Íslendingur


Íslendingur - 08.11.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.11.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. nóvember 1950 ÍSLENDINGUR 3 Vörujöínun Afhendum 1 kíló a£ þurrkuðum aprikósum gegn reit nr. 7 a£ vörujöfnunarseðli verzlunar- innar. Verzl. Eyjafjörður H.f. Flösknr! Flöskur! ; ) Kaupum flestar stærðir af flöskum. Gefum 60-80 aura fyrir stykkið. EFNAGERÐ AKUREYRAR H.F. Sími 1485. Nr. 48, 1950. TILKYNNING ÁkveðiS hefir verið nýtt hámarksverð á blautsápu sem hér segir: Heildsöluverð án söluskatts . kr. 6.02 pr. kg. Heildsöluverð með söluska ti .... kr. 6.20 pr. kg. Smásöluverð án söluskatts . kr. 7.35 pr. kg. Smásöluverð með söluskatti .. kr. 7.50 pr. kg. Reykjavík, 3. nóv. 1950. Fjárhagsróð. Handahreinson Athygli hundaeigenda í bænum er vakin á því, að þeim einum er heimilt að hafa hunda, sem færa sönnur á það fyrir heilbrigðisfull- trúa með vottorði dýralæknis, að hundarnir séu hreinsaðir á hverju ári eins og fyrirskipað er. Er hér með brýnt fyrir hundaeigendum að láta hreinsa hunda sína og færa sönnur á það fyrir heilbrigðis- fulltrúa með framangreindum hælti fyrir 15. desember n. k., enda ber að lóga hundunum að öðrum kosti. HEILBRIGÐISNEFND. TILKYNNING til húsavátryggjenda utan Reykjavíkur frá Brunabótafélagi íslands. Brunabótafélagið hefir ákveðið að heimila húsavátryggj endum að hækka vátryggingarverð húsa sinna um 30% — þrjátíu af hundr- aði -—- vegna hækkunar á byggingarkostnaði, sem stafar af gengis- fellingu krónunnar. Nánari upplýsingar fást hjá umboðsmönnum félagsins og aðal- skrifstofu. Brunabótafélag íslands. Skjaldborgarbíó í kvöld kl. 9: Sök bítur sekan Bpennandi amer.'sk leynilögreglu- mynd. Aðalhlutverk: GLENN FORD JANIS CARTER. Bönnuð unglingum. — Nýja bíó — í kvöld kl. 9: MARÍA í MYLLUGARÐI (Maria pá Kvarngárden) Aðalhlutverk: V i v e c a L i n d f o r s E d v i n Adolpson Höfum fengið úrval af enskum og dönskum barnafatnaði, svo sem: Telpukjólar Smábarnakjólar Skírnarkjólar Regnkápur Gúmmíbuxur Gúmmílök Gúmmfsvuntur Regnslár Hökusmekkir Drengjahúfur Drengjaföt Drengjafrakkar 'Allsk. nærfatnaður fyrir drengi og stúlkur Undirkjólar Kjusur Drengjapeysur. Verzl. Eyjafjörður h.f. Saumavél (stigin) óskast keypt, ennfremur fallegt gólfteppi 3x4 m. rná vera minna. Tilboð leggist inn á afgr. blaðs- ins fyrir laugardag merkt: Vel með farið. Bútar af erlendu efni, tilsniðnir í drengjabuxur á 2— 6 ára, verða seldir í dag og á morgun hjá Sigurði Guðmundssyni, klæðskera, Helganiagrastr. 26. ÍFRAMHALDSSAOA- Nr. 11. ÁKÆRÐUR TVISVAR „Elskan mín, það er gagnslaust fyrir mig að halda því fram, að ég þarfnist þín ekki, en framtíðin er svo uggvænleg, að mér er lífs- ins ómögulegt að halda þér fastri við loforð þitt. Þegar þú verður þreytt að bíða, þá skaltu gleyma mér, en á meðan ælla ég til Lon- don til þess að endurnýja vináttu við mann nokkurn, sem ég hitti þar. Við ætlum að rabba urn framtíðarstörfin. Taktu vel eftir, Jósefína — því að ég vil ekki ljúga að þér né blekkja þig — það gæti hugsast að heimurinn teldi störf mín glæpaverk — en ég ímynda mér að ég komi til með að græða mikið fé hvað svo sem það kostar.“ „Vinur minn, viltu nú ekki hugsa þig betur um áður en þú stíg- ur svo hræðilegt spor?“ bað hún hann innilega, en hann var ósveigj- anlegur. „Ég er fullkomlega hreinskilinn við þig,“ sagði hann. „Ákvörð- un mín er óhagganleg,“ og þetta varð Jósefína að gera sér að góðu. Það urðu mikil vonbrigði fyrir hana, hvernig hin langþráða heim- koma Adrians varð; hún hafði tengt allar vonir s.'nar við hana og byggt á henni bjartar skýjaborgir. Og þó að hún hefði óttast, að gamli lávarðurinn yrði ósveigjanlegur, þá hafði hún þó alið þá einlægu von í brjósti, að Adrian myndi þiggja fjárstyrk hjá föður hennar á meðan hann væri að koma undir sig fótunum. Nauðugur tók Adrian við nokkrum pundsseðlum hjá Ebenezer gamla, og hélt svo með kvöldlestinni til London aftur. Jósefína fylgdi honum á stöðina og kvaddi liann harmi þrungin. Þegar hún kom heim, lokaði hún sig inni í herbergi sínu. Þar, ein og yfirgefin, bugaðist hún gjörsamlega og grét ógæfu sína og hans, sem hún unni mest. Á leið sinni íil London gat Adrian ekki um annað hugsað en ást Jósefínu og trygglyndi, og það hvernig hann myndi geta safnað saman nægu fé til þess að geta kvænst henni og séð henni sóma- samlega faiborða. Bitrar hugsanir um föður hans ófust og inn í framtíðarhugsanir hans. Ilonum fannst hann vera harðbrjósta hrotti, sem sneyddur væri öllum mannlegum tilfinningum. En líklega myndi skoðun Adrians hafa breytzt, ef hann hefði séð föður sinn á þessu augnabliki, þar sem hann sióð í ljósglætu frá kerti, sem hann hélt á í hendi sér, fyrir framan stórt málverk af yndisfallegri stúlku klæddri skartbúningi, sem var í tízku fyrir 30 árum. Það var mikill svipur með hinu fagra andliti á myndinni og Adrian; og augun, sem Felthorpe lávarði virtist líta álasandi á sig, voru sérstaklega 1 k augum hans. Það voru tár í augum gamla lávarðarins, þegar hann muldraði biðjandi: „Fyrirgefðu mér, Lucy, fyrirgefðu mér.“ * I Þegar Adrian kom til London, leitaði hann strax upp heimilis- fang í Kaledoníanstræti, sem maður nokkur að nafni Micky Hardy hafði gefið honum í fangelsinu. Sá rnaður var alræmdur falsari og hafði oft setið inni. Adrian og hann höfðu kynnzt í fangelsinu og höfðu oft átt þar leynilegar viðræður. Micky lrafði sagt Adrian að það væri auðvelt að verða stórauðugur með því að falsa banka- seðla, ef einhver, sem liti vel út og væri virðulegur, vildi taka að sér að sjá um dreifingu þeirra. Hann hafði losnað úr fangelsinu skömmu áður en Adrian, en þeir höfðu áður bundizt fastmælum um að Adrian kæmi til hans strax og hann losnaði. „Gott að sjá þig. Hvernig ertu settur?" „Rekinn að heiman í morgun, og þessir fataræflar, sem ég er í, er það eina sem ég á,“ svaraði Adrian biturlega. „Gerir ekkert, drengur minn, ég er einmitt að ljúka við eitt mót og á morgun hef ég tilbúna nokkra pundsseðla, sem þú getur svo komið í umferð.“ „Pundsseðla,“ sagði Adrian hugsi, og bætti svo allt í einu við með ákefð: „Því í ósköpunum býrðu ekki til stærri seðla -— hundr- að pundaseðla til dæmis? Mér virðist áhættan vera sú sama, og refsingin sú sama, ef til kemur.“ „Það er dreifingin á þeim, drengur — dreifingin á þeim,“ svar- aði M.cky. „Það er auðvelt með punds og hálfpundsseðla -— eng- inn vandi. Hvert barn getur komið þeirn í umferð. En þú getur ekki átt við þá stærri.“ „Ég gæti víst auðveldlega komið þeim í umférð,“ sagði Adrian með festu, svo að Micky leit upp. „Hvernig?“ var það eina, sem hann spurði, en hann hvessti slægðarlegum augunum á Adrian.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.