Íslendingur - 15.11.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
Miðvikudagur 15.
nóv. 1950
46. tbl.
Verðgæzla
Eftirfarándi hefw blað'hiu bor-
izt frá skrifstofu verðgæzlu-
stjóra. — Nokkuð stytt.
Með lögum nr. 35, frá 25. apr-
íl þessa árs, er gerð sú höfuð-
breyting á verðlagseftirlitinu, að
neylendasamtökunum er að veru-
legu leyti fengið í hendur það
verkefni, að sjá svo um, að þau
verðlagsákvæði sem Fjárhagsráð
setur á hverjum tíma, séu hald-
in, að svp miklu leyti sem slíkt
er mögulegt. Ennf remur eru með-
dómendur í Verðlagsdóm til-
nefndir af fulltrúum sömu sam-
taka í öllum kaupstöðum lands-
ins.
Mér er óhætt að segja, að það
er áhugamál þessara fulltrúa og
viðskiptamálaráðherra að eftir-
litið sé sem allra bezt.
Það sem enn vaintar á, er að
almenningur, bæði meðlimir áð-
nefndra samtaka og aðrir neyt-
endur, myndi samfylkingu gegn
þeim, sem vilja auðga sjálfa sig
á því að brjóta þær reglur sem
settar hafa verið, og það einmitt
nú, þegar kaupgeta almennings
er miinnkandi, en vöruþurð hins-
vegar vaxandi-
Eg vil hér endurtaka það, sem
ég minntist á áður, að Fjárhags-
ráð, eða sá, sem það til þess nef'n-
ir, tekur ákvarðanir um verðlagn-
ingu á vörum, bæði hámarks-
álagningar, »prósentu«, á innfl.
vörum, svo og ákveðið verð á
innlendum framleiðsluvörum í
hverju tilfelli.
Eftirlitið er margháttuðum erf-
iðleikum háð. Ýmsir hafa látið
þau orð við mig falla,, að þýðing-
arlaust sé að tilkynna auðsæ verð
lagsbrot, því slíkar athugasemd-
ir séu sjaldan teknar til greina.
Þetta er hreinn misskilningur, og
ég vil leggja áherzlu á þetta at-
riði. í þessu sambandi vildi ég
benda á 9. grein nefndra laga
um verðlagseftirlit, en þar segir
að Verðgæzlustjóri og þeir, sem
með verðlagseftirlit fara, geti
krafið hvern sem er allra þeirra
upplýsinga, er þeir telja nauð-
synlegar gegn þagnarskyldu.
'Beita má dagsektum ef van-
rækt er að veita umbeðnar upp-
lýsingar. ,
Brot gegn öðrum ákvæðum
laga þessara, reglum eða, sam-
þykktum settum samkvæmtþeim,
varða sektum allt að 200 þús. kr.
Ef miklar sakir eru eða af-
brot ítrekað, skal sökunautur
sæta varðhaldi eða fangelsi allt
að fjórum árum og sviptur at-
vinnurétti um stundarsakir aða
fyrir fullt og allt. Upptaka eigna
samkvæmt 69. gr. almennra hegn
ingarlaga skal heimil vera.
Nú vil ég taka það skýrt fram,
að ég óska mjög eindregið eftir
samvinnu við samtök innflytj-
enda, einstaka innflytjendur og
Framhald af 3. síðu
DtgerðartélagiO getnr
fengiö nýjan togara
Eihs og mönnum mun vera
kunnugt þá gekkst ríkisstjórn ís-
lands fyrir því að samið var um
smíði 10 nýrra togara í Bret-
landi. Nú er svo komið að tveir
af togurum þessum verða til-
búnir til afhendingar um næstu
mánaðarmót og getur útgerðar-
félag Akureyringa h.f. fengið
annan þeirra ef nægileg fjárfram
lög fást tryggð.
Til þess að geta ráðist í þessi
kaup ákvað Útgerðarfélagið að
auka, hlutaféð. Bæjarsjóður legg-
ur þar til að jöfnu við einstakl-
Inga. Ákveðið var að safna með-
al einstaklinga viðbótarhlutafé .
að upphæð kr. 400 þús. en ennþá
hefur ekki fengist loforð fyrir
nema tæpum helming.
Togaraútgerð er ungur at-
vinnuvegur hér í bæ og margir
voru þeir, sem í upphafi töldu að
ekki væri vegna ytri aðstæðna
hægt að gera héðan út togara.
Þetta hefur þó farið á annan veg
og aiú má hiklaust segja, að af-
koma togaraútgerðarinnar hér
hefur verið mun betri heldur en
vonir bjartsýnustu manna stóðu
til.
Togaraútgerðin hefur skapað
hér stóraukna atvinnu, bæði sjó-
mönnum og landverkamönnum,
og þar eð svo góð raun er þegar
fengin af þessum atvinnuvegi
hér, þá er vonandi að allir sem
nokkurs eru megnir, leggist nú á
eitt og geri útgerðarfélaginu og
Akureyrarbæ kleift að auka enn
atvinnumöguleikana með kaupum
nýs togara.
Tillögum ratorkamálastjúra um al~
menua ratmagnsbækkun
hafnað.
Bóndi reisir
sér rafstöð.
Jón Jónsson, bóndi að Hrauni í
Oxnadal, lét fyrir skömmu síðan
setja upp vatnsaflstöð' heima við bæ-
inn að Hrauni. Var beizlaður lækur,
sem þar fellur niður hlíðina, og er
vatnið að stöðinni leitt í aðrennslis-
stokk, sem er um 250 m. langur.
Vatnsvél og rafall er hvort tveggja
enskt og af mjög vandaðri gerð,
12.5 kílówött, og hyggst bóndinn
muni fá feiki nóg rafmagn til ljósa,
hita og suðu, bæði í íbúðarhúsinu
og gripahúsum.
Utvegun vélanna annaðist Sigurð-
ur Helgason rafmagnseftirlitsmaður
hjá Rafveitu Akureyrar, en raflagn-
ir allar og uppsetning stöðvarinnar
annaðist Afl h.f. Akureyri undir
stjórn Eyjólfs Þórarinssonar, raf-
virkjameistara.
Það sýnir mikinn stórhug og fram-
tak að ráðast í slíkt sem þetta upp
til sveita, en með þessu er stigið
spor á þeirri braut að nýta þau auð-
æfi, sem falin eru í skauti lands okk-
ar. ¦—
Um dúfurnar
Athugasemd frá stjórn Dýravernd-
unarfélagsins varðandi dúfurnar í
bænum.
Vegna gífurlegrar fjölgunar dúfna
og umkvartana vegna ágangs þeirra
og skemmda hefir stjórn Dýravernd-
unarfélags Akureyrar ákveðið að láta
fækka dúfum á þessu hausti. Þess
vegna eru dúfnaeigendur beðnir um
að setja sig í samband við formann
félagsins sr. Pétur Sigurgeirsson og
gera grein fyrir sínum dúfum.......
Dýraverndunarfél. er það kappsmál
að séð sé um, að dúfurnar ha.fi ör-
ugg skýli og nægilegt fóður, en eins
og nú háttar í bænum,'virðist enginn
kannast við dúfurnar og fóðrun þeirra
er mjög stopul. í mörgum tilfellum
eru það ekki eigendurnir, sem sjá um
daglegt fóður þeirra, heldur borgarar
er ekki geta horft upp á þær svo van-
hirtar. Hugulsemi þeirra og fórn er
lofs og þakkar verð'og sýnir sannan
anda dýravinar.
Dýraverndunarfélagið hefir ákveð-
ið að verja nokkru fé á þessum vetri
til þess að styrkja þessa viðleitni
manna við fóðrun hæfilegs fjölda
dúfna og ann-arra fugla í bæjarland-
inu. Félagið óskar eftir, að sjálfboða-
liðar við fóðrun fugla gefi sig fram
við formanninn.
Samþykkt tillaga frá rafveitustjórn bæjarins
um, að samræma verð á rafmagni til heimilis-
nota og fella niður lægri heimilistaxtann.
Gagnger viðgerð og aukning á bæjarkerfinu
mun verða afar kostnaðarsöm, en þó bráðnauð-
synleg og það hið bráðasta.
Kosningar í Bandaríkjunum
í byrjun fyrri viku fóru fram
í Bandaríkjum Norður-Ameríku
kosningar til beggja deilda
Bandaríkjaþings, svo og kosning
ríkisstjóra víðsvegar um ríkin.
Úrslit urðu þau, að Repúblikar
unnu verulega á, þótt Demókraf-
ar héldu áfram meirihluta í báð-
um deildum.
í öldungadeildinni haia Demó-
kratar 49 fulltrúa af 96, en Repii-
blikar 47, í fulltrúadeildinni er
muinurinn meiri. Ekki er búizt
við neinni stefnubreytingu hjá
Bandaríkjastjórn vegna úrslita
kosninganna, a. m. k. ekki strax
en þó eru þau talin mikið áfall
fyrir stuðningsmenn Trumans,
en sigur fyrir afturhaldsömustu
öflin í Bandaríkjunum.
ÞETTA ALLT
OG HIMINNINN LÍKA
heitir kvikmynd, sem Skjaldborgar-
bíó er að hefja sýningar á um þess-
ar mundir.
Myndin er byggð á samnefndri
skáldsögu eftir Rachel Field og hefir
hún verið þýdd á íslenzku og hlotið
verðskuldaðar vinsældir.
A mánudagskvöldið var bauð bíó-
ið templurum, gestum þeirra og
fréttamönnum að sjá mynd þessa,
og gat framkvæmdastjóri bíósins
þess í upphafi að með þessu væri
hafin kynningarstarfsemi templara.
Myndin er afburðavel leikin og
mæðir þar vitanlega mest á þeim
aðalleikurunum Charles Boyer og
Bette Davis, en þau léku franskan
hertoga, sem lifir í afar óhamingju-
sömu og ástlausu hjónabandi, og
kennslukonu, sem ræðst til heimilis
hertogans til þess að annast uppeldi
barna hans.
Um efni myndarinnar skal ekki
að öðru fjölyrt, það er í senn átak-
Þess hefur verið getið hér í,
blaðinu, að fyrirhuguð hefði ver
ið breyting á gjaldskrá Rafveitu
Akureyrar. Hafði raforkumála-
stjóri ríkisiai gert tillögur um
gagngera endurskoðun á gjald-
skrá rafveitunnar, og lagt það til
í þeim, að nokkur hækkun yrði
á flestum liðum gjaldskrárinnar.
Voru tillögur hans samdar með
hliðsjón af þeim rafmagnsverð-
hækkunum, sem nýlega urðu í
Reykjavík.
Er í þeim tillögum gert ráð fyr
ir því að allverulegur tekjuaf-
gangur gæti þá orðið af rafveit-
unni, tekjuafgangur, sem nota
mætti til bráðnauðsynlegrar
aukningar og viðgerðar á bæjar-
kerfinu, sem er víða í megnasta
ólagi, þó standi og yfir fjárfrek-
ar framkvæmdir, þar sem verið
er að reisa viðbótarvirkjun við
Laxá.
Á bæjarstjórnarfundi, sem
haldinn var í gær, lágu þessar
tillögur og aðrar um gjaldskrá
rafveitu,nnar til annarrar unr
ræðu og afgreiðslú.
Þar var samþykkt að haf na til-
lögum raforkumálastjóra í þessu
efni, 'en samþykkt var í þess stað
tillaga frá rafveitustjórn bæjar-
ins þess efnis, að lægri heimilis-
taxtinn, fyrir svonefnda umfram-
notkun (12 aura gjaldið nefnist
öðru nafni) skyldi felldur niður,
þaninig að aðeins sé nú um einn
heimilistaxta (kr. 0,20 á kw.
stund) að ræða.
Þessi lausn á þessu máli var
þó aðeins ákveðin sem bráða-
byrgðalausn á máli þessu, en
gert ráð fyrir því að innan tíðar
þurfi að endurskoða gjaldskrána.
Miklar umræður urðu um mál
þetta, og ýmsar fleiri tillögur
komu fram, og mun þeirra verða
getið hér í blaðinu síðar.
anlegt og hugnæmt. og líklega mun
þetta vera einhver bezta mynd, sem
hér hefir sézt að undanförnu.