Íslendingur


Íslendingur - 27.10.1950, Qupperneq 4

Íslendingur - 27.10.1950, Qupperneq 4
4 ÍSLENDINGUR Föstudagur 27. október 1950 Skattarnir eru aðjsliga kannteiagshðtelid Það veröur ekki betur séð, en að það hafi ^uglað ritstjóra Dags held- ur betur í ríminu, að minnst var á það hér í blaðinu, að veitingaverð- lagið á framsóknar hótelinu hafi stórhækkað nú fyrir skemmstu. Hann veit augsýnilega ekki, hvernig hann á að snúa sér í því máli. Fyrst hrópar hann: lllkvittnisleg árás á nýja hótelstjórann. Svo: Svívirðileg pólitíslc árás á kaupfélagið. Og þá, sem rita í þetta blað kallar hann ýmist illkvittna rógskrifara eða skyniskroppna bjána eða þvílíkum nöfnum. En fyllist svo auðvitað heilagri vandlætingu, þegar honum var réttilega bent á, að hann hafi steingleymt bæniiini,er sjálfsánægðir farísear biðja allajafna, og telur að þá hafi verið hreytL að sér fúkyrð- um og uppnefnum. En getur nokkur maður skilið, að það sé svívirðilegt að benda á verð- hækkanirnar, sem urðu á KEA, ef forráðamenn þess liafa ekkert nema hreint mjöl í poka sínum varðandi þær, eins og þeir vilja vera láta? Og er það nokkuð óeðlilegt, að þeir menn, sem haga sér eins og farísearnir forðum, séu minntir á, þegar þeir gleyma? Hér í blaðinu var ekki minnst á engilhreina og flekklausa persónu ritstjóra Dags fyrr en að gefnu til- efni frá honum, þar eð „vörn“ hans fyrir kaupfélagshótelinu var svo að segja eingöngu upptalning á alls kyns löstum og vömmum þeirra, sem í íslending rita, en um leið lofgjörð um sjálfan hann og hið hugsjóna- ríka blað, er hann stýrir. En rök hans verða litlu haldbetri nú en í fyrri varnargreininni. Það haggar ekkert staðreyndun- um, að hrópað sé: pólitísk árás, ósannindi, þið eruð skyni skroppn- ir, heimskulegar fullyrðingar o. fl. af slíku tagi. Slíkt verður vart máli hans til stuðnings. Ritstjóra Dags þykir augsýnilega mikið fyrir því að Islendingur skuli helga svo mikið rúm þessu máli, og hann þreytist ekki á að endurtaka það, liversu lítilsiglt þetta umræðu- efni er, en ekki virðist honum þó sjálfum vera rótt, nema hann leitist við að bera blak af stofnuninni, sem drottnar yfir hönd hans og hjarta, og eyðir til þess álitlegu rúmi. Hann hefur grein sína í síðasta tbl. á því að segja sakleysislega frá því, að í Degi hafi veriö fyrir nokkru skýrt frá því að verð á nokkrum tegundum veitinga hafi hækkað á Hótel KEA um 5—15%. Þessu skýrði Dagur ekki frá af eig- in hvötum, ekki fyrr en þessu máli var hreyft hér. Og það eru harla skrýtin 15%, þegar haffi og köku- skammtur hækkar úr kr. 7.00 i kr. 9.20. Þar er hækkunin rúmlega 30%. Þetta verð lækkaði þó von bráðar aftur ofan í kr. 8.00. En menn skyldu athuga þetta: Kaffi og sama kökuskammt og kosta skyldi kr. 9.20, ef menn hefðu irjálst val um hverjar kökur þeir /ildu hafa með kaffinu, getur hótel- S nú selt fyrir kr. 8.00 með því móti ið hafa kökuskammtinn ákveðinn!! ’að virðist vart fylldega ljóst, hvað 'iað sé í hinu frjálsa vali, sem ileyptir verðinu svona óskaplega upp. Þá kemst Dags-rits'jórinn að eirri furðulegu niðurstöðu, að hótelrekstur kaupfélagsins hafi auk íeldur verri aðstöðu en sumir ein- ;takl:nga . . . . “ og það sé skattpín- n, sem sé að sliga það svona herfi- 3ga! Já, minna mátti ekki gagn gera vörninni fyrir skattfríðindum kaup félagsrekstursins. Nú var ekki nóg að verja skatifríðindi þau, sem kaup fél. njóta og öllum eru Ijós, og kaup- félagsdýrkendur hafa til þessa við- urkennt að væru til, þó að þeir hafi alla jafna þóttst finna þeim einhver rök. Nei, nú er það einmitt skatta- byrðin, sem kemur þyngst niður á kaupfélaginu! Það hefir aldrei ver- ið dregið í efa, að veitingaskattur- inn væri ranglátur. heldur hefir þvert á móti héi í blaöinu verið skorað á ríkisstjórnina að fá þann skatt afnuminn, vegna þess hversu óréttlátur hann sé. En það er ekki þetta. sem kaupfélagsklíkunni gremst, heldur hitt, að sú ósvífni skuli viðgangast, að jafnvel kaupfé- lagshótel skuli verða að greiða þenn- an skatt rétt eins og aðrir! Því eru þeir herrár svo óvanir. Og útsvar Hótel KEA, það verð- ur ekki betur séð en það sé innifalið í 140 þús. krónunum, sem marg- nilljónahringurinn allur greiðir, og kemur þá líklega harla lítiÖ á hverja ’eild, þegar því sroáræði er skipt. Og svo upptekinn verður ritstjór- nn vegna vizku sinnar um skattbyrðar hótelsins, að hann tekur það strax í píslavottalölu, það vinni sem sé svo þarft menningarstarf með veitinga- sölu sinni, að það megi alls ekki gagnrýna það. heldur skyldu allir lofa það! Þetta er mergurinn málsins í „vörninni“. kaupfélagsstarfsemi má ddrei gagnrýna, þá er alllaf komið Snotalega við kaun þeirra fjölmörgu nanna, sem sogið hafa sig fasta við hana. Guðspekistúkan .,SystJcinabandið“ held- ir fund á venjulegum sta'ð þriðjudaginn 31. okt. n.k. Erindi: Hin eilífa leit. liarnastúkan Samúð nr. 102 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 29. okt. n.k. kl. 10 f.h. Smáleikur. Upplestur. Ovænt heim- sókn. Hjónaefni. Kolbrún Kristjánsdóttir, verzlunarmær. Akureyri, og Þorvaldur Nikulásson, símalagningamaður, Reykja- vík. — Guðbjörg Malmquist, símamær, og Sveinn Ólafsson, bifreiðastjóri, Akur- eyri. M. F. A. tekur aftur til starfa Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefir nú aftur hafið starf- semi sína, og hafa eftirtaldir menn verið kjörnir i stjórn: Tómas Guð- mundsson. skáld, formaður; Gylfi Þ. Gíslason, prófessor; og Vilhjálm- ur S. Vilhjálmsson, rilhöfundur. — Útgáfuráð MFA skipa eftirtaldir menn: Árinann Halldórsson, skóla- stjóri, Árni Pálsson, prófessor, djarni Aoalbjarnarson, doktor, Jó- aann Sæmundsson, prófessor, Karl ísfeld, ritstjóri, Kjartan Olafsson irá Hafnatfirði, Símon Jóh. Ágústs- son, prófessor, Sveinbjörn Sigur- ónsson, vfirkennari og Þorkell Jó- íannesson, prófessor. Sambandið hefir í hyggju að gefa út 3 bækur á þessu ári, og eru tvær þeirra þegar komnar á markaðinn. Bækur þær, sem komnar eru út, eru / fjallssku.gganum eftir Guðmund Daníelsson og Duttlungar örlaganna eftir John Steinbeck í þýðingu 3kúla Bjarkan. Síðar kemur svo Ævisaga Shelleys eftir Maurois, þýdd af Ármanni Halldórssyni, skólastjóra. Þá er og i ráði að hefja útgáfu tímarits á vegum MFA. og verður það senl félagsmönnum ókeypis, en árgjald félagsmanna fyrir félagsbækurnar verður 60.00 krónur. Umboösmaður MFA hér á Akur- eyri verður fyrsl um sinn Helga Jónsdóttir, og mun hún sjá um, að bækurnar verði bornar heim til gam- alla viðskiptavina. En til þess að spara umboðsmanni fyrirhöfn væri æskilegt að gamlir áskrifendur að bókum útgáfunnar, sem ekki ætluðu sér að halda áfram, létu umboðsmanninn vita í síma 1906. Þeir, sem vildu gerast áskrifend- ur, geta og pantað í sama síma. SÍMÁNÚMER mitfr er 1619 Númerið er ekki i símaskránni. SVANBERG EINARSSON, Hajnarstrœti 66. T I E S Ö L U EIDHÚSINNRÉTTJNG með tækifærisverði. Upplýs- ingar á Trésmíðaverkstœðinu GRÓTTU h.f. SAUMANÁMSKEIÐ í kven- og harnafatnaði byrja ég 1. nóvember. ODDNÝ JÓNSDÓTTIR, Ægisgötu 10. TIL SÖLU köflóttur swagger úr ensku ullarefni. Meðalstærð. Gránu- félagsgötu 43, miðhæð. Ný heyþurrkunaraðferð Ólafur J. Hvanndal, prentmynda- smíðameistari, boðaði blaðamenn og útvarpsfréttaritara á Akureyri á fund sinn nú fyrir skömmu og sýndi þeirn heyþurrkunarhjall, sem hann hefir útbúið með það fyrir augum að þurrka í hey á óþurrkasumrum. Einnig má þurrka mó og skán að /orinu, svo og jarðávexti, þegar þess þarf með. Hvanndal skýrði ítarlega, tvernig þurrkhjallurinn skyldi not- iður. Bygging hjallsins er einföld, g öll gerð hans þannig, að auðvelt 'i að setja hann upp og taka niður i skammri smndu. Grind hjallsins :ru tveir gaflar iengdir saman með 1 langböndum, sem falla í gróp. Innur langhlið hjallsins er nokkru hærri, og er þar komiö fyrir renni- kýlu, sem draga má upp og niður og myndar hallandi þak, er skýlir hví, sem þurrka skal, fyrir regni. Þegar þurrviðri er. er skýlan dregin upp. Grindur eru í hjallinum, sem luðvelt er að taka út og renna inn á þverlistum, og á þær er heyið látið. Ein aukagrind fylgir, og þegar snúa þarf heyinu, er einhver grindin dreg- in út og aukagrindinni hvolft yfir heyið, en síöan er grindunum snúið við, og verður þá sú hliðin, er niður vissi, ofan á, og er henni síöan rennt inn aftur. Verður þannig fyrri grind- in laus til að snúa heyinu á hinum grindunum líka. Nóg telur Hvann- dal að hafa eina aukagrind til snún- ings heyi, þó að um marga hjalla væri að ræða á einum stað. Ilvann- dal gerir ráð fyrir að hjallarnir verði af mismunandi stærðum. Hjallur sá, ;em smíðaður hefir veriö, er þriggja netra langur og einn og hálfur á ireidd, en þessum hlutföllum má breyta eftir vild Eins og áður er ,agt, er auðvelt að taka hjallana sundur og raða efninu svo, að lítið íari fyrir því. Hægt er að koma 10 —12 hjöllum á einn flutningabíl, ef þyrfti að flytja þá á milli staða. Tengja mætti saman þrjá hjalla, og spara með því tvæi hliðar. Þessi þurrhjallagerð, sem Hvann- dal hefir fundið upp, virðist einföld og vandalaust að fara með. Ef farið er vel með hjallana, þeir geymdir í húsi yfir þann tíma, sem þeir eru ekki notaðir, geta þeir enzt lengi. ÚtgerEannenr! - Skipstóraö Getum útvegað hina frægu þýzku ELAC Fisksjá til afgreiðslu beint til leyfishafa. — Afgreiðslutími á einu og einu tæki aðeins 8 til 10 dagar. Kaupverð fob. Hamborg ásamt vara- lömpum og tilheyrandi leiðslum DM 6,672,95. Sams konar tæki heflr þegar verið reynt í M.s. Fanney og gefið mjög góða raun. Myndalistar fyrirliggjandi. Brynjólfur Sveinsson h.f. Umboðs- & heildverzlun . Pósthólf 125 . Sími 1580. Eiliheimiliö Skjaldarvík Næstkomandi sunnudag fer fram guðsþjónusta og vígsla á við- bótarbyggingu elliheimilisins og hefst kl. 2. — Allir velkomnir. Sætaferðir frá B. S. 0. Aðalíu ndu r Ræktunarfélags Norðurlcmds verður haldinn á Akureyri laugardaginn 11. nóy. n. k. og hefst kl. 1 eftir hádegi. Stjórnin. • Til sölu meö tækiíærisverði 3 kolakyntir miðstöðvarkatlar. Stærð: 3, 4 og 5 fermetra. Allir katlarnir hafa verið notaðir lítilsháttar, og eru í góðu ásigkomulagi. K E I L I R H. F. Reykjavík . Símar 6550 & 1981.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.