Íslendingur


Íslendingur - 07.12.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 07.12.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. Fimmtudaginn 7. deseinber 1950 49. tbl. Btgerðarfélag Akureyr- inga h.t. heíir fest kaup nýjum togara. Síðastliðinn laugardag, 2. des., undirriluðu þeir Helgi Pálsson og ' Jakob Frímannsson f.h. Vtgerðarfé- lagsins samning við ríkisstjórnina um kaup á einum hinna 10 togara, \ sem ríkisstjórnin hefir samið um • smíði á í Bretlandi. Ffármálaráð- i herra ritaði undir samninginn fyrir • hönd ríkisstjórnarinnar. » I Kaupskiimálar. Við undirritun samningsins átti j Útgerðarfélagið að greiða 10% af kaupverðinu, eða ca. 800 þúsund kr., en samkomulag varð um, að sú greiðsla skyldi fara fram 15. jan. næstkomandi og var bankaábyrgð sett því til tryggingar. Með samningnum gengur Útgerð- arfélagið og inn í samning ríkis- stjórnarinnar við Hambro banka í London um lántökur vegna skipa- kaupanna að tíunda hluta. Og kem- ur þá í hlut Útgerðarfélagsins að sjá þar um greiðslu á láni að upp- hæð 125 þús. sterlingspund. Það lán er til 20 ára, afborgunarlaust fyrstu 5 árin frá því það var tekið, en síð- an eru nú liðin 2 ár, Þessi upphæð er 70% kaupverðsins. Afganginn, 20% kaupverðsins, lánar ríkissjóði ur, er það einnig 20 ára lán, en má greiðast eins fljótt og Utgerðarfé- lagið sér sér fært. Skipið afhenf 15. þ.m. Skip það, sem Utgerðarfélagið fær, er fyrsti togarinn, sem tilbúinn er, og er byggður hjá skipasmíða- stöðinni Alexander Hall í Aberdeen. Skipið hefir þegar farið í reynslu- för, og reyndist ganghraði þess vera 13 sjómílur. Skipið er um 700 tonn að stærð (eldri togararnir eru 64.0 tonn). Það er útbúið öllum full- , komnustu siglingar- og öryggistækj - um. I því er fiskimjölsverksmiðja, sem á að geta unnið úr 25 tonnum af hráefni á sólarhring. Lýsis- vinnsluvélar eru og að sjálfsögðu í skipinu. Mjölvinnsluvélar hafa ekki verið reyndar enn, en það verður gert í Aberdeen áður en skipið fer þaðan, en afhending skipsins fer fram 15. þessa mánaðar. 9 Hlaur nafnið Harðbakur. Ahöfn skipsins mun fara utan með Svalbak um eða upp úr næstu helgi. Skipstjóri verður hinn afla- og farsæli skipstjóri á Kaldbak, Sæ- mundur Auðunsson. 1. vélstjóri verður Hallur Helgason, en 1. stýri- maður Alfreð Finnbogason. _, Framkvæmdarstj óri Utgerðarf é- lagsins, Guðmundur Guðmundsson, fer og með Svalbak til þess að taka móti skipinu og afla nauðsynlegra hluta til útgerðarinnar. Skipið var í upphafi skírt Víking- ur, en mun nú hljóta nafnið Harð- bakur og hljóta umdæmisnúmerið EA3. Miklar framkvæmdir. Bæjarbúar hafa alla tíð sýnt Út- gerðarfélaginu mikinn velvilja og góðhug og aldrei látið flokkadrætti né neina sundrung komast þar að, og væri það vonandi að ekki yrði á því nein breyting. Enn skortir allmikið á, að safn- ast hafi það hlutafé, sem til var ætl- ast og félaginu er nauðsynlegt vegna stóraukinna útgerðarframkvæmda á þessu ári, en eins og menn vita, þá UNGLINGSPILTUR VERÐUR MANNI AÐ BANA Þau hörmulegu tíðindi skeðu fyrir rúmri viku síðan í Reykjavík, að unglingspiltur 19 ára að aldri veitti leigubílstjóra, Jóni H. Jó- hannssyni slíkt höfuðhögg, að það varð honum að bana. ~Við rannsókn málsins kom það í Ijós,, að pilturinn var allölvaður, þegar hann varð þessa hörmulega atburðar valdur. 70 ára maður fimisr látinn. Þegar óveðrið skall á s.l. fimmtu- dagskvöld, var Sigurður Ringsted á Kljáströnd á leið heim til sín frá Grenivík. Þegar hann kom ekki heim á eðlilegum tíma, var farið að leita hans, og fannst hann þá látinn vestan í Höfðanum. Talið er að hann hafi orðið veikur. Sigurður var 70 ára gamall er hann lézt. hefir Útgerðarfélagið, auk þess, sem það er nú að kaupa nýjan togara, ráðist í að reisa stóra fiskverkunar- stöð (1200 fermetra) á Oddeyri, og er nú bygging sú mjög vel á veg komin; aðalálma hússins komin undir þak og er nú unnið þar inni, en timburskortur í bænum hefir þó nokkuð tafið þær framkvæmdir. Blaðið óskar Utgerðarfélaginu, áhöfn togarans og öllum bæjarbúum gæfu og gengis með hið nýja og glæsilega skip og aðrar framkvæmd- ir félagsins. Skemmtikvðld halda Sjálfstæðisfélögin á Akureyri að Hótel Norðurlandi föstudagskvöldið 8. deseniber n. k. kl. 8,30 e. h. Skemmtiatriði: FÉLAGSVIST SAMTALSÞÁTT.UR SPURNINGATÍMI D AN S Aögösigumiðar verða seldir í anddýri hússins kl. 6 — 1 sama dag og við innganginn — Félagar fjölmennið! og takið með ykkur spil. — Framkvæmdir bæjarins unn ar að vetrarlagi sé það unnt Beimt á mörg verkeíni. TI LLÖG U R ATVINNUMÁLANEFNDAR Nefndin, sem kosin var að frum- kvæði bæjárstjórnar til að athuga um atvinnuástand og atvinnuhorfur í bænum, hefir nú lokið störfum og hefir sent bæjarstjórn skýrslu um störf sín. Hefir nefndin orðið sam- GRÓFU SIG í FÖNN Á VÁÐLAHEIÐI Hinn 30. nóvember s.l. kl. 2.30 e. h. lögðu þeir Baldur Jónsson, Fjósa- tungu, og Tryggvi Gunnarsson, Reykjum, Fnjóskadal, af stað gang- andi yfir Vaðlaheiði. Lögðu þeir upp frá Kaupangi og fóru fjallveg- inn yfir Bíldsárskarð. Veður var slæmt og um fjögur leytið skall á fárviðri það, er olli meiri og minni skaða um allt land. Er óveðrið skall yfir voru þeir Baldur og Tryggvi komnir upp undir háheiði, en veðr- ið var beint í fangið svo að þeir gátu með engu móti ráðið sér. Þá var og komið svarta myrkur. Þeir félagar tóku því það ráð að snúa við og freista, að komast til bæj- anna vestan Vaðlaheiðar. Brátt urðu þeir þess þó varir, að þeir voru orðnir villtir og tóku því þann kost- inn um kl. 6 e.h. að grafa sig í fönn. I fönninni leið þeim sæmilega um nóttina, nema hvað þeim tók að kólna síðustu þrjá klukkutímana, en þeir komu til bæjar vestan heiðar um kl. 9 f.h. næsta morgun og voru þeir þá furðu lítið hraktir. Jólakort - Jólamerki Það er orðin föst venja að senda vinum sínum og kunningjum jóla- kveðju. Á Pósthúsinu fást hin smekklegu kort Elliheimilissj óðsins, og er það tilvalið að senda þau kunningjum sínum á jólunum. — Jólamerkin koma einnig á Pósthús- ið næstu daga, og eru þau mjög smekkleg að vanda. Þau urðu heldur síðbúin sökum skorts á límpappír. . Munið: Ekkert bréf eða jólakort án Jólamerkis. mála að benda á eftirfarandi mögu- leika til úrbóta um atvinnu: 1. Haldið verði áfram lengingu grj ótgarðsins norðan dráttarbraut- arinnar. 2. Rammaður verði niður kantur fyrir skip til að liggja við sunnan á gr j ótgarðinum, úr timbri því, er höfnin á liggjandi á staðnum. 3. Haldið verði áfram uppgreftri sunnan litlu dráttarbrautarinnar, svo að nægilegt rúm fáist til að snúa þar við skipum. 4. Lokið verði við nauðsynlegar aðgerðir svo að dráttarbrautin geti talist í nothæfu ásigkomulagi, svo sem gengið verði frá festingum fyr ir skipin og fleira. 5» Athugun fari fram á því, hvort ekki sé mögulegt að lagfæra innri hafnarbryggjuna, án þess að lagt sé í stór fjárútlát. 6. Bæjarstjórn gangist fyrir, að tunnuverksmiðjan verði starfrækt eins mikið og frekast er unnt og ekki minna en það, að unnið verði í henni helmingur þess tunnuefnis, er flutt verður til laridsins. 7. Unnið verði að gatnagerð eftir því sem unnt er og fjárhagur bæjar- ins leyfir. 8. Unnið verði það, mikið að grjótnámi yfir veturinn að nægilegt verði til notkunar í bænum til næsta hausts. 9. Nauðsynlegt er að komið verði upp hraðfrystihúsi í bænum og leggur nefndin til, að bæjarstjórnin skori á bæjarbúa að koma því í framkvæmd og taki til nákvæmrar athugunar, hvaða aðilar séu líkleg- astir til að hrinda því í framkvæmd. 10. Bæjarstjórnin láti framkvæma að vetrarlagi yfirleitt allt, sem unnt er að framkvæma af þeim verkum, sem bærinn hefir með höndum, en forðist ónauðsynlega samkeppni við einstaklinga og fyrirtæki um vinnu- aflið að sumarlagi. Viðbórarólit. Til viðbótar nefndaráliti þessu, sem nefndin varð sammála um, kom fram viðbótarálit undirritað af full- trúa Verkamannafélagsins og for- manni þess, Birni Jónssyni, þar sem Framhald á U. sWu.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.