Íslendingur - 01.11.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. nóvember 1950
ÍSLENDINGUR
Elliheimilið í Skjaldarvík
vollar innilegar þakkir fyrir gjafir og vinsamlegar heimsóknir á
vígslu Elliheimilisins síðaslliðinn sunnudag. — Einnig þökkum við
hjartanlega Kvenfélaginu „Gleym mér ei" í Glœsibœjarhreppi hina
slóru og höfðinglegu bókagjbf, sem er allt Ritsafn Jóns Trausla og
Ritsafn Einars H. Kvairan í skraulbandi hvorttveggja. ¦—
MeS hjarlans þakklœti og bezlu árnaðaróskum.
ELLIHEIMILIÐ í SKJALDARVÍK,
Stefán Jónsson.
IimröinmuB
Gerum við bilaða myndaramma. Setjum gler í eldri ramma. " Nýkomið úrval a£ rammalistum. Rammagler fyrirliggjandi. Rey n i ð v i ðs k ip 11 n.
GLERSLÍPUNIN H. F. Geislagötu 12 . S ími 15 3 8
Læknaskipti
Þeir samlagsmenn, sem óska að skipla um lækni frá næstu ára-
mótum, geta undirritað beiðni um það á skriístofu vorri, sem veit-
ir upplýsingar um hvaða lækna er um að velja.
Heimild þessi til læknaskipta gildir til 1. desember n.k.
SJUKRASAMLAG AKUREYRAR
Lðgtök
Samkvæmt kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og á hans
ábyrgð og að undangengnum úrskurði verða eftirtalin gjöld til Ak-
ureyrarbæjar fyrir yfirstandandi ár, sem fallin eru í gjalddaga, tek-
in lögtaki að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar:
1. Útsvör, sem fallin eru í gjalddaga skv. lögum nr. 66
frá 1945.
2. Fasteignagjöld.
3. 011 ólokin gjöld til Hafnarsjóðs Akureyrar.
Bœjarjógetinn á Akureyri 26. okt. 1950
Almenn skraning
atvinnulausra manna, hin fj órða á þessu ári, fer fram á Vinnu-
miðlunarskrifstofunni í Lundargötu 5, dagana 1.—4. nóvember
1950, að báðum dögum meðtöldum kl. 14.—18 alla dagana. Til
skráningar mæti allir atvinnulausir karlar og konur og gefi skýrslu
um atvinnu sína þrjá s.l. mánuði — ág. sept. okt.
BÆJ ARSTJÓRI
Skjaldborgarbíó
UPP KOMA SVIK
UM SÍÐIR
(I Love Trouble)
Ný, amerísk, spennandi sakamála-
mynd.
Aðalhlutverk:
FRANCHOT TONE
JANET BLAIR.
Bönnuð yngri en 16 ára.
zm
— Nýja bíó —
í kvöld kl. 9:
KONA
HLJÓMSVEITAR-
STJÓRANS
Söngva- og hljómlistarmynd frá
20th Century-Fox kvikmynda-
félaginu.
Leikstjóri: Lloyd Bacon.
Helztu leikarar:
Jeanne Crain — Dan Daily.
Oscar Levant
Barbara Lawrence
Norðurlands
B í ó
Miðvikudags- og fimmtudagskv.
klukkan 9:
FÓSTURDÓTTIR
GÖTUNNAR
Sænsk stórmynd byggð á sönnum
atburðum úr götulífi Stochólms-
borgar.
Aðalhlutverkin:
MAJ-BRITT NILSSON
PETER LINDGREN.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Síðasta sinn.
Pöntun aðgöngumiða
veitl móttaka frá kl. 1—2 e. h.
í síma 1423.
TIL SÖLU
Borð og 4 stólar
með tækifærisverði.
Afgr. vísar á.
ÍSLENDINGUR
fæst
BókabúS Eddu h.f.,
Bókabúð Akureyrar,
Bókaverzlun Gunnl. Tr. Jónssonar og
Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f.
MORGUNBLAÐIÐ
fæst í
Bókaver/.lun Gunnl. Tr. Jónssonar og
*
Bókaverzlun Axels Kristjánssonar h.f.
'FRAMHALDSSAGA —
Nr. 11.
ÁKÆRÐURTVISVAR
Felthorpe lávarður hafði sagt öllum, að sonur sinn væri sér
dauður, en þó hafði hann ekki getað hætt að hugsa um hann við
og við. Hann hafði oft hugsað til þess á meðan Adrian var í fang-
elsinu, að ef til vill væri honum sjálfum að einhverju leyti um það
að kenna, að sonur hans hefði lent á þessum villigötum. Hann hafði
aldrei minnst á þetta einu orði við eldri syni sína, en hafði þó ein-
sett sér að gera eitthvað fyrir drenginn, þegar hann kæmi aftur.
En þegar hann stóð allt í einu augliti til auglitis við Adrian, án
þess að hafa átt hina minnstu von á því, komst hann í hræðilega
geðshræringu og algert uppnám. Hann skoðaði hann alltaf sem
dreng — mjög óstýrilátan dreng — óskiljanlega óstýrilátan dreng;
en þó dreng, og svo hafði hann allt í einu séð fyrir framan sig
fullvaxinn mann — mann, sem hafði þolað raunir hinna útskúf-
uðu. Lávarðurinn gamli hafði einnig orðið að þola margt og hann
þekkti þjáningadrættina í andliti unga mannsins. Og hann var ein-
mitt í þann veginn að heilsa syni sínum vingjarnlega og af alúð,
þegar gamla harðneskjan og kaldlyndið skutu upp kollinum, svo
að hann taldi bezt að bíða með slíkt fyrst í stað, en mælti þess í
stað þessi fáu og bitru orð, sem Adrian hafði reiðst svo mjög. Hann
hafði ekki ætlað sér að gera þetta. Á samri stundu sá hann eftir
að hafa sagt þessi orð, og ef Adrian hefði sagt eitthvað annað en
hann gerði eða þagað, hefði hjarta gamla mannsins bráðnað. En
þá kom hið tilfinningalausa, ögrandi og hortuga svar glataða son-
arins. Afleiðingarnar urðu svo óheillavænlegar.
Þegar Adrian kom aftur til Jósefínu sauð reiðin enn í honum,
svo að hann bað hana að koma með sér út. Þau gengu upp gamla
fjallastiginn, sem var tengdur svo mörgum dásamlegum minning-
um í hug þeirra frá liðnum árum. Hér sagði hann henni frá heim-
sókninni til föður síns.
„O, Adrian, mig tekur þetta sárt," sagði Jósefína hrygg í bragði.
„Afar sárt. Faðir þinn er hræðilega harðbrjósta. En láttu þetta
ekki á þig fá, ástin mín; við sigrumst á örðugleikunum, þú og ég."
„Ég tek mér þetta ekki nærri, elskan. Gamli svíðingurinn getur
siglt sinn sjó. Eg hefi engu tapað. Hann var mér aldrei faðir og
það er vissulega of seint að byrja á því nú; en það, sem ég þarf að
tala um nú, ert þú, hjartað mitt. Og það er bezt að vera hreinskil-
inn. Ég er eins og hvert annað úrhrak og framtíð mín verður í
samræmi við það. Þjóðfélagið hefir þótzt þess megnugt áð varpa
mér úr röðum sínum, útskúfa mér og búa mér þá framtíð, sem
enginn vildi sjá hund búa við. — Fyrir mig og mína líka er ekkert
afturhvarf til. — Mér er ætlað að verða þorpari; ágætt, ég skal
sýna þeim, hvaða eld þeir hafa kveikt í mér, en ég get ekki haldið
þér fastri við heit þitt, Jósefína. — Elskan mín, þín vegna verðum
við að skilja."
„0, nei, nei!" hrópaði Jósefína örvingluð. „Adrian, þú veizt
ekki hvað þú ert að segja. Öll þessi erfiðu ár, sem ég hefi beðið
þín, talið dagana þangað til þú kæmir. Adrian, ástin mín, elskar
þú mig þá ekki? þarfnast þú mín þá ekki?"
„0! Ég elska þig, Jósefína, ég þrái þig meira en lífið sjálft, en
sérðu ekki hversu óhugsandi það er? Ég verð að berjast gegn öll-
um, og ég verð að berjast aleinn. Hvernig gæti ég dregið þig niður
í eymd og smán með mér?"
„Aðstaða þín er alls ekki svona vonlaus, Adrian. Við getum far-
ið burtu seinna; ég get ekki farið nú, þó að ég fegin vildi, vegna
föður míns. En þú getur verið hér hjá okkur á meðan. Ég á pen-
inga, og pabbi myhdi hjálpa okkur, ef í nauðirnar ræki."
„Nei, elskan," svaraði hann og hristi höfuðið. „Þetta er gjör-
samlega ómögulegt. Eg hefi lagst lágt, og á ef til vill eftir að leggj-
ast lægra, en þó ekki svo, að ég taki peninga þína, ástin mín."
„Adrian, ég sleppi þér ekki. Hver svo sem kjör þín í framtíðinni
kunna að verða, þá krefst ég þess að ég fái að deila þeim með þér,
nema þú getir í einlægni sagt, að þú'elskir mig hvorki né þarfnist
mín, en mundu að ég get lesið hug þinn allan. Til þeirrar stundar
skal ekkert megna að slíta þig frá mér."
„Yndislega stúlkan mín," muldraði hann, þrýsti henni innilega
að brjósti sér, og elskendurnir gleymdu öllum erfiðleikum í nútíð
og framtíð.
Að nokkurri stund liðinni sagði hann: