Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 11.10.1950, Blaðsíða 4
Málaflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar, hdl.; Tómas Tómasson, lögfr., Hafnarstr. 101. Sími 1578. Opin alla daga kl. 11—12 f.h. og 5—7 e.h. nema laugar- claga kl. 11—;12 f.h. Miðvikudagur 11. október 1950 SELJUM í DAG ýmsar gamlar, fágætar bæk- ur, þar á meðal nokkrar eftir Kiljan. Bólcaverzl. Björns Arnasonar G t á nufé lagsgötu 4. Messað í Akareyrarkirkju n. k. sunnu- ag kl. 5 e. h. — P. S. I. 0.0. F. Rb. st. 2 Au. — 98IOII8V2 — I. 0. 0. F. — 13210138% — □ Rún: 595010117 — FrL K 'K cl. 10MCML5-^% — Œskulýðsjélag Ak- ireyrarkirkju. Að- ilfundur á sunnu- daginn kemur. — f III. deild kl. 10 f. h. og í II. deild kl. 8,30 e. h. — 1 I. deild var stjórnarkosning s. 1. sunnudag, og voru þessir félagar kosn- ir í stjórnina: Jón Ragnar Steindórsson, formaður, Jóhanna Björnsdóttir ritari og Ólafur Hallgrímsson gjaldkeri. — Formað- ur 1. deildai er jafnframt formaður félags- Á fundinum barst 100 kr. gjöf til félags- ins fré N. N. Akureyringar: Nú er kominn tími til að gefa fuglunum. Látið þá ekki líða skort í vetrarhörkunum! Siljurbrúðkaup áttu í gær merkishjónin Svava Sigurðardóttir og Samúel Krist- bjarnarson, rafvirkjameistari, til lieimilis að Eyrarlandsveg 14 hér í bæ. Páll H. Jónsson, hreppstjóri á Stóru- Völlum, Bárðardal, verður 90 ára n. k. föstudag 13. okt. Stúkan Ísajold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund að íélagsheimili sínu Skjaldborg n.k. mánudag (16. okt.) kl. 8,30 siðd. Fundar- ejni: Venjuleg fundarstörf. Innlaka nýrra félaga. Kosning og innsetning embætti3- manna. Ilagnefndaratriði (sjá nánar 1 götuauglýsingum). Hjónaband: 14. þ. m. verða gefin sam- an í hjónaband í K.höfn, ungfrú Elín Pétursdóttir Bjarnson listmálari (dóttir Péturs Lárussonar, kaupmanns) og Ove Truelsen, arkitekt. Heimilisfang ungu brúðhjónanna verður í Stavangergade 3, III. hæð, Kbh. — Ö. Ferðajélag Akureyrar hefur vetrarstarf sitt með skemmti- og fræðslukvöldi fyrir félaga og gesti að Hótel KEA n. k. laug- ardag kl. 8,30. Kvöldið hefst með sameig- inlegri kaffidrykkju, þá verður sagt frá starfsemi F F. A. i sumar, sýndar skugga- myndir frá Hvannalindum og Vatnajök- ulsleiðangrinum, gamanþáttur og dans. — Þess er vænsl að félagar fjölmenni og taki með sér gesli. Barnastúkan „Sakleysið“ heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h. — Rætt verður um vetrarstarfið. Kosnir embættismenn o. fl. Á eftir verður sýnd kvikmynd. Barnastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 15. okt. n. k. kl. 10 f. h. Kosning embættismanna. Upplestur. Kvikmynd. Karlakórinn Geysir. Söngæfing á morg- un (fimmtudag) kl. 8,30 e. h. Skjaldborgarbíó hefir nú byrjað sýning- ar á hinni heimsfrægu sænsku kvikmynd „Glitra daggir, grær fold“, sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu. Biður bíóstjór- inn fólk að aðgæta að koma nógu snemma á sýningamar, þannig að allir séu komnir í sæti sín stundvíslega áður en sýning hefst, og veiður þannig komist hjá óþarfa troðningum og truflun. Haustþing U mdæmisstúkunnar nr. 5 verður haldið í Skjaldborg laugardaginn 14. okt. n. k. Þingið hefst kl. 4 e. h. Guðspckistúkan „Systkinabandið“ held- ur fund á venjulegum stað þriðjudaginn 17. þ. m. kl. 8,30 e. h. stundvíslega. Fund- arefni: Erindi (Musterisdymar). Fréttir af aðalfundi guðspekifélagsins. Bazar. Kristniboðsfélag kvenna, Akur- eyri, liefir bazar í Zíon föstudaginn 13. okt. n. k. kl. 4 e. h. Opið til kl. 6. Hjónaband: Ungfrú Matthea Kristjáns- dóttir, Jónssonar, bakameislara, og Jónas Þorsteinsson, stýrimaður á Svalbak. G.ft 8. október. Akureyrarkirkja. Gjöf til Akureyrar- kirkju, kr. 500,00 frá sænskum ferðamönn- um, og kr. 500,00 frá ekkju til að prýða í kringum kirkjuna. — Þakkir. Á. R. Bókjœrslunámskeið. Sigurður M. Ilelga- son, sem auglýsti bókfærslunámskeið í síðasta tölublaði, biður þess getið, að þeir, sem hugsa til þátttöku í námskeiðinu, tali við liann eigi fíðar en um næstu helgi. Leiðrctling. Þau mistök urðu f næst- síðasta blaði, að sagt var, að ungfrú Vig- dís Þormóðsdóltir, Vatnsenda, Ljósavatns- skarði, og Sveinn Skorri Ilöskuldsson, stúdent, Akureyri, hefðu nýlega verið gef- in saman í hjónaband. Hið rétta er, að þau opinberuðu nýlega trúlofun sína. Happdrœtti Kvenfélagsins Framtíðin. — Ósóttir vinningar: Nr. 2908, uppsettur púði. Nr. 82, lituð ljósmynd. Nr. 2205, skór. Vitjist í Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson. Bazar. Kristniboðsfélag kvenna, Akur- eyri, hefir bazar í Zíon föstudaginn 13. október n. k. kl. 4 e.h. Opið til kl. 6. Sjónarhœð. — Næsta sunnudag kl. 1 sunnudagaskóli. Almenn samkoma kl. o, Jóhann Steinsson talar. Á þriðjudaginn kl. 8 biblíulestur: „Hvað lærura vér af sögu Abrahams?" Sæmundur G. Johannesson talar. Allir velkomnir. Frá starjinu í kristniboðshúsinu Zíon næstu viku. Sunnud. kl. 10,30 sunnudaga- skóli, kl. 2 drengjafundur (eldri deild) kl. 5,30 drengjafundur (yngri deild), kl. 8,30 almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar tal- ar. _ Þriðjud. kl. 5,30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Fimmtud. kl. 8,30 fundur fyrir ungar stúlkur. Hjálprœðisherinn (Laxamýri) Strand- götu 19B. Föstud. 13. okt. kl. 8,30 Helgun- arsamkoma, sunnud. kl. 11 Helgunarsam- koma, kl. 2 Sunnudagaskóli, kl. 8,30 Hjálpræðissamkoma. Söngur og hljóðfæra- Skortur á varahlutum. Framh. af 1. síðu. kennslu. M. a. lýsti hann því, hvein- ig kennslati færi fram í hinum sér- stöku skólum, sem starfræktir væru bæði í Svíþjóð og Danmörku. Þá ; kom hann einnig inn á prófin og lýsti því, hvernig þau færu fram. ; VIII. Önnur mál: Fyrir tekið að j ræða lillögu frá stjórninni er fól í sér, að félagsmenn greiddu í utan- i farasjóð tvö næstu ár kr. 10.00 i j mánaðargjald. Formaður, Gestur j Ólafsson mælti fyrir tillögunni, og j sýndi fram á, að nauðsynlegt væri, j að sjóðnum áskotnaðist nokkurt fé , til þess m. a. að mæta kostnaði við , hingaðkomu erlendra bifreiðaeftir- j litsmanna og fleira. Til máls tóku um tillöguna forstöðumaður Jón Ólafsson, Hörður Jónsson og Hauk- ur Hrómundsson. Voru þeir allir fylgjandi tillögunni, sem síðan var borin undír atkvæði og samþykkt. Vék fundarstjóri síðan máli sínu að varahlulaskortinum og benti á og talaði um það ófremdarásland, sem ríkjandi væri í þessum málum. Mál þetta hefði verið til umræðu áður og þá gerðar álykmnir um, að yfirvöld þessara mála heittu sér fyrir því, að jafnan væru til varahlutir i bifreið- ar, sérstaklega er snertu öryggistæki þeirra. Hvatti hann fundarmenn til 'að vera vel á verði í þessum málum og gefa ekki undanþágur með hemla, Ijós og önnur öryggistæki. Fundarstjóri lagði síðan fram á- lyklun stjórnarinnar í málinu, þess efnis, að fundurinn skoraði á gjald- eyrisyfirvöldin að sjá um, að jafnan væru fyrir hendi varahlutir í öll ör- yggislæki bifreiða og að þau sæju um, að þeim yrði réttlátlega úllilut- að. Til máls tóku um þetta atriði Hörður Jónsson, Jón Ólafsson, Bergur Arnbjarnarson og Gestur Ólafsson. Fundurinn samþykkti síð- an að fela stjórninni að koma á- lyktun þessari á framfæri við rétta hlu'.aðeigendur og að öðru leyti fylgjast vel með þessum málum. •— Ályktun þessi var samþykkt einróma. Bergur Arnbjarnarson talaði um umferðarmerki, samræmingu þeirra í kaupstöðum og kauptúnum lands- ins og að fjölgað yrði hættumerkj- um á varasömum stöðum útí á lands- byggðinni. Lagði hann síðan fram ályktun stjórnarinnar um þessi mál. Var ályktunln samþykkt og stjórn- inni falið að ri.a vegamálastjórninni um málið. Svavar Jóhannsson hreyfði því, að reglugerð um próf og kennslu bifreiðastjóra væri enn ekki fram- kvæmd svo sem vera bæri. Ennfrem- ur talaði hann um, að ekki væri ennþá hafist handa um samræmingu á erindisbréfum bifreiðaeftirlits- manna, sem þó hefði verið til ætl- azt. Samþykkt var að fela forstöðu- manni Jóni Ólafssyni að ræða þessi atriði við dómsmálaráðherra. Dagskráin tæmd, og fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið. NÁMSKEIÐ á vegum Bandalags ísl. ieikfélaga. Félagar og aðrir þeir, sem æla vilja í vetur í Iþrótta- húsinu á vegum félag-ins, mæti n.k. miðvikudagskvöld (11. þ.m.), kl. 8.30 í Félags- heimili Í.B.A. til innritunar. Þeir, sem eigi geta mætt, láti deildarstjórnir vita, ef þeir hugsa sér að vera með. 2 djúpir sfólar sem nýir til sölu með tækifæris- verði. Til sýnis á Skólastíg 11, uppi, kl. 5—7 e. h. næstu kvöld. Frá Námstjóra Norðurlands. Framhald af 2. síðu hvatt til þess, að sungið sé á morgn- ana í skólunum morgunvers. 5. Frjálsir tímar. Á s.undaskrám skólanna eru nú 1—2 stundir á viku, sem kennarar mega nota í þágu barn anna eftir vild. Er mjög hvatt iil þess að þessar stundir séu ekki not- aðar til hinnar almennu fræðslu, heldur fyrst og fremst í þágu upj)- eldislns. Er þá einkurn bent á nauð- syn þess, að börnum sé kennd hátt- vísi, siðmenning og drengileg fram- koma, að glædd sé þá þeim félags- lund, s'arfsvilji og þegnskapur, orð- heldni og trúmennska, og annað það, er telja rná til höfuðdyggða hvers manns. Þá er og fræðsla um ýmsa sambúðarháttu vora nauðsyn- leg, og um ýmsar reglur er þar að lúta. Þessar stundir, ef vel verða notaðar geta orðið börnunum mikils virði. 6. Vegna sólarlítils sumars um Norð-Austurland er nú hvatt til þess meir en áður, að skólarnir almennt taki upp lýsisgjafir í vetur. Margir skólar hafa jafnan gert það, en nú mætti engin án þess vera. Ymislegt fleira var rætt á þessum fundum. Og að lokum ávarpaði nám- stjórinn kennarana og hvatti þá til drengilegra starfa til blessunar fyrir börnin og samfélagið. sláttur er á samkomunum og öllum er heimill aðgangur. — Mánud. kl. 4 Ileim- ilasambandið, kl. 8,30 Æskulýðsfélagið. Fröken Sigrid Kvam, kristniboði frá Noregi talar á samkomunum í kristniboðs- húsinu Zíon. á hverju kvöldi í næstu viku. Allir velkomnír! Fíladeljía: Kristilegar samkomur cru á sunnudögum og fimmtudögum kl. 8,30 e.h. í Gránufélagsgötu 9, niðri (Verzlunar- mannahúsinu). Allir eru hjartanlega vel- komnir. — Sunnudagaskóli kl. 1,30 á t sunnudögum. Börn verið velkomin. R I T V É L Bandalag íslenzkra leikfélaga, sem stofnað var í Reykjavík af 35 leikfélögurn og leikflokkum í ágústmánuði s.l. í þeim tilgangi að vinna að eflingu leiklistarinn- ar utan höfuðstaðarins, hefur akveðið að halda námskeið fyr- ir leikstjóra utari af landi þ. 15. — 30. október n.k. Ævar Kvaran annast tilsögn í Ieikstjórn, þar sem tekin verða til athugunar m.a. eftirfarandi at- riði: Skipulagning, verkaskipt- ingar á leiksviðinu, leikritaval, undirbúningsvinna leikstjóra við handritið, hlutverkaskipa.n, æf- ingar og sýnifngin. Magnús Pálsson mun kenna grunnflatarteiknun og útskýra ýms tæknileg atriði í sambandi við Ieiksviðið og byggingu og fyr irkomulag leiktjalda. Magnús hefur stundað nám í Birmingham í Englahdi í þessum efnum. Þá mun Haraldur Adolfsson, starfsmaður við Þjóðleikhúsið kenna andli'.sförðun. Kennslustundir verða á tíma- bilinu 15. — 30. okt. n.k. dag- lega kl. 8 — 12 f.h. og kl. 4 — 7 e. h. í teiknisa! Handíðaskólans, Laugaveg 118; forstöðumaður skólains, Lúðvíg Guðmundsson, hefur vi'nsamlegast lánað salinn til þessara afnota. — Kennslan í andlitsförðun fer hins vegar fram í Þjóðleikhúsinu, en Þjóð- leikhússtjóri hefur góðfúslega leyft það. Námskeið þetta, sem er hið íyrsta i þessari grein hér á landi, er ókeypis fyrir félaga Banda- lags íslenzkra leikfélaga og Ung- mennafélags íslands, en síðar- nefnda félagið hefur veitt nokk- urn fjárstyrk í þessu skyni. Það er skoðun stjórnar Banda,- lags íslenzkra leikfélaga, að leik- listin út um landið taki ekki veru- legum framförum fyr en hægt sé | að veita efnilegum mönnum bú- settum í sama héraði og leikfé- lag, na.uðsynlega undirstöðuþekk- ingu í leikstjórn, og er framan- greilnt námskeið fyrsta tilraunin til þess að bæta úr þessu. Félög þau, sem hafi í hyggju að senda menn á námskeiðið til- kynni það bréflega eða í skeyti til Ævars Kvarans, Bergstaða- stræti 36, Rvík. fyrir 10. okt. n.k. óskast til kaups eða leigu um mánaðartíma. Uppl. í Bólca- verzl. EDDU h.f. SÆNSK RAFSTÖD 5 kw. rafstöð 110 v. benzínknú- in, til sölu hjá Vélsmiðju Stein- dórs h.f., Akureyri. — Stöðinni má breyta fyrir 220 v. spennu. skíði og skíðas afir til sölu. Einnig spunarokkur. Uppl. í síma 1229 frá kl. 5—9 e. h. STO F A með innbyggðum skápum til leigu. ■— A. v. á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.