líklega munu þau gera það fyrir næsta bæjarráðs- fund, svo að þá ætti endanlega að vera hægt að ganga frá skipun nefndar þessarar, en full þörf ei á því að hafizt sé handa hið bráðasta uni athugun á atvinnumálum hér í bænum í ve'.ur, svo að hægt verði að gera raunhæfar tillögur til úr- hóta í þeim efnum, ella er hætta á því að vandræði kunni að verða með atvinnu, þegar sumaratvinnu og haustverkum lýkur. Landvarnarráðherra George C Marshall Truman forseti hejir skipaS George C. Marshall landvarnarráðherra Bandaríkj- anna. Louis Johnson, sem verið hefir land- varnarráðherra undanfarið, baðst lausnar frá embæltinu, og benti forsetanum á Marshall sem réttan mann í embœttið. I síðustu styrjöld var Marshall forseti herjoringjaráðs Bandaríkjanna, en varð síðan utanríkismálaráðherra, en á þeim tímum gekkst hann fyrir hinni víðtœku viðreisnaráœtlun til bjargar ejnahagslíji Vestur-Evrópu])jóðanna og annarra þjóða, sem ilia höjðu orðið úti í styrjöldinni, og 'er áœtlun þessi í daglegu tali við hann kennd og kölluð Marshalláætlunin. Helztu blöðin í Bandaríkjunum jagna ]n:í ákajlega. að Truman skyldi vclja Mars- hall í landvarnarráðherraembœttið. SKIPIN FARA SUÐUR TIL SÍLDVEIÐA. Héðan hafa þegar farið 7 síld- veiðiskip suður til hafnanna við Faxaflóa til þess að stunda þar rek- netaveiði, en að undanförnu hefir verið uppgripa afli hjá bátum þeim. sem þar liafa verið að veiðum. 9. septemher fór fyrsta skipið héðan, Eldey, eigandi er Marz h.f. 15. september fór Súlan, eigandi Leó Sigurðsson, og Auður, eigandi Auður h.f. 16. september fóru Garðar og Gylfi, eigandi Valtýr Þorsteinsson, og Ingvar Guðjómsson, eigandi Ás- vör h.f. 17. september fór svo Njörður, eigandi Jón G. Sólnes. Þá er 'verið að úthúa eftirtalin skip til suðurfarar, og munu þau fara á næstunni: Atli, eigandi Gunnar Jósepsson, Narfi, eigandi Guðmundur Jörunds son, Stjarnan, eigandi Kristján P. Guðmundsson, Ver, eigandi Útgerð- arfélag Hríseyinga. RannsóRn á atvinnumálum bæjarbúa. Bæjarráð samþykkir að skipa nefnd til að gera fiilögur Hl úrbófa með afvinnu og fjáröflun, ef með þarf.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.