Íslendingur


Íslendingur - 27.09.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 27.09.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 27. september 1950 UTAN ÚR HEIMI m Kommúnisíar berjast gegn sjálfum sér Útgeíandi: Útgáíufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j. Þeir haia tungur tvær 09 tala sitt raeð hvorri. Oft hefir Þjóðviljinn og önnur blöð kommúnista gengið fram af mönnum í furðuleguin og mótsagna- kenndum málflutningi. En þó hefir líklega aldrei keyrt eins um þverbak og í skrifum þeirra nú fyrir full- trúakosninguna til þings Alþýðu- sambandsins, og þó sérstaklega, hvernig þeir nota verkfall sjómanna sér til framdráttar á kostnað hags- muna sjómanna og þjóðarinnar í heild. í þessu máli hafa kommúnistar sýnt svo dæmafáan loddaraleik og tvöfeldni að furðu gegnir. En Ijóst er hins vegar að öll framkoma þeirra í því er miðuð við það eitt sem þeir telja að muni leiða til aukins kjör- fylgis í Alþýðusambandskosningun- um. Þeir æstu í fyrstu til þessa verk- falls sem og annarra, enda hefir að- albaráttumál kommúnista verið nú í seinni tíð að stöðva sem mest þeir geta alla atvinnuvegi landsmanna. Þeir vinna markvisst að því að eyði leggja fjáihagskerfi þjóðarinnar og núverandi þjóðskipulag í heild og hyggja að upp úr rústunum ogringul reiðinni muni þeir svo geia skapað veldi sjálfra sín með styrk sovietsins að baki sér. Þegar þeim varð svo ljóst hversu almenn andúð reis gegn stöðvun togaraflotans og þegar rekstur Akureyrartogaranna og ann- arra togara, sem stundað hafa karfa- veiðar allan tímann, sem verkfallið hefir staðið, var svo bærilegur að líklegt er, að nýsköpunartogararnir hafi aldrei verið gerðir út með beíri fjárhagsafkomu, og hlutur sjó- manna á þeim voru milli 4 og 5 þús. krónur á mánuði, þá söðluðu komm- únistar um, og jusu nú af ótæmandi brunni stóryrða gnóttar sinna skömmum og svívirðingum yfir þá menn, sem stóðu að sjómannaverk- fallinu, fyrir flónsku og sviksemi þeirra við sjómenn. Allflestir sjó- menn, sem att hafði verið út í verk- fall hefðu vitanlega verið fúsir að taka upp vinnu og stunda karfaveið- ar fyrir 4—5 þúsund krónur á mán- uði í stað þess að vera atvinnulausir uin hábjargræðistímann. Á þessa strengi varð að slá. Það varð að halda því á lofti að stjórn Sjómanna- félagsins hefði í fyrsta lagi hafið verkfallið á afar óhentugum tíma, og : öðru lagi að hún hefði hindrað það Út um allan heim hafa kommún- istamálgögn nú um skeið haldið uppi hinni áköfustu „friðar“ sókn sinni, sem þeir hófu með hinu ein- stæða plaggi, Stokkhólmsávarpinu, en það byggir allt á áróðri í sam- bandi við ógnir þær, sem mönnum stafar af a'.ómvopnum, enda beinist „friðarsókn“ kommúnista alls ekki gegn styrjöldum, sem reknar eru með annars konar vopnum! Til þess að styrkja enn frekar áróðurinn eru birtar í kommúnista- blöðunum við og við ægilegar, hroll- vekjandi lýsingar á hörmungum þeim, sem fólk það leið, sem varð fyrir kjarnorkuárásinni í Japan í síðasta stríði. Þar er öllum atvikum lýst á hinn með flónsku sinni að sjómenn gælu fengið nærri helmings kauphækkun, ef togaraflotinn kæmist á karfaveið- ar. Kommúnistar ætluðu að tryggja sér atkvæði þeirra fjölmörgu verk- fallsmanna og sjómanna víðs vegar um landið, sem iaka ákveðna af- stöðu gegn slíkum verkföllum, sem leiða yfir þjóðina stórfelldar hörm- ungar vegna nærri algjörðrar slöðv- unar á helztu framleiðslutækjum þjóðarinnar. Þeim tækjum, sem helzt afla okkur gjaldeyris. Menn hefðu gelað freistast til þess að halda, að stefna kommúnista í sjómannaverkfallinu, hefði verið ábyrg stefna í stórþýðingarmiklu máli fyrir alla þjóðina. En bráit kom í ljós hver hin raun- verulega ástæða var — atkvæðaöfl- un. Þegar líkur voru á því að eitthvað rnyndi rofa til í þessu máli, þegar sáttasemjari ríkisins fór að láta mál- ið meir til s'n taka, og þegar for- ystumönnum Sjómannafélagsins og forvígismönnum útgerðarmanna fór að verða Ijóst að við svo búið mátti ekki lengur standa, að þjóðinni væri að því bráður háski búinn, ef ekki fengizt lausn á þessu mikla vanda- máli, þá skera kommúnistar enn upp herör. Nú telja þeir það svik við sjómahnastéttina, að togaraverkfall- inu Ijúki og togurunum komið á karfaveiðar, svo að sjómenn fái 4— 5 þúsund krónur í hlut á mánuði. Nú eru það orðin svik að ætla að gera nákvæmlega það sama og þeir töldu i sumar svik að ekki var gert! Nú telja kommúnistar aftur væn- legra iil kosningafylgis að ganga ekki að neinum samningum heldur auka aðeins kröfur sínar. Nú er stefna þeirra aftur orðin söm við sig: Vinna markvisst að hruni jjár- hagskerjis jrjóðar okkar og koma þjóðskipulaginu í upplausn. viðurstyggilegasta máta og auð- valdsskipulaginu um það kennt. Bandaríkjunum valin hin herfileg- ustu nöfn vegna þess að láta beita slíkum vopnum í styrjöld og fram eftir þeim götunum. Þar eð kommúnistar hyggjast geta matað krók sinn með þessum áróðri, þá gefa þeir á afmælisdegi hinna hryllilegu alburða austur í japan út sérstök afmælisblöð helguð þessum atburðum. Það er þó ekki mannúð- in, sem því ræður, heldur er það að þeirra dómi kærkomið tækifæri til þess að veilast að lýðræðisþjóðun- um >og þjóðskipulagi þeirra með hinum verstu hrakyrðum. 6. ágúst s.l. var Þjóðviljinn helg- aður þessum viðbjóðslega áróðri. En það var annað hljóð í blöðum kommúnista víðs vegar um heim, um það leyti þegar sprengjunum var varpað. Skömmu áður heimtuðu Ilússar margoft að vesturveldin hertu loflsókn sína gegn smrborgum Þýzkalands, en eins og gefur að skilja ollu þær árásir engu að síður hryllilegum hörmungum tugþúsunda manna, en þær árásir voru gerðar í þágu sovietsins og til þess að stytta styrjöld, sem varð þeim mannfrek, en árásin á Hirosima beindist gegn fjandmanni, sem ekki kom svo að segja neitl við styrjöld gegn Rúss- um; hún var gerð til þess að stylta mannfreka styrjöld fyrir Bandarík- in, og það er þetta sjónarmið, eins og alltaf áður, sem öllu ræður um mat málpípa kommúnista á söguleg- um atburðum. í augum allra ann- arra eru hvort tveggja árásirnar, í Japan og á Þýzkalandi, jafn hrylli- legar og bera ástandinu í heimsmál- unum jafn hryggilegan vott. Og í aðalmálgagni kommúnista á Ííalíu, Unita, birtist m. a. grein um kjarnorkuárásina á Japan nokkrum dögum eftir að hún var gerð, og tveim dögum eftir að Rússar sögðu Japan stríð á hendur, en Rússland hafði lýst yfir samþykki sínu við notkun vopnsins og það ýtti undir þá að segja Japönum stríð á hendur. En þama skýtur nokkuð skökku við í mati kommúnista á árásinni þá, og fordæmingu hennar nú, en víðs veg- ar um heim tóku hlöð kommúnista í sama streng. í grein í Unita segir svo: „Notkun amerískra jlugmanna á kjarnorlcusprengjum hefir vakið geysilega mótverkun í heiminum. Gripnir óttablöndnu æði fordœma BORGARALEGU STÉTTIRNAR og harma notkun jiessa nýja vopns. SLÍKT (jmð, að fordœma og harma notkunina) ÁLÍTUU VÉR EIN- KENNILEGT SÁLRÆNT AF- SKRÆMI, VÉLRÆNA HLÝÐNI VIÐ HUGLÆGAR MANNÚÐAR- IIUGMYNDIR. Þeir, sem aumkast yfir japör.skum konum og börnum, gleyma því að kjarnorkusprengjan gerir mögulegt að binda endi á slyrjöldina í Austur-Asíu mjög skjótlega, og veitir mönnum von um árangursríkt framlag til þess að gjörsigra hið síðasta af fasistaríkj- unum, og gejur mönnum von um að friður komist á, en þess þarfnast al- heimurinn nú svo mikils. Við fyllumst því elclci þeim ótta, sem gripið hefir um sig í borgara- legu blöðunum, þar eð við skoðum notkun þessa vopns í hlutlœgu Ijósi, ekki liuglœgu." Orfáum dögum síðar gafst svo Japan skilvrðislaust upp fyrir banda- mönnum. Þegar menn minnast nú þessarar afstöðu kommúnista, eins og hún kemur ljóslega fram í tilvitnaðri grein, þá verður þeim Ijóst hversu skrípaleikur þeirra er mikill nú og hve tvöfeldni þeirra kemur greini- lega í ljós. Á meðan kommúnislar gátu ekki ímyndað sér, að þeir gætu notað þetta sem árásarefni á Bandaríkin og aðrar lýðræðisþjóðir Ves.urlanda, þá töldu þeir árásina réttlætanlega, þar eð hún stytti styrjöldlna og spar- aði þeim þjóðum, sem börðust fyrir frelsi sinu og fjöri óteljandi mörg mannslíf, en nú, þegar dimm ský eru á lofli í heimsmálum og áráðurs- stríðið stendur sem hæst milli aust- urs og ves urs, þá reyna þeir að gera sér mat úr þessu, af því að þeir vita, að meðal borgarastéttanna vakti notkun kjarnorkusprengjunnar strax í upphafi ógn mikla, þó að hún yrði seinvakin meðal kommúnistanna, eða ekki fyrr en bliku brá fyrir á friðarheiminum, og þeir gerðu sér ljóst, að Rússar voru ekki komnir jafn langt á leið með framlelðslu slíkra vopna eins og höfuðóvinir sovietsins, lýðræðisþjóðirnar í vestri, eða eins og Halldór Kiljan Laxness lýsir þeim af sinni alkunnu smekkvísi og yfirlætisleysi: „Vísvit- andi slríðsœsingamenn ...., sem djúpt í sjálfum sér geyma einhverja leynilega morðdrauma, sadistar, sem óska þess að mannltyninu og þar með þeim sjálfum sé torlímt!“ BREGÐIST EKKI Á sunnudaginn kemur er hinn ár- legi söfnunardagur Sambands ísl. berklasjúklinga. Margir munu telja, að þeir dagar, sem fé er safnað með- al almenr.ings, séu orðnir heldur margir, ekki sízt nú, er vaxandi dýr- tið þrengir hag þjóðarinnar. En það hefir alltaf sýnt sig, þó að okkur greini á um margt, að ríkt hefir ein- hugur um starfsemi SÍBS, byggingu Reykjalundar og annað sem unnið hefir verið að berklavarnarmálum þjóðarinnar. —- Takmarkið er að út- rýma veikinni og einnig að styrkja þá í s arfi, er hafa misst þrek í bar- áltunni við sjúkdóminn. Þetta er göfugt markmið og því fylgir bless- un og góðar óskir allra landsmanna, en því verður ekki náð nema með öflugri sókn, þrautseigju og fórn. Störf síðasta Alþingis Nýlega barst blaðinu skýrsla frá skrifstofu Alþingis um slörf Alþing- is — 69. löggjafarþings — á s. 1. starfsári. Birtist hér úldráttur úr þeirri skýrslu. Þingið stóð frá 14. nóv. 1949 til 17. maí 1950, eða alls 185 daga. Þingfundir voru haldnir: í neðri deild ............. 108 í efri deild .............. 116 í sameinuðu þingi ......... 52 Þingfundir alls 276 Þingmál og úrslit þeirra: I. Lagafrumvörp: 1. Stjórnarfrumvörp: 42. 2. Þingmannafrumvörp: 77. —- í flokki þingmannafrumvarpa eru talin frumvörp, sem nefnd- ir fluttu að beiðni ríkisstjórn- arinnar eða einstakra ráðherra, 21 að tölu. Þar af: a. Afgreidd sem lög: Stjórnarfrumvörp ....... 29 Þingmannafrumvörp .... 33 b. Fellt: Þ.'ngmannafrumvarp .... 1 c. Afgreidd með rökstuddri dagskrá: Þingmannafrumvörp .... 41 II. Þingályktunartillögur, allar bornar fram í sameinuðu þingi 48 Þar af: a. Ályktanir Alþingis . . 17 b. Afgr. með rökst. dagsk. 2 c. Ekki útræddar ....... 29 III. Fyrirspurnir, allar bornar fram í sameinuðu ]>ingi, 21, en sum ar eru fleiri saman á Jnngskjali, svo að málatala þeirra er ekki nema 9 Allar þessar fvrirspurnir voru ræddar. Mál til meðferðar á þinginu alls 176 Tala prentaðara bingskjala alls 821 Meða lannars voru sainþykkt eft- irfarandi lög: Lög um bæjarstjórn í Húsavík. Lög um bjargráðasjóð Islands. Lög um skipamælingar. Lög um gengisskráningu o. fl. Lög um ónæmisaðgerðir (bólu- seiningu). Lög um dánarvottorð og dánar- skýrslu. Lög um verðlag o. fl. Jarðræktarlög. Breyting á lögum um meðferð einkamál frá 1936. Lög um togarakaup ríkisins. Lög um breytingu á lögum um húsaleigu. Lög um sérstaka lækkun tekju- skalts af lágtekjum. Lög um breytingu á lögurn um Laxárvirkjunina. Lög um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til lánveitinga til Sogs- og Laxárvirkj unina og til lántöku vegna söniu fyrirtækja.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.