Íslendingur


Íslendingur - 29.11.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 29.11.1950, Blaðsíða 1
48. tbl. \ 75 ára HallgrímurValdimarsson Síðastliðinn laugardag, þann 25. þ. m. varð Hallgrímur Valdimarsson sjötíu og fimm ára gamall. Hann er fæddur að Litlahóli í Hrafnagilshreppi 25. nóv. 1875, son- ur hjónanna Guðrúnar Þorbergs- dóttur, ættuð, af Austurlandi, og Valdimars Hallgrímssonar, Tómas- sonar bónda á Steinsstöðum, sem kvænlur var Rannveigu systur Jón- asar Hallgrímssonar, „listaskáldsins góða“, Svo að engan skyldi undra hin óvenjumikla ást og smekkvísi Hallgríms á fögrum listum. Það mun líklega vera óþarfi hinn mesti, að rekja hér að nokkru ráði æviferil Hallgríms eða kynna hann að öðru leyti lesendum. Flestir munu vafalaust kannast við hann, einkan- lega þá auðvitað Akureyrarbúar og nærsveitamenn. Allt lil fermingaraldurs ólst Hall- grímur upp fram í Eyjafirði og vann hann þá öll algeng sveitastörf. Þá fluttist liann til Akureyrar með for- eldrum sínum, og síðan hefir ha.nn ætíð dvalið hér, og unnið við ýmis konar slörf, t. d. verzlunarstörf, ver- ið blaðaafgreiðslumaður og frétta- ritari svo að eitthvað sé nefnt. 011 sín störf hefir hann ætíð unn- ið með stakri samvizkusemi og trú- mennsku. Hann hefir alla tíð verið hlédrægur og víðsfjarri því að trana sjálfum sér fram til opinberra starfa og mannvirðinga. Óhætt er þó að fullyrða, að ekk- ert af þessurn störfum hans myndi út af fyrir sig hafa gert nafn Hall- gríms jafn landskunnugt og það er. Til þess þurfti annað og meira. Og ástæðan til þess, að Hallgrímur má heita landskunnur maður er sú, að hann hefir til brunns að bera óvenju- ríkar listgáfur, en einkum unni hann þó og helgaði sig leiklistinni. Systir hans, Margrét, var sem kunn- ugt er ein af beztu leikkonum lands- ins á sinni tíð og var það óbætan- legur skaði fyrir leiklistina á Akur- eyri, þegar hún féll frá í blóma lífs- ins. Voru þau systkinin mjög sam- rýnd enda að vonum þar eð bæði áttu þau hin sömu hugðarefni. Hallgrímur hefir á langri ævi tek- ið mikinn þátt í félagslífi hér á Ak- ureyri bæði fyrr og síðar. En krafta sína hefir hann þó einkum helgað Leikfélagi Akureyrar. Hann var um langt skeið í stjórn þess félags og hafði þar lengi formennsku með höndum. Idann hefir alla tíð verið óþreytandi að vinna að viðgangi og eflingu leikfélagsins og aldrei talið ef.ir sér fyrirhöfn, erfiði né þann tíma, sem til þess hefir farið. Og aldrei var hann nálægt því að gefast upp, þó að oft væri við rannnan reip að draga og rnarga örðugleika þyrfti að yfirstíga. Þrautseigja hans og þolinmæði var og er dæmafá. Hann var í sífelldri leit að nýjum og, sem beztum leikkröftum bæði hér í bæ og utanbæjar, og stundum leitaði hann jafnvel út fyrir landsteinana. Fyrir öll hin óeigingjörnu störf hans í þágu Leikfélags Akureyrar hefir hann verið kjörinn heiðursfélagi þess félags. En það voru ekki eingöngu leik- ararnir, sem Hallgrímur hugsaði um, heldur greiddi hann og götu hljómlistarmanna og söngvara og heitti að jafnaði áhrifum sínum 'cil þess, að sem flestir listamenn legðu leið sína hér um hæinn. Með þessu hefir hann átt drjúgan þált í því að auka og þroska listalíf hér í bæ og veitt bæjarbúum marga unaðslega stund. Hallgrímur er maður margfróður og víðlesinn, þó að hann hafi aldrei notið annarrar skólamenntunar en þeirrar, að hann gekk hálfan vetur í barnaskóla til Skafta Jósefssonar á Oddeyri. Ekki hefir hann heldur verið víðförull um dagana. Hann hefir haldið tryggð við Eyjafjörð- inn, og þar hefir hann unnið að hugðarefnum sínum í kyrrþey og án þess að láta berast mikið á. Fjölmargir vinir og kunningjar færa hinum 75 ára heiðursmanni og brautryðjanda leiklistarinnar hér f bæ allar beztu árnaðaróskir. T. T. Allir togarar á veiðum Kaldbakur fór í fyrradag á karfa- veiðar. í síðustu veiðiferð aflaði skipið 303 tonn af karfa og 30 tonn af þorski, sem var flattur og saltað- ur um borð. Svalbakur fór í nótt á ísfiskveið- ar. — Jörundur fór um helgina á ísfisk- veiðar. Afli skipsins í síðustu veiði- ferð 311 tonn af karfa og 23 tonn af þorski, sem var frystur í frysti- húsi Ólafsfjarðar. Síðast liðna viku hafa margir tog- arar lagt upp afla sinn til bræðslu á Hj alteyri. F iskf ramleiðslan Frosni fiskurinn. Framleiðsla á frosnum fiski var 50% meiri 1. nóv. í fyrra en í ár, eða 679 þús. ks. í ár miðað við 1039 þús. ks. í fyrra. Frosinn fiskur er nú fluttur út viðstöðulaust eftir því sem skips- rúm leyfir, og eru nú nýfarnir farm- ar bæði til Bandaríkjanna og Bret- lands. Tæpar 2 þús. lestir munu enn óseldar af frosnum fiski. Soltfi$kur. 15. nóvember höfðu verið fram- leiddar alls á landinu 49 þús. lestir af saltíiski, og er þar bæði talin tog- arafiskur og bátafiskur. Á sama tíma í fyrra nam saltfiskframleiðslan að- eins 18 þús. lestum. Undanfarið hefir verið unnið að fermingu á þurrfiski og blautfiski til Ítalíu. Þá eru og nýfarnir farmar til Portugal og Grikklands. Happdrætti Háskóla fslands aukið Frá næstu mánaðamótum verður gerð nokkur breyting á starfsemi happdrætlis háskólans. Verð miða hækkar nokkuð, eða heilmiði úr kr. 12 í hverjum flokki upp í kr. 20, og verð hlutamiða í samræmi við það. Jafnframt verður vinningafjöld- inn aukinn allverulega eða úr 7200 í 7500 árlega og falla þá 30 vinn- ingar á hvert hundrað númera framvegis. Einnig hækkar samanlögð fjár- hæð vinninga mjög verulega eða um 1.7 millj. kr. og verður nú 4.2 millj. MuíHð happdrætti Sjáifstæðibflokksins Eins og lesencluin blaðsins er kunnugt, þá efnir Sjálfstæðis- flokkurin til einkar glæsilegs happdrættis til styrktar flokks- starfsemi sinni. Þeir sem hafa áhuga á ferðalögum á sjó, ættu að kaupa miða í happdrætti Sjálfstæðisflokksins, því meðal annarra vinn- inga eru 3 farseðlar fyrir lijón og 4 farseðlar fyrir einstaklinga ineð hinu glæsilega skipi m.s. Gullfossi til Kaupmannahafnar og aftur til Reykjavíkur. Þá eru og 2 farseðlar fyrir hjón og sex farseðlar fyrir ein- staklinga með íslenzkum millilandaflugvélum til Kaupmanna- hafnar og heim aftur. Hvern vantar ekki líka rafmagnsheimilisvélar? En tneðal vinninga eru 2 rafmagnseldavélar, ísskápur þvottapottur, strau- vél, 3 sett hraðsuðupottar og 2 Elna- saumavélar. Hver hefir efni ó því að láta slíkt tækifæri sem þerfa ganga sér úr greipum? Vinningar eru 25 og andvirði þeirra samtals 80 þúsund krónur. Verð hvers miða aðeins 5 krónur. Dregið verður 15. janúar 1951. Happdrættismiðarnir fást á eftirtöldum stöðum: Bóka- verzl. Axels, Bókaverzl. Gunnl. Ti'. Jónssonar, Bókaverzl. Eddu Bókaverzl Björns Árnasonar, Byggingai-vöruverzl. Akureyrar, afgreiðslu íslendings, skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og víðar. Látið ekki happ úr hendi sleppa! Kaupið miða í glæsilegasta happdrætti ársins! SAMSÖNGUR „GEYSIS" Karlakórinn Geysir hélt söng- skemmtun í Nýja-Bíó sl. fösludags- kvöld undir stjórn Ingimundar Árnasonar. ViS hljóðfærið var Árni Ingimundarson. Á söngskránni voru ýms ný viðfangsefni auk nokkurra eldri og þekktari laga. Einsögnvar- ar voru þeir Hermann Stefánsson og Kristinn Þorsteinsson og gerðu báð- ir viðfangsefnunum góð skil. — Þá kom og fram sólókvartett með þeim Jóhanni Guðmundssyni, Guðmundi Gnnnarssyni, Gísla Konráðssvni og Hermanni Stefánssyni. — Aðsókn var mjög góð og var kórnum ágæt- lega vel tekið af áheyrendum og varð hann að endurtaka rnörg lög og auk þess að syngja aukalög. kr. — I fyrstu 8 flokkunum verður hæsti vinningur framvegis 25 þús. kr., í næstu þrem flokkum 40 þús. kr. og í 12. flokki kr. 150 þús. kr. og hækkar liann hvorki meira né nrinna en um helming. • • • • BÁTURINN ÞORMÓÐUR RAMMI strandaði á Sauðanesi vestan Siglu- fjarðar s.l. laugardag. 4 menn voru á bátnum og björguðust þeir allir. 1. desember hefir til margra ára verið fjáröfl- unardagur kvenfélagsins Framtíðin. I ár selja konurnar merki um bæ- inn, og er þess vænst að börnunum verði vel tekið. Kl. 14.30 verður opnaður jólabazar að Hótel Norð- urlandi. Verður þar margt smekk- legra muna, sem eru sérlega heppi- legir til jólagjafa. Þá selja Framtíðarkonur . þar kaffi, og ætti fólk að gjöra sér daga- mun og kaupa sér síðdegiskaffi á Hótel Norðurlandi. s. í. s. kaupir nýtt skip Þriðja skipi Sambands íslenzkra samvinnufélaga var hleypt af stokk- unum í Oscarshamn í Svíþjóð 23. þessa mánaðar. Kona aðalforstjóra samvinnusainbands Svía, frú Linnea Johansson gaf skipinu nafnið „Jök- ulfell“. „Jökulfell“, sem er 1000 tonn dw. er frystiskip, búið nýtízku frystiútbúnaði, og á að halda 20 stiga frosti. Rúmmál skipsins er ca. 60.000 cbf. Ganghraði þess er 13 mílur. Skipið er væntanlegt iil afhend- ingar Sambandinu á fyrri hluta næsta árs.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.