Íslendingur


Íslendingur - 27.10.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 27.10.1950, Blaðsíða 6
Ritsafn Jóns Trausta I.—VIII. bindi, fæst nú óbund- ið. Verð kr. 383.00. Bókaverzlun Björns Árnascnar. Granufélagsgölu 4 Akureyri. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnu- dag kl. 2 e.h. — P. S. Æskulýðsfélag Akur- O Q eyrarkirkju. 3. deild: f 3) Fundur n.k. sunnud. V kl. 10.30 f.h. 2. deild: ^ Fundur n.k. sunnudag kl. 8.30 e.h. Hátíð félagsins að' Hótel Norðurlandi verður 5. nóv., en ekki 29. okt. eins og áður var auglýst. ]. 0. O. F. Rb.st. 2 Au. — 9810258% — I. O. O. F. — 13210278% — □ Iluld — 595010256 — IV/V — 2. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1, al- nienn samkoma kl. 5 n. k. sunnudag. Arni Jónatansson talar. Allir velkomnir. Bibliu- lestur þriðj ttdag kl. 8. Sæmundur G. Jó- hannesson talar. Framhalds-aðalfundur fé- lagsins verður þriðjudaginn 31. okt. n.k. kl. 8.30 stund- víslega í Félageheimili IBA. Fer þá frani stjórnarkosning o.fl. -— Fast- lega skorað á félagsmenn að fjölmenna. Frá Golfklúbbi Akureyrar. Firmakeppni klúbbsins er nú nýlokið. Þatttakendur voru 32 firmu og stóð úrslitakeppnin milli OJíuverzlunar íslands og Almennra Trygg- inga. Úrslit urðu þau, að Olíuverzlun Is- lands h.f. vann eftii 36 holu úrslitaleik með 2 holur til góða þegar ein var eftir. Hafliði Guðmundsson keppti fyrir Olíu- verzlun íslands, en Kristján Sigurðsson, hótelstjóri, fyrir Almennar Tryggingar. — Þá skal þess getið, að hinn árlegi dans- leikur Golfklúbbsins er ákveðinn laugar- daginn 4. nóvember að Hótel KEA, og eru kylfingar og aðrir, sem hafa áhuga á að vera þar, beðnir að snúa sér til Sig- tryggs Júlíussonar, rakara, eða Kristjáns Sigurðssonar, hótelstjóra KEA. Hjónaefni: Síðastliðinn fimmtudag op- inberuðu trúlofun sína ungfrú Margrét Oddsdóttir og Jón E. Aspar, loftskeyta- maður. Síðastliðinn sunnudag áttu 25 ára hjú- skaparafmæli hjónin Gróa Hertervig og Hjörleifur Arnason, Holtagötu 9. Barnavernrlarfélag Akureyrar færir öll- ttnt þeim hæjarbúum alúðarþakkir, sem í stóru og smáu studdu málefni félagsins fyrsta velrardag. Alls nam fjársöfnun fé- lagsins krónum 9666.35. Þar af seldust merki fyrir kr. 5340.00. Hæstir í merkja- sölunni voru þeir Gunnar Finnbogason og Þórarinn B. Stefánsson. Gjafir hafa fé- laginu borizt frá kennurum Barnaskólans og Gagnfræðaskólans (ágóði af kappleik í knattspyrnu) kr. 2588.55 og frá 6. bekk Barnaskóians (ágóði af skemmtun) kr. 290.00. Og færir félagið gefendunum kær- ar þakkir. — Stjórnin. Kvennadeild Slysavarnafélagsins heldur fund að Lóni þriðjudaginn 31. okt. kl. 9 e.h. Rætl um starfsemi félagsiiis í vetur. Konur, takið með ykkur kaffi og vinnu. •— Stjórnin. Munið hlutaveltu Kantötukórs Akureyr- eyrar að Hótel Norðurlandi sunnudaginn Máíefni Akureyrar við væntan Iega fjárlagaafgreiðslu Þó að viðdvöl fjórveitinijanefndar og þeiira, sem með henni voru, væri hér stuft, þé auðnaðist rit- stjóra blaðsins þó að nó í srutt samtal við þingmann bæjarins, Jónas G. Rafnar, en hann er eins og kunn- ugt er einn af meðlimum fjórveitinganefndar. Hefir fjárveitinganefnd áður komið hingað til bæjarins? Ekki svo að ég viti, en nefndin fer oft í ferðir sem þessa til þess að kynna sér aðstæður á stöðum, þar sem framkvæmdir eru á vegum rík- isins. Sjón er sögu ríkari, segir máls- hátturinn. I fyrra ve'.ur fór nefndin um Suðurnes, skoðaði hafnarmann- virki í Njarðvíkum, Keflavík og Grindavík og mannvirki á Keflavík- urflugvelli. Skömmu eflir þinglokin var farið að Rifi á Snæfellsnesi til þess að athuga þar skilyrði til hafn- argerðar og var vitamálastjóri að sjálfsögðu með í förinni. Síðastlið- inn laugardag fór nefndin að Mark- arfljóti og voru þar skoðaðar fyrir- hleðslur. Segja má, að þessar ferðir séu sjálfsagðar. Þegar svo er sem nú, að horfa verður í hvern skilding er það grundvallaratriði, að fjárveit- ingar gangi til þess, sem mesí kallar að og verður þjóðarbúinu drýgst. Hér í bænum eru margvíslegar fram- kvæmdir, sém r.'kissjóður kostar að verulegu leyti. Sumar þessara fram- kvæmda eru komnar langt á veg, en herzlumuninn vantar til þess að Ijúka þeim. A ég þá ekki sízt við íjórðungssjúkrahúsið. Með því að koma hingað á staðinn, geta þeir, sem gera eiga tillögur um fjárveit- ingar, betur áttað sig á þörfinni og öllum aðslæðum. Við Akureyringar verðum þó að gera okkur ljóst, að það er ekki einungis hér í bæ, sem kreppir að framkvæmdum, þar sem segja má, að eins eða svipað standi á um land allt. Á hvaða málefni Akureyrar telur þú að leggja beri mesta áherzlu við f j árlagaafgreiðsluna ? Fyrst og fremst þarf að fá sem 29. okt. kl. 4 síðdegis. Um kvöldið hefst dansleikur á sama stað kl. 9. /. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjallkonan no. 1 heldur fund n.k. mánudag kl. 8.30 í Skjaldborg. Inntaka nýrra félaga. Ymis félagsmál. Skemmtiatriði o. fl. Félagar eru beðnir að koma á fundinn, taka þátt í félagsstörfum og greiða ársfjórðungs- gjöld sín. Fjölmennið og mætið stundvís- lega. Nýir' félagar alltaf velkomnir. Barnastúkan Sakleysið heldur fund í Skjaldborg n.k. sunnudag kl. 1 e.h. Fund- arefni: Innsetning embættismanna. Inn- taka nýrra félaga. Upplestur o. fl. MætiÖ stundvíslega. rýmsta fjárveitingu iil þess að ljúka byggiugu fjórðungssjúkrahússins, svo að starfrækslá þess geti hafizt sem fyrst. Á fjárlagafrumvarpinu eru teknar upp 350 þúsund kr. vil sjúkrahússins, en sú upphæð hrekk- ur því miður skammt, þar sem allt, er kaupa þarf, hefir stórlega hækk- að í verði. Þó verður ekki annað sagt, en að Alþingi hafi sýnt þessu máli skilning, þegar tekið er tillit til greiðsluörðugleika ríkisins. Eins er það mjög aðkallandi. að ríkissjóður greiði sem mest upp í framlag sitt til hafnarinnar á næsta ári, enda bótt fengizt hafi um 400 þús. kr. í ár Til þessa hefir ekki staðið verulega á fj árveitingum til heimavistarhúss Menntaskólans, hins vegar stóð um tíma á fjárhagsráði með að re'la leyfi til þess að halda áfran með bygginguna. Varðandi nýjar framkvæmdir tel ég mest aðkallandi að fá brú á Glerá á eyrunum, en ríkissjóður á að kosta brúargerðina að hálfu á mól’ bæjar- félaginu, einnig að sem fyrst verði hafizt handa um að koma nop nýj- um flugvelli sem næst bænum. Ríkir ekki mikill áhugi hjá for- ráðamönnum flugmálanna um að fá nýjan flugvöll við Akureyri? Það er áreiðanlegt, enda er þörf- in brýn. I maímánuði J°49 komu tveir verkfræðingar, ásam1 flugmála- stjóra, hingað íil bæjarins íil þess að athuga staðhætti fyrir flugvöll á óseyrum Eyjafjarðarár. Va»' sérstak- lega leitað að efni í uppfyllingu og sliilag og varð niðurstaðan af þeirri athugun sú, að sandurinn undir ós- hólmunum (basaltsandur) væri heppilegur í uppfyllingu. Er nú í ráði að flugvöllurinn komi á svæð- inu upp af Leirunum, austan þjóð- vegarins fram Eyjafjörð. og er ein flugbraut fyrirhuguð frá norðri iil suðurs. Fyrst um sinn yrði brautin 1200 m. löng, en fullbyggð um 2000 m. Samkvæmt áætlun verkfræðing- anna yrði fyrsti áfanginn sá, að grafa framræsluskurði og hlaða kanta, en síðan þyrfti sanddælu til þess að dæla sandi upp i fyllinguna og yrði sandinum dælt úr austur hlula núverandi árhvíslar. Fullkom- in sanddæla, með öllum útbúnaði, hingað komin mun kosta allt að 500 þús. kr., en má að sjálfsögðu nota síðar við aðrir framkvæmdir. Á þessu stigi er erfitt að gera sér grein fyrir kostnaðinum við 1200 m. flug- braut, en hann verður aldrei innan við 2.5 millj. kr. Hefir verið tekin ákvörðun um rekstur tunnuverksmiðjunnar hér í bænum í vetur? Um það mál hefi ég rætt ýlarlega við formann Síldarútvegsnefndar, sem annast stjórn tunnuverksmjðja ríkisins. Eins hefir málinu verið lireyft við atvinnumálaráðherra. -— Enn hafa ekki fengizt endanleg svör um reksturinn, en sennilega verður hvorki farið að smíða tunnur á Siglufirði eða hér fyrr en eftir ára- mótin. Vonandi fæst úr þessu skorið á næstunni, og mun bæjars jórnin fá að fylgjast með málinu, enda hefir bæjarstjóri margsinnis rekist í því. Hvað um endurvarpsstöðina? Málið er enn í athugun hjá ríkis- stjórninni og verður vonandi unnt að gefa upplýsingar um það nú á næstunni, enda er hér uín mjög mik- ið hagsmunamál Akureyrar og alls Eyjafjarðar að ræða. Hvernig ganga þingstörfin? Enn er svo skammt liðið á þing, að fátt eitt er unnt að segja. Þó er það greinilegt, að be'.ur gengur með öll vinnubrögð en í fyrra, og er það að sj álfsögðu þvi að þakka, að við völd er ríkisstjórn, sem hefir meiri Jiluta þings að baki sér. Að öllum líkindum verður gengið frá fjárlög- um fyrir áramót og þá óvíst hvenær þ:ng kemur saman eftir nýárið. Hvernig líst þér annars á horfurn- ar yfirleitt? Það þarf óneitanlega kjark til þess að vera bjartsýnn eftir ótíðina norðan- og austanlands í sumar, síldarleysi og s öðvun togaraflotans. Af þessum ástæðum hefir útflutn- ingsáætlunin raskast til muna og er allur almenningur nú farinn að finna íil skakkafallanna, en vonandi rætist úr með batnandi árferði og aukinni framleiðslu til lands og sjávar. Ný og vönduð föt til sölu. Stærð nr. 52. A. v. á. Skinnjakkar Skinnhúfur karlmanna og drengja Skíðahúfur Peysur karlmanna, kvenna, barna Heffublússur Úfiföt Uliartreflar B R Á U N S-y e ir % I u n Páll Sigurgeirsson. !I^Cj^C>C>C>ÖC£QC>C£C Hreiniætisvöriir: Handsúpa Raksópa Sfangusópa Þvotfaduff Þvottabíémi Blævafn Hársprift Raksprstt Séíarolía Brillianfine VÖRUHÚSIÐ h.f. KERRUPOKAR fóðraðir með grœnu BAKPOKAR með grind. VÖRUHÚSIÐ h.f. GÚMMÍSVUNTUR sérstaklegi sterkar. VÖRUHÚSIÐ h.f. Gúmmílím Glerlím Pcppírslím Júgursmyrsl. VÖRUHÚSSÐ h.f. Steikarpönnur Pönnukökupönnur Vöfflwjárn Kökuformar Rjómaspr. pokar Grænmetisraspar Teskeiðar Matskeiðar. VÖRUHÚS3Ð h.f. MYNDARAMMAR SPEGLAR. Vöruliúsið h.f.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.