Íslendingur - 27.10.1950, Blaðsíða 5
Föstudagur 27. október 1950
f S L E'N D IN G U R
Hótelstjorinn á K.E A
heíir orðið.
Framhald af 2. síðu
neinu leyti verið dregið úr magni
því, er menn fá fyrir sína peninga.
Það er strangt tekið ætiun mín og
yfirmanna minna, að menn fái nóg
af þeim mat, er þeir biðja um, en sé
svo að þeir hafi ekki einurð til að
biðja um viðbót, æski þeir þess á
annað borð, undanskil ég mig þeirri
sök að þeir fari ómettir frá borðum.
2. Bendið mér á þau veitingahús,
er senda ges'.um sínum Vi-V^ smjör-
pund á dlski, þótt þeir panti kaffi
með. tveim franskbrauðssneiðum.
3. Það er ekki rétt, að við seljum
hér smjörblöndu (væntanlega maga-
rínsblöndu) eins og sagt er í blaði
yðar, heldur hreint smjög frá Mjólk-
ursamlagi KEA.
4. Það er ekki meining hótelsins,
að menn geti viðs.öðulaust fengið
viðbætur af kaffi eða mjólk í því
verði er ákveðið er fyrir þær vörur,
enda þætti mér gaman að heyra þau
veitingahús nefnd, er slík hlunnindi
og óhóf veita gestum sínum. Ég
minnist þess ekki að fari ég í verzl-
un og kaupi einn kaffipakka, að ég
geti svo komið þangað daginn eftir
og beðið um viðbót án þess að
greiða hana. Geað þér hins vegar
bent mér á slíka verzlun, mun ég
strax flytja viðskipti hótelsins þang-
að og opnast þá möguleikar fyrir
því að selja kaffið ódýrara.
Hvað viðv'kur tilflutningi á hús-
gögnum hótelsins, álít ég það vera
einkamál fyrirtækisins, hvar það
skipar þeim.
Að lokum er ósk mín sú, að þér
gæluð kynnt yður af eigin raun um-
gengni margra þeirra gesta, er við
verðum að umgangast, séð hvernig
þeir hafa gaman af að rispa og klóra
út húsgögn og veggi, kasta logandi
sígarettum hvar sem er, útsyína og
jafnvel skrifa og reikna á hreina
dúka.
Já, meira að segja séð, hvernig
dömur útata handklæðin á varalit á
þeim salernum, er þeim eru ætluð,
og þóU ótrúlegt kunni að virðast
get ég sagt yður, að ég hefi hér í
þessu stutta starfi mínu staðið dömu
að því að taka hieint handklæði af
salerninu og þurrka með því af
skónum sínum. Umgengnismenning
á háu stigi, finnst yður ekki?
Sem beiur fer eru þessir gestir í
margföldum minni hluta af okkar
viðskiptavinum, en þeir eru nógu
margir til þess að eyðileggja fyrir
hinum, er kunna og sýna mannasiði,
nógu margir til að eyðileggja starf
okkar, sem vinnum við hótelin, nógu
margir til þess ;ið ég sæi ekki eftir
einnar viku uppihaldi fyrir yður á
Hótel KEA yrði það til þess að þér
gætuð í blaði yðar kennt þessum
gestum okkar að umgangast opin-
bera staði og siðmenntað fólk.
Ég bið yður svo velvirðingar á,
hversu langorður ég hefi verið, en
tek þó fram, að allar pólitískar hlið-
ar á þessu máli og í sambandi við
þessi skrif læt ég afskiptalaus og
vænti þess, að ég megi persónulega
standa u'.an við þær, þótt um þessi
mál kunni frekar að verða deilt.
Með þökk fyrir birtinguna.
, Kristján Sigurðsson.
Það er heldur lítið, sem þörf er
að ræða frekar í þessari athuga-
semd hótelsstjórans á KEA, um
verðhækkanirnar á hótelinu. Þar er
staðfest í einu og öllu það sem hald-
ið hefir verið fram hér.
Verðið hækkaði s:órum á hótel-
inu og sú hækkun verður ekki fyrr
en Hótel KEA er orð*ð eitt um al-
menna veitingasölu hér í bæ. Strax
og það er einrátt um veitingasölu er j
gripið til þess ráðs að hækka að
mun alla veitingasölu. Þet:a er að
kunna' vel til verks og notfæra sér
réttilega fjármagnið!! Því að ekki
verður betur séð af athugasemdum
hótelsstjórans, að fram að verð-
hækkununum hafi veitingasala verið
rekin með s.órtapi vegna vöruverðs-
hækkananna. En með því að halda
verðinu samt niðri gat Hótel KEA
drepið af sér keppinaut, sem ekki
var eins fjársterkur, en strax að því
loknu var auðvitað sjálfsagt að
hækka veitingavei ðið aftur og þá
líklega svo ríflega að vegi upp á
móti iapinu.
Þá vil ég benda hótelstjóranum á
það, að það er ekki verðskráin, sem
hefir þýðingu fyrir hótelgestina,
heldur það verð, sem þeir eru látnir
greiða og það voru þær tölur, sem
Islendingur tók upp.
Til viðbótar því, sem fyrr getur
um verðlag skal ég geta þess að í
fyrradag fékk ég kaffi, brauðsnúð
og vínarbrauð, það kos'.aði kr. 9.60.
Þá er heldur enginn minnsti vafi
á því, að verðlækkun sú, sem varð
fljótlega á kaffi og kökuskammti
hefir stafað af almennri óánægju, þó
að hótelstjórinn telji það stafa af
því, „að fólk mundi yfirleitt ekki
hér um slóðir kunna að meta hið
frjálsa val á kökum"! Skýring sem
þessi er svo hjákádeg að enginn get-
ur tekið hana alvarlega.
Þeir, sem borða „fast fæði" á
KEA, hverju nafni sem það nú nefn-
ist gætu auðveldlega borðað fyrir
1230.00 kr. yfir mánuðinn þar, seg-
ir hótelstjórinn! Var verðið ýkt í
Islendingi? Þar var verðið áætlað
950.00 kr.
En varðandi verðlagslög og há-
marksákvæði vil ég aðeins spyrja
hótelstjórann: Hvers vegna var fyr-
irkomulagi á sölu fæðis strax breylt
á Hótel KEA í það horf, sem nú er,
þegar hámarksverð var afnumið á
veitingasölu að undanskildu fasta-
fæði?
Ef slíkt er ekki að fara í kringum
verðlagsákvæði, þá veit ég ekki hvað
mætti nefna því nafni.
Um allan tilkostnaðinn við fæðið
vil ég einungis benda hótels'jóranum
á, að hér, í bæ og annars staðar auð-
Bréfoskóli S!
10 ám
Á þessu hausti eru li.ðin 10 ár
síðan Bréfaskóli S f S hóf
kennslu.
Bréfaskólar mulnu fyrst hafa
verið stofnaðir í Bandaríkjun-
um, en síðar breiðst út til flestra
annarra menningarríkja og haia
þeir náð miklum vinsældum hjá
almenningi og orðið að verulegu
liði í fræöslustarfsemi.
Þær iiámsgreinar sem nú eru
kenndar, eru þessar:
ísl. réttritun, kennari magister
Sveinbjörn íáigurjónsson. tnska
kennari phil.cand. Jón Magnúss.
Danska, kennari cand.mag Agúst
Sigurösson. Esperanto, kennari
Magnús Jónsson, bókbindari.
Skipulag og starfshættir sam-
vinnuféiaga, kennari Eiríkur
Pátsson, lögfr. Siglingafræði,
kennari Jónas Sigurðsson, sjóm.
sk.k. Mótorfræði, kennari Þor-
síeinn Loftsson, vélfr. Fiskifél.
ísl. Búreikningur, kennari Ey-
vindur Jónsson, búfræðingur.
Bókfærsla í 2 flokkum, kennari
Þorleifur Þórðarson, framkv.stj.
Reiknitngur, kennari Þorleifur
Þórðarson, framkv.stj. Algebra,
kennari Þóroddur Oddsson,
1 menntask.kennari.
i Þá munu eftirtaldar námsgrein
! ar verða kenndar síðar á þessu
hausti:
Um landbúnaðarvélar og verk
fræði, kennari Hjalti Pálsson,
framkv. stj. Sálarfræði, kennari
! Dr. Broddi Jóhannesson og Val-
| borg Sigurðardóttir, uppeldisfr.
j Námskeið þetta er ekki sízt ætlað
foreldrum og öðrum þeim, er við
uppeldi barna fást. Eðlisfræði,
kennari Sigurður Ingimundarson,
efnafr. Franska, kennari Gunnar
Norland.
Auk þess verður hafin fram-
haldskennsla í vélfræði og við-
bætir við fundarreglur og fund-
arstjórn. Mun sá viðbæ'.ir fjalla
um ræðumennsku.
vitað eru matsölur, sem verða að
hlýta hámarksverðinu og selja fæði
samt! Ég fæ ekki skihð, að þær
myndu gefa kostgöngurunum helm-
inginn eftir af sannvirði fæðisins,
en auðvitað þurfa þær að kaupa í
matinn alveg eins og Hótel KEA.
Þá hefir magnið minnkað frá því
er var. Smjör skammtað smánar-
lega, og viðbót af kaffi og mjólk
skal greiðast aukalega. Jafnvel við-
bót af mjólk út í kaffið kostar kr.
0.75, eða svo varð ég að greiða um
daginn fyrir það, hvort sem það er
samkvæmt verðskrá eða ekki. Ost-
skammlur sá, sem menn fá nú með
franskbrautssneið eða brauðsnúð,
minnkaði um helming. „Fastafæði"
íala ég nú ekki um í þessu sambandi.
Um umgengni gesta á hótelinu
skal ekki deilt.
Það er því ljóst, að í fyrri grein-
um í Islendingi er ekkert ofsagt,
sums staðar ekki gengið nógu langt
þegar litið er á upplýsingar hótel-
stjórans.
Iðnskólinn á Akureyri
var settur 9. okt.
Iðnskólinn á Akureyri var settur
mánudaginn 9. okt. sl. að viðstödd-
um nemendum, kennurum og all-
mörgum gestum.
12 kenríarar munu starfa við skól-
ann í vetur auk skólas.j órans, Jó-
hanns Frímann. Breytingar á kenn-
araliði hafa orðið litlar. Sverrir
Pálsson cand. mag. tekur aftur við
íslenzkukennslu, en í fyrravetur var
hann að mestu lejti frá kennslustörf-
um, en í forföllum hans kenndi
Sveinn Skorri Höskuldsson. Á ann-
að hundrað nemendur stunda nám í
skólanum í vetur.
Í skólase'.ningarræðu sinni ræddji
skólastjórinn mjög skipulag skólans
í framtíðinni mtð tilliti til hinna
nýju fræðslulaga, sem nú þegar
væru komin íil fullra framkvæmda
sums staðar. Hann taldi, að gera
mætti ráð fyrir því, að framvegis
verði gagnfræðapróf, miðskólapróf
eða a. m. k. unglingapróf sem loka-
próf skyldunámsins gert að inmöku-
skilyrði í 1. bekk skólans, en fram
til þessa hefði fullnaðarpróf barna-
skólanna verið látið gilda í þessum
efnum. Líklegt taldi hann þó, að
skólinn yrði þó fyrst um sinn að
halda uppi haustnámskeiðum til
undirbúnings fyrir inntökupróf.
Haustmót Skákfélags Akureyrar hefst
föstudaginn 27. þ.m. kl. 8.30 e.h. í fundar-
sal Alþýðuflokkrins við Túngötu. Félagar
eru vinsamlega beðnir að tilkynna þátt-
töku til Jóhanns Snorrasonar eða Harald-
ar Olafssonar (c/o Rakarastofu Sigtryggs),
ef þeir hafa ekki skrifað sig áður á þátt-
tökulista.
Zíon. Samkomur næstu viku. Sunnu-
daginn kl. 10.30 f.h. sunnudagaskólinn. Kl.
2 e.h. drengjafundur (eldri deild). Kl.
5.30 drengjafundur (yngri deild). Kl. 8.30
almenn samkoma. Þriðjudag kl. 5.30 fund-
ur fyrir telpur 7—13 ára.'Fimmtudag kl.
8.30 fundur fyrir ungar stúlkur.
' Heimilisiðnaðarfélag Norðarlands held-
ur saumanámikeið, ef næg þátttaka fæst,
bæði dag- og kvöldnámskeið, í húsakynn-
um félagsins í Brekkugötu 3. Hefjast þau
þann 3. nóv. n.k. Kennari verður Guðrún
Scheving, Umsóknir í síma 1488 og 1364.
Hjónaband. S.l. laugardag voru gefin
saman í hjónaband af séra Friðrik J.
Rafnar, vígslubis:kupi, ungfrú Hermína
Jakobsen og Einar Guðbjó'rnsson Einars-
son, bifreiðastjóri.
Sl. sunnudag voru gefin saman í hjóna-
band af séra Pétri Sigurgeirssyni ungfrú
Anna Aðalheiður Olafsdóttir og Árni
Stefán Helgi, sjómaður.
FORELDRAR!
Barnaverndarnefnd Akureyrar leyf-
ir sér að vekja athygli yðar og ann-
arra forráðamanna barna og ungl-
inga hér í bænum á eftirfarandi
Reglugerð
um barnaveiiiid á Akureyri.
1. gr. — I umdæmi barnavernd-
arnefndar Akureyrar er bannað að
selja börnum og unglingum innan
16 ára aldurs tóbak, hverju nafni
sem nefnist, gefa þeim það, eða
stuðla að því að þau neyti þess, eða
hafi það um hönd.
2. gr. ¦— Bönnuð er sala á spýtu-
brjóstsykri (sleikjum) og brjóstsyk- ¦
ursstöngum, svo og öðrum þeim
sælgælisvörum, sem að áliti héraðs-
læknis og barnaverndarnefndar geta
talizt hættulegar börnum og ungl-
ingum.
3. gr. — Engar leiksýningar eða
opinberar skemmtanir, sem börnum
og unglingum innan 16 ára aldurs
er ætlaður aðgaugur að, má halda,
nema barnayerndarnefnd hafi verið
gefinn kostur á að kynnast efni
þeirra, og ákveður hún þá, að því
athuguðu, hvort börnum og ungling-
um skuli leyfður aðgangur að þeim.
4. gr. — Börnum og unglingum
innan 16 ára aldurs er bannaður að-
gangur að almennum knaUborðs-
stofum, dansstöðum og öldrykkju-
stofum. Þeim er og bannaður að-
gangur að almennum kaffistofum
eftir kl. 6 s.d. tiema með aðstand-
endum sínum. Eigendum og um-
sjónarmönnum þessara stofnana ber
að sjá um, að börn og unglingar fái
þar ekki aðgang ug hafizt þar ekki.
við.
Börnum yngri en 12 ára er bann-
að að vera á almannafæri eftir kl.
8 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept.
til 1. apríl og eftir kl. 10 s.d. frá 1.
apríl til 15. sept nema í fylgd með
aðstandendum.
Börn, 12—14 ára, mega ekki vera
á almannafæri eftir kl. 10 að kvöldi
á tímabilinu frá 15. sept. til 1. apríl,
og ekki eftir kl. 11 s. d. á tímabilinu
frá 1. apríl til 15. sept. nema í fylgd
með aðs.andendum sínum.
Foreldrum eða húsbændum barn-
anna ber, að viðlögðum sektum, að
sjá um að ákvæðum þessum sé fram-
fylgt.
5. gr. — Börn og unglingar innan
14 ára aldurs mega ekki selja blöð
eða bækur, nema að fengnu leyfi
barnaverndarnefndar.
6. gr. Brot gegn reglugerð þessari
varða sektum sem brot gegn barna-
verndarlögunum. Skal farið með
mál, þeirra vegna, eins og fyrir seg-
ir um slík mál í barnaverndarlögun-
um.
íslenzka muni
vel unna úr ull, eða öðru íslenzku efni, kaupir
Kvenfélagið Framtíðin fyrst um sinn.
Mununum veitir móttöku frú Þóra Stein-
grímsdóttir, Hafnarstræti 49, eða Gunnhildur
Ryel, Aðalstræti 58.