Íslendingur


Íslendingur - 04.10.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 04.10.1950, Blaðsíða 4
VILTU ókeypis flugfar til Kaupmannahafnar og heim aftur? Sjáið gluggaauglýsingu bókaverzl EDDU h.f. éá (cudinaur Miðvikudagur 4. október 1950 SÍMANÚMER mitt er 1619. SVANBERG EINARSSON, Hajnarstrœti 66. FRÁ BARNAVERN DAR- FÉLAGINU. Sunnudagaskóli Akureyrarhirkju hefst n.k. sunnudag kl. 10,30 f.h. — E—6 ára börn eiga að mæta í kap- ellunni, en 7—13 ára börn í kirkjunni. Æslculýðsfélag Akureyrarkirkju: Aðalfundur 1. deildar (annarrar og fyrstu deildar frá s.l. vetri) — í kap ellunni kl. 8,30 e.h. 60 ára, varð 2. okt. Jakob Kristins- son, Lækjargötu 4 hér í bæ. Jakob stundaði lengi útgerð bæði héðan frá Akureyri og víðar, og er hann hinn inesti athafnar- og dugnaðarmaður í hvívetna. Afmælisgrein um Jakob verður að bíða næsta blaðs vegna þrengsla. Brúðlcaup: S.l. sunnudag fór fram í Akureyrarkirkju brúðkaup Marteins Sigurðssonar, sýsluskrifara og Ein- liildar Sveinsdóttur. — Heimili brúð- hjónanna er að Oddeyrargötu 30, Ak- ureyri. Fíladelfia: Samkomur i Grújmfél- agsgötu 9 niðri (Verzlunarmanna- húsið) á sunnudögum og fimmtudög- um kl. 20.30 (8.30 e.h.) Allir hjartan- lega velkomnir. — Sunnudagaskólinn verður settur sunnudaginn 8. okt kl. 13.30 (1.30 e.h.) Börn verið velkom- in. Kvennadeild Slysavarnarfélags fs- lands Akureyri, þakkar bæjarbúum fyrir rausnarlegar gjafir og allan stuðning við hlutaveltuna, sunnudag- inn 1. október. Nefndin. Kirkjan. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag ld. 2 (Séra Björn O. Björnsson predikar væntanlega.) , Vinnustofusjóði Kristnesliælis hef- ur borizt gjöf frá S. P. til minningar um Ingvar Björnsson frá Brún, kr. 200.00. — Beztu þakkir, Jónas G. Rafnar. Sjónarlixð: Sunnudagaskólinn byrj- ar n.k. sunnudag, kl. I. Unglingar og böm velkomin. Opinber samkoma kl. 5. Allir velkomnir. Happdrxtti Kvenfélagsins Framtíð- in. — Ósóttir vinningar: Nr. 2908, uppsettur púði. Nr; 82, lituð Ijósmynd, Nr. 2205, skór. Vitjist í Hannyrða- verzlun Ragnh. O. Bjömsson. Frá starfinu í Kristniboðshúsinu 2Áon, næstu viku. Sunnud. kl. 10,.30 sunnudagaskóli, kl. 2 drengjafundur (eldri deild), kl. 8,30 almenn samkoma séra Jóhann Hlíðar talar, þriðjud. kl. 5.30, fundur fyrir telpur 7—13 ára, miðvikud. kl. 8.30, biblíulestur og bænasamkoma, fimmtud. kl. 8.30 fundur fyrir ungar stúlkur, laugard. kl. 5.30 drengjafundur (yngri deild). FRÁ AMTBÓKASAFNINU: Safnið er opið til útlána þriðju- daga, fimmtudaga og laugardaga kl. 4—-7 síðdegis. Lesstofan opin alla virka daga sama tíma. LJÓSASTOFA Rauða krossins tekur til starfa n.k. mánudag’ á sama stað og áður, Hafnarstræti 100. Athygli fólks skal vakin á því, að eftir svo sólarlítið sumar eins og verið nefir hér í ár, er mjög heilnæmt að láta börn njóta Ijósbaða. Hótel KEA Framh. af 1. síðu auðvitað til þess að viðskiptavinirn- | ir geta hvílt sig nokkru lengur nú áður en þeir eru afgreiddir, og auð- vitað eykur það starfsfólkinu nokk- uð erfiði, en auðvitað eru þe'.ta smá- munir, þegar samvinnufræðslan, sem leysa á alian vanda, og arðsútborg- un er annars vegar. Smávægilegar breytingar hafa orðið innanhúss. Hægindastólarnir teknir úr fordyrinu og blóm sett í staðlnn. Nokkrar smábreytingar einnig í sjálfum veitingasalnum, sem eru flestar í því fólgn^y að taka burt eitthvað það, sem áður var. Merk nýjung. Ein merkileg nýjung hefir þó ver- ið íekin upp, og er hún líklega talin til afarmikils þægindaauka fyrir viðskiptavinina, þvi að það er það eina, sem kemur í stað jiess sem hverfur og sem uppbót fyrir verð- hækkunina. Þetta eru einhvers kon- ar undirdúkar á borðin. Um j)ýð- ingu þeirra hafa menn ekki orðið á eitt sáltir. Sumir segja að þeir séu svo að ekki heyrist eins mikið glam- ur á borðunum. Þetta er auðvitað ágætt, ég tel alls ekki ólíklegt að menn vilii sumir hverjir gjarnan heyra, hverjar geypiupphæðir þeir við næstu borð hafi étið og drukk- ið fyrir. Þá segja sumir, að þetta sé sett til varnar borðunum, ef hellist ofan á dúkinn. Slíkt tel ég alveg ástæðu- lausan ótta, ég veit, að menn fara varlegar en svo með hið dýrmæta kaffi, sem þeim er borið á KEA, að jieir helli því á borðin. Meistaraflokkur. Því hefir oftlega verið haldið fram í blöðum og víðar að hótehnenning sé á afar lágu stigi hér á landi. Fá eða engin fyrsta flokks hótel séu til. En ef nokkuð má marka það, hversu hótel séu fín og hversu háu stigi jrau séu á, af því hversu dýrt þau selji veitingar og annað, þá er alveg víst, að Hótel KEA er á há- stigi hótelmenningarinnar og er ekki einasta fyrsia flokks hótel, heldur meistaraflokkshótel (sbr. flokka- skiptingu í skák. knattspyrnu og öðru). í skjóli einokunar. Það er annars furðulegt hvað for- ráðamenn Kaupfélagsins þora að leyfa sér, jafnvel þó að þeir geri þetta í skjóli einokunaraðstöðu hót- elsins. í þessum bæ er nú eins og stendur í ekkert annað hús að venda, ef menn þurfa að bregða sér í kaffi ! að kvöldi til af gömlum vana. Og ef að þeim tekst að halda uppi svipaðri aðsókn að hótelinu, þó að jieir gangi svona einstaklega hart að viðskiptavinunum, og ef þeim tekst | að hagnýta séi einokunaraðstöðuna | á þessu sviði með því að gera veit- ingasöluna að slíkri dæmalausri fjárplógsstarfsemi, þá fer ég að skilja hversu sárt þeim er um þá einokunaraðstöðu á einu og öðru sviði, sem þeir hafa þegar fengið í hendur. Kvöldgestur á KEA. 0 • —— • • Kjörinn heiðnrsfélagi Guðm. Eggerz, bæjarfógeta- fulltrúi var kjörin heiðursfélagi Stúdentafélagsins á Akureyri 1. okt. s.I., en félagið hélt honum þá kveðjusamsæti, þar eð þau hjón- in eru nú á förum úr bænum. Þessara merkishjóna verður getið nánar í næsta blaði. S t ú I k a óskast i vist STEFANIA SIGFÚSDó TTIR Fróðasund 4 VETRARSTÚLKA óskast á heimili hér í bæ. A. v. á. PÍANÓKENNSLA Veiti byrjendum tilsögn í píanóleik í vetur. Listhaf- cndur lali við mig sem fyrst. HARALDUR SIGURGEIRSSON Brauns-verzlun. HERBERCsl til leigu í Hafnarstræti 100. Uppl. gefur Júlíus Pétursson. Sími 1279. Á síðastliðnum vetri var stofnað barnaverndarfélag hér í bænum. Mörg nauðsynleg verkefni bíða þessa unga félags. En til þess að geta leyst þau, þarf það að eignast ein- hverja fjármuni til umráða. Eitt af því, sem félagið hyggst að koma í framkvæmd, er að koma upp vistheimili fyrir munðarlaus börn, svo og önnur börn, sem af ýmsum ástæðum jiyrftu að dvelja þar lengri eða skemmri tíma. Þörfin íyrir shkt heimili verður brýnni með ári hverju í jafn fjölmennum bæ og Ak- ureyri er. Félagið hefir valið sér fyrsta vetrardag að þessu sinni (laugar- daginn 21. okt.) til samkomuhalds og fjáröflunar. Þessi gamli merkis- dagur er nú að hverfa í skuggann fyrir öðrum nýjum. Vill félagið nú helga hann uppeldismálunum í bæn- um. Á það vel við, þar sem fles.ir skólar byrja að haustinu um svipað leyti. j Stjórn félagsins treystir því, að , sem flestir bæjarbúar vilji styrkja ' það með því að gerast félagsmenn, svo og með því að sækja skemmt- , anir Barnaverndardagsins. En um fyrirkomulag hans verður nánar sagt síðar. STRÁSYKUR (fínn) MOLASYKUR (fínn og grófur) FLÓRSYKUR VANILLESYKUR SKRAUTSYKUR VÖRUEH3ÚSIÐ h.f. NIÐURSUÐUVÖRUR — margar tegundir — VÖRUHÚSIÐ h.f. KRYDDVÖRUR — margar tegundir — VÖRUHÚSIÐ h.f. KAFFI, br. og mala'ð KAFFIBÆTIR (L. David) KAFFIKÖNNUPÖKAR KAFFIKÖNNUHRiNGIR Vöruhúsið h.f. BURSTAVÖRUR — margar tegundir. — VÖHUHÚSIÐ h.f. ÞVATTADUFT STANGARSÁPA BLAUTSÁPA ÞVOTTASNÚRUR BLÁMI BLÆVATN HÚSGAGNABÓN BÓNKÚSTAR VÖRUHÚSIÐ h.f. TANNBURSTAR TANNKREM HÁRSPR5TT RAKSPRITT BRILLANTIN SÓLAROLÍA VÖilUHÚSSÐ h.f. KÖKUDÚNKAR BÖKUNARFORMAR' STEEKARPÖNNUR VÖFLUJÁRN PÖNNUKÖKU- PÖNNUR BUFFHAMRAR FISKSPAÐAR og AUSUR VÖRUHÚSIÐ h.f. GLERLÍM PAPPÍRSLÍM GÚMMÍLÍM VÖRUHÚSIÐ h.f. GERDUFT HJARTARSALT NATRON BÖKUNARDROPAR VANILLETÖFLUR Maigar tegundir BÚÐÍNGA. VÖRUHÚSIÐ h:f: Fornbakadeiid vor verður opnuð á ný laugardaginn 7. okt. n.k.. Verða þar til sölu ýmsar bækur, sem nú eru upp seldar í bókaverzlunum, flestar á lágu verði. Ennfrentur bækur úr einkasafni, nýkeyptu. Sérstakt tækifæri til að fá sér skemmtilestur mjö ódýran. Bókavcrzl. EDDA h.f. 3©@©©ÖÖSÖSOÖÖS©eO®€íí5©S©€

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.