Íslendingur


Íslendingur - 08.11.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 08.11.1950, Blaðsíða 2
ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 8. nóvember 1950 l^faufí&ðtir Úlgt-íaiidi: Útgáfufélag ískndinga. Ritstjóri ug ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Augiýsíngar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa GránufélagsgaU 4. Sími 1354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Togaraverk- íallinu ioKið. Loksins er togaradeilan að íullu leyst á suður- og vesturlandi. At- kvæðagreiðslu meðal togarasjó- manna og útgerðarmanna um nýja sáttadllögu í deilunni lauk á mánu- dagskvöldið var í verstöðvum sunn- anlands og vestan. Úrslit urðu þar á þann veg: í Reykjavík sögðu 277 já, 143 nei, 7 seðlar voru auðir eða ógildir. I HaínarfirTi sögðu 81 já en 53 nei, 1 seðill auður og 1 ógildur. Á ísa- firði sögðu 36 já, en 24 nei. — At- kvæðagreiðslan meðal botnvörpu- skipaeigenda fór á þá leið, að 24 þeirra samþykktu tillöguna, 4 voru henni andvígir en 7 skiluðu auðu. Á Siglufirði er einnig lokið at- kvæðagreiðslu um miðlunartillög- una og var hún felld þar með 14 at- kvæðum gegn 6. Á Akureyri og Norðfirði er atkvæðagreiðslu ekki lokið. Togaradeilan er þá endanlega leyst á öllu landinú, nema á 3 síðast- greindum s.öðum, en togararnir þar erú gerðir út á karfaveiðar sam- kvæmt sérstökum samningi, sem að- elns gildir um þær veiðar. Allir þeir togarar, sem bundnir hafa verið að undanförnu eru nú að búa sig á veiðar, og eru sumir þegar farnir. Flestir fara á karfa- veiðar, en fáeinir munu veiða í ís. SkemmdarsJrarf komma er skí'puícgf í Kreml. Með lausn þessarar löngu og dýru vinnudeilu hefir bráðum háska verið bægt frá efnahagslífi þjóðar- innar, og er það vissulega ekki von- um fyrr, að lausn fæst, og er það einkum nú, eins og reyndar endra- nær, að allt hefir strandað á þver- móðsku kommúnista. Þeir heimt- uðu lausn deilunnar með stórum orðum, og höfðu því miður, að mörgu leyti, góðan höggstað á for- vígismönnum sjómannasamtakanna og framkomu þeirra í málinu, og í blöðum þeirra er meira að segja margoft krafist þess að ríkisstjórnin blandi sér í deiluna (!) og geta menn því rétt ímyndað sér heilindin. En í verki hafa kommúnistar hvar sem ' þeir hafa haft nokkur tök á unnið hatrammlega gegn nokkurri lausn deilunnar, og í sjómannafélögunum, sem þeir ráða, er lausn deilunnar ekki fengin enn, og þetta gera þeir enda þótt síðus'.u sáttatillögur, sem kosið hefir verið um, séu mun hag- stæðari sjómönnum, heldur en þeir sérsamningar, sem þeir hafa sjálfir gengizt fyrir að sjómenn gengju að hér norðanlands og austan. Afstaða kommúnista markast í þessu máli eins og' öllum öðrum, sem snerta efnahagsmál og atvinnulíf, af þeirri meginlínu að austan, að flokksbrotum kommúnista í öllum vestrænum löndum beri nú að grafa svo sem þeir frekast mega undan fjárhagskerfi og efnahagslífi þeirra þjóða, til þess að reyna að hindra þá endurreisn, sem framkvæmd er þar í skjóli víðtækra samtaka þeirra til eflingar friðar í heiminum og til aukinnar velmegunar meðal hinna frjálsu þjóða. Einlæg samtök og samstarfsvilj i vestrænna þjóða, sem vissulega munu hafa í för með sér blómlegra atvinnu- og fjármálalíf meðal þeirra, er þyrnir í augum rússnesku heims- veldiskL'kunnar, og því sigar hún þægum dindlum sínum að öllu því, sem þar má til framfara horfa. Þáttur kommúnista í togaraverk- fallinu er framlag íslenzku deildar- innar til þeirra skemmdars!arfa, sem skipulögð eru í Kreml. Fundur í ráðherranefnd efnahagssamvinnustofnunarinnar um fyrri helgi. PARÍS: Ráðherranefnd efnahags- samvinnustofnunar Evrópu hélt fund í París um fyrri helgi og sat Björn Ójafsson, viðskiptamálaráð- herra fund þennan fyrir hönd ís- lerizku rikisstjórnarinnar. Fundur- inn samþykkti tillögur um sameigin- legar aðgerðir allra þáUtökuríkja með hliðsjón af hinum nýju viðhorf- um í alþjóðamálum. í tillögum fundariris er farið fram á að sam- vinnuríkin innleiði ekki einhliða að- gerðir, sem gætu stefnt efnahags- legu jafmægi í hættu. Ennfremur lagði fundurinn til að ríkin reyndu, 1. Að halda fjárhagslegu jafn- vægi innanlands þrátt fyrir hækk- andi verðlag og skort á ýmsum neyzluvörum. 2. Að halda áfram nauðsynlegri fjárfestingu enda þótt auknar land- varnir í ílestum löndum leggi tak- mörkuðu fjármagni miklar byrðar á herðar. 3. Að halda við sanngjarnri dreif- ingu hráefna og tækja, sem minnk- andi frarnboð er á sökum aukinna landvarna, og jafnframt að haláa niðri verði á nauðsynjavörum. 4. Að halda áfram auknum raf- orkuvirkjunum til þess að koma í veg fyrir alvarlegan skort á orku til iðnaðarframkvæmda í framtíðinni. 5. Að taka upp ákveðnar aðgerðir til þess að koma í veg fyrir skort á vinnuafli í sumum löndum og færa í nyt aukið framboð á vinnuafli í öðrum lör.dum. 6. Að draga úr viðskiptahöftum milli samvinnuríkjanna innbyrðis bæði til þess að tryggja nægilegt „EF VIÐ ÆTTUM AÐ GERA GREIN ...." í 7.—8. hefti þessa árs af Frjálsri verzlun er meðal margs annars grein um Fjárhagsráð, og þar sögð at- hyglisverð saga um viðskipti Félags prjónlesframleiðenda við þá mikil- ráðu stofnun. Fjárhagsráð hafði neitað prjónlesframleiðendum um leyfi til vélakaupa á allhæpnum for- sendum að því er virtist, enda ekki gerð minnsta grein fyrir neituninni. Um það skal þó ekkert sagt, hvort ráðið hefir haft fulla ástæðu til þess að synja þessari beiðni eða ekki, en sennilega hafa þó einhver rök legið til þess, án þess að upplýst hafi verið. Þessi neitun á leyfi er Hklega í sjálfu sér ekkert merkilegri en aðrar af sama toga og ef til vill ekkert óeðlileg þegar þjóðin á við slíka gjaldeyrisörðugleika að stríða sem nú; en það, sem vekur furðu og slær óhug á menn eru viðbrögð nefndar- manna þegar leitað er eftir áslæðum fyrir synjuninni. Svarið var: „Ef við ættum að gera grein fyrir öllum okkar gerðum, þá hefðum við ekki annað að gera." — Það þarf ekki að skýra þessi orð, en þau benda ótví- rætt í þá átt, sem útþensla skrif- stofubákns og stóraukin afskipti rík- isvaldsins er að leiða þjóðina. Það er vissulega ýmislegt rotið víðar en í ríki Dana. ER ÞAÐ SÍS, SEM RÆÐUR? í nefndri grein er minnst á það, að nú að undanförnu hafi SlS lagt á það megináherzlu að ná undir sig öllum ullariðnaði í landinu. Hafi það á sínum tíma fengið ríflegan vélainnflutning hjá Nýbyggingar- ráði, og berst svo nú með öllum mögulegum ráðum gegn því, að aðr- ir, sem fást við ullariðnað, geti bætt aðstöðu sína. „Þetta er ekki óeðlilegt frá sjón- armiði SÍS, því að eins og vitað er keppir það að því að ná sem víð- tækastri einokunaraðsföðu í verzlun og iðnaði, hvar sem nokkur mögu- leiki er til." Það er því ofur skiljanlegt að op- inberir þjónar SÍS spyrni við fót- um gegn starfsemi, sem hugsanleg væri að tæki upp samkeppni við fóstruna þeirra. En hitt er óskiljan- legra, hvernig margir þeirra, sem framboð á nauðsynjavörum og til þess að koma í veg fyrir að strangt eftirlit með útflutningi verði aftur tekið upp. Fundarsamþykktin fól sérfræð- inganefndum efnahagssamvinnu- stofnunarinnar að safna nákvæmum upplýsingum um hin ýmsu vanda- mál, sem fyrir hendi eru í hverju einstöku landi, sem síðar verði hafð- ar til hliðsjónar við frekari ákvarð- anir stofnunarinnar. Nefndir þessar eiga að skila álitum sínum á tíma- bilinu frá 30. nóvember til 31. des- ember. stöðu sinnar vegna ættu að halda vörð um almenna hagsmuni gagn- vart klíkum og einokunarbröLi, virðast oft og einatt vera eins og heillaðir eða bergnumdir af SÍS- liðinu, svo að þeir gleyma skyldu PISLARVÆTTI DAGSRITSTJÓRANS. Ennþá er Dagsritstj órinn að reyna að gera úr sjálfum sér píslarvott! Hann er óhemju sár og hneykslaður yfir því að minnst skyldi vera á hans virðulegu persónu í sambandi við verðhækkanir á kaupfélagshótel- inu! En í sjúklegri von sinni um, að það verði honum til vegsauka, ef vhonum tekst að telja fólki trú um píslarvætti sitt, þá gleymir hann því, að hann var sjálfur svo seinheppinn að draga persónu sína inn í umræð- urnar. Tillegg hans til varnar verð- hækkunum voru mestmegnis þær að bera hugsjónaríkt blað sitt og grand- varan ritstjóra þess saman við and- lausan íslending og illkvittinn, róg- skrifandi riístjóra þess, auk margra annarra hógværra hólyrða um rit- stjóra þessa blaðs! Það er skiljan- legt að slíkir menn hneykslist. Um sjálft málefnið, hótelverðið, reynir hann ekki að ræða með rök- um, enda ómótmælanlegt að miklar verðhækkanir hafa orðið og um leið j dregið úr magni og því mun það \ ekki rætt frekar, en reynir helzt að \ koma því að, að það séu skattarnir, sem liggi þyngri á kaupfélagshótel- ' inu heldur en öðrum! DagsrLstjórinn reynir að draga það fram s'nu máli vafalaust til stuðnings, að Islendingi seinkaði, vegna þess að pappírssendingu til blaðsins seinkaði, og hugði hann ; um sinn að hótelmálið hefði orðið banabiti blaðsins. Það skortir ekki rökin í þeim herbúðum! En líklega hefir enginn haldið, að Dagsritstjórinn myndi leggja sig í slíka lífshættu í Vatnajökulsleið- angri, að blað hans myndi af þeim sökum hljóta andlát, enda þó að því hafi seinkað eitt sinn í því sambandi. ELLIHEIMILIÐ I SKJALDARVÍK fékk óvænta og velkomna heimsókn síðastliðinn þriðjudag. — Fram- kvæmdastjóri Skjaldborgarbíós bauð öllu heimilisfólki þar að horfa á kvikmyndasýningu í hinum nýja samkomusal heimilisins. Fór hann þangað ásamt sýningastj óra bíósins með ferðasýningavél fyrir breið- filmur, sem Skjaldborgarbíó hefir nýskeð eignazt, og var sýnd myndin „Glitra daggir, grær fold" við mik- inn fögnuð heimilisfólksins. Er þetta fyrsta kvikmyndasýning í þessum nýja sal, og skýrði framkvæmda- stjóri bíósins frá, að Templarar hefðu í huga að gleðja vistmenn elliheimilisins með fleiri slíkum heimsóknum í vetur. Auglýsið í íslendingi. EINHLEYPIR MENN VINNI AF SÉR Á LITLA HRAUNI VANGOLDIN BARNSMEÐLÖG Fyrir síðasta fundi bæjarráðs Ak- ureyrar lá bréf frá Sveini Bjarna- syni, fátækrafulltrúa, þar sem hann skýrir frá því, að innheimta meðlaga frá feðrum óskilgetinna barna gengi æ erfiðar, jafnframt því sem með- lagskröfur á bæinn stórykjust. Taldi Sveinn, að á þessu ári mundi útgjöld bæjarins vegna óskilgetinna barna verða um 200.000 kr. eða um tvö- falt hærri en fyrir þremur árum. Fá- tækrafulltrúinn kvað barnsfeður marga reyna með öllum ráðum að komast hjá því að endurgreiða bæn- um meðlögin, jafnvel fara úr fastri vinnu í hlaupavinnu, svo að eigi yrði sú leið farin að láta atvinnu- rekanda halda eftir af kaupi upp í meðlögin. Fór Sveinn fram á um- boð frá bænum til þess að fá yfir- valdsúrskurð um það, að einhleyp- ir menn skyldu vinna af sér á Litla- Hrauni vangoldin barnsmeðlög, en framfærslulögin kveða svo á, að slík leið sé heimil. Bæjaíráð lagði einróma til, að bæjarstjórn skyldi veita Sveini um- boð þetta, og taldi sjálfsagt að barns- I meðlög í vanskilum skyldu innheimt ! með fullri hörku, a. m. k. þegar ekki væri um að ræða menn, sem hefðu fyrir fjölskyldu að sjá. FRÁ MÆÐRASTYRKS- NEFND Það eru vinsamleg tilmæli okkar, sem erum í Mæðrastyrksnefnd Ak- ureyrar, að þeir bæjarbúar, sem eiga notuð föt, sem einhverra hluta vegna eru fallin úr umferð, en þó nothæf, svo að hægt sé að sauma upp úr þeim á krakka og unglinga, láti okk- ur hafa þessi föt til umráða og það sem allra fyrst. Mæðrastyrksnefndarskrifstofan er í Strandgötu 7 (uppi), opin alla mánudaga og fösludaga kl. 5—7 e.h'. Virðingarfyllst. Mœðrastyrksnefnd Akureyrar. Flautufaraldur Undanfarna daga hefir gefið að heyra ömurlega og óhugnanlega tón- list á götum bæjarins. Hafa þar far- ið uppvaxandi borgarar þessa bæj- ar með pjáturblístrur nokkrar ófagr- ar að útliti, og framleiða með þeim hinar ámáttlegustu „sinfóníur", sem mörgum hafa gert gramt í geði. Er ekki til of mikils mælzt að leggja bann við sölu á slíkum hljóðfærum eða að öðrum kosti krefjast þess af Stefi, að það skattleggi þessa músik svo hátt, að hún borgi sig ekki fyrir hina upprennandi hljómlistarmenn. Peli.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.