Íslendingur


Íslendingur - 27.10.1950, Qupperneq 2

Íslendingur - 27.10.1950, Qupperneq 2
2 ÍSLENDINGUR Föstudagur 27. október 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Hrakfarir kommúnista í ASÍ. Það var auðséð löngu áður en kosningum til 22. þings Alþýðusam- bands íslands lýkur, að kommúnistar myndu verða þar í algerum minni hluta. Þeir hafa tapað til lýðræðis- sinnaðra verkamanna, hvorki meira né minna en 50—60 fulltrúum frá síðustu Alþýðusambandskosningum 1948, svo að lýðræðissinnar hafa nú 30—90 fulltrúa meiri hluta á þing- inu. Hrun kommúnista varð langsam- lega mest í Reykjavík. í verkalýðs- félögunum þar biðu þeir hvern stór- ósigurinn á fætur öðrum. Stærstu áföll þeirra voru ósigrarnir í Iðju, félagi verksmiðj uf ólks, og Þrótti, félagi vörubifreiðastjóra, en þessi félög kjósa samtals 12 fulltrúa á Al- þýðusambandsþing. AIls töpuðu kommúnistar 20 fulltrúum í Reykja- vík. Með þessum ósigrum sínum glötuðu þeir ekki einasta öllum þeim möguleikum, sem þeir höfðu gert sér glæstar vonir með, að fá aft- ur meiri hluta á þingi ASÍ, sem háð verður í næsta mánuði, heldur hafa þeir einnig misst meiri hlutann í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Iíeykjavík, en þar hafa þeir lengi verið alls ráðandi, og í skjóli þess hafa þeir m. a. gefið út tímaritið „Vinnima", en því nafni stálu þeir frá ASÍ, þegar þeir hrökluðust þar frá völdum. Utan Reykjavíkur hefir hrun þeirra og verið áberandi, þó þeir hafi þó hvergi beðið slíkar hrakfar- ir sem í Reykjavík En af kosningun- um varð ljóst, að svo að segja í hverju einasta verkalýðsfélagi lands- ins er fylgi kommúnista á hverfandi hveli, og verði framhald á þeirri þróun, sem svo verulega er farið að gæta hér á landi nú að ekki verður urn villst og sem greinilega hefir verið í nágrannalöndum okkar nú á undanförnum árum, þá líður ekki á löngu þar til áhrif kommúnista verði þurrkuð út úr íslenzku stjórnmála- lífi, eins og gert hefir verið meðal flestra hinna frjálsu þjóða. Það þarf því engum að koma það á óvart þó kommúnistar tapi fylgi- Slík er þróunin meðal allra lýð- frjálsra þjóða. Og hví skyldu þá ís- lendingar hefta sig í fjötra þessarar öfga- og upplausnarstefnu? Verkamenn hafa séð í gegn um hið ábyrgðarlausa yfirborðsgaspur kommúnista, og séð að þeim var ekki treystandi til þess að leysa þau ■■—.— II I w«iw»nMi ■ -liiwn. ■ ■■ I . .. - •— Hðtelstjðrinn á K.E.A hefir orðið. Hr. ritstjóri! Út af tveim greinum, er birzt hafa í blaði yðar, hin fyrri 4. þ.m. og hin síðari 18. sama mánaðar, leyfi ég mér vinsamlegast að biðja yður fyr- ir eftirfarandi athugasemd í blaði yðar, varðandi þau atriði umræddra greina, er snerta mig persónulega eða starf mitt. í blaði yðar eru þessi atriði köll- uð réttmæt og augljós gagnrýni, en ^vo bezt á gagnrýni rétt á sér, að hún sé á rökum reist. Mér hefir í blaði yðar verið blandað inn í stórpólitískar deilur milli tveggja andstæðra stefna og hafi það ekki verið tilgangurinn, sýnist mér að slíkt hefði mátt ógert. Nánar vikið að greinunum. Kvöldgestur yðar segist hafa drukkið kaffi hét á Hótel KEA og fengið með því eina franskbrauðs- sneið og eina jólakökusneið, en þetta hafi kostað kr. 9.20. Ég fæ ekki skil- ið hvernig þetta getur staðizt, þar eð samkvæmt verðskrá hótelsins i mundi þetta kosta kr. 8.60. | Hinir tveir svöngu vinir hans, er j fengu sér (kaffi og tvær brauðsneið- i ar hvor með sinni kjötflísinni á | j hvorri á kr. 37.50), virðast mér j einnig fara með rangt mál, því að j samkvæmt verðskrá mundi þetta ! kosia kr. 31.05. Hvað snertir verðhækkanir yfir- leitt hér á hótelinu, er naumast hægt að fetta fingur út í þær, sé á annað borð nokkuð tillit tekið til hinna gífurlegu verðhækkana er átt hafa sér stað almennt í landinu undan- farið, þar eð margir liðir liafa alls ekki hækkað, en aðrir lítillega, eins og upplýst hefir verið. Mest varð hækkunin á kaffi eða i úr kr. 3.00 í kr. 3.50 án þjónustu- gjalds. I því sambandi vil ég benda yður á, að kaffi hefir hækkað á þessu ári í innkaupi um 300% á j sama tíma og hækkunin nemur 100% l í úlsöluverði á þessu hóteli. Þér get- j ið svo sjálfur dæmt um, hversu \ hækkunin er svívirðileg, en minnist þess, að meðan hrákaffi kostaði að- j eins % af því sem það nú kostar, \ kostaði kaffibollinn á þessu hóteli j kr. 1.75 og var þó háður opinberu | verðlagseftirliti. Þér segið í síðari grein yðar að kaffi með venjulegum kökuskammti hafi nærri jafnskjótt Iækkað niður í kr. 8.00 og dragið þá ályktun, að þar hafi orsakað skrif „Kvöldgests- ins“ eða almennar umkvartanir. Mér virðist, að þér eigið ekki erf- itt með að fullyrða, en ólíkt skemmti- legra að fullyrðingar yðar væru á rökum reistar. Sannleikurinn er sá, að þegar ég tók við rekstri Hótel KEA afnam ég vandkvæði, sem að verkalýðshreyf- ingunni og þjóðinni í heild steðja nú. kaffi með venjulegum kökuskammti á þeim forsendum, að gestir vilja allvíðast ráða sjálfir, hvaða tegund- ir af brauði þeir kaupa með kafíi sínu og studdist ég þar af leiðandi við verðlista hótelsins. Mér varð hins vegar fljótlega ljóst, að slíkt fyrirkomulag mundi í fyrsta lagi torvelda um of af- greiðsluna og í öðru lagi var mér vinsamlega bent á af hér kunnugum manni, að fólk múndi yfirleitt ekki hér um slóðir kunna að meta hið frjálsa val á kökum, heldur mest- negnis óska eftir ákveðnum köku- skammti ineð kaffinu, er hótelið til- tæki. Að þessum rckum athuguðum bót!i mér ekki neitt til fyrirslöðu að aka upp umrædda skömmtun á brauði og ákvað ég verðhækkun bessa skammts kr. 0.90 frá því sem rður hafði verið eða úr kr. 6.10 í kr. 7.00 án þjónustugjalds. I sambandi við fast fæði vil ég segja þetta: Hér á Hótel KEA er ekki og hefir ekki í lengri tíma verið selt fast fæði og þar af leiðandi höfum við enga kostgangara í þeirri merkingu er þér talið um. Það er rétt hjá yður, að í verðlagsákvæðum er til nokkuð sem heitir fast fæði og háð er verð- lagseftirliti, hámarksverð kr. 550.00 pr. mánuð. Eins og áður er sagt, fer slík fæð- 'ssala ekki frarn hér á hótelinu, eins )g óvíðast annars staðar á veitinga- húsum landsins. Það er hins vegar ekki rétt hjá yður að þelta sé eina hámarksverðið á matsölu. Veitiriga- og gistihúsum er Iögum samkvæmt heimilt að selja skattfrjálsar máltíðir á kr. 10.00 máltíðina, sem er hámarksverð. Þessi háttur á fæðissölu er hafð- ur hér á Hótel KEA eins og flestum öðrum veitingahúsum, að Hótel Borg undanskilinni. Af þessu leiðir svo það að mönn- um er frjálst, hvort þeir neyta fæðis- kaupanna eða elcki. Þér hljótið því að fara með rangt mál, er þér segið, að hér sé verið uð fara á bak við verðlagsákvæðin. Hitt er mér aftur á móti kunnugt um, að á flestum veitingahúsum er tekið 15% þjónustugjald að skatt- frjálsum máltíðum, sem er strangt tekið óheimilt, cn það er ekki gert hér á Hótel KEA. Einnig vil ég trúa yður fyrir því, að fá munu þau hótel á landinu, er staðið hafa jafn nákvæmlega og Hótel KEA við greiðslu á hinum ill- ræmda veitingaskatti, sem er 10% af allri annarri veitingasölu, en skattfrjálsum máltíðum. Viljið þér hins vegar halda fram, að maður sem dvalar sinnar vegna á einhverjum stað borðar í einn mán- uð á veitingahúsi með þessu fyrir- komulagi sé í fastafæði, vil ég upp- TOGARADEILAN. Eftirfarandi bréf hefir blaðinu borizt frá iðnaðarmanni, sem nefnir sig S. G.: Það er nú orðinn langur tími síð- an verkfall togaranna skall á. Mikið hefir verið um bað ritað í blöðin, fundir haldnir um málið, nefndir kosnar til samningsgerðar, en hvað er það svo, sem gerst hefir? Frá einni nefndinni kom til dærnis í fregn um það, er hún var búin að bræða saman sinar ályktanir, að lýsa yður um að viðhefðuð þér til dæmis slíkt á Ilótel Borg, munduð þér þurfa að greiða yfir mánuðinn fyrir fast fæði ki. 2134.50. Hér er miðað við tvær mált.ðir á dag og þrisvar kaffi með brauði, en verðlag aftur á móti fyrir tveim mánuðum síðan og er mér ókunnugt um, hvort það hefir haldizt þar óbreytt. Hins vegar eru hér aðelns leknar með í reikninginn ódýrustu máltíð- irnar. Hér á Hótel KEA gætuð þér auð- veldlega borðað með sama fyrir- komulagi fyrir kr. 1230.00 yfir mán- uðinn og munduð þér þá neyta hinna skattfrjálsu máltíða. Nú væri fróðlegt að við athuguð- um eitt dæmi. Eitt kg. af beinlausu nautakjöti kostar kr. 24.00. Úr því á að fram- leiða mat handa fjórum mönnum eða með öðrum oiðum nota 250 gr. pr. mann. Kjötið í matinn eingöngu kostar því kr. 6.00 pr. mann. Þér hugsið yður svo ef til vill, að láta afganginn, sem er kr. 4.00 greiða það sem hér segir: Súpuna, eitt glas af mjólk, ofurlílið af brauði og smjöri, kaffi eftir matinn og náttúr- lega látið þér ekki manninn borða kjötið eintómt, heldur gefið með því líalsháttar grænmeti, kartöflur og jafnvel sósu líka. Varla munduð þér bera þetta hrátt á borðið, heldur sjóða það eða steikja, en til þess þyrftuð þér væntanlega vinnuafl ásamt suðulækjum, er eyddu fyrir yður 21 eyri fyrir hvert kílówait af rafmagni. Ég reikna með að þér þyrftuð stúlku á fullum launum til að bera matinn fram ásamt dúk á borðið handa gestinum, er kostar kr. 1.65 að þvo pr. stk. og loks þyrftuð þér víðast hvar að greiða húsaleigu, ljós, hi!a að ógltymdri ræstingu. Sé nú svo að þér tre>stið yður til að ná þessu út úr afganginum af matverð- inu og hagnist á oölunni, fæ ég ekki skilið, vegna hvers þér setjið ekki upp matsölu og seljið jafnvel ódýr- ara. Viðvíkjandi fleiri atriðum í grein- um yðar, vil ég scgja þetta: 1. Það er ekki ré:t, að hér hafi að Framhald á 5. síðu. þær væru hið síðasta, er nefndin gæti gert til að koma á samkomu- lagi, því að einn nefndarmanna væri að fara til útlanda og því ekki hægt að gera neitt í því máli meira. Svo var gengið lil atkvæða um tillögurn- ar og allt kolfellt af báðum aðilum. Þetta verkfall er einstakt í sinni röð. Sumir hafa verið svo djarfir að segja: Þetta kemur engum við, nema þeim aðilum, er að því standa. En ég býst við, að þeir menn liugsi ekki djúpt. Því að þe:ta kemur allri þjóðinni áreiðanlega mikið við. Lífsafkoma okkar allra er undir því komin, að við getum aflað okkur gjaldeyris, og hann höfum við aðal- lega fengið með sölu sjávarafurð- anna. Nú liefir það ekki verið skýrt nægilega fyrir þjóðinni, livers vegna þessi togstreyta er orðin svo lang- stæð. Samningar náðust hér á Ak- ureyri á tiltölulega stu:tum tíma, og báðir aðilar virðast verá vel ánægð- ir. Því er það enn óskiljanlegra, að ekki skuli hægt að semja í Reykja- vík. Væri nú ekki reynandi fyrir Reykvíkinga að fá sáttasemjara eða | samninganefnd héðan að norðan til að reyna að leysa þessa deilu, sem okkar fátæku þjóð er orðin til stór- Ijóns og álitslmekkis. Togaraeigendur og útgerðar- menn! Haldið þið. að það geti orð- ið ykkur til farsældar og blessunar að binda lífæð þjóðarinnar við bryggju í Reykjavík? Hafið þið ekki þurft á aðstoð ríkisins og bankanna að halda? Alþýðusamband Islands og ráð- andi menn sj ómannasamtakanna! Haldið þið, að stöðvun togaranna treysti lífskjör ;kkar og sjálfstæði þjóðarinnar? Nei, ÖII togstreyta, sem byggð er upp á pólitísku ofstæki, verður að víkja. Sé ekki hægt að semja með rétt- um aðilum, verður ríkisstjórnin að taka til sinna ráða, því að við höf- um ekki efni á að láta slíkt mál sem þet'a liggja aðgerðarlaust, þegar þjóðin er þannig slödd, að hún get- ur varla fætt sig eða klætt vegna gjaldeyrisskorts. VÍTAVERÐUR LEIKUR. Blaðinu hefir borizt kvörtun frá einni af bifreiðastöðvunum hér í bæ. Þar er sagt frá því, að mikil brögð hafi verið að því að undanförnu að unglingsstúlkur liringi á bíla og panti þá hingað og þangað í bæinn og jafnvel út úr bænmn, en þegar bílarnir koma svo á nefnda staði kannast þar engir við að hafa pant- að bílinn. Þessar stúlkur láta sér ekki nægja að gabba þannig bíl frá einni bifreiðastöð, heldur hringja iðulega í þær allar þrjár samtímis. Það er ekki einasta að þe'.ta sé stórfurðulegt tiltæki lieldur er það og afar vítavert, þar sem það kostar blfreiðastjórana mikið fé og tíina, þegar slíkt endurLekur sig oft, þar eð bæði benzín og annað það sem lil bifreiða þarf er bæði dýrt og oft illfáanlegt, fyrir utan alla gjaldeyris- eyðslu sem slíkur gárungaháttur hefir í för með sér.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.