Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1950, Side 1

Íslendingur - 04.10.1950, Side 1
tliö fyrirhugaða iþróttasvæði neðan Brekkugötu Mynd þessi er af íþróitasvxðinu nýja, sem þegar er komiö vel á veg, fyrir neðan Brekkugötuna. — TJm slðustu áramót mun hafa verið búið aö leggja til iþróttasvæóisius um 130 þús. krónur, en þar af hafði íþróttasjóður ríkisins lagt fram txpar 30 þús. kr. — 1 sambandi við frjálsíþróttamót og knattspyrnmnát, sern nýlega hafa verið haldin hér verður mönnum ósjálfrátt á að hugsa til þess, hve brýn nauðsyn sé til þess að full- gera íþróttasvæðið hið fyrsta, svo að íþróttamönnum hér verði búin sómasamleg skilyrði til íþróttaiðkana og keppni, en eins og að llkum lætur hefur allur aðbúnaður liér og aðstxður verið þeim hinn versti þrándur í götu. Mikil undur. Þeir, sem venja komur sínar í veitingasali Hótel KEA, til kaffi- drykkju eða kaupa lífsviöurværis, urðu heldur en ekki forviða nú um s. 1. mánaðarmót yfir þeim breyting- um, sem þar höfðu á orðið. Þar hafði á einni nóttu orðið stakkaskipti. Fyrst og fremst liafði nýr hólelstj óri lekið við, ungur maður, sem stendur framarlega á sviði hótelreksturs,, menntaður með útlenzkum í fagi sínu, en síðan geng- ið í gegnum eld reynslunnar við hótelrekstur og veitingamenningu í Reykjavík Og til þess nú að sanna máltækið að nýir s'ðir komi alltaf með nýj- um herrum, þá sá hinn hugumstóri hótels.jóri, að hann yrði að leiða stórfellda siðabót inn fyrir múra einokunaraðslöðu KEA í hótel- rekstri hér á Akureyri, núna eftir að Hótel Norðurland hefur hætt greiða- sölu og hótelrekstri í bili. Áudvitoð hagur neytendanna. Og hann var djarfur, þar eð hann hefur umbótaferil sinn með stórfelld- um hækkunum á öllum veitingum. Auðvimð hefur hækkunin verið gerð í samráði við hinn stóra forystu- rnann kaupfélagsins hér; forystu- mennina, sem reka alla verzlun og viðskipti og þá auðvitað veitinga- sölu líka, eingöngu með hag neyl- endanna fyrir augum, selja allt svo að segja á kostnaðarverði, og alls staðar þar sem þeim hefur verið veitt aðstaða til hafa þeir með ein- skærri vizku sinni og verzlunarslægð getað pressað verðlag niður, neðar og neðar. svo að be!:ur sé borgið hag neytendanna! Og vitaskuld hafa þessir lausnarar í viðskiptamálum okkar hrjáðu þjóð ar nú séð. að það var elngöngu hag- ur fyrir reytendurna að hækka nú verulega veitingar á hótelinu sínu, það myndi augljóslega leiða til þess, að þeim mun Kkulegri fengju þeir greiddan arðinn! Itf'álpræði samvinnufræðslunnar. Ef til vill hefur þeim líka orðið hugsað til þeirra ólánssömu manna, sem ekki hefðu enn notið þeirra menningars-rauma og þeirrar fræðslu og þekkingar á grundvallar- atriðum samvinnuhreyfingarinnar, sem eitt gæti veitt þeim sáluhjálp, og því hafi þeir ekki talið það úr vegi að auka nú tekjuafgang kaup- félagsins, en eins og allir vita, sem Iesið hafa Dag að undanförnu, þá er nokkrum hluta tekjuafgangsins varið til fræðslustarfseminnar. En hverjar svo sem ástæðurnar er.u, þá er það eitt víst, að veitingar á Hótel KEA hafa stigið óskaplega í verði, eins og öllum, sem þurfa að kaupa sér mat og kaffi hér í þessum bæ mun nú orðið ljóst, og var þó reyndar svo komið áður, að engum hefur líklega þótt á verðið bætandi. Sýnishorn verðsins. komlega nákvæman lista um verð á einstökum tegundum þeirra dýrindis krása, sem á boðstólum eru, enda hefur mér virzt að ekki gæti enn al- veg fullkomins samræmis í verðlagi hjá öllum afgreiðslus'.úlkunum, en þeim er það alls ekki láandi; það er annað en gaman að glíma við háar lölur og oítast í huganum. Eg drakk þó kaffi um daginn og fékk með því eina franskbrauðsneiö og eina jólakökusneið, voru þær hvorugar nokkurn skapaðan hlut þykkri en vant var. en þetta kostaði þó aðeins 9,20 kr. Molakaffi kostar nú 4.00 kr., rjómakaka 2.60 kr., jólakökusneið 2,30 kr. og smákaka 60 aura. Tveir vinir mínir voru óvenju svangir og hugðu að bezt væri að fá eitthvað kjarngott og und rslöðu- mikið með kaffinu. Þeir báðu því um sínar tvær hrauðsneiðarnar hvor, og var kjölflís . hverri. Þetta kostaði ekki nema 37,50 kr. Fasta- fæði mun vera nálega 950,00 kr. á mán. Dregið úr magninu. Samhliða því, sem hagur neytend- anna hefur verið stórbættur á þenn- an frumlega hátt, þá hefur um leið, vafalaust i sama skyni, verið dregið mjög úr magni því, sem menh fá, fyrir hið fasta verð. Smjörið eða smjörhlandan er nú skammtað mjög nánasarlega, ein smá smjörkúla með hverri brauðsneið, svo að nærri stappar að ekki sé meira en var í : Englandi á mestu feitmetisskorts- tímunum þar í landi eftir stríðið. Molasykur er skammtaður eða að minnsta kosti sparaður mjög. Vilji þeir, sem drekka mjólk, fá örlítinn dreitil meir, en skammtað er í fyrstu þá þarf að greiða það sérslaklega að auki. BiSira lengist. Til þess nú að auka tekuafganginn enn meir svo að hægt verði að greiða þeim mun ríflegri arð næst, þá hafa hótelsljórnendurnir enn fundið það ágætis ráð að fækka starfsslúlkunum eitthvað. Það leiðir Framhald á 4. síðu. Kappróður Síðastliðinn sunnudag kl. 5 síð- degis fór fram hinn árlegi kappróð- ur Æskulýðsfélags Akureyrarkirkju. Norðanátt var, begar róðurinn hófst, um fjögui vindstig, og hafði það’ sín áhrif á róðurinn. Eftir að mótið var selt, hófst keppnin. Keppendur voru 50 í tíu sveitum. Vegalengdin var 500 metrcr. Keppt var um verð- launabikar, sem þeir Kristján Sig- urðsson, Geir Þormar og Jón Sigur- jónsson gerðu og gáfu félaginu. Fyrst varð sveit Sigtryggs Sig- tryggssonar á 2 mín. 37 sek., stýri- maður Haukur Jakohsson. í sveit- inni voru auk þeirra: Höskuldur Goði Karlsson, Hreinn Þormar og Óskar Eiríksson. Þessi sveit vann einnig bikarinn i fyrra. Onnur varð sveit Svavars Jóhannessonar á 2 mín. 48.6 sek., stýrimaður Gunnar Jónsson. í 2. deild varð fyrst sveit Jóhanns S. Sigurðssonar á 2 mín. 52.3 sek., Æ F A K stýrimaður Sveinn Óli Jónsson. í 3. deild varð fyrst sveit Sigurðar Ing- varssonar á 3 mín. 02.7 sek., stýri- maður Gunnar Hjartarson (í þeirri sveit voru eingöngu drengir úr Gler- árþorpi). Idjá nýliðum urðu fyrstir sveit Magnúsar Stefánssonar á 3 mín. 04.5 sek., stvrimaður Jón Guð- mundsson. Fegurðarverðlaun vorú veitt fyrir bezt róðrarlag í keppninni. Dómari var Herluf Rvel skipasmiður, en hann var eitt sinn landsmeistari Dan- merkur í kappróðri. Fegurðarverð- launin fékk sveit Magnúsar Stefáns- sonar, en i þeirri sveit eru auk hans og stýrimannsins: Hallgrímur Bald- vinsson, Hörður Steinþórsson og Sveinn Kristinsson. Tímaverðir voru þeir Haraldur Sigurðsson og Halldór Helgason. — Þrátt fyrir hið óhagstæða veður fór mótið vel fram, en það stóð yfir í eina og hálfa klukkustund.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.