Íslendingur


Íslendingur - 27.10.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.10.1950, Blaðsíða 1
Merkislijón hverta fir hænum Mrg langar til að biðja blaðið fyrir fáein kveðjuorð til frú Jón- heiðar Eggerz, er hún nú flyzt alfar- in héðan úr bænum, ásamt fjöl- skyldu sinni. Við félagskonur í Sjálfstæðis- kvennafélaginu Vörn munum oft hugsa til frú Jónheiðar Eggerz með hlýhug og söknuði, er við nú byrj- um vetrars aifið. Frú Jónheiður hefir verið í stjórn félagsins frá byrjun, og formaður þess síðaslliðin 8 ár. Hafa því mest mætt á henni öll félagssLörf síðari ára, enda hefir hún ætíð verið mjög áhugasöm um framgang sjálfstæðis- stefnunnar og taldi aldrei eftir sér þau störf, er hún vann í þágu sjálf- stæðismálanna. Mér er kunnugt urn, að frú J. E. starfaði af áhuga og ósérplægni í mörgum öðrum kvenfélögum í bæn- um. Af þeim félögum held ég að henni hafi verið kærast Slysavarna- félag kvenna, enda eru slysavarnir hennar áhugamál. Ég tel mér það mikið happ að hafa fengið að starfa með frú Jón- heiði þessi ár, sem ég hefi verið í stjórn Varnar. Á heimili hennar hef- ir ávalt ríkt mikill áhugi fyrir stjórn- málum og hafði hún því gott tæki- færi til þess að fylgjast með, lands- málaviðhorfinu eins og það var á hverjum t.'ma, Af þeirri þekking sinni miðlaði hún okkur hinum fé- lagskonunum. Að lokum óska ég frú Jónheiði og heimili hennar allra heilla í fram- tíðinni. Akureyri í október 1950. Ingibjörg Halldórs. Fyrsta október síðaslliðinn lét Guðmundur Eggerz fulltrúi af stötf- um við bæjaríógetaembæ.tið hér, eftir langt og erilsamt starf. Þrátt fyrir 77 ára aldur er Guðmundur ennþá hinn ernasti Að vísu er hann hvítur á hár en að öðru leyti hefir hinn hái aldur furðu lítið skilið eft- ir. Kvikur á fæti, beinn í baki og glæsilegur í fasi sést hann á götum hæjarins. Enginn, sem ekki vissi, mundi æ.la, að þar færi 77 ára öld- ungur. Guðmundur er Breiðfirðingur að ætt og ólst ujrp hjá föður sínum, hinum þjóðkunna manni Pétri Egg- eiz í Akureyjum. En þótt Guðmundur hafi snemma verið liðtækur við ár og segl, mun hugur hans þó fljótlega hafa stcfnt til mennta. Han.i lauk stúdentsprófi 1894 og kandidatsprófi í lögum 1902. — Eftir það var hann um lníð fulltrúi á embættisskrifstofu í Danmörku. Siðan, er heinr kom gerðist hann málflutningsmaður við landsyfirdóminn til 1905. Þá er hann settur sýslumaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu. Árið 1912 er hann skipaður sýslumaður í Suður- Múlasýslu og gegndi því starfi til 1917 en tekur þá við sýslunranns- ■ enrbætti r Árnessýslu. Því starfi gegndi hann til 1920 en varð þá að láta af slörfunr vegna heilsubrests. Þegar lrann komsl aftur íil heilsu var hann unr skeið fulltrúi í Vest- nrannaeyjunr, síðan á ísafirði og svo hér á Akureyri. Guðnrundur átti sæti á alþingi árin 1912—1916 fyrir S.- Múlasýslu. Auk þessara starfa hefir hann gegnt fjöhnörgunr öðrunr trún- aðarstörfum. Leiðrétting Herra ritstjóri! Morgunblaðið 19. þ.nr. birti við- ial við herra útgerðarnrann Guð- mund Jörundsson unr aflabrögð, tekjur háse a o.fl. á Akureyrartog- urununr á s.l. sunrri. Þar sem Morgunblaðið er nrjög lesið hér á Akureyri, en frásögnin unr aflabrögð og afkonru skipshafn- arinnar á íogaranum „Svalbak" er sögð allt önnur en raunverulega er, vil ég biðja yður unr að birta í blaði yðar eftirfarandi leiðréttingu. í Morgunblaðinu stendur, að há- seta hlulur á b.v „Svalbakur“ hafi orðið til 15. okt. s.l. kr. 20.540.00 og orlofsfé kr. 820.00 eða sanrtals kr. 21.360.00, þ.e. nránaðarlaun há- seta að meðaltali kr. 3560.00. Það rétta er, að á þessu tínrabili var háseta hlutur á b.v. „Svalbak“ kr. 22.983.19 og orlofsfé kr. 919.30 eða sanrtals kr. 23.902.49. Meðal- tekjur því kr. 3950.00 á mánuði. Við þe ta bætist hlutur skipverja úr lýsi sem brætt er unr borð. Virðingarfyllst. Pr. pr. Utgerðarfél. Akureyringa h.f. Guðm. Guðmundsson. PAPPÍRSSENDINGU SEINKAÐI Því rniður gat hlaðið ekki konrið út á venj ulegunr tíma s.l. nriðvikudag, en er nú 6 síður, Þetla stafaði af því, að pappírs- sendingu til blaðsins seinkaði. Lesendur hlaðsins eru beðnir vel- virðingar á þessum drætti. Svo sem af þessu nrá sjá hefir hann átt langan og fjölþættan starfsdag. Mætti því ætla að lrann yrði nú hvíldinni feginn, en það er samt öðru nær. Ennþá er hann ið- andi af fjöri og starfsvilja, þrátt fyr- ir það, að hann er vafalaust einn af þeinr núllfandi starfsnrönnunr ríkis- ins, sem lengst hefir starfað í þjón- ustu þess, en hann hefir starfað hjá hinu opinbera í hart nær hálfa öld. K. Þau hjón hafa nú tekið sig upp og flutt alfarin héðan úr bænum og íil Reykj avíkur. Islendingur vill við brottför þess- ara merkishjóna, sem svo mjög hafa konrið við sögu bæjarins á síðast- liðnum áratugunr, þakka þeinr fjöl- þætt störf þeirra í þágu bæjarfélags- ins, og óskar þeim allra heilla í hin- unr nýju heinrkynnunr. Fjáfveitinganefnd kynnir sér ýmsar framkvæmdir hér Fjárveitinganefnd Alþingis konr hingað flugleiðis s. 1. miðvikudag, ásamt fjárhagsráði, flugráði og veganrálastjóra, til þess að kynna sér af eigin raun þær framkvænrdir hér í hænunr, sem væntanlega verð- ur lagt nregin kapp á að veitt verði fé til á fjárlögum þeim, senr nú eru í deiglunni. Menntamálaráðherra og vitamálas.jóri ætluðu að vera nreð í för þessari, en gátu það því miður ekki, þegar til konr. Fjárveitinganefnd er skipuð eftir- löldum mönnum: Gísla Jónssyni, Jónasi G. Rafnar, Ingólfi Jónssyni, Pétri Ottesen, Karli Kristjánssyni, Halldóri Ásgrímssyni, Helga Jónassyni og í stað Ásmund- ar Sigurðssonar kom Steingrínrur Aðalsteinsson. Fulltrúi Alþýðu- flokksins, Hannibal Valdimarsson, konr ekki. Gísli Jónsson er formaður nefnd- arinnar og lrefir verið það óslitið s:ðan 1945, en þingmaður var hann kjörinn 1942. Er lrann einna öiul- asti og starfssamasti allra þingmanna og hefir öðlazt ótrúlega víðtæka bekkingu á framkvæmdamálum þjóðarinnar. Strax við koniuna norður skoð- uðu þeir Melgcrðlsmelaflugvöllinn og á leið til bæjarins skoðuðu þeir svo fyrirhugað flugvallarstæði í ós- hólmunr Eyjafjarðarár. Bæjarstjórnin hafði svo hádegis- verðarboð inni fyrir gestina á Hótel KEA. Þar flutli bæjarstjóri ræðu. Bauð gesti velkomna og skýrði fyrir þeim gang þeirra framkvæmda, sem skoða skyldi. Gísli Jónsson þakkaði fyrir hönd gesta. Var nú haldið út unr bæinn, fyrst skoðuð hafnarmannvirkin, þá skoð- aður staðurinn, senr fyrirhuguð brú á Glerá skal konra á, og vegarstæðið að henni. Dráltarhrautin nýja var og skoðuð, fjórðungssjúkrahúsið, heinravistarhús Menntaskólans, sundlaugarbyggingin og Gagnfræða- skólinn. Það er vissulega gott til þess að vita, að sá hátiur skuli vera að komast á, að þeir, senr ráða franr- kvænrdum ríkisvaldsins og sljórna fjárfestingarnrálum skuli á þennan liátt leitast við að kynna sér mál þau af eigin raun, senr þeir eiga að fjalla um, og þingmaður bæjarins á skilið þakkir fyrir þann mikla þátt, senr hann átti í að úr þessari ferð varð. Skemmtikvöld Sjálfstæðisfélaganna í KVÖLD (föstudagskvöld) e£na Sjálfstæðis- félögin á Akureyri til skemmtikvölds að Hótel Norðurlandi. Til skemmtunar verður félagsvist og dans. Skemmtunin hefst kl. 9 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir milli kl. 6-7 sama dag í anddyri hússins og við innganginn. Sjálfstæðisfólk, sem hefir tök á, er beðið að hafa með sér spil. Fjölmennið á skemmtikvöld Sjálfstæðisfélag- anna. Sjd Ifs tœð isfé lögin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.