Íslendingur


Íslendingur - 29.11.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 29.11.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. nóvember 1950 ÍSLENDINGUR J a r 8 ar f ö r GUÐRONAR INGILEIFAR HJALTALÍN °g KRISTJÁNS GUNNARS 3 sem önduðust 24. og 25. þ.m. er ákveðin laugardaginn 2. des. f kl. I e.h. frá Akureyrarkirkju. ij Aðstandendur Mínar innilegustu þakkir fœri ég öllum þeim, er minntust miná 75 ára afmæli mínu 25. nóv. s.l. Hallgr. Valdimarsson. Happdrætti Háskóla Islands Endurnýjun til 12. flokks er hafin. Verður að vera lokið 9. desember. Bókaverzí. Axels Kristjánrsonarh f ENSK FRAKKAEFNI svört og dökkblá. — Verð kr. 66,40 meter SAUMASTOFAN, Hafnarstr. 86 A. Sími 1916 BÆNDUR Vœntanlegt með e. s. Selfossi. AMERÍSK K\OAFÓÐURBLANDA MAISMJÖL BLANDAÐ HÆNSNAKORN L Þeir, sem hafa gert pantanir eru beðnir að taka fóðrið sern fýrst efíir komu skipsins. Verzl. Eyjofförðyr íhuí. 53«S$íSsS!5^$«S$$SsS*»$«S<S^$«^s^ MANNTAL Vegna manntals þess sem fram á að fara 1. des. n.k., eru það vinsamleg tilmæli þeirra, sem vinna að majnntalinu, að allir og þó sérstaklega húsráðendur og fjölskyldufeður, verði heima frá kl. 1 — 4 þann dag, en á þeim tíma er ráðgert að mann- talið fari fram.. BÆJARSTJÓRI ABVÖRUN Rafmagnsnotendur á veitusvæði Akureyrar: Qætið þess þegar spenna er óeðlilega lág, að nota ekki, eða hafa í sambandi rafmagnstæki sem geta skemmst við of lága spennu, svo sem ísskápa, þvottavélar o. fí'. RAFVEITA AKUREYRAR Skjaldborgarbíó í kvöld kl. 9: SENDIBOÐI HIMNARÍKIS (Heaven only knows) Mjög óvenjuleg og vel leikin amerísk kvikmynd, sem fjallar um sendiför Mikaels erkiengils til jarðarinnar. Aðalhlutverk: Robert Cummings Brian Donlevy Marjorie Reynolds. Bönnuð yngri en 16 ára. Kökudunkar Kaffibox Myndarammar. Hafnarbúðin h.f. Kakómjólk Konf ektkassar Konfektpokar Væntanlegt átsúkkulaði í pökkum. Hafnarbúðin h.f. Púðursykur Flórsykur Strásykur Molasykur. Hafnarbúðén h.f. Jlveiti á kr. 2.75 kg. Hrísgrjón á kr. 4.15 kg. Hofnarbúðin h.f. Þvottasódi Handsápa Þvottasápa Þvottaduft. SENDUM HEIM. Hafnarbúðin h.f. Sími 1094. FRAMHALDSSAGA— Nr. 14. ÁKÆRÐUR TVISVAR Adrian lagði blöéfin frá sér og hvessti augun á litla manninn. Hann hafði haft óljósan grun um eiithvað. Nú var hann viss. „Sjáið þér til," sagði hann. „Ef þér hafið komizt yfir efnið óheiðarlega, þá segið mér það hreint út, og ég skal bjarga yður út úr því." Það kom svo á litla manninn, að Adrian hélt, að það myndi líða yfir hann. Þegar hann áttaði sig nokkuð aftur, sagði hann þó hálf ruglingslega og starði á Adrian: „Jæja, ég hefi aldrei fengið það svona framan í mig fyrr. •— Eruð þér ekki með öllum mjalla, herra minn? — Hvað sögðuð þér, átti ég að segja yður það hreint út?" „Eg býst við, að ég geti ráðið fram úr því," svaraði Adrian brosandi. „En segðu mér nu allt af létta." „Jæja, þá," svaraði litli maðurinn. „Ég veit hvernig hægt er að komast yfir efnið, heila sendingu til landsins, og nú skal ég segja yður hvernig." 8. kafli. Radiumrán. „Sjáðu nú til," sagði litli maðurinn. „Kunningi minn vinnur við affermingu skipa í höfn Lundúnaborgar,'og við höfum haft náið samstarf'í lengri tíma. Við höfum náð okkur í mörg bílhlöss af alls konar dóti,. svo sem skrifstofuhúsgögnum og þess háttar, en upp á síðkastið höfum við orðið að draga saman seglin, þar eð þeir hafa tekið upp á því að auka eftirlitið. Þeim þótti varan vera farin að hverfa ískyggilega, þú skilur." „En nú eru þessir pakkar með radiumefninu farnir að koma af og til, og vinur minn, Joe, hefir stundum séð það afhent gjaldker- anum hjá skipafélaginu, sem fer með það á hafnarskrifstofuna, þar sem því er komið fyrir í öryggisgeymslu, þangað til einhver kemur frá innflytjandanum til þess að vitja þess. Hann fer alltaf burt með það í leigubíl." „Það, sem við ætlum okkur er þetta: Kunningi minn ætlar að setja svikinn pakka í stað hins rétta. Og þú getur reitt þig á að við höfum góða eftirlíkingu. Joe hefir séð pakkana svo oft að hon- um getur ekki misheppnast. Við höfum haft pakkann tilbúinn mán- uðum saman, jafnvel vigtin er réít. Það er blý í honum." Adrian gaf litla manninum, sem kvaðst heita Jack Nepson, heim- ilisfang sitt og Jack gaf honum heimilisfang sitt í Barking Road, og lofaði því, áður en þeir .kvöddust á Euston stöðinni, að hafa samband við hann einhvern næsta dag. Adrian fór þegar að grafast fyrir um radium og árangur þess varð sá, að minnstu munaði, að hann óskaði þess að hann hefði aldrei hitt litla manninn. Það var ekki einasta, að radium væri svo afar sjaldgæft, að það væri allt selt.löngu áður en það væri framleitt, heldur var líka vit- að hvar hver einasta smáögn af því var niður komin. Læknastúd- ent, sem Adrian hitti af tilviljun á veitingastað í námunda við Radiumrannsóknarstofuna, sagði honum þó dálítið, serh gaf hon- um örlitla von. í Ameríku væru allmargir vísindamenn — ríkir eða styrktir af ríkum mönnum — önnunr kafnir við ýmis konar rannsóknir, og þeir myndu gefa síðasta blóðdropa sinn til þess að ná í nægilegt magn af radium. Þetta var þeim meinað, þar sem sjúkrahús og vísindasíofnanir væru látnar sitja fyrir þessu'dýr- mæta efni. Þrem dögum eftir að hann hitti Jack Nepson, fékk hann svo stutt bréf frá honum: „Hittu mig á morgun klukkan 7 í Gullnu Hörpunni við Barkina; Road." Það var Qkki auðvelt að finna Gullnu Hörpuna. Kráin lá afsíðis og var lítil og gamaldags. Þegar Adrian gekk inn í krána klukkan 7 var hún yfirfull af sjómönnum af hinu ólíkasta þjóðerni. Þar var reykjarsvæla, mas og sköll. I einu horninu lék maður á píanó og jók þannig á hinn almenna hávaða með því að hamra gjallandi „jass" lög. Hávaðinn var ær- andi og loftið nær óþolandi. Adrian ruddi sér braut gegnum mannþröngina. Hann var í sömu svöríu fötunum og hann var í þegar hann hitti Nepson. Mönn- um varð starsýnt á hann vegna hins virðulega útlits hans, sem var óvenjulegt á þessum stað. Allt í einu sá hann hvar Nepson kom í áttina til hans. ,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.