Íslendingur


Íslendingur - 11.10.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 11.10.1950, Blaðsíða 4
Málaflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar, hdl., Tómas Tómasson, lögfr., Hafnarstr. 101. Sími 1578. Opin alla daga kl. 11—12 í.h. og 5—7 e.h. nema laugar- daga kl. 11—12 í.h. ftaur Miðvikudagur 11. október 1950 SELJUM í DÁG ým&ar gamlar, fágætar bæk- ur, þar á meðal nokkrar eftir Kiljan. Bókaverzl. Björns Arnasonar Gtánufélagsgötu 4. MessatS í Akureyrarkirkju n. k. sunnu- dag kl. 5 e. h. — P. S. /. 0.0. F. Rb. st. 2 Au. — 98IOII8V2 — /. 0. 0. F. — 13210138% — ? Rún: 595010117 — Frl. K K cl. lOMCMLS-í-% — Œskulýðsfélag Ak- ueyrarkirkju. Að- ilfundur á sunnu- daginn kemur. — í III. deild kl. 10 f. h. og í II. deild kl. 8,30 e. h. — í I. deild var stjórnarkosning s. I. sunnudag, og voru þessir félagar kosn- ir í stjórnina: Jón Ragnar Steindórsson, formaður, Jóhanna Björnsdóttir ritari og Ólafur Hallgrímsson gjaldkeri. — Formað- ur 1. deildat er jafnframt formaður félags- ins. Á fundinum barst 100 kr. gjöf til félags- ins frá N. N. Akureyringar: Nú er kominn tími til að gefa fuglunum. Látið þá ekki líða skort í vetrarhörkunum! Silfurbrúðkaup áttu í gær merkishjónin Svava Sigurðardóttir og Samúel Krist- bjarnarson, rafvirkjameistari, til heimilis að Eyrarlandsveg 14 hér í bæ. Páll H. Jónsson, hreppstjóri á Stóru- Völlum, Bárðardal, verður 90 ára n. k. fóstudag 13. okt. Stúkan Ísafold-Ffallkonan nr. 1 heldur fund að félagsheimili sínu Skjaldborg n.k. mánudag (16. okt.) kl. 8,30 síðd. Fundar- efni: Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Kosning og innsetning embættis- manna. Hagnefndaratriði (sjá nánar í götuauglýsingum). Hjónaband: 14. þ. m. verða gefin sam- an í hjónaband í K.höfn, ungfrú Elín Pétursdóttir Bjarnson listmálari (dóttir Péturs Lártissonar, kaupmanns) og Ove Truelsen, arkitekt. Heimilisfang ungu brúðhjónanna verður í Stavangergade 3, IIL hæð, Kbh. — Ö. Ferðajélag Akureyrar hefur vetrarstarf sitt með skemmti- og fræðslukvöldi fyrir félaga og gesti að Hótel KEA n. k. laug- ardag kl. 8,30. Kvöldið hefst með sameig- inlegri kaffidrykkju, þá verður sagt frá starfsemi F F. A. í sumar, sýndar skugga- myndir frá Hvannalindum og Vatnajök- ulsleiðangrinum, gamanþáttur og dans. — Þess er vænst að félagar fjölmenni og taki með sér gesti. Barnastúkan „Sakleysið" heldur fund í Skjaldborg næstkomandi sunnudag kl. 1 e. h. — Rætt verður um vetrarstarfið. Kosnir embættismenn 0. fl. A eftir verður sýnd kvikmynd. Barnastúkan „Samúð" nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 15. okt. n. k. kl. 10 f. h. Kosning embættismanna. Upplestur. Kvikmynd. Karlakórinn Geysir. Söngæfing á morg- un (fimmtudag) kl. 8,30 e. h. Skjaldborgarbíó hefir nú byrjað sýning- ar á hinni heimsfrægu sænsku kvikmynd „Glitra daggir, grær fold", sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu. Biður bíóstjór- inn fólk að aðgæta að koma nógu snemma á sýningarnar, þannig að allir séu komnir í sæti sín stundvíslega áður en sýning hefst, og veiður þannig komist hjá óþarfa troðningum og truflun. Haustþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 verður haldið í Skjaldborg laugardaginn 14. okt. n. k. Þingið hefst kl. 4 e. h. Guðspekictúkan „Systkinabandið" held- ur fund á venjulegum stað þriðjudaginn 17. þ. m. kl. 8,30 e. h. stundvíslega. Fund- arefni: Erindi (Musterisdymar). Fréttir af aðalfundi guðspekifélagsins. Bazar. Kristniboðsfélag kvenna, Akur- eyri, hefir bazar í Zíon föstudaginn 13. okt. n. k. kl. 4 e. h. Opið til kl. 6. Hjónaband: Ungfrú Matthea Kristjáns- dóttir, Jónssonar, bakameistara, og Jónas Þorsteinsson, stýrimaður á Svalbak. Glft 8. október. Akureyrarkirkja. Gjöf til Akureyrar- kirkju, kr. 500,00 frá sænskum ferðamönn- um, og kr. 500,00 frá ekkju til að prýða í kringum kirkjuna. — Þakkir. A. R. Bókfærslunámskeið. Sigurður M. Helga- son, sem auglýsti bókfærslunámskeið í síðasta tölublaði, biður þess getið, að þeir, sem hugsa til þátttöku í námskelðinu, tali við hann eigi síðar en um næstu helgi. Leiðrétting. Þau mistök urðu í næst- síðasta blaði, að sagt var, að ungfrú Vig- dís Þormóðsdóttir, Vatnsenda, Ljósavatns- skarði, og Sveinn Skorri Höskuldsson, stúdent, Akureyri, hefðu nýlega verið gef- in saman í hjónaband. Hið rétta er, að þau opinberuðu nýlega trúlofun sína. Happdrœtti Kvenfélagsins Framtíðin. -¦» Ósóttir vinningar: Nr. 2908, uppsettur púði. Nr. 82, lituð ljósmynd. Nr. 2205, skór. Vitjist í Hannyrðaverzlun Ragnh. O. Björnsson. Bazar. Kristniboðsfélag kvenna, Akur- eyri, hefir bazar í Zíon föstudaginn 13. október n. k. kl. 4 e.h. Opið til kl. 6. Sjónarhœð. — Næsta sunnudag kl. 1 sunnudagaskóli. Almenn samkoma kl. 5, Jóhann Steinsson talar. Á þriðjudaginn kl. 8 biblíulestur: „Hvað lærum vér af sögu Abrahams?" Sæmundur G. Jóhannesson talar. Allir velkomnir. Frá starfinu í kristniboðshúsinu Zíon næs'tu viku. Sunnud. kl. 10,30 sunnudaga- skóli, kl. 2 drengjafundur (eldri deild) kl. 5,30 drengjafundur (yngri deild), kl. 8,30 almenn samkoma, séra Jóhann Hlíðar tal- ar. — Þriðjud. kl. 5,30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. — Fimmtud. kl. 8,30 fundur fyrir ungar stúlkur. Hjálprœðisherinn (Laxamýri) Strand- götu 19B. Föstud. 13. okt. kl. 8,30 Helgun- arsamkoma. sunnud. kl. 11 Helgunarsam- koma, kl. 2 Sunnudagaskóli, kl. 8,30 Hjálpræðissamkoma. Söngur og hljóðfæra- Félagar og aðrir þeir, sem æfa vilja í vetur í Iþrótta- húsinu á vegum félag-ins, mæti n.k. mlðvikudagskvöld (11. þ.m.), 'kl. 8.30 í Félags- heimili Í.B.A. til innritunar. Þeir, sem eigi geta mætt, láti deildarstjórnir vita, ef þeir hugsa sér að vera með. 2 djúpir stólar sem nýir til sölu með íækifæris- verði. Til sýnis á Skólastíg 11, uppi, kl. 5—7 e. h. næstu kvöld. Skortur á varahlutum. Framh. af 1. síðu. kennslu. M. a. Iý3ti hann því, hvern- ig kennslan færi fram í hinum sér- stöku skólum, sem starfræktir væru bæði í Svíþjóð og Danmörku. Þá , kom hann einnig inn á prófin og j lýsti því, hvernig þau færu fram. j VIII. Önnur mál: Fyrir tekið að > ræða tillögú frá stjórninni er fól í ; sér, að félagsmenn greiddu í utan- j farasjóð tvö næstu ár kr. 10.00 í ! mánaðargjald. Formaður, Gestur ' Ólafsson mælti fyrir tillögunni, og , sýndi fram á, að nauðsynlegt væri, j að sjóðnum áskotnaðist nokkurt fé j til þess m. a. að mæta kostnaði við | hingaðkomu erlendra bifreiðaeftir' litsmanna og fleira. Til máls íóku um tillöguna forstöðumaður Jón Ólafsson, Hörður Jónsson og Hauk- ur Hrómundsson. Voru þeir allir fylgjandi tillögunni, sem síðan var borin undir atkvæði og samþykkt. Vék fundarstjóri síðan máli sínu að varahlulaskortinum og benti á og talaði um það ófremdarástand, sem ríkjandi væri í þessum málum. Mál þetta hefði verið til umræðu áður og þá gerðar ályk:anir um, að yfirvöld þessara mála beittu sér fyrir því, að jafnan væru til varahlutir í bifreið- ar, sérstaklega er snertu öryggistæki þeirra. Hvatti hann fundarmenn til að vera vel á verði í þessuríi málum og gefa ekki undanþágur með hemla, Ijós og önnur öryggistæki. Fundarstjóri lagði síðan fram á- lyktun stjórnarinnar í málinu, þess efnis, að fundúrinn skoraði á gjald- eyrisyfirvöldin að sjá um, að jafnan væru fyrir hendi varahlutir í öll ör- yggislæki bifreiða og að þau sæju um, að þeim yrði réttlátlega úthlut- að. Til máls tóku um þetta atriði Hörður Jónsson, Jón Olafsson, Bergur Arnbjarnarson og Gestur Ólafsson. Fundurinn samþykkti síð- an að fela stjórninni að koma á- lyktun þessari á framfæri við rétta hlulaðeigendur og að öðru leyti fylgjast vel með þessum málum.— Alyktun þessi var samþykkt einróma. Bergur Arnbjarnarson talaði um umferðarmerki, samræmingu þeirra í kaupstöðum og kauptúnum lands- ins og að fjölgað yrði hættumerkj- um á varasömum stöðum úti á lands- sláttur er á samkomunum og öllum er heimill aðgangur. — Mánud. kl. 4 Heim- ilasambandið, kl'. 8,30 Æskulýðsfélagið. Fröken Sigrid Kvam, kristniboði frá Noregi talar á samkomunum í kristniboðs- húsinu Zíon. á hverju kvöldi í næstu viku. Allir velkomnir! Fíladelfía: Kristilegar samkomur cru á sunnudögum og fimmtudögum kl. 8,30 e.h. í Gránufélagsgötu 9, niðri (Verzlunar- mannahúsinu). Allir eru hjartanlega vel- komnir. — Sunnudagaskóli kl. 1,30 á 1 sunnudögum. Börn verið velkomin, byggðinni. Lagði' hann síðan fram ályktun stjórnarinnar um þessi mál'. Var ályktunin samþykkt og stjórn- inni falið að rila vegamálastj órninni um málið. Svavar Jóhannsson hreyfði því, að reglugerð um próf og kennslu bifreiðastjóra væri enn ekki fram- kvæmd svo sem vera bæri. Ennfrem- ur talaði hann um, að ekki væri ennþá hafist handa um samræmingu á erindisbréfum bifreiðaeftirlits- manna, sem þó hefði verið til ætl- azt. Samþykkt var að fela forstöðu- manni Jóni Olafssyni að ræða þessi atriði við dómsmálaráðherra. Dagskráin tæmd, og fleira ekki fyrir tekið. Fundi slitið. Frá Námsrjóra Norðuriands. Framhald af 2. síðu hvatt til þess, að sungið sé á morgu- ana í skólunum morgunvers. 5. Frjálsir tímar. Á slundaskrám skólanna eru nú 1—2 stundir á viku, sem kennarar mega nota í þágu barn anna eftir vild. Er mjög hvatt til þess að þessar stundir séu ekki not- aðar til hinnar almennu fræðslu, heldur fyrst og fremst í þágu upp- eldisins. Er þá einkum bent á nauð- syn þess, að börnum sé kennd hátt- vísi, siðmenning og drengileg fram- koma, að glædd sé þá þeim félags- lund, s'arfsvilji og þegnskapur, orð- heldni og trúmennska, og annað það, er telja má til höfuðdyggða hvers manns. Þá er og fræðsla um ýmsa sambúðarhattu vora nauðsyn- leg, og um ýmsar reglur er þar að lúta. Þessar stundir, ef vel verða notaðar geta orðið börnunum mikils virði. 6. Vegna sólarlítils sumars um Norð-Austurland er nú hvatt til þess meir en áður, að skólarnir almennt íaki upp lýsisgjafir í vetur. Margir skólar hafa jafnan gert það, en nú mætti engin árr þess vera. Ymislegt fleira var rætt á þessum fundum. Og að lokum ávarpaði nám- stjórinn kennarana og hvatti þá til drengilegra starfa til blessunar fyrir börnin og samfélagið. RITVEL óskast til kaups eða leigu um mánaðartíma. Uppl. í Bófca- verzl. EDDU h.f. RAFSTÖD 5 kw. rafstöð 110 v. benzínknú- in, til sölu hjá Vélsmiðju Steiií- dórs h.f., Akureyri. — Stöðinni má breyta fyrir 220 v. spennu. NÁMSKEIÐ ó vegum Bandalags ísl. leikfélaga. Bandalag íslenzkra leikfélaga, sem stofnað var í Reykjavík af 35 leikfélögum og leikflokkum í ágústmánuði s.l. í þeim tilgangi að vinna að eflingu leiklistarinn- ar utan höfuðstaðarins, hefur akveðið að halda námskeið fyr- 'ir leikstjóra utan af landi þ. 15. — 30. október n.k. Ævar Kvaran annast tilsögn í leikstjórn, þar sem tekin verða til athugunar m.a. eftirfarandi at- riði: Skipulagning, vérkaskipt- ingar á leiksviðinu, leikritaval, undirbúningsvinna leikstjóra við handritið, hlutverkaskipan, æf- ingar og sýnifngin. Magnús Pálsson mun kenna grunnflatarteiknun og útskýra ýms tæknileg atriði í sambandi við leiksviðið og byggingu og fyr irkomulag leiktjalda. Magnús hefur stundað nám í Birmingham í Englahdi í þessum efnum. Pá mun Haraldur Adolfsson, starfsmaður við Þjóðleikhúsið kenna andli'.sförðun. Kennslustundir verða á tíma- bilinu 15. — 30. okt. n.k. dag- Iega kl. 8 — 12 f.h. og kl. 4 — 7 e. h. í teiknisal Handíðaskólans, Laugaveg 118; forstöðumaður skólans, Lúðvíg Guðmundsson, hefur vfnsamlegast Iánað salinn til þessara afnota. — Kennslan í andlitsförðun fer hins vegar fram í Þjóðleikhúsinu, en Þjóð- leikhússtjóri hefur góðfúslega leyft það. Námskeið þetta, sem er hið fyrsta í þessari grein hér á landi, er ókeypis fyrir félaga Banda- lags íslenzkra leikfélaga og Ung- mennafélags íslands, en síðar- neí'nda félagið hefur veitt nokk- urn fjárstyrk í þessu skyni. Það er skoðun stjórnar Banda,- lags íslenzkra leikfélaga, að leik- listin út um landið taki ekki veru- legum framförum fyr en hægt sé að veita efnilegum mönnum bú- settum í sama héraði og leikfé- lag, nauðsynlega undirstöðuþekk- ingu í leikstjórn, og er framan- greiht námskeið fyrsta tilraunin til þess að bæta úr þessu. Félög þau, sem hafi í hyggju að senda menná námskeiðið til- kynni það bréflega eða í skeyti til Ævars Rvarans, Bergstaða- stræti 36, Rvík. fyrir 10. okt. n.k. SÆNSK skíði og skíðas'afir til sölu. Einnig spunarokkur. Uppl. í síma 1229 frá kl. 5—9 e. h. STOFA með innbyggðum skápum til leigu. — A. v. á.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.