Íslendingur


Íslendingur - 01.11.1950, Síða 1

Íslendingur - 01.11.1950, Síða 1
ð XXXVI. árg. Miðvikudagur 1. nóvember 1950 44. tbl. Viðbótarbygging við Elliheimil ið í Skjaldarvík vfgð s, I. sunnudag Síðastliðinn sunnudag var vígð í Skjaldarvík í Glæsibæjarhreppi viðbótarbygging við elliheim- ili það, sem Stefán Jónsson, klæðskerameistari á Akureyri hefir reist þar og starfrækt um nokkurra ára skeið. Gjaldskrá Ratveitu Akureyrar Aðeins lítilvægar breytingar fyrirhugaðar til þess að' standast straum af kostnaði við bróðnauðsynlegar við- gerðir og aukningu ó bæjarkerfinu. Vígsluræðu flutti séra Sigurður Stefónsson á Möðruvöllum, sóknar- prestur þar. Sálmar voru sungnir bæði fyrir og á eftir ræðu prestsins, og annaðist Jóhann Ó. Haraldsson sönginn ásaml nokkru söngfólki frá Akureyri. Vígsluathöfnin fór frarn í hinum rúmgóðu og vistlegu salarkynnum viðbyggingarinnar, að viðstöddum þeim dvalargestum, sem fótavist hafa, ásamt fjölda gesta úr nærsveit- um og frá Akureyri. Var athöfnin í alla staði hin virðu- legasta. Hin nýja viðbygging er tveggja hæða álma, sem gengur í austur frá aðalbyggingunni og eru þar á báð- um hæðum rúmgóð herbergi fyrir dvalargesli, en fyrir enda álmunnar að austan er rúmgóður mat- og sam- komusalur á efri hæð, en herbergi vistmanna á þeirri neðri. Með þessari nýju byggingu verð- ur elliheimilinu gert kleift, að taka á móti allt að 30 vistmönnum í við- ból við það, sem áður var, svo að nú er þar rúm fyrir allt að 70 vist- menn. Nú sem stendur eru vistmenn þar 40—50 að tölu. Það var árið 1943, sem Stefán Jónsson hrinti í framkvæmd þeirri eindæma stórhuga hugsjón, að reisa á föðurleifð sinni, Skjaldarvík, elli- heimili, algjöilega á eigin spýtur. Það mun einkum hafa verið tvennt, sem har til þess, að Stefán réðist í þetla cinslaka stórvirki. Annars veg- ar ræktarsemin við foreldra sína og minning þeirra og hins vegar um- hyggja fyrir hag og vellíðan gamla fólksins, sem mótuð er af hinni ákveðnu kristnu lífsskoðun hans. Það kom brátt í Ijós, þegar tekið var að starfrækja elliheimilið, að þörfin var orðin brýn fyrir slíka stofnun, enda sú fyrsta, sem reist var hér á Norðurlandi. Það leið því ekki á löngu þar til hvert rúm var skipað, og engan veginn hægt að sinna þeim fjölmörgu umsóknum, ■ sem bárust, þrátl fyrir að mjög myndarlega liafi verið farið af stað í öndverðu og mikill stórhugur hafi einkennt hið fórnfúsa starf Stefáns. Það varð því lijarlans mál Stef- áns, að stofnunin mætti vaxa, svo að hún gæti fyllilega gegnt því hlut- verki, sem hann hafði í upphafi ætl- að henni, en þyrfti ekki að horfa upp á það að mörgum gamalmenn- um yrðj að vísa frá vegna þrengsla. Við vígsluna á sunnudaginn var voru fjölmargir gestir vottar að því, að hinar fögru hugsjónir Stefáns höfðu rætzt; að enn hafði hann stig- ið merkt spor til velfarnaðar gamla fólkinu um ókomin ár. Eins og öllum hlýtur að vera ljóst, er það ekkert áhlaupaverk fyrir ein- slaklinga, að ráðast i stórfram- kvæmdir sem þessar nú á tímum, þar sem bæði er erfitt að afla nauð- synlegs efnis og erfiðlega gengur að fá nægt starfslið. Er það óskráð saga, live hart Stef- án hefir orðið að leggja að sér við framkvæmd þessarar fögru hugsjón- ar sinnar. Til byggingar elliheimilisins hefir Stefán aldrei hlotið styrk frá hinu opinbera, en hefir hins vegar aðeins fengið 3 þúsund króna árlegan styrk frá ríkinu til starfrækslunnar, og geta menn farið nær um hversu langt sá styrkur hrekkur! Erá bæ eða sýslu hefir elliheimil- ið aldrei hlotið neinn beinan styrk, en því skal ekki gleymt, sem vel er gert, að rnargir hafa rétt því hjálp- arhönd ýmist með gjöfum eða áheit- um, og er vel að svo sé, og vill blað- ið vekja athygli manna á þessu og hvetja þá til þess að minnast elli- heimilisins. Mun elliheimilið vissulega verða óbrotgjarn minnisvarði um foreldra Stefáns og hann sjálfan; um óþrjól- andi elju hans, fórnfýsi og óeigin- girni. Vill blaðið því í nafni fjölmargra ónefndra gamalmenna færa Stefáni og elliheimilinu hans árnaðaróskir og velfarnaðar um ókomin ár. ATVINNULEYSIS- KÖNNUN VERKAMANNAFÉL. Dagana 18. til 26. þ. m. fór fram atvinnuleysiskönnun í Verkamanna- félagi Akureyrarkaupstaðar. Á skrif- stofu félagsins mættu til skráningar 141 verkamaður, auk þess afiaði stjórn félagsins upplýsmga urn þá verkamenn, sem ekki mæltu til skráningar, með aðstoð trúnaðar- manna sinna á vinnustöðum. Niður- staða könnmiar þessarar varð sem hér segir: V erkam. 1 fastri atvinnu vetrarl. eru 138 1 stopuli atvinnu vetrarl. eru 61 Í meiri eða minni atvinnu nú, en verða atvinnulaus- ir í nóvember, eru....... 84 Atvinnulausir eru nú....... 44 Af öðrum félagsmönnum Verka mannafélagsins eru 12 við nám í skólum, óvinnufærir vegna aldurs eða veikinda 34, fjarverandi eða 1 vantar upplýsingar um 24 menn. Þá vill stjórn Verkamannafélags- ins taka frarn, að alhnargir félags- menn annarra stéttarfélaga, einkmn úr Sjómannafél. Akureyrar, stunda verkamannavinnu hér í hænum og verður því tala þeirra atvinnulausu eða atvinnulitlu verkamanna all- miklu hærri en innanfélagskönnun- in ber með sér. í því sambandi hef- ir skrifstofa verkalýðsfélaganna gef- ið þær upplýsingar, að 25—30 fé- lagar Sjómannafélagsins séu nú at- vinnulausir, en um 50 hafi ótrygga atvinnu. Að athuguðu rnáli má því fullyrða að tala atvinnulausra verka- rnanna og sjómanna rnuni um mán- aðamótin nóv.—des. verða um 150 ■—180, nenra til komi óvæntar at- vinnuframkvæmdir eða sérstakar ráðstafanir verði gerðar til úrbóta. Verlcamannajél. Akureyrarkaupstaðar. I Ð J A mótmæiir rafurmagns- hækkuninni Frá stjórn Iðju hefir blaðinu bor- izt eftirfarandi: „Fundur í Iðju félagi verksnriðju- fólks á Akureyri haldinn laugardag- inn 28. okt. 1950 mótmælir eindreg- ið þeirri gífurlegu verðhækkun á rafmagni, sem hin fyrirhugaða breyting á gjaldskrá Rafveitu Akur- eyrar hefir í för með sér. Skorar funduriun í því sambandi á bæjar- stjórn Akureyrar að koma í veg fyr- ir slíka verðhækkun, er gjaldskrá Rafveitu Akureyrar verður tekin til Fyrir síðasta bæjarstjórnarfundi lá til fyrri urnræðu hækkun á gjald- skrá Rafveitu Akureyrar. Raforkumálastjóri ríkisins hafði sent tillögur um þetta efni og fylgdi þeim ýtarleg greinargerð. Eru tillög- ur hans margbrotnar og varðandi breytingar á flestum liðum gjald- skrárinnar. Eru þær miðaðar við verð í Reykjavík, en þar var hækkun rafmagnsverðsins talin nauðsynleg vegna brýnnar aukningar við bæjar- kerfið. Rafveitustjórn bæjarins fékk þess- ar tillögur til alhugunar og varð hún sammála um það, að mæla ekki með því við hæjarstjórn að samþykkja tillögur raf orkumálastj óra, heldur lagði hún til að sú breyting ein yrði gerð á gjaldskránni, að lægri heim- ilistaxtinn, fyrir svo nefnda mn- fram notkun (12 aura gjaldið), yrði felldur niður, þannig að nú verði heimilistaxtinn kr. 0.20 fyrir kw.- stund í stað kr. 0.20 og 0.12 áður. Hér má geta þess, að eins og nú er fá þeir, sem nota laustengda ofna til hit-unar, rafmagnið ódýrara skv. lægri heimilistaxtanum, heldur en þeir, sem liafa hitun með fasttegnd- um ofnum, en það kostar nú kr. 0.15 kw.-stund í daghitun, en það verð- lag er miðað við kolaverð. Tekjuaukning, sem þessi niður- felling á lægri heimilistaxtanum hefir í för með sér fyrir rafmagns- veituna, ef hæjarstjórn samþykkir hana, var áætluð af rafveitustjórn rúmlega 400 þús. kr. á ári. Það er ljóst, að þessi tekjuaukning mun alls ekki hrökkva til bráðnauðsyn- legs viðhalds og aukningar á bæjar- kerfinu, sem nauðsynleg er til þess að mögulegt verði að taka á móti þeirri auknu raforku, sem fæst við hina nýju virkjun Laxár, og það því fremur, sem gera má ráð fyrir því, að nokkuð muni draga úr notkun rafmagns til hitunar með laustengd- um ofnum. sem fengizt hefir hingað til fyrir lægra heimilisgjaldið, en 2. umræðu i bæjarstjórn Akureyrar. Fundurinn var fjölmennur og sam- þykktin gerð einróma.“ áætlunin er miðuð við sörnu raf- orkunotkun. Það má því gera ráð fyrir að tekj uáætlunin rnuni ekki standast alveg fyllilega. En það er alls ekki ætlunin, að þessi tekjuaukning eigi að standa undir kostnaði við nývirkjunina, lieldur aðeins nauðsynlegu við- haldi og hýbyggingu bæjarkerfisins. Varðandi þessa rafmagnshækkun hefir nokkurra missagna kennt í sumum blöðum bæjarins, og er það af þeim sökum, að tillaga raforku- málastjóra hefir þar verið lögð til grundvallar, en það er fyllilega ljóst að henni verður hafnað. Og það verður vart annað sagt, en að vægilega sé farið í sakirnar, þó sam- þykkt verði tillaga rafveitustjórnar urn breytinguna á gjaldskránni með tilliti til þess hversu rafmagnskerfi bæjarins er í miklum ólestri og þarf brýnnar og gagngerðrar lagfæringar við, ef að viðunanlegt á að verða. HESTAR VERÐA FYRIR BIFREIÐ Síðastliðið mánudagskvöld skeði það, að bifreið, sem ekið var út Lög- mannshlíð, mætti hestahópi. Bifreið- in ók með ljósum og munu ljósin hafa gjörblindað hestana, svo að þeir hlupu framan á bifreiðina, með þeim afleiðingum, að tveir hestanna stórslösuðust, svo að það varð að drepa þá samstundis. Einnig skemmist bifreiðin nokk- uð. NÁMSKEIÐ BIFREIÐASTJÓRA Námskeið er að hefjast hér í bæ fyrir bifreiðastjóra til meiraprófs. Þátttakendur eru nálægt 40 og eru þeir víðs vegar að af Norður- og Austurlandi, og er nú tiltölulega meiri þátttaka utan af landi en héð- an úr bænum. Kennsla á námskeiðinu fer fram á Hótel Norðurlandi og annast hana þeir Snæbjörn Þorleifsson, Vil- hjálmur Jónsson og Gísli Ólaísson.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.