Íslendingur


Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Miðvikudagur 22. nóvémber 195? 47. tbl. Nauðsynleg leyfi loks íengin fyrir endurvarpsstöð á Akureyri Hagkvæmir samningar hafa náðst við Marconi félagið í London um kaup á stöðinni Styrkur útvarpsins er hér langt fyrir neðan lágmark. ÞaS hefir aS vonum veriS mikiS um það rætt í blöðum hér, hver nauðsyn það sé fyrir Akureyringa og nærsveitarmenn, að reist verði hér endurvarpsstöð. Meðal útvarps- hlustenda á Akureyri hefir gælt vax- andi óánægju, þar sem oft og tíðum hefir reynzt næsta ógerlegt að heyra til ReykjavikurstöSvarinnar vegna truflana hæði frá erlendum stöðv- um og alls konar rafvélum í bænum. Styrkur útvarpsins á Akureyri er langt fyrir neðan það lágmark, sem nýtur alþjóðaverndar gegn truflun- um frá erlendum stöðvum, en á út- varpsráðstefnu í Kaupmannahöfn 1948 var svo ákveðið, að eðlilegt langdrægi stöðvar skyldi miðað við vissan lágmarksstyrk útvarpsbylgn- anna hjá viðtökuloftneti útvarpsnot- enda, og skyldu þær fá viðunandi vernd gegn truflunum frá öðrum stöðvum á sömu eða nálægri öldu- lengd aðeins innan þeirrar fjarlægð- ar frá stöðinni, sem svarar til nefnds lágmarks. ReykjavíkurstöSin hefir slíkt lágmark í SkagafirSi vestan- verSum aS norSan og í Mýrdal vest- anverSum aS sunnan. Fyrir norðan og austan nefnda staSi nýtur því stöSin ekki verndar gegn truflunum erlendra stöSva, sem eru á sömu eSá svipaSri öldulengd. Enda hefir fariS svo aS miklar truflanir hafa veriS hér, sem einkum hafa stafað frá sænsku stöðinni í Luleá, og oft og tíðum eru svo mikil brögð aS þess- um truflunum frá sænsku stöðinni, að ógerlegt er með öllu að heyra frá Reykjavík. Leiðir til úrbóta. Til þess að hamla á móti því að erlendar stöðvar geri miklum hluta landsbúa ókleift að hlusta á Utvarp Reykjavík, þá hefir Ríkisútvarpið látið reisa nýja endurvarpsstöðvar á Eiðum, sem er mun aflmeiri (5 kw.) en gamla stöðin, sem var þar. Þá stöð er svo áformað að flytja til Hornafj arðar, og einnig hefir það verið áformað að reisa hér nýja 5 kw. endurvarpsstöð. Framgangur þess máls hefir hingað til strandaS á hauSsynlegum leyfum og gjald- eyrisskorti. Nú hafa leyfin fengizt. Nú hefir hins vegar rætzt úr, og málið komiS á góSan rekspöl. Fyrir nokkru síSan mælti menntamálaráS- herra, Björn Olafsson, eindregiS meS því viS FjárhagsráS, aS þaS veitti leyfi til kaupa á nauSsynleg- um vélum fyrir endurvarpsstöð á Akureyri. Varð Fjárhagsráð við þessum tilmælum og veitti nauðsyn- leg leyfi fyrir stöðinni, aS upphæS 14.500 sterlingspund. Vélarnar hafa þegar veriS pant- aðar hjá Marconifélaginu í London og eru greiðsluskilmálar mjög hag- stæðir. Á að greiða kaupverðið nið- ur á næsíu 4 árum — vextir eru 3%. Það má því fastlega vænta þess að byrjaS verSi á þessum bráSnauSsyn- legu framkvæmdum á vori komanda. ÞaS eru einkum útvarpsstjóri og Jónas G. Rafnar, alþingismaSur, sem haft hafa forgöngu í máli þessu og þeim má einkum þakka, aS vanda- málið er leyst á þennan giftusam- lega hátt. Þá hefir menntamálaráð- herra og Fjárhagsráð alltaf sýnt málinu skilning og velvilja, þó að óviðráðanlegir örðugleikar hafi hingað til hamlaS því aS unnt væri aS hefjast handa. SVALBAKUR FER Á ÍSFISKVEIÐAR S.l. laugardag kom Svalbakur inn með 341 tonn af karfa. Það hefur nú verið ákveðið að láta Svalbak hætta karfaveiðum, en að hann færi þess í stað að veiða í ís. Kaldbakur er í veiðiför núna (karfaveiðar). óvíst er enn hverj- ar veiðar Kaldbakur verður Iát- inn stunda. Rannsúkn fyrirskip- uð á fjárreiðum Ötvarpsins Útyarpsstjóri og skrifstofu- stjóri Útvarpsráðs leystir fró störfum á meðan ó rannsókn stendur. Einn af síarfsmönnum Ríkisút- varpsins, Helgi Hjörvar, skrifstofu- stjóri UtvarpsráSs, hefir í blaSa- skrifum og nýútkomnum bæklingi borið útvarpsstjóra, Jónas Þorbergs- son, þungum sökum; borið honum á brýn stórfelldan fjárdrátt og mútu- þægi. Utvarpsstjóra er borið á brýn, að hann hafi ráðstafað fé því, sem verja á til dagskrár á óráðvendileg- an hátt, og að hann hafi gert sig sekan um embættisbrot í sambandi við lánveitingar úr framkvæmda- sj óði. Vegna þessara skrifa skrifstofu- stjórans ritaði útvarpsstj óri mennta- málaráðherra bréf, þar - sem hann mælizt til þess, að ráðuneytið hlut- izt til um það, að fram verði látin fara rannsókn á því, hvort ummæli Helga Hjörvar hafi viS rök aS stySj- ast. Hefur menntamálaráSherra nú tilkynnt aS slík rannsókn skuli fram fara og skulu þeir útvarpsstjóri og Helgi báSir leystir frá störfum á meSan á rannsókninni stendur. DómsmálaráSuneytiS hefir sam- kvæmt ósk menntamálaráSuneytis- ins fengið sakadómaranum í Reykja- vík, Valdemar Stefánssyni, málið til rannsóknar. Sigurði Þórðarsyni, skrifstofu- stjóra Ríkisútvarpsins hefir verið falið að gegna störfum útvarpsstjóra fyrst um sinn, eða á meSan á rann- sókninni stendur. Sameinuðu þjóðirnar koma til hjálpar. Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar hafið víðtækt endurreisnarstarf í Kóreu. Á myndinni hér sézf, þegar verið er að úthluta hinum daglega hrísgrjónaskammti til Seoul-búa, en til þess að forða íbúum landsins frá hungurdauða, hefur orðið að flytja til landsins þúsundir tonna af matvælum. Stjórn Útgerðartélags Ak. samþykkir einróma að kaupa nýjait togara Á mánudaginn var hélt stjórn Ut- gerSarfélags Akureyringa h.f. fund, þar sem tekin skyldi endanleg ákvörSun um þaS, hvort félagiS ætti aS festa kaup á einum þeirra 10 ný- tízku togara, sem ríkisstj órnin hefir látiS smíSa í Englandi. Þar var þaS einróma samþykkt, aS félagiS skyldi ráSast í kaup þessi og ganga aS tilboSi ríkisstjórnar- innar, þó meS örlítilli breytingu. — Vœntanlega verða samningar um kaupin undirritaSir bráSlega, en togarinn verSur tilbúinn til afhend- ingar um næstu mánaðarmót. Enn vantar þó talsvert á, að safn- ast hafi það hlutafé, sem ákveðið var á síðasta aðalfundi, að aukið skyldi verða við, en unnið er nú að söfnun þess, og er þess að vænta aS vel verSi ágengt, þar eS meS kaup- um þessa nýja togara aukast enn hinar miklu atvinnumöguleikar, sem útgerSin hér hefir þegar skapaS, auk þess sem þaS hefir þegar sýnt sig aS mjög er hagkvæmt aS reka héSan togaraútgerS. En á hinn bóg- inn mun þessi nýi togari verSa mun dýrari en fyrri togararnir, enda eru nýju togararnir stærri og fullkomn- ari aS öllum búnaSi og er t. d. í þeim fiskimjölsverksmiSja, en þaS eykur stórlega verSmæti þeirra af- urSa, sem togarinn aflar. MINNSTÁ MANNDAUÐAÁR ÁriS 1949 dóu hér á landi 1110 manns eSa 7.9 af hverju þúsundi landsmanna. Er þaS lægra mann- dauSahlutfall heldur en nokkurt ár undanfariS, en áriS 1948 var hiS minnsta manndauSaár, sem komiS hafSi áSur. Barnadauði hefir fariS mjög minnkandi og aldrei veriS lægri en nú síSustu árin.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.