Íslendingur


Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 22. nóvember 1950 Innilegustu þakkir vil ég fœra öllum þeim, er á margvíslegan hátt vottuðu mér vináttu sína á sex- tugsafmæli mínu 16. þ. m. Lifið heil. Jón Kristjánsson, Þingvallastrceti 20. ■'^S*K5^Tr?^í Okkar innilegasta þakklæti til vina okkar og félaga á Akureyri og Glerárþorpi fyrir gjafir og aðra vináttu okkur sýnda við burtflutning okkar af Norðurlandi. Verið öll blessuð og sæl. Jónheiður og Guðmundur Eggerz. Morgunblaöiö Akureyringar og nærsveitamenn, sem ætla sér að auglýsa í Morgunblaðinu, geta snúið sér til Svanbergs Einarssonar, Hafnarstræti 66, sími 1619 og 1354. Nr. 49, 1950. TILKYNNING Ákveðið hefir verið, að hvorki fornverzlunum né öðrum verzlun- um sé heimilt að selja notaðar vörur og muni hærra verði en sams konar hlutir mættu kosta nýir, nema með sérstöku leyfi verðlags- yfirvalda. Reykjavík, 13. nóvember 1950. Fjárhagsráð. Frá Vinnumiðlunarskrifstofunni. Álmenn skráning atvinnulausra verkamamfh og sjómanna fór fram á Vinnumiðl- unarskrifstofunni dagana 1.—4. þ.m. Til skráningar mættu 44 verkamenn, 6 sjómenn og einn iðnaðarmaður. Þar af voru 23 fjölskyldufeður með 37 ómaga á framfæri, og 28 einhleypir menn með 9 ómaga á framfæri. Þrjá S;l. mánuði, en skráning- ijn nær yfir þann tíma (ág. sept. okt.) höfðu þessir menn haft at- vinnudaga sem hér segir: 14 — 75 vinnud., fulla vinnu 13 _ 60 — 70 5 — 50 — 60 9 — 40 — 50 3 _ 30 — 40 7 — 25 vinnudaga og færri- Skráningardagana voru 14 í vinnu, en búast við uppsögn hve- nær sem er. 6 af þeið skráðu eiga mikið af | sumarkaupi sínu ógreitt enn, og 1 vita ekkert hvenær þeir fá það. 21 hafa enga von um vinnu fram- vegis. 30 allt óvisst. Á vegum bæjarins — við gatna gerð, grjótvinnu, sjúkrahúsið, brunastöðina, almenningssalern- in — vinna Inú 50 manns, en út- lit fyrir að sumum þeirra verði að segja upp mjög bráðlega, einkum ef veðrátta spillist. 10 manns byrjaði vinnu við fram- ræslu uppi í bæjarlandi s.l. mánudag. Leiðrétting. f greininni um Gróffrarstöð Akureyrar í síffasta tölublaffi íslendings voru eftirtaldar tvær villur, er leiffréttast hér meff: í 1. dálki, 10. 1. a. o. 4 á aff vera 40. í 2. dálki 15. ]. a. o. orffiff rusl á að falla burt. Áheit á Strandarkirkju frá N. N. kr. 10.00. Móttekiff á afgr. íslendings og sent áleiffis. — Nýja bíó — í dag kl. 6 og 9: KVENSKASSIÐ OG KARLARNIR TVEIR (The Wistful Widow of Wagon Gap) Aðalhlutverk: Bud Abbott og Lou Costellq. Skjaldborgarbíó í kvöld kl. 9: ÞETTA ALLT OG HIMIN8NN LÍKA Allra síðasta sinn. Næsta mynd: ÉG TRÚI ÞÉR FYRIR KONUNNI MINNI Bráðskemmtileg og einstæð þýzk gamanmynd. Aðalhlutverkið leikur frægasti gamanleikari Þjóðverja HEINZ RUHMANN. Hláturinn lengir lífið. ÍC3Ö-ÖC3Ö^ÖC30C3C- NÝKOMIÐ: Útvarpsborð 2 stœrðir Eldhúsborð Barnarúm Barnastólar og jleira. Bólstruð Húsgögn h.f. Ilafnarstræti 88 . Sími 1491. MUNIÐ B. S. A. SÍMI 1909 RAFSTÖÐ Benzínknúin rafstöð, 1 kw. 220 v. til sölu. — A. v. á. Örlög Qróðrarstöðvarinnar TÍMINN SPARAR PENINGA! Flogið alla virka daga Akureyri—Reykjavík. LOFTLEIÐIR h.f. Hafnarstræti 93. Sími 1940 og T94T. í síðasta tbl. íslendings var grein, eftir ævifélaga i Ræktun- arfélagi Norðurlands, um Gróðr- arstöðina. í grein þessari er vik- ið lítið eitt að starfseminni þar eins og hún er nú rekin, og jafn- framt gerir greinarhöfundur til- lögur um starfrækslu hennar. Greinarhöfundur virðist ókunn- ugur þeim aðilum, er nú sjá um rekstur stöðvarinnar, og vildi ég í því sambandi gefa nokkrar skýringar. Ræktu'narfélag Norðurlands leigði Tilraunaráði jarðræktar alla starfsemi sína s. s. jörð, hús og lausafé og þar á meðal trjá- garðinn í Gróðrarstöðinni. úeig- an fór fram 1. janúar 1947, eru því nálega 4 ár síðan Ræktunar- félagið leigði eign sína, með samningi undirrituðum af for- manni Ræktunarfélagsins. Samn- ingur þessi er óuppsegjanlegur svo lengi, sem á eign þessari er rekin tilraunastarfsemi. Undir tilraunaráð heyra 3 aðr ar tilraunastöðvar þ.e. Sámsstað- ir, Reykhólar og Skriðuklaustur. f tilraunaráði eiga sæti fimm menn. Einn tilnefndur af Bún- aðarfélagi Islands, einn af At- vinnudeildinni, tveir tilrauna- stjórar og landnámsstjóri og er hann formaður. í þessu »Reykja- víkur ráði« eiga því sæti a.m.k. tveir tilraunastjórar búsettir ut- ain Reykjavíkur. Af hálfu tilrauna stjóranna eiga nú sæti í ráði þessu Kleinenz Kr. Kristjánsson og Árni Jónsson. Aðalverkefni tilraunaráðs eru þau að gera, áætlun um jarðrækt- ar og garðyrkjutilraunir ásaint fjárhagsáætlun og fjáröflum fyr- ir tilraunastarfsemina í heild. Tilraunastjórunum er svo falin framkvæmd tilraunanna, hverj- um á sinni tilraunastöð. Síðast liðið sumar voru hér t.d. á fjórða hundrað tilraunareitir. Þess skal getið að ennþá hefir tilraunaráð ekki tekið í áætlanir sínar, til- raunir með trjárækt og skraut- plöntur, enda bíða mörg aðkall- andi verkefni óleyst á sviði jarð- ræktarinnar, ennfremur verður það að sníða starfsemi sína eftir þeim fjárframlögum, er hið háa Alþingi veitir árlega. Greinarhöfundur fer nokkrum orðuin um hirðingu Gróðrarstöðv arinnar og telur hana ýmsu ábótavant og ennfremur sé allur trjágróður skipulagslítið. settur niður og sé látinn vaxa þannig án þess að við sé gert. Það er rétt að hafa það hug- fast, þegar svona dómi er slegið fram, að þeir menn og konur, sem lögðu grundvöllinn fyrir 30 til 45 árum, að þeim trjágarði sem hér er, gerðu það af fyllstu alúð, dugnaði og framsýni og að ógleymdri trú á mátt íslenzkrar moldar. Hér í trjágarði Gróðrarstöðv- arinnar og telur hann ýmsu ýmislegt sem betur hefði mátt fara, en þess ber að gæta, að því aðeins getur greinarhöfundur og aðrir komið fram með gagnrýni að ótvíræð reynsla hafi santiað þau atriði er gagnrýnandinn held ! ur fram. Trjágarðurinn í Gróðr- arstöðinhi er vafalaust einhver merkasti trjálundur á fslandi, þótt ýmislegt megi að hirðingu hans finna. I Eg er ný tekinn við þessari stanfsemi, hef verið hér eitt og hálft ár, og get ég viðurkennt það að hafa lítið höggvið af trjám úr stöðinni, en ástæðan, auk þess sem áður er getið', er Ín. a. sú, að mér finnst rétt að nafa áður gert sér fulla, grein fyrir því, á hvern hátt mætti bezt hlúa að þessum mimnisvarða Ræktunarfélags Norðurlands. TiIIögur greinarhöfundar um hvað gera skuli fyrir trjálundinn í framtíðinni, eru athyglisverðar og vildi ég gjarnan ræða, við greinarhöfund og aðra, sem áhuga hafa á því, hvað hægt er að gera með hliðsjón af þeirri tilraunastaffsemi, sem rekin er í Gróðrarstöðinni. Ár n i J ó n s s o n tilraunastjóri. Karlakórinn GEYSIR heldur söngskeinmtun í Nýja Bíó n.k. föstudagskvöld. Er þetta í fyrsta skipti á vetrinum, sem kór inn lætur til sin heyra. Söngskrá- in verður að þessu sinni að mestu leyti hin sama og kórinn flutti á s.I. vori, en þá vannst ekki tími til að halda nema eina söng- skennntun vegna landsmóts karla kóranna í Reykjavík og uindir- búnings undir Noregsför, sem kórinn hafði fyrirhugað, en varð að hætta við sökuin þess, að hon- um var synjað um gjaldeyris- leyfi. Einsöngvarar verða að þessu sinni Hermann Stefánsson og Kristinm Þorsteinsson, undirleik- ari Árni Ingimundarson. Hinn góðkunni söngstjóri Ingimundur Árnason, hefur stjórnað kórnum frá stofnun hans, en á þessum vetri er kórinn 28 ára. STÓRHÖFÐINGLEGAR GJAFIR Á sjötugsafmæli sínu 4. þ. m. gaf Hannes Ðavíðsson, bóndi á Hofi, Skógræktarfélagi Arnarneshrepps slór-gjöf. Var það jörðin Ásláks- staðir II í Arnarneshreppi, áður nytjuð með H’ofi, mikið land í túni og sléttum engjum (Ásláksstaða- tangi). Ætlast gefandinn til, að arður af jörðinni, hvort heldur er landverð eða söluverð, verði til eflingar trjá- rækt í Arnarneshreppi í framtíð- inni. Áður (árið 1934) gaf Hannes Búnaðarsambandi Eyjafjarðar kr. 10.000.00 — líu þúsund — til minn- ingar um foreldra sína, frú Sigríði Olafsdóttur og séra Davíð Guð- mundsson, prófast á Hofi. Hannes hefir lengi verið gjaldkeri Sparisjóðs Arnarneshrepps og auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína fyrr og síðar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.