Íslendingur


Íslendingur - 27.09.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 27.09.1950, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 27. september 1950 ÍSLENDINGUR 5 Vatnajökuls' leiðangurinn Framh. af 1. siðu búleraðir, og flugfreyjan Ingigerður Karlsdóltir og Dagfinnur Stefánsson flugmaður, talsvert mikið slösuð. Aðrir af áhöfn Geysis voru Magnús Guðmundsson, flugstj., Guðmundur Sívertsen, loftsiglin'gafræðingur, Bolli Gunnarsson, loftskeytamaður og Einar Runólfsson, vélamaður. I BJörgunarflugvélin skemmisf. Á leið okkar upp að jöklinum daginn áður höfðum við fengið hin- ar og þessar orðsendingar gegnum útvarp, og meðal annars hafði okk- ur verið tilkynnt að búið væri að bjarga jólkinu og hefði þar verið að verki amerísk björgunarflugvél, sem lent hefði á jöklinum, en við vorum þrátt fyrir það beðnir að halda á- fram og bjarga því sem unnt væri af verðmætum. Síðar var þessi til- kynning um björgunina afturkölluð, og þegar við nálguðumst slysstaðinn kl. 2 e. h. þá sáum við, að björgunar flugvélin var enn á staðnum skammt frá flakinu og hafði ekki tekizt að hefja sig til flugs. Skömmu eftir að við komum á staðinn var gerð loka- tilraunin með að ná vélinni á loft og voru no.aðar rakettur til þess að koma henni af stað, áður höfðu krossviðarplötur verið seltar undir hana. Dagfinnur var einn í vélinni auk Ameríkananna þriggja. Það voru hinar mestu hamfarir þegar tilraun þessi var gerð. — Snjóbólstrar þyrluðust upp aftur undan vélinni og var einna líkast því sem maður væri kominn út í iðu- lausa stórhríð. Við rakettuspreng- ingarnar hen'.ist vélin í íoftköstum og hvarf hún okkur gersamlega í snjómökkinn, en ekki náði hún þó nægilegum hraða til þess að ná flugi og var það í sjálfu sér stórlán, þar eð krossviðarplata mun hafa slegizt upp i hæðarstýrið í átökum þessum og eyðilagt það. Ekki vildi samt flugstjórinn á vél- inni yfirgefa hana og koma með okkur nema samkvæmt skipun um það og fékk hann fyrirmæli um það, á meðan við vorum uppi hjá flak- inu, að áhöfnin á björgunarvélinni skyldi ekki yfirgefa vélina að svo stöddu. Giftusamleg björgun. Þar eð þessu fékkst ekki breytt var svo ákveðið að íslendingarnir allir skyldu fara af stað og var lagt upp kl. 4. Nokkru eftir að lagt var af stað skiplist leiðangurinn í þrjá hópa. Fyrst allir þeir sem gengið gátu lausir á skíðum, var það öll áhöfn Geysis, nema flugfreyjan, Sig- urður Jórisson, sem komið hafði með björgunarvélinni, og svo leið- angursmennirnir Eðvarð, Sigurður og Þráinn. og kom þessi hópur fyrst- ur í tjaldstað um kvöldlð kl. 11.30. Annar hópurinn, sleðahópurinn, var með sleða þann, sem varpað var til skipbrotsmannanna, og var flug- þernunni ekið á honum mikinn hluta leiðarinnar. í þeim hóp voru, auk flugfreyjunnar, Tryggvi, Jón, Vignir og Ólafur. Þórarinn og Þorsteinn sneru aflur til slvsstaðarins, þegar farið hafði verið röska klukktíma ferð, þar eð þá barst tilkynning þess efnis, að Ameríkanarnir ætluðu gangandi niður af jöklinum og æsktu eftir leiðsögumanni og var til- kynnt að skíðum yrði varpað niður td þeirra. í sleðahópinn bæ'.tust svo niður við jökulrönd þeir Þorsteinn Svanlaugsson ofan af jökli og Hauk- ur frá tjaldbúðunum. Þessi liópur kom í tjaldstað kl. 3 um nóttina. Þoka og nóffmyrkur. Bjart veður var á hájöklinum, en þegar kon.ið var langleiðina niður af jöklinum skall á okkur þoka og náttmyrkur, og vorum við þá ekki komin niður þangað, sem merkin náðu, er við höfðum sett um morg- uninn. — Þó fundum við samt leiðma og gátum rakið okkur áfram ef.ir slóðinni og merkjunum alll niður undir jökulröndina, en þar eru ruðningshólar, og varð slóðin þar svo óljós og brautin merkt í svo miklum krókum að við töpuðum slóðinni og gátum ómögulega fund- ið hana aftur. Við tókum því þá ákvörðun að búa okkur þar náttstað, reisa snjóhús og búa um okkur eftir föngum, en á sleðanum var talsvert af teppum, og ætluðum við að bíða þar birtingar. En þá urðurn við vör mannaferða á Kis.ufelli, heyrðum bæði köll og sáum að gefin voru ljósmerki. Við kölluðum á móti og bráðlega voru þeir komnir íil okkar með Ijós þeir Gísli, Jóhann og Hauk- ur. Ameríkumönnunum sendur sleðinn. Rétt í sama mund og þeir félagar þrír komu til okkar, kom Þorsteinn Svanlaugsson ofan af jöklinum. Hann hafði þá skilið við Amerík- anana þrjá og Þórarinn til þess að sækja hjálp, en einn Ameríkaninn liafði þá geíizt upp á göngunni, enda hafði ekki verið varpað til þeirra skíðum, svo að þeir urðu allir að ganga skíðalausir. Þá varð það að ráði að tekið var af sleðanum allt lauslegt og skyldi flugfreyjan ganga það sem eftir væri leiðarinnar, en hún hafði gengið alkaf öðru hvoru og sýnt af sér óhemju dugnað og þrautseigju, svo slösuð sem hún þó var. Þeir Gísli og Jóhann fóru svo með sleðann á móti þeim Þórarni og Ameríkönunum, en hinir héldu áfram ferðinni niður Kistufell. Þeir síðusfru koma. Þeir Gísli og Jóhann drógu svo sleðann til baka í eina og hálfa klst. þar til þeir mættu Amerikönunum og Þórarni. Þar tóku þeir einn Amerík- anann á sleðann og drógu hann svo niður í áður nefnda ruðningshóla, þar skildu þeir svo sleðann eftir við jökulröndina, en Ameríkaninn gekk það, sem eflir var leiðarinnar og stó.ð s'g vel. Fjórir Reykvíkinganna sóttu svo sleðann þangað. Annars var furðulegt hve sleði þessi var illa úr garði gerður og lé- legur, t. d. voru drögin götótt og upptrostnað járnarusl, og varð hann af þeim sökum miklu erfiðari með- ferðar en ella hefði þurft. Síðustu jökulfararnir komu nið- ur kl. 5 um nóttina og hafði þá Þór- arinn verið röskan sólarhring á ferð á hájökli Vatnajökuls án neinnar verulegrar hvíldar. En það sem mestu máli skipti, allir voru komnir niður af jöklinum heilir á húfi, bæði leiðangursmenn og skipbrotsmenn. Vatnsskort,urinn tilfinnanlegur. , Ólafur kveður vatnsskortinn hafa verið lang tilfinnanlegastan á hinni löngu og ströngu jökulgöngu. Bæði var, að leiðangursmenn voru ekki nægilega vel búnir með vatnsbirgð- ar, þegar lagt var af stað, svo og hitt að ekki reyndist unnt vegna tímans að bræða nógu mikinn snjó upp við flakið eins og þörf hefði verið á. Þá var og að skeyti, sem við sendum leiðangursmönnunum við Kistufell um að senda á móti okkur menn með valn, kom aldrei til skila, og annað skeyti þess efnis að varpað væri nið- ur til okkar drykkjarföngum hefir verið misskilið eitthvað, þar eð kast- að var niður til okkar alls konar matvælum í dunkum, en það gáturn við á engan hátt notfært okkur eins og á stóð. en drykkjarföng fengum við engin, en fengum hins vegar sendar niður dósir með efni því, sem notað er til þess að breyta sjó í ósalt vatn, en það svalaði harla lítið þorslanum upp á jökli! Æðruleysi og þraufseigja. Þó að mér hafi orðið tíðræddast um sjálfa jökulförina, þá er það þó ekki vegiv-i þess að starf þeirra, sem unnu að öllum undirbúningnum fyrir mótlöku í tjaldstaðnum, hafi verið síður þýðingarmikið, heldur er það einungis vegna þess að ég var með í jökulförinni og veit því miklu betur um það sem þar gerðist held- ur en niðri í tjaldstað, svo og að um hina hluta ferðarinnar hefir verið miklu meir skrifað svo að alrnenn- ingur veit miklu meir um það, sem þar gerðist. Það, sem gerðist eftir þetta er í stuttu máli þetta: Kl. 8 morguninn ef.ir var enn lagt af stað. Okkur hafði verið íilkynnt að tvær flugvél- ar myndu lenda þar á söndunum og taka þar áhafnir flugvélanna beggja og fljúga með þær til Reykjavíkur. Lendingar beggja vélanna gengu ágætlega og bráðlega voru allir skip- brotsmennirnir á leið heim til sín glaðir og ánægðir, eftir svo giftu- samlega björgun frá stórfelldum háska. Það er ekki ofsögum sagt af því hversu hrakningsmennirnir stóðu s’g með mikilli prýði í hinni erfiðu fjallgöngu. bæði slasaðir og þrekað- ir eftir langa dvöl í frosthörku á jöklinum, ma'arlitlir. Æðruleysið og þrautseigjan var dæmalaus. Höfuðst'yrkleikinn. Það bregður æði oft fyrir, að hnútum sé kastað til þeirra manna, sem sumar og vetur, eftir því sem veður leyfir, ferðast um ókönnuð ör- æfi landsins og kanna nýjar leiðir fyrir menn og margháttar farartæki, en það má telja víst að björgun sem þessi var einmitt möguleg vegna þess að slíkir menn hafa verið til og eru til enn. Um leiðangurinn sem lieild vil ég segja þetta: Hann var á margan hátt vanbúinn sem eðlilegt er. Við höfð- um of lítinn og óhentugan mat. Við fórum á jökulinn án þess að hafa nokkurn þann útbúnað, sem slíkar ferðir krefjast. Hvorki tjald, svefp- poka, mat eða hitunartæki til þess að gela dvalið þar ef veður spilltist. Á Vatnajökli er þó stöðugt allra veðra von ekki síst á þessari árstíð. Fjöhnörg dærni eru til þess að leið- angrar liafa setið þar tepptir og innisnjóaðir í viku og lengur og hvergi getað hreyft sig um hásumar. Þessi vanbúnaður á leiðangrinum sýnist vera mikill veikleiki, en er þó jafnframt höfuðstyrkur hans. Það, sem einkennir þennan leiðangur er styrkur hans og gerir hann næstum einstæðan, er viðbragðsflýtirinn og hraði í framkvæmdinni. Ekið var frá Akureyri 260—270 km. vegalengd suður undir Kistu- fell. Mikið órudda öræfaleið, yfir nokkurar tvísýnar torfærur. Síðan farin 30—35 km. vegalengd úr tjaldslað, lengstaf á jökli, inn yfir hábungu Vatnajökuls og sótt þang- að fólk, sem reyndar, þrátt fyrir veruleg meiðsl, olli leiðangrinum lílilla tafa. Haldið aftur sömu leið og lil Akureyrar. Allt á röskum þremur sólarhringum. Fáir eða eng- ir leiðangursmenn munu hafa sofið allan þennan tíma nema örfáar klukkustundir. Þetta er ekki aðeins mikið líkam- legt erfiði heldur einnig feykileg andleg árevnsla ekki hvað sízt fyrir fararstjórann, sem ber ábyrgð á leiðangrinum. Einhverjum kann að finnast þetta glannaskapur, en þess verður að gæta í því samhandi, að slíkur glannaskapur er leyfilegur, jafnvel sjálfsagður þegar eins stendur á og hér. Sá sem kastar sér út á eftir manninum. sem fellur fyrir borð, eyðir ekki fyrst tímanum í að leita uppi björgunarbelti og búast því. Að lokum vil ég segja þetta: Allur árangurinn valt á hagstæðu veðri og guð sendi okkur gott veður en við notfærðum okkur það eins og við höfðum vit og krafta til. HERBERGI til leigu. — A. v. á. SILFURSKEIÐ tapaðist í sl. viku, merkt: K.SO. Skilist á lögregluvarðstofuna gegn fundarlaunum. Auglýsið í íslendingi. Píanóhljómleikar Rögnvaidar Signrjdnssenar Rögnvaldur Sigurjónsson, pía- nóleikari, hélt hljóinleika í Nýja Bíó á mánudagskvöldið var kl. 7. Listamanninum var fagnað af- ar vel og bárust honum blóm- vendir. Hann þurfti að endur- taka nokkur lög og lék auk þess aukalög. Aðssókn að hljómleikunum var all góð, en nokkuð mun lrafa dregið úr hvað hljómleikarnir voru haldnir á slæmum tíma. • •——• Hagnr rikissjóds EIGNIR RÍKISINS UMFRAM SKULDIR AUKAST. Frá árinu 1940 til 1948 hafa eign ir ríkissjóðs umfram skuldir sex- faldast, voru 1940 tæplega 30 millj., en 1948 rúmlega 180 millj. Árið 1943 voru þær rúmlega 90 millj. Reikningsgerð er ekki lokið fyrii árið 1949. í árslok 1949 voru skuldir ríkis sjóðs hins vegar rúmlega 271 millj., þar af voru innlendar fastaskuldii rúmlega 75.5 millj., innlendar lausa- skuldir 164.6 rnillj., erlendar fasta- skuldir 30.6 millj. og erl. lausaskuld' ir 0.9 millj. I árslok 1940 voru skuldir ríkis' sjóðs rúmlega 55 rnillj. og hélzt þaci svo með Iítilvægum breytingun fram til ársloka 1946, en hefir ; þrem síðustu árunum aukizt veru lega. I árslok 1947 voru erlendar fasta- skuldir ríkissjóðs lægstar eða 5.1 millj., en lausaskuldir þá 300 þús und. Við árslok 1949 höfðu fasta skuldirnar erlendu nærri sexfaldast 1 orðnar 30.5 millj., en lausaskuldirn ’ ar þrefaldast, orðnar rúmlega 90( þús. Á árunum 1948 og ’49 voru m a. tekin stórlán erlendis fyrir nýjt logurunum, sem verið er að smíða Englandi. ViSskiptin. Við samanburð á innflutningi o; útflutningi okkar á fyrri helming áranna 1948, 1949 og 1950 sést a'< innflutningurinn hefir aukizt un. rúmlega 37 millj., er í ár 275 millj , en útflutningurinn minnkað um rúmlega 78 millj., er í ár 159 millj. í júlímánuði voru fluttar inn e:> lendar vörur fyrir 55.4 millj., en i;t voru fluttar vörur fyrir 16.3 millj. í ágústmánuði nam verðmæti inn flúttrar vöru 43.1 millj., en útflutti ar 31 millj. Varð því vöruskiptajöfi,- uður þess mánaðar óhagstæður uiit 12.1 millj. kr. En vöruskiptahallinn eftir fyrslti 8 mánuði ársins nemur 129 millj. kr.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.