Íslendingur


Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 22. nóvember 195^ Hvað er Gideon? Gideon-Iélagií efnir til samkomn í kristniboðs' húsinn Zion laugardaginn 25. nóv. n.k. Útgefandi: Útgáfufélag íelendings. Ritatjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Augiýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.j. Rafmagnsverðið Á síðasta bæjarstjórnarfundi var, eins og kunnugt er, samþykkt tillaga rafveitustj órnar um að fella niður umframgjaldið, svokallað 12 aura gjald, úr heimilistaxta gjaldskrárinn- ar. Var rafveitustj. sammála um að leggja þetta til við bæjarstjórn, þó að raddir muni hafa komið fram um, að sá tekjuauki, sem við það fengist mundi hvergi nærri hrökkva fyrir brýnustu endurbótum og aukn- ingu hæjarkerfis rafveitunnar, sem er nú í mestu niðurníðslu vegna skorts á nauðsynlegu efni. Enginn ágreiningur er um það, að afla þurfi rafveitunni aukins fjár, en sitt sýn- ist hverjum, með hvaða hætti það verði gert. Urðu nokkrar umræður um til- lögu rafveitustjórnar, og komu fram raddir um að þessi háttur væri of einhliða á kostnað heimilanna, og mætti færa eitthvað af hækkuninni yfir á t. d. Ijósataxta. Svo fór þó að lokum, að tillaga rafveitustjórnar var samþykkt með naumum meiri hluta, eða 5 atkvæð- um gegn 4. Yfirlit yfir rekstur rafveitunnar. Fyrir bæjarstjórn lágu ennfremur í þessu sambandi yfirlit yfir rekstur rafveitunnar síðustu 10 ár, og áætl- un 10 ár fram í tímann, ásamt rök- studdum tillögum um hækkun gjald- skrár, sem gefa mundi ca. 1.080.000 kr. tekjuauka, móti ca. 450.000 kr. tekjuauka, sem samþykkt bæjar- stjórnar gerir ráð fyrir. Sá megin- munur er á tillögum raforkumála- stjóra og samþykkt bæjarstjórnar, að raforkumálastjóri gerir ekki ráð fyrir frekari hækkun, vegna væntan- legrar hækkunar á kaupgjaldsvísi- tölu um næstu áramót og síðar; slítur með öðrum orðum gjald- skrána úr tengslum við vísitöluna, en samþykkt bæjarstjórnar gerir ráð fyrir áframhaldandi tengslum við vísitölu, þannig, að raforka hækkar því væntanlega enn úr næstu áramótum, vegna fyrirsjáanlegrar hækkunar á kaupgjaldsvísitölu, sem almennt er gert ráð fyrir að hækki í ca. 123—124 stig, en til þess að breytingin, sem nú hefir verið gerð á gjaldskránni, gefi sama tekjuauka og tillögur raforkumálastjóra gera ráð fyrir, þyrfti vísitalan sennilega að hækka í ca. 132 stig. Hvernig umframgjaldiS varð til. Rafveitunefnd sá sér hins vegar iUfært að mæla með tillögum raf- orkumáiastj óra að svo stöddu, en leggur áherzlu á að umframgj aidið verði feUt niður vegna þess, hvernig það upphaflega er tii komið, en það var sett inn í iaxtann eftir að við- hótarorkan barst frá orkuverinu við Laxá, og hærhin var í vandræðum með að koma þeirri orku í lóg. Nú heíir hins vegar hin seinni ár borið mjög á rafmagnsskorti í hænum og átti að sjálfsögðu að felia þennan taxtalið niður, strax þegar iór að hera á því. Það virðist hins vegar jain sjáiisagt, að vekja þennan taxta upp að nýju, þegar viðbólarorka sú, sem nú er verið að undirb'úa, kem- ur í gegnið, því að ekki er gert ráð fyrir aö sú orka nýtist til íuiis fyrr en að 10 ármn liðnum. A það hefir verið hent til marks um hvað 12 aura gjaldið er fráieitt, a sama tíma sem hærinn hýr við raf- magnsskort, að mönnum er boðið upp á að hila upp híbýli sín með iaustengdum ofnmn fyrir 3ja aura lægra gjaid, en hitunartaxtinn með fasttengdmn ofnum kveður á um. Niðurieiling þessa taxta ætti að örka til minnkandi neyzlu raforku tii hit- imar með laustengdum ofnum, og létta þannig að einhverju leyti á langt ofhlöðnu kerfi, og væri þá til- ganginum að nokkru náð, þó að það á liinn hóginn skerði eitthvað þann möguleika til tekjuauka, sem þessari hreytingu er ætlað að hafa. Meiri hluti hæj arstj órnar virðist hins veg- ar ekki hafa gelað feUt sig við þær hreytingatillögur, sem fram komu á fundinum, þar sem þær ýmist drógu óhæfilega úr nauðsynlegum tekjum rafveitunnar eða gerðu ráð fyrir að tillögur raforkumálastjóra væru lagðar til grundvallar, með þeirri hreytingu, að draga úr niðurfell- ingu 12 aura gjaldsins, en það var einmitt höfuðtilgangur rafveitu- nefndar, og þýddi auk þess að horf- ið væri frá tengslum við vísitölu, en það taldi meiri hlutinn ógerlegt, öðruvísi en að taka upp tillögur raf- orkumálastjóra óbreyttar. Endurbætur rafmagns- kerfisins nauðsynlegar. Nokkuð hefir borið á óánægju meðal hæjarbúa yfir þessari hækkun á gjaldskránni og jafnvel heyrzt, að nauðsynlegt fé yrði að taka með beinum álögum, þ. e. með útsvörum. Víst er um það, að flest heimili bæjarins munu verða þessa vör í dýrari raforku, en á það er að líta, að mikil mannvirki og nauðsynleg verða ekki gerð án noJckurra fórna, og þrátt fyrir þessa gjaldskrárbreyt- ingu búum við sennilega enn við ódýrast rafmagn, allra landsbúa, og víst er um það, að raforka er enn langsamlega ódýrust nauðþurfta bæj- arbúa miðað við verðlag, eins og það almennt var t. d. fyrir stríð. Við búum hins vegar við mikla dýrtíð á öllum sviðum, og ef bærinn á að fara inn á þá háskalegu braut, að greiða niður nauðsynjar manna með béinum álögum, þá er byrjað á öfugum enda, með því að greiða niður það, sem ódýrast er. Ég geri ráð fyrir að fjöldinn af þeim, sem þessar línur les, sé alls- endis ófróður um það, hvers konar félagsskapur sé hér að skjóta upp kollinum og hvert markmið hans sé. Og segja mætti mér, að ennþá furðu- legri yrði svipur manna, þegar þeim væri sagt að hér sé alþjóðlegur fé- lagsskapur kristinna verzlunar- og kaupsýslumanna á ferðinni. En um langan aldur hefir verið veitzt svo að þessari stétt manna með ýmsum óhróðri að álit almennings hefir sefjast af skefjalausum áróðri áróð- ursmannanna, svo að stappar nærri að menn haldi að enginn heiðarleg- ur maður geti lagt sig niður við að sinna verzlunarstörfum. Þessi kristilegi félagsskapur á rót sína að rekja til Ameríku, en þaðan hafa komið margir sterkir kristileg- ir straumar síðastliðna öld. Gideon-félagið var stofnað 1. júlí 1899 í húsi Krislilegs félags ungra manna í borginni Jamesville í Wis- consin í Bandaríkjunum og var á síðast liðnu sumri haldið hátíðlegt 50 ára afmæli félagsins. Þegar félaginu skyldi valið nafn stakk einn af þrem stofnendum þess upp á því að þeir. skyldu kalla sig „The Gideons“. Síðan las hann sjötta og sjöunda kafla Dómarabók- arinnar og sagði, hvers vegna þeir skyldu taka nafn þetta upp: „Gideon var maður, sem var reiðubúinn til að gera nákvæmlega það, sem Guð vildi að hann gerði, án tillits til þess, hvað honum sjálf- um fannst um aðferðir og árangur.“ Þetta er fyrirmynd Gideons-samtak- anna. í upphafi var Gideon-félagið ein- göngu samtök þeirra verzlunar- manna, sem kallast sölumenn, en smám saman var öðrum verzlunar- mönnum leyfð innganga í félagið, og vegna þess hve menn hafa leitað fast á að gerast meðlimir, þá hefir verið reynt að teygja merkingu orðs- ins verzlunarmaður sem allra mest. Síðan hefir verið horfið að því ráði að leyfa jafnvel öðrum en verzlun- armönnum aðgang að félaginu og kaUast þeir á ensku „associated mem- bers“, en hér á landi eru þeir nefnd- ir styrktarmeðlimir. Þéir eru hvorki kjörgengir né njóta kosningaréttar, en greiða sama gjald sem reglulegir meðlimir. Þótt breyting á formsatriðum hafi átt sér stað hefir grundvöllur félags- ins ekki breytzt. Hefir meðlimarétt- ur verið háður því að játast undir grundvallarlög félagsins, sem sé að trúa á Krist sem eilífan Guðs son og sinn persónulega frelsara. Félagið hefir eflt og aukið starf- semi sína jafnt og þétt. í dag eru skráðir meðlimir í Bandaríkjunum og Kanada hátt á 17. þúsund auk styrktarmeðlima. Kvenfélög eru og starfandi sem styrktarfélög. Um 50 ára skeið hefir það verið einn aðalþáttur í starfi Gideons að leggja hiblíur inn í gistihús, sjúkra- hús, skóla, fangelsi og aðrar opin- berar stofnanir. Mun eintakafjöld- inn, sem á þann hátt hefir verið dreift nálgast 4 milljónir. Þá er spurningin: Hefir þetta starf borið nokkurn sýnilegan árangur? Ótal vitnisburði um það má lesa í Gideon-blaðinu. Menn með, ef til vill misjafna fortíð að baki, ofur- seldir synda- og laslalífi, hafa kom- ið inn á hótelherbergi, sumir hverjir staðráðnir í því að stytta sér aldur, já fundizt öll sund lokuð fyrir sér. í náttborðsskúffunni hafa þeir fundið Bihlíu og farið að blaða í henni, hara af þeirri einu ástæðu að hún var þarna. í Orðinu hafa þeir svo fundið þá lausn, sem nægði þeim. Þeir fóru út, nýir menn með nýja lífsmöguleika framundan, þá lífsmöguleika, sem trúin á Jesúm Krist ein veitir. Árið 1941 hefst nýtt tímabil í sögu félagsins með dreifingu Nýja testamenta meðal hermanna. Hafa Gideon-félagar allt til þessa gefið þeim yfir 10 milljónir Nýja testa- menta. Árið 1946 hefst svo enn nýr þátt- ur í starfi félagsins, þá er byrjað á dreifingu Nýja testamenta meðal skólabarna og unglinga á aldrinum 10—17 ára. Á fimmlu milljón ein- taka hefir þegar verið útbýtt. Síðasti þátturinn í 50 ára starfs- sögu félagsins hefst svo 1945, er fyrsta Gideon-félagið var stofnað utan Ameríku. Hingað til höfðu eng- in félög með þessu nafni starfað ut- an Bandaríkjanna og Kanada undir þessu nafni, þar til Gideon-félagið á íslandi var stofnað. Það var stofnað í ágúst 1945, með 17 meðlimum af Vestur-íslendingnum Kristni Guðna- syni, en drýgstan þátt í félagsstofn- uninni að hálfu íslendinga á Ólafur Ólafsson, kristniboði, núverandi kapilán Gideon-félagsins hér. Gideon-félagið á íslandi er elzta Gideon-félag í Evrópu. En félög kristinna kaupsýslumanna hafa starf- að t. d. á Norðurlöndum um langan aldur eftir fyrirmynd frá Ameríku, en það er fyrst nú nýverið að fé- lagsskapurinn í Svíþjóð hefir geng- ið í alþjóðasambandið og þar með tekið upp nafn Gideons-félagsins. I Einnig er í ráði að félögin í Noregi og Danmörku gangi í alþjóðasam- bandið. Þá hafa nýlega verið stofn- uð Gideon-félög í Finnlandi, Hol- I landi, Englandi og víðar. Ólafur Ólafsson, kristnihoði, sem nú er staddur hér í bæ hefir tjáð mér að Gideon-félagið á íslandi, sem nú telur um 27 meðlimi, hafi lokið því merka hlutverki að koma Gideon- biblíum, sem eru í einkar smekklegu rauðu shirtingbandi, inn á öll liótel- herbergi í landinu og eru það um 500 eintök alls. Auk þess hafa þeir sett Bihlíu inn í alla klefa hegning- arhúsa Reykjavíkur og að Litla- Hrauni. Næsta verkefni félagsins mun vera að koma Biblíum að hverju rúmi sjúkrahúsanna. Með komu sinni til bæjarins að þessu sinni er Ólafur Ólafsson að afhenda síðuslu hótel-Bihliurnar til hótela bæjarins. í því sambandi mun verða efnt til Gideon-fundar í kristniboðshúsinu Zíon kl. 8.30 laug- ardagskvöldið 25. nóv. Skýrt verð- ur ýtarlega frá starfi og árangri Gideon-sambandsins. Þangað eru allir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir, en sérstaklega er þess vænst að verzlunar- og kaupsýslumenn þiggi boð félagsins og fjöhnenni á þenna fund. Hér er merkilegur félagsskapur á ferðinni, sem lætur litið yfir sér, en hefir orðið og mun verða til ómet- anlegrar blessunar öldnum og óborn- um. Sæll er sá maður, sem heilhug- ar leggur málefni þessu lið. Jóhann Hlíðar. Félagsdómur skipaður Samkvæmt 39. gr. laga nr. 80 11. júní 1938 um stéttarfélög og vinnu- deilur hefir nú verið skipað í Fé- lagsdóm til næstu þriggja ára frá 1. október s.l. að telja. Dóminn skipa þessir menn: Hákon Guðmundsson, hæstarétt- arritari, skipaður af Hæstarétti, og er hann forseti dómsins, Gunnlaug- ur Briem, skrifstofustjóri, skipaður af Hæstarétti, ísleifur Árnason, full- trúi borgardómara, skipaður af fé- lagsmálaráðuneytinu, Einar B. Guð- mundsson, hæstaréttarlögmaður, skipaður af Vinnuveitendasambandi íslands, og Helgi Hannesson, bæjar- stjóri, skipaður af Alþýðusambandi íslands. Varamenn dómsins eru þessir skipaðir af sömu aðilum og taldir í sömu röð: Ragnar Jónsson, hæstaréttarlög- maður, Sigtryggur Klemenzson, stjórnarráðsfulltrúi, Benedikt Sigur- jónsson, fulltrúi borgardómara, Sig- urjón Jónsson, fyrrverandi banka- útibússtjóri, og Þorsteinn Pétursson. Þær breytingar urðu á skipun dómsins að þessu sinni, að Alþýðu- samband íslands nefndi nú Helga Hannesson, bæjarstjóra, í stað Ragn- ars Ólafssonar, hæstaréttarlögmanns. Þeir Hákon Guðmundsson og Gunnlaugur E. Briem hafa átt sæti í Félagsdómi allt frá stofnun hans ár- ið 1938. (Frá Félagsdómi.)

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.