Íslendingur


Íslendingur - 27.10.1950, Side 3

Íslendingur - 27.10.1950, Side 3
Föstudagur 27. október 1950 fSLENDINGUR 3 Móðir mín, Magnea Guðbjörg Rögnvaldsdóttir, sem lézt 19. þ. m. verður jarðsungin föstudaginn 27. þ. m. og hefst athöfnin í Akureyrarkirkju kl. 1 síðdegis. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Jónína Jónsdóttir. Æfingaítafla yfir starfsemina í íþróttahúsinu i uetur. Þriðjudögum: Kl. 7— 8: Handknattleikur (drengja) ^ Kl. 7— 8: Handknatlleikur (stúlkna) Kl: 9—10: Handknattleikur (karla) Kl. 8— 9: Fimleikar (karlar) Kl. 8— 9: Fimleikar (stúlkna). Miðvikudögum: Kl. 9—10: Frjálsar íþróttir Kl. 9—10: Knattspyrna. Fösludögum: Kl. 7— 8: Handknattleikur (drengja) Kl. 8— 9: Handknattleikur (stúlkna) Kl. 9—10: Handknattleikur (karla) Kl. 9—10: Fimleikar (stúlkna) Kl. 8— 9: Fimle'kar (karla). Laugardögum: Kl. 6— 7: Frjálsar íþróttir. Klippið œjingatöfluna út og geymið hana. K. A. * happdrætti Háskóla Islarids Endurnýjun til 11. flokks 1950 er hafin. Á að vera lokið 9. nóvember. Munið að endurnýja í tíma. Bökaverz/. Axels Kristjánssonar h t AUGLÝSING trá heiibrigðisnetnd Að marggefnu tilefni er athygli húseigenda á Akureyri vakin á því, að skylt er að hafa nægilega mörg lokuð sorpílát við hvert íbúðarhús og af þeirri gerð er heilhrigðisfulltrúi samþykkir. Eru þeir, sem enn hafa ekki fullnægt þessari skyldu, áminntir um að gera það án tafar. Lögreglustjórinn á Akureyri, 18. október 1950. Friðjón Skarphéðinsson. TILKYNNING Nr. 45, 1950. Ákveðið liefir verið nýtt hámarksverð á smjörlíki sem hér segir: Niðurgreitt Óniðurgreitt Heildsöluverð án söluskatts kr. 4.76 kr. 10.58 Heildsöluverð með söluskatti kr. 5.08 kr. 10.90 Smásöluverð án söluskatts kr. 5.64 kr. 11.47 Smásöluvcrð með söluskatti kr. 5.75 kr. 11.70 Reykjavík, 20. október 1950. Fjórhagsróð. Skjaldborgarbíó 20. sýning í kvöld kl. 9. „GLITRA DAGGIR, GRÆR FOLD" Mest sótta myndin, sem bíóið hefir nokkurn tíma sýnt. Síðustu tækifæri að sjá þessa framúrskarandi mynd verða á laugardags- og sunnudagskvöld. — Nýja bíó — í kvöld kl. 9: FLÓTTABÖRN (The Search) Næsta mynd: KONA HLJÓMSVEITAR- STJÓRANS Söngva- og hlj ómlistarmynd frá 20th Century-Fox kvikmynda- félaginu. Leikstjóri: Lloyd Bacon. Helztu leikarar: Jeanne Crain — Dan Daily. FRAMHALDSSAGA Nr. 10. ARSHATIÐ GOLFKLÚBBS AKUREYRAR verður haldin að Hótel KEA laugardaginn 4. nóv.- næstk. Áskriftarlisti liggur frammi á rakarastofu Siglryggs & Jóns. BATAR Skektur fyrirliggjandi. Ennfremur trillubátur, 18 feta langur. SVAVAR ÞORSTEINSSON, Norðurgötu 32. Akureyri. Herbergi til leigu með innbyggðum skáp. Að- gangur að eldhúsi kemur til greina. A. v. á. DANSKENNSLA Mánaðarnámskeið í dansi fyrir börn hefst 1. nóvember næstk. Upplýsingar í síma 1344. Brynhildur og Ragnheiður Stein- grímsdœtur, Hrajnagilsstrceti 6. Svartur LINDARPENNI fannst á kirkj utröppunum fyrra sunnudag. Vitjist í Brekkugötu 27 A. Sími 1093. Léreftstuskur hreinar, kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. ÁKÆRÐUR TVISVAR „Auðvitað!“ fullvissaði hún hann um. „Fyrirgefðu mér, ástin mín, — mér finnst ég vera svo skrítinn." Ef:ir nokkra stund bætti hann svo við: „Ég get ómögulega lýst til- finningum mínum fyrir þér.“ „Reyndu það ekki, elsku vinur minn,‘' sagði hún. „Hafðu engar áhyggjur, og þú munt bráðlega jafna þig.“ Ebeneser gamli Hartley hafði farið á fætur tveim stundum fyrr en venja hans var. Og þegar þau komu heim, gekk gamli maður- inn út á móti þeim og tók af hjartans einlægni á móti gesti sínum. „Það er gott að sjá þig aftur, Adrian," sagði hann. „Vertu eins og þú værir heima hjá þér, en fáðu þér samt örlítið af þessu hérna, áður en þú sezt að krásunum, sem hún Jósefína hefir búið þér, það mun styrkja þig, drengur minn.“ Gamli maðurinn hampaði fram- an í hann flösku af afar dýru og gömlu koníaki, sem hann bauð albeztu viðskiptamönnum sínum, einungis við sérstök tækifæri. Jósefína brosti til hans í þakklætisskyni, og Adrian fannst sér líða miklu betur við að dreipa á hinu ágæta, gamla víni. Við matborðið sagði Ebenezer gamli gesti sínum alla sögu hér- /7 3 yaðsins síðus'u árin. Adrian svaraði fáu og var þögull, en gamli aaðurinn skildi það og hélt áfram og ekki leið á löngu þar til hann gat lokkað bros fram á varir unga mannsins, þegar hann sagði hon- um langa hrakfallasögu steinhöggvarans í þorpinu. Hann var al- kunnur drykkjurútur og setti sinn sérstaka svip á þorpið, en eitt sinn hafði hann drukkið sig auga fullan, þegar hann skyldi gæta flutningavagns frá ölgerðinni, en hann hafði brotnað á veginum rétt ulan við þorpið. Eftir að hafa etið að vild sinni, kvaðst Adrian ætla upp að kast- alanum að heimsækja föður sinn. Jósefína fór með honum og voru þau gangandi. Við hliðið sneri hún við, en AJrian sagðist koma strax aftur, að loknu viðtali s’nu við föður sinn. Hann gekk upp trjágöngin, sem hann þekkti svo vel, upp að gömlu eykarhurðinni, en nú kippti hann í bjöllustrenginn eins og alókunnugur maður. Þjónn opnaði dyrnar, en að baki hans var gamli ráðsmaðurinn. Gamli ráðsmaðurinn varð alveg s'einhissa á að sjá glataða son- inn þarna á tröppunum, en bráðlega áttaði hann sig og rétti fram báðar hendur sínar, en augun voru tárvot. „Ó, vertu velkominn heim aftur, herra Adrian, hjartanlega vel- kominn,“ það var gráthreimur í röddinni og gamli maðurinn hafði ekkert vald á henni. „Er faðir minn við góða heilsu?“ spurði Adrian, og hristi hönd gamla mannsins hj artanlega. „Já, já, herra Adrian. Komdu, herra, komdu, ég ætla að láta hann vita að þú sért kominn.“ Gamli maðurintt hljóp við fót yfir anddyrið og opnaði dyrnar að borðstofunni. Adrian kom á eftir. „Herra Adrian, náðugi lávarður," rödd gamla mannsins skalf af geðshræringu. Djúp þögn fylgdi, og gekk þá Adrian fram hjá hon- um og inn í herbergið. Þar sat Felthorpe gamli lávarður aleinn á gamla staðnum sínunt. við enda borðsins. Hann var ívið lotnari í herðum og hrukkóttari í andliti. Silfurgrátt hárið var burstað og greitt á sama hátt og fyrr, og þó að Adrian yrði þess var, að vinstri hendin, sem lá á borðinu, skylfi lítið eitt, þá voru augun þó skær og hvöss, þegar gamli maðurinn leit á soninn, sem hafði leitt slíka srnán og svívirðingu y fir liið heiðvirða og fornfræga nafn sitt. Ráðsmaðurinn gamli sneri þögull til baka og skildi feðgana eftir eina, andspænis hvor öðrum. Hvorugur sagði orð nokkra stund. Að lokurn rauf lávarðurinn gamli hina óbærilegu þögn. „Jæja,“ sagði hann, og röddin var ísköld og ströng eins og áður. „Ætlar þú að halda áfram fyrri starfa þínum við utanríkisþjón- ustuna — eða við þjófnaði? Hvort heldur?“ Óumræðilega særður af hinum bitru orðum, fánn Adrian blóð- ið sjóða í æðum sér, og það þaut fram í kinnar honum, og svarið kom eins og hleypt væri af byssu: „Bæði — já,“ Þetta þoldi hin bráða lund gamla mannsins ekki. Hann varð sót- rauður í framan og augun skutu eldingum. „Komdu þér út fvrir landamörk kastalans innan tveggja mín- útna, þorparinn þinn,“ þrumaði hann. „Vogaðu aldrei framar að stíga fæti þínum á þetta land! Innan tveggja mínútna, sagði ég! Annars kostar læt ég henda þér á dyr!“ Hann hringdi bjöllunni, en Adrian beið ekki. Hann fór út úr herberginu, gekk yfir fordyrið og þaut eftir trjágöngunum, blóðrauður og logheitur í andliti.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.