Íslendingur


Íslendingur - 29.11.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 29.11.1950, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 29. nóvember 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendinga. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sími 1354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. „Hagsmunabcii’áttci44 kommúnista í ritstjórnargrein í síðasta tölubl. Verkam. er lausn togaradeilunnar lítillega gerð að umræðuefni, og í því sambandi veitzt að ritstjóra Is- lendings á hinn furðulegasta máta, fyrir áð hafa bent lauslega á hver verið hefði „lína“ kommúnista og blaða þeirra í kaupdeilu þessari. En um það er eigi þörf að ræða — það út af fyrir sig breytir engu um staðreyndirnar um vinnubrögð kommúnista, hvernig orð íslendings eru tilfærð og skilin af ritstjóra Verkamannsins eða hvort hrúgað er þar saman nokkrum upphrópunum. Það er rangt hjá ritstjóra Verkam., að nokkrir menn, aðrir en komm- únistar, telji það ósigur fyrir sjó- menn, að samningár tókust í togara- deilunni. Skoðun manna er hins vegar sú, að-sj ómenn og þjóðin hafa unnið þar sigur, en hins vegar er öllum ljóst að það voru kommúnist- ar, sem töpuðu. Ritsljórinn virðist hafa ruglað saman sjómönnum og kommúnistum, en hann skyldi minn- ast þess, að það fer ekki lengur sam- an (ef það hefir þá nokkurn tíma gert það) sigur þjóðarinnar og sig- ur kommúnista, nema þá við alveg sérstök tækifæri. Afstaða kommúnista til lausnar togaradeilunnar miðaðist augljós- lega öll við það, hvað myndi verða flokknum fyrir beztu burtséð frá því hvað sjómönnum og þjóðinni k@emi bezt. Skýring ritstjóra Verkam. og ann- arra kommúnista er hins vegar sú, að með því að gera sérsamninga í þeim félögum, sem kommúnistar ráða, þá hafi þeir sýnt alþjóð, að þeir séu ábyrgir menn, sem ekki vilja stöðva framleiðslutæki þjóðar- innar. En þeir gleyma þá augsýnilega aðalatriði þessa máls. Kommúnistar börðust hatramlega gegn því, að heildarsamningar yrðu gerðir og gegn því, að einstök félög önnur en þau, sem þeir sjálfir ráða gerðu samninga við útgerðarmenn. Og í blöðum þeirra þ.á.m. Verkamannin- um, var hlakkað yfir þeim „sigri“ sjómanna, að fella miðlunartillögur, sem sáttanefnd lagði fram í málinu, enda þó þar væri um miklu hag- kvæmari kjör að ræða en þau, sem sjómenn höfðu samkvæmt sérsamn- ingunum. Þegar þessi framkoma kommún- ista í máli þessu er athuguð, þá fer ekki hjá því að harla fáir leggi trún- að á skýringu þá, sem ritstj. Verka- mannsins reynir að gefa. Hér í blaðinu hefir því hins veg- ar verið haldið fram, að kommún- istar hafi misnotað sér herfilega þessa kaupdeilu til pólitísks fram- dráttar. Vegna þess hversu það var al- mennt litið óhýru auga, að togararn- ir yrðu bundnir við festar, þá gerðu þau félög, sem kommúnistar stjórn- uðu, sérsamninga, hins vegar gerðu þeir allt til þess að hindra það, að þau félög, sem aðrir stjórnuðu, gætu gert samninga, og ætluðu sér með því móli að slá tvær flugur í einu höggi. Gátu kennt útgerðarmönnum um alls konar þvermóðsku og ill- vilja í garð sjómanna, og svik við þjóðina. Og á hinn bóginn borið stjórnir þessara sjómannafélaga hin- um þyngstu sökum um svik við sjó- menn og þjóðfélagið, og slóðahátt, auk þess sem þeir þá gætu bent á sín félög til samanburðar. Það var aldrei hagur sjómanna og þjóðarinnar, sem kommúnistar báru fyrir brjósti, það var fyrst og fremst pólitízkur hagur flokks þeirra, sem þeir ætluðu sér að efla með því að hagnýta sér verkfallið á fyrrgreindan hátt, og það var á'eng- an hátt kommúnistastjórn sjómanna- félagsins hérna að þakka, að í þetta sinn fóru hagsmunir alheimsflokks kommúnista saman við hag bæjar- ins og landsins í heild í fyrstu. En strax og þar fór að bera á milli, stóð heldur ekki ó því að kommún- istarnir hér sýndu hið rétta eðli sitt og slepptu inálstað bæjarins og hag þjóðarinnar út úr „hagsmunabar- áttu“ sinni. Þeir ætluðu sér að hindra það í lengstu lög að nokkrir heildarsamn- ingar næðust á togurunum. Það var ekki fyrr en kommúnistafélögin stóðu ein uppi, að þeir heyktust og þeir gerðu það auðvitað mest fyrir það, að forkólfarnir sáu fyrir, hversu óvinsældir þeirra myndu aukast meðal alls þorra þjóðarinnar. Menn geta rétt ímyndað sér, þeg- ar þeir athuga hina eindregnu and- stöðu kommúnista gegn lausn deil- | unnar, að það var ekki af neitt hrejnum hvötum, sem stjórn Sjó- mannafélags Akureyrar hóf ekki samúðarverkfall! Það er í það minnsta afar hæpið, að nokkur leggi á það trúnað, að þeir hafi neitað því að hefja slíkt verkfall, vegna þess að með því væri verið að stofna velferð þjóðarinnar í voða. Ætli sú skýring sé ekki eðlilegri, að þeir hafi séð hvílíkri andúð þessi dýrkeypta kaupdeila myndi mæta meðal alls þorra landsmanna, og því viljað geta hent á þau félög, sem þeir stjórna og sagt: Sjáið, þau stöðvuðu ekki togarana. Hitt er svo annað mál að komm- únistar heyja hér harða baráttu — harða hagsmunabaráttu — en það er bara ekki hagsmunabarátta al- þýðu þessa lands; það er hagsmuna- barátta til eflingar komnmnista- flokknum hér á landi, svo að hann verði betur því hlutverki vaxinn að þjóna erlendum húsbændum sínum | og geti uppfyllt óskir þeirra. Tvær skáldsögur. Dagur fagur prýðir veröld alla eftir Jóti Björnsson. Þessi nýja skáldsaga, sem Jón Björnsson sendir nú frá sér, fjallar um eitt mesta vandamál íslenzku þjóðarinnar nú á dögurn — vanda- málið um flutninga fólksins úr sveit- um landsins til kaupstaðanna. Við- fangsefnið er baráttan milli hinna heilbrigðu afla þjóðfélagsins, sem með festu halda trúnað við fornan menningararf íslenzku þjóðarinnar, og svo hinna, sem hafa gleymt sjálf- um sér í róti tímanna. Sagan er skemmtileg aflestrar, at- burðaröðin hröð og fjöldi fólks kemur við sögu bæði ungt og gam- alt. Grunntónn bókarinnar er óbifandi trú á landið og gæði þess. El Hakim, skáldsaga eftir John Knittel, ]>ýdd af Vilhjálmi Guðmundssyni. Þetta er saga um fátækan dreng í Egyptalandi, sem á heima lengst upp með Nílarfljóti. Hann dreymir um það að verða mikill hakim, mik- ill lœknir, og þegar hann er aðeins 6 ára tekur hann þá ákvörðun að hann skuli verða það. Sagan segir frá því, hvernig þessi 'draumur hans rætist. Hún segir frá viðburðaríkri ævi hans, ástum hans og sorgum, sigrum og ósigrum. í æsandi viðburðarás sögunnar fáum við innsýn í örbirgð og baróttu, ást- ir og fórnir þessa blóðheitav fólks, sem býr á bökkum Nílar. Saga þessi hefir verið þýdd á flesl- ar tungur heims, enda stórbrótin og áhrifarík. 20 bækur í ár frá Draupnis- og Iðunnarúfgáfunni. Systurforlögin, Draupnisútgáfan og Iðunnarútgáfan, gefa út í ár um tuttugu bækur. Er það litlu minna en undanfarin ár. Hins vegar hefír reynzt óhjákvæmilegt að minnka upplög flestra bókanna, miðað við það, sem verið hefir, því að papp- írsskorts hefir gætt mjög verulega í ár. ÖLDIN OKKAR. Aðaljólabók forlaganna í ár — og jafnframt stærsta og dýrasta verk, sem þau hafa gefið út til þessa — er Oldin okkar. — Minnisverð tíðindi 1901—1930. Ritverk þelta er með mjög sérstæðu sniði, „sett upp“ eins og dagblað og allar frásagnir í frétta-formi. Er hermt frá öllum helztu innlendum tíðindum á þessu árabili, auk mikils fjölda smærri viðburða. Val og framsetning efnis- ins er fyrst og fremst mótað af því, hvað fréttnæmt þótti á líðandi stund, en forðast að skoða atburðina í því ljósi, sem seinni tíminn lítur þá. Má því í raun réttri segja, að hér sé um samtíma frásögn að ræða. Ritið er prýtt mörg hundruð myndurn og prentað á sérstaklega vandaðan pappír. Vonast útgefandi íil, að frá- gangur þess allur verði með ágæt- um. — Ritstjóri verksins er Gils Guðmundsson rithöfundur. Á næsta ári kemur væntanlega út síðara bindi þessa ritverks. Tekur það yfir árin 1931—1950, en ritið er gefið út í lilefni þess, að um næstu áramót er öldin hálfnuð. Þegar rit- inu er lokið, liggur þai; fyrir íslands- saga í fimmtíu ár, sögð með sérstök- um hætti, sem ástæða er til að ætla, að almenningi þyki bæði nýstárleg- ur og skemmtilegur. SÖGN OG SAGA. ! í i i Í bókaflokknum Sögn og saga kemur út eitt rit í ár. Er það fyrri hluti af hinu mikla ævisagnariti sr. Friðriks Eggerz, afa Sigurðar heit- ins Eggerz ráðherra og þeirra syst- kina. Hefir ritverki þessu verið val- ið nafnið Úr fylgstium jyrri aldar. Bindið, sem út kemur í ár, hefst á frásögn um Bjarna ríka Pétursson, sýslumann á Skarði, og síðan er get- ið niðja hans í næstu ættliði, en meginefni þessa hindis er ævisaga sr. Eggerts Jónssonar á Ballará, föð- ur höfundarins. I ritverki þessu kennir margra grasa, og er það hið girnilegasta til fróðleiks. Hermir þar frá mörgum stórbrotnum og sér- kennilegum einstaklingum og sögu- legum atburðum, enda var réttnefnd „söguöld“ í héruðunum umhverfis Breiðafjörð á þessum áratugum. í síðara bindinu, sem væntanlega kemur út á næsta ári, er sjálfsævi- saga sr. Friðriks. Fyrra bindið er tæpar 540 bls., en síðara bindið verður nokkru minna. — Útgáfu þessa verks annast Jón Guðnason, skj alavörður. ADRAR ÍSLENZKAR BÆKLR. Aðrar íslenzkar bækur, sem for- lögin gefa út í ár, eru þessar: Draumspakir Islendingar eftir Oscar Clausen. Hefir hennar verið getið hér í blaðinu áður. Áður er komin út bók Clausens Skyggnir Is- lendingar, þar sem segir frá for- skyggnu og fjarskyggnu fólki. Sagnaþœttir Benjamíns Sigvalda- sonar. Fyrsta hefti þessara sagna- þátta kom út í vor, en alls er gert ráð fyrir að heftin verði sex, eða þrjú bindi samtals. Annað hefti kemur væntanlega út seinni hluta vetrar. Brim og boðar, frásagnir af sjó- hrakningum og svaðilförum, kemur út í annarri útgáfu. Bók þessi kom út fyrir jólin í fyrra og seldist þá upp. TVÆR ÞÝDDAR BÆKUR. A Kon-Tiki yfir Kyrrahaf. Nokkru fyrir jólin kemur bók þessi út. Hún er eftir norska fullhugann og vís- indamanninn Thor Ileyardahl, sem segir frá liinni kunnu ofdirfskuferð hans og félaga hans á bjálkafleka yfir þvert Ixyrrahafið, 8000 km. vegalengd, árið 1947. Bók þessi kom fyrst út í fyrra á þrem tungumálum samtímis. í ár kemur hún út á öllum helztu þjóðtungum. Hefir hún hvar- vetna orðið metsölubók, enda er hvort tveggja í senn: bókin hin skemmtilegasia og för þeirra félaga hin sögulegasta í alla staði. Norð- mönnum þykir svo mikils um þetta afrek vert, að þeir hafa byggt hús yfir flekann á Bydöy við Oslo, þar sem þeir geyma ýmsar dýrmætustu minjar sínar, svo sem hið nafnkunna skip Nansens, „Fram“, víkingaskip- in fornu o.m.fl. — Jón Eyþórsson hefir íslenzkað bókina. Undramiðillinn. Hennar liefir ver- ið getið áður. SKÁLDSÖGUR. Í skáldsagnaflokknum Draupnis- sögur koma út þrjár sögur í ár: Lars í Marshlíð, sænsk sveitasaga; Þegar liamingjan vill eftir Frank G. Slaug- hter, höfund sögunnar „Líf í læknis hendi“; Grýtt er gœfuleiðin eftir A. J. Cronin, höfund „Borgarvirkis“ og fleiri vinsælla skáldsagna. Mikils- metið amerískt tímarit telur þetta beztu sögu Cronins. I skáldsagnaflokknum Gulu skáld- sögurnar koma út tvær bækur í ár, Skógardísin eftir Sigge Stark, höf- und „Kaupakonunnar í Hlíð“ og Ég er ástfangin eftir vinsæla ameríska skáldkonu, Maysie Greig. BARNABÆKUR. Þrjár barnabækur gefa félögin út í ár: Reykjavíkurbörn eftir Gunnar M. Magnúss rithöfund. Þetta eru sann- ar frásagnir, endurminningar frá ár- um þeim, er höfundur stundaði kennslu í Reykjavík. Margt er sér til gamatis gert. í bók þessari er safnað sarnan íslenzk- um gátum, leikjum, þrautum o. fl. Tilgangurinn með henni er sá að reyna að vekja áhuga yngstu kyn- slóðarinnar fyrir gömlum og þjóð- legum skemmtunum, sem löngum hafa vakið fölskvalausa gleði á Is- landi. , Ævintýraeyjan. Bók þessi er fyrsta bókin í ílolcki harnahóka, sem farið hefir mikla sigurför erlendis, enda eru bækur þessar hinar skemmtilegustu og prýddar ágætum myndum. — Höfundur þeirra er enska skáldkonan Enid Blyton. Ráðskonu Góðo ráðskonu vantar rrsig nú þegar eoa sesrs fyrst. EYÞÓR TÓMASSON. ÉG KAUPI allar tegundir af not- uðum íslenzkum frímerkjum. Verð mitt útilokar alla samkeppni, þar sem ég greiði 50% yfir verð Reykja- víkur frímerkjakaupmanna. — Sama verð er á óleystum merkj um og leyst- um af pappír. — Virðingarfyllst. — Wiiliam F. Pálsson, Halldórsstöðurn, Laxárdal, S.-Þing. 1---------*

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.