Íslendingur


Íslendingur - 20.09.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 20.09.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 20. sepember 1950 ÍSLENDINGUR Kristján Jónsson frá Borgarhóli, sem andaðist að heimili s'nu Hólabraut 17, Akureyri, 12. sep'.ember s. 1. verður jarðsunginn að Munkaþverá 22. septembar,. kl. 1 e.h. Fyrir hönd aðstandenda SIGURJÓN JÓNSSON I F á Hú mæð ió n Aku ev hi Útsaumsnámskeið hefst í skólanum mánudaginn 25. sept. Sýnikennslunámskeið og matreiðslunámskeið fyrir ungar s úlk- ur hefjast um mánaðarmót sept. — okt. Umsóknum svarað kl. 2 — 4 daglega. Forstöðukonan. F á ÖarnasKöiaiium Barnaskóli Akureyrar verður settur þriðjudaginn 3. okt. kl. 2 síðd. Skólaskyld börn, sem flutt hafa til bæjarins í sumar og ekki hafa þegar verið skráð, mæti til skrásetningar föstu- daginn 29. sept kl. 1 síðd. og hafi með sér einkunnir frá síð- asta vorpi’ófi. Börnin mæti tit læknisskoöunar sem liér segir: Þriðjudaginn 26. sept. mæti öll börn fædd 1938 Miðvikudaginin 27. sept. mæti öll börn fædd 1939 Fimmtudaginn 28. sept. mæti öll börn fædd 1940 iStúIkur mæti alla dagana kl. 1. s ðd. en drengir kl. 3 H a n n e s J. Magnússon Konu:, athuy.ð! ‘ Vegna erfiðleika á útvegun og viðhaldi handklæða, höfum vér komið oss saman um að biðja heiðraða viðskiptavini vora að koma með eigin hrJndklæði með sér á hárgreiðslustofuna. Viröingarfyllst, Hárgreiðslustofan Bylgja, Hárgreiðslustofan Fernína Snyrtistofan Fjóla I B Ú Ð 3. — 4. herbergja, eða einbýlishús óskast til kaups. Mikil útborgun. — Nánari upplýsingar gefur EGGER'T JÓNSSON hdl. Húseign tl sölu Tilboð óskas'. í suðurhluta húseignarinnar Lundargötu 4, Akureyri, eign dánarbús Jóns Baldvinssonar. Tilboðum skal skilað til undirritaðs. fyrir 29. þ.m. AJcureyri, 19. september 1950 JÓNAS G. RAFNAR hdl. U P P B O Ð Samkv. ákvörðun skipta- fundar í dánarbúi, Jóns Baldvinssonar fer fram op- inbert uppboð að, Lundar- götu 4, miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 1 síðdegið og verða þar seldir ýmsir lausa fjármunir dánarbúsins svo sern húsmunir og fatnaður. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri 15. sept. 1950. Friðjón Skarphéðinsson UPPBOD Miðvikudaginn 27. þ. m. kl. 11 árdegis verður fjórði hluti geymsluhúss (bragga) á Oddeyi'artanga, suðverð- ur af Odda, eign db. Hjart- ar Lárussonar, seldur á op- inberu uppboði ef viðunan- legt boð fæst. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri 15. sept. 1950. Friðjón Skarphéðinsson ÍBÚÐ ÓSKAST 1 — 2 herbergi og eld- hús óskast, helst sem næst Þórshamri. Mætti vera fyr- ir utan Glerá. Þrent í heinr- ili. Há og skilvís greiðsla. A. v. á. HERBERGI til leigu í Hafnarstræti 100 (GuIIfoss) Gunnar H. Steingrímsson Sími 1250 STÚLKA óskast til heimilisstarfa í húsi með öllum nútíðar þæg indum. — Sér herbergi. Upplýsingar í Verzl Egg- erts Einarssonar. Sími 1030 SKAGFERZK FRÆÐI tvær bækur Drangey og Bæja- og búendatal komnar út. Vitjist til Þormóðs Sveinssonar. Akureyri—Skjaldarvík Fyrst um sinn verða fast- ar ferðir á sunnudögum frá B. S. O. kl. 1 e.h. að Skjald- arvík og kl. 3 til baka. STEFÁN JÓNSSON. HERBERGI Sjómaður sem lítið er í landi, óskar eftir herbergi í miðbænum eða sem næst honum. A. v. á. HRAUN MÖL Eg undirritaður get út- vegað hina eftirsóttu ein- angrunarhraunmöl, með til- tölulega saningjörnu flutn- ingsgjaldi. Kristján Þórhallsson, bílstjóri Vogum, Mývatnssveit. FRAMHALDSSAGA Nr. 6 ÁKÆRÐUR TVISVAR Ebenezer gamli átti í harðri baráttu við sjálfan sig. Hann óskaði })ess af öllu bjaria, að geta gert Jrað eitt, sem dóttir hans yrði fyrir beztu, en skynsemi bans sagði honum, að það væri hræðilegt að hugsa til Jress, að hún ætti að giftast fyrrverandi fanga. Hann ákvað því, að bezt væri, að Jósef.na færi í burtu einhvern tíma, og þess vegna skrifaði hann kvæntum frænda sínum, lista- manni, sem bjó í Lor.don, og Jrað varð úr að þau hjónin buðu Jósefínu til dvalar hjá sér. Meðal þeirra, sem voru tíðir gestir hjá Rou'.ledges hjónunum, var Everard Youll, ungur hæstaréttarlögmaður, og hafði hann þeg- ar getið sér gott orð fyrir kunnáttu og dugnað í réttinum. Þá hafði liann og nýlega aukið á hróður sinn, með því að vinna afarharða auka-kosningu til þlngsins fyrir íhaldsflokkinn. Mátti því segja að fram.íð hans væri tryggð. Allir voru einkar góðir við Jósefínu, svo að hún hafði ekki orðið þess sérstaklega vör, l.versu Everard Youll veitti henni augsýnilega mikla athygli, þangað til kvöld eitt, þegar þau ásamt Routledges- hjónunum og fleira fólki voru á heimleið frá leikhúsinu. Af tilvilj- un höfðu þau tvö orðið ein í leigubíl, hitt fólkið hafði allt farið í annan bil. Þau voru varla fyrir lögð áf stað en Youll opnaði hjarta sitt og yfir hana flæddi straumur ástríðufullra ástarorða. Hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, svo mjög kom henni þetta á óvart, og gat í fyrstu ekkert sagt, en svo greip hún fram í fyrir honum: „Gerið það fyrir mig, að segja ekki meira, herra Youll,“ sagði hún. „Mér þykir mjög fyrir því, að þér skylduð hafa sagt þetta. Ég er })egar hei bundin.“ „Hvað gerir það til?“ hrópaði Youll í ákafa, grafalvarlega. „Ég þarfnast þín — ég verð að fá þig, Jósefína. Starf mitt yrði ófull- komið án þín. — Veitu mín. Gleymdu hinum, hver sem hann nú er. Ég get veitt þér þægindi lífsins, og góða stöðu í þjóðfélaginu. Síðar mun ég veita þér vald — vald tignarinnar. Með þér myndi mér verða allt auðvelt. Ég finn að þá myndi ég ná hverju því marki, sem ég þrái. — Komdu með mér.“ v' vv V' s i o o s' s' sl I ÞÖKKUM INNILEGA öllum frændum og vinum okkar, bæði § i Skagafirði og á Akureyri fyrir auðsýnda hluttekningu í veikind- um og við andlát og jarðarför hjartkærrar móður okkar, tengda- móður og ömmu, Helgu MagnúsdóH’ir fró Torfgarði. Heimilislækni hennar, hr. Stefáni Guðnasyni þökkum við sérstak- lega umhyggjusemi hans í hinum langvinnu veikindum hennar, og einnig starfsfólki Sjúkrahúss Akureyrar. meðan hún dvaldi þar. Börn, tengdabörn og bamqbörn. Hjartans þekkir til ykkar allra, sem hcimsóttu mig og O glöddu á annan hátt á sjötugsafmæli mínu. KRISTÍN EINARSDÓTTIR Hrisey Kartöflugeymsla bæjarins í Grófargili verður opin daglega frá þriðjudeginum 26. september til 3. október n. k. Verður J)ar tekið á móti kartöflum til vetrargeymslu og htfir geymslugjald verið ákveðið kr. 20.00 fyrir hvern kassa. Þeir, sem geymt hafa kartöílur í geymslunm undanfarið verða látnir sitja fyrir plássi. Þá skal athygli vakin á jtví. að þeir sem vildu tryggja sér geymslupláss í nýju karlöflugeymslunni við Geislagöíu, sem verið er að ganga frá, skulu snúa sér til garðyrkjuráðunauts bæjarins með pantanir sinar. Bæjarstjóri.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.