Íslendingur


Íslendingur - 27.09.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 27.09.1950, Blaðsíða 6
VILTU ókeypis flugfar til Kaupmannahafnar og heim aftur? Sjóið gluggaauglýsingu bókaverzl EDDU h.f. (cwdinam* Miðvikudagur 27. september 1950 Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 n.k. sunnudag. (P.S.) Kappróður verður n.k. sunnudag kl. 5 e.h. ef veður leyfir. -— ÆFAK keppir um innanfélagsbikar, sem Kristján Sigurðsson, Geir Þormar og Jón Sigurbjörnsson gerðu og gáfu félaginu. — Er þetta í þriðja sinn sem keppt er um bikarinn. 1 fyrra vann sveit Sigtryggs Sigtryggssonar, en í henni voru auk hans: Hreinn Þormar, Höskuldur Goði Karlsson, Óskar Eiríksson og Snorri Friðriks- son. I. O. 0. F. — 1329298 % — Brúðkaup: S.l. laugardag voru gef- in saman í hjónaband hr. Þorvaldur Stefánsson, forstjóri, og Guðrún Oddsdóttir. — Heimili þeirra er að Strandgötu 5, Akureyri. Nýlega voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Vigdís Þormóðsdóttir Vatnsenda, Ljósavatnsskarði, og Sveinn Snorri Höskuldsson stud. Ak- ureyri. Hjónubönd: Anna Sigurbjörg Guð- mundsdóttir og Hartmann Jóhannes- son frá Skagaströnd. Gift 21. sept. Lilly Halldórsdóttir, Ásbyrgi og Torfi Leósson, húsgagnasm. Akureyri Auður Hallgrímsdóttir, Akureyri, og Viktor Aðalsteinsson, flugmaður, Akureyri. Gift 23. sept. Hjúskapur: Kristín Benediktsdótt- ir frá Vöglum í Hrafnagilshreppi og Ami Friðgeirsson frá Þóroddsstað í Köldukinn. Heimili ,MenntaskóIinn á Akureyri. Anna Þórey Sveinsdóttir, Akureyri, og Hreinn Hreinsson, Akureyri. Heim ili þeirra er Laugagata 3, Akureyri. Margrét Hólmfríður Randversdóttir Akureyri, og Benjamín Jósefsson, húsgagnasmiður. Heimili þeirra er Hafnarstræti 47, Akureyri. Ingigerður Steingrímsdóttir frá Rvík. og Gunnar Þórsson, Akureyri. Úthlutun skömmtunarseðla stendur yfir. Skrifstofan óskar eftir að menn sæktu miðana fyrir kl. 12 á laugar- dag. Stúkan Isafold - Fjallkonan nr. 1 beldur fund að félagsheimili sínu Skjaldborg n.k. mánud. (2. okt.) kl, 8,30 síðd. Fundarefni: Venjuleg fund- arstörf. Inntaka nýrra félaga. Hag- nefndaratriði (sjá nánar í götuaug- lýsingum). Frá Kvenfélaginu Hlíf. Gjafir í barnaheimilissjóðinn: L. R. 50.00, L. P 100,00 kr. og J. S. 100,00, P. S, 100, 00 kr. (áheit). Allt frá Akureyri. Kær- ar þakkir. Stjórnin. Gamalt áheit á Strandakirkju. Frá P. B. E. kr. 50,00 Móttekíð á afgr. íslendings. Áheit á Akureyrarkirkju, kr. 25.00 frá N. N. Kr. 50,00 frá ónefndri, kr. 50.00 frá N. N. Frá starjinu í kristniboðshúsinu Zion. Sunnudaginn 1. okt. kl. 10,30 e. h. sunnudagaskólinn, kl. 2 drengja- fundur (báðar deildir), kl. 8,30 alm. samkoma séra Jóhann Hlíðar talar. Allir velkomnir. Bridgefélag Akureyrar er nú í þann veginn að hefja vetrarstarfsemi sína, og byrjar hún með því að háð verð- ur tvímenningskeppni sem hefst á þriðjudaginn kemur á gildaskála K. E. A. Rúmlega 70 meðlimir eru nú í félaginu og má gera ráð fyrir að nýir félagar bætist við í vetur. — Félags- fundir eru haldnir hvern þriðjudag og verða fyrst um sinn á gildaskála K. E. A. Fundur verður haldinn í Skákfe- lagi Akureyrar n. k. föstudagskvöld (29. sept.) kl. 20, í fundarsal Alþýðu- flokksfélaganna í Túngötu 2. Félagar eru beðnir að fjölmenna og mæta stimdvíslega. Stjórnin. Síðustu aflafarmar akureyrsku tog aranna voru, sem hér segir: Jörundur 289 smálestir Svalbakur 402 smálestir Kaldbakur 390 smálestir Togararnir komu með afla þennan inn rétt fyrir helgina, og lögðu hann upp í Krossanesi, en eru nú farnir út aftur. Áttræð verður 29. þ. m. Rósa 111- ugadttir, Þórunnarstræti 104. íbúar á Akureyri. 1 árslok 1949 var íbúatala hér orðin 7017 manns, og hafði fjölgað um 256 á árinu. Ef íbúa- fjölgun verður hlutfallslega jafn ör og á undanförnum árum, verður Ak- ureyri um 10 þús. íbúa bær kringum 1960. Kveðjusamkoma fyrir Arthur Gook og frú, sem leggja upp í ferð til kristniboðsstöðva í Afríku, Indlandi og öðrum löndum, verður haldin kl.5 n. k. sunnudag. á Sjónarhæð. Vinir og kunningjar velkomnir. Styrkið sjúka til sjálfshjargar. Akureyringar, á sunnudaginn kemur er hinn árlegi söfnunardag- ur Sambands íslenzkra berklasjúk- linga. , Bregðist vel við eins og jafnan endranær og styrkið bar- áttuna gegn hinum mikla vágesti. RAFLAGNIR OG VJÐGERÐIR. Raforka h.f. Kaupvangsstrœti 3, sími 1048 Handsápa Sfangasápa Grænsápa í pökkum Grænsápa í 4^/2 kg. bk. Not ðurgötu SöJuturninn VERKSTÆÐISPLÁSS til leigu í Hafnarstræti 23. A. SCIIIÖTH. ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Knattspyrnumót Norðurlands Um s.l. helgi var háð hér á Akur- eyri Knaltspyrnumót Norðurlands. Mættu þrjú lið til keppni, Akureyr- arfélögin K.A. og Þór og svo Siglu- fjarðarliðið K. S. ÞÓR — K. A. 5:2. Fyrsti leikurinn fór fram s.I. laugardag kl. 2 e. h. milli K. A. og Þórs. Sigraði Þór eftir skeinmtileg- an leik með 5 mörkum gegn 2. Yfir- burðir Þórs drengjanna voru aug- ljósir, bæði meiri hraði og oft skemmtilegur samleikur, en hins vegar verður að játa að sum mark- anna, sem K. A. fékk á sig voru klaufamörk, sem orsökuðust ýmist af staðsetningarvillum í vörninni eða þá að markmaðurinn hélt ekki bollum, sem manni virlist hann hefði átt að eiga auðvelt með. BÓR — K. S. 1:0. Annar leikurinn fór svo fram á sunnudag, milli Þórs og K. S. Allir álitu að þetta myndi verða úrslila- leikur mótsins. Bæði félögin höfðu möguleika á því að vinna bikar til eignar og mátti því reikna með því að kapp yrði mikið í leiknum og liðin jörn. Allt þetta kom og á daginn, og fór svo að skapið hljóp með suma leik- menn heldur of langt, svo að harkan var of mikil í leiknum undir það síð- asta. Leiknum lyktaði með sigri Þórs 1 marki gegn engu. K. S. menn fengu allmörg ágæt tækifæri á mark, en framlínan hjá þeim var einkenni- Iega óheppin og ósamstillt og misstu þeir því öll tækifæri úr höndum sér. Þennan leik hafa K. S. menn kært, og telja val línuvarða ólöglegt. Ekki er kunnugt hvað gert verður í því máli. K. A. — K. S. 2:0. Þau óvæntu úrslit urðu í síðasta leik mótsins, sem háður var á mánu- dag milli K. A. og K. S. að K. A. bar sigur úr býtum, sigraði með 2 mörkum gegn engu. Það var eins og áður að framlína K. S. hrást alveg. Einuin K. A. Jeppi til sölu verður til sýnis á Ráshústorgi frá kl. 4 — 7 næstu daga. Tilboðum sé skilað til Magnúsar Björnssonar Bókaverzl. Axels Kristjánssonar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum. manna var vísað úr leik í miðjum síðari hálfleik, er ógjörlegt var að sjó sérstaklega ástæðu iil þess. Dómari í öllum leikjunum var Sigmundur Björnsson og verður ekki annáð sagt, en að dómar hans hafi margir hverjir verið afar hæpn- ir. Hann var óviss og nokkuð fálm- kenndur í dómum, og gætti þess ekki nærri nógu vel að veita línu- vörðum nægilega athygli og taka til greina ábendingar þeirra. Hann greip oft mjög truflandi inn í leik með einkar hæpnum rangstæðudóm- um, þó augljóst væri að engu myndi breyta um gang lelksins. j ' ' ' ' 1 . * '. ' ' j Frægir íþróttamenn í heimsókn Um næstu helgi korna hingað til bæjarins, ef veður leyfir, nokkrir íþróttamenn úr Reykjavík, sem get- ið hafa sér frægðarorð bæði hér- lendis og á erlendum stórmótum. Munu þeir, ef veður hamlar ekki, keppa hér við íþróttamenn héðan úr bænum um helgina. Þeir sem koma, eru: Gunnar Huseby, Evrópumeistari og Norður- landsmethafi í kúluvarpi, sem var eini Evrópumeistarinn, sem varði titil sinn á Evrópumeistaramótinu í Brussel í sumar, og gerði það meira að segja alveg með sérs ökum sóma; Pétur Einarsson, einhver bezti milli- vegalengdarhlauparinn, sem við eig- um núna. verður gaman að sjá drengina hér keppa við hann, en eins og menn munu vita eru einna mestar vonir tengdar við nokkra upprennandi millivegalengdahlaup- ara hér á Akureyri. Þá eru og allar líkur til að Guð- mundur Lárusson, íslandsmethafi í 400 m. hlaupi, komi einnig. Hróður hans fer sívaxandi og er hann nú kominn í röð beztu 400 m. hlaup- ara í Evrópu. Þetta er önnur heimsókn, sem hin- ir ágætustu af reykvískum íþrótta- mönnum koma í hingað, í fyrra komu hingað Finnbjörn Þorvalds- son og Clausen bræður. í bæði skiptin er það K. A. sem býður þeim. Það er mikill fengur og uppörfun fyrir íþró tamenn bæjarins að fá svo ágæta heimsókn sem þessa, og er þess að vænta að bæjarbúar láti ekki hjá líða að sjá þessa ágætu íþróttamenn, sem borið hafa hróð- ur lands og þjóðar og haklið uppi heiðri þess í jöfnum leik við slór- þjóðirnar, þegar þeir keppa hérna urn næstu helgi. Málaflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar Hafnarstræti 101 Sími 1578 Firmakeppni í golíi Þessa dagana stendur yfir hin árlega firmakeppni Golfklúbbs Akureyrar. Keppni þessari er hagað þannig, að fyrirtæki þau, sem þátt taka í henni, greiða kr. 200.00 í þátttökugjald, hvert uni sig, og síðan keppir einn meðlim- ur kliibbsins fyrir hvert fyrir- tæki, og ræður hlutkesti hver keppir fyrir hvern. Keppnin er útsláttarkeppni, þannig, að hvert fyrirtæki, sem tapar leik, fellur úr, þangað til eitt stendur eftir, og verður það sigurvegari, og hlýtur í verðlaun mjög stóran og vandaðan silfurbikar, sein er far- andbikar, ásamt litlum bikar til fullrar eignar. Að sjálfsögðu er þátttaka í þessari keppni með tilheyrandi þátttökugjaldi — einungis gerð til þess að styrkja klúbbinn fjár- hagslega, en fjárhagur hans er mjög þröngur, vegna landakaupa j og kostnaðar við byggingu golf- j vallarins, og þakkar klúbburinn ■ fyrirtækjum þeim, sem þátt taka ; í keppninni, mjög vel þennan i stuðning og skorar á alla velunn- j ara golfíþróttarinnar ar láta fyr- irtækin njóta þess með því að verz'a fremur við þau en önnur, að öðru jöfnu. Þátttakendur firmakeppninn- ar eru að þessu sinni 32 og eru j það þessi fyrirtæki: Bókabúð Akureyrar Bókav. Björns Árnasonar Saumastofa Gefjunar Dúkaverksmiðjan h.f. Efnagerðin Flóra Áfengisverzlun Ríkisins Efnagerð Akureyrar h.f. Almennar tryggingar h.f. Sjóvátr.félag íslands h.f. Kolav. Ragnars Ólafssonar Kaupfélag Eyfirðinga Klæðagerðin Amaro h.f. Tómas Steingrímsson & Co Ólafur Ágústsson & Co h.f. Flugfélag íslands h.f. Brauðgerð K. E. A. Brauðgerð Kr. Jónssonar Vélabókbandið h.f. Bifreiðaverkst. Þórshamar h. f. Skipasmíðastöð K. E. A Ullarverksmiðjan Gefjun, Skinnaverksmiðjan Iöunn Kjötbúð K. E. A Nýja Bíó h.f. Skjaldborgarbíó Þvottahúsin Súkkulaðiverksm. Linda h.f. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kaffibrennsla Akureyrar h. f. Olguverzlun íslands h.f. Hlutafél. Sell á íslandi Þar eð keppninni er skammt á veg komið, er ekki ennþá ástæða íil að birta nein úrslit, en í næsta blaði mun veyða hægt að greina frá gangi keppninnar, og ef til vill bjrta úrslit hennar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.