Íslendingur


Íslendingur - 07.12.1950, Blaðsíða 4

Íslendingur - 07.12.1950, Blaðsíða 4
Málaflutningsskrifstofa Jónas G. Rafnar, hdl., Tómas Tómasson, lögfr., Hafnarstr. 101. Sími 1578. Opin alla daga kl. 11—12 i.h. og 5—7 e.h. nema laugar- Caga kl. 11—12 f.h. tctidmmu* Fimmtudaginn 7. desember 1950 NYJAR BÆKUR. Minningar Björgvins Guðmundsson- ar. Sögusafn Austra I. Nyrz i læknir í heimi, e. Aage Gilberg. Ævisaga Arna próf. Þórarinssonar e. Þórberg, 6. og síðasta bindi. Bókaverzl. Björns Árnasonar. Gránufélagsgötu 4 9m ðrlðg ððrarstððvarinnar. Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnu- dag kl. 2 e.h. P. S. Verkakvennajélagið Eining heldur fund í Verklýðshúsinu n.k. sunnudag kl. 4 s.d. Sagðar verða fréttir af Alþýðusambands- þingi. Hin árlega ajmœlissamkoma kristniboðs- hússins Zíon verður haldin í húsinu n. k. sunnudag, 10. des., kl. 8.30 að kvöldi. Kvikmyndin „Verkin lofa meistarann verður sýnd í upphafi samkomunnar. Allir . velkomnir. Gjöfum til starfsins veitt mót- taka. Guð blessi glaðan gjafara. - Kristni- boðsfélagið. Frá starfinu í kristniboðshúsinu Zíon. Sunnudaginn 10. des. sunnudagaskóli kl. 10.30 f.h. Drengjafundur, eldri deild, kl. 2 e.h. Yngri deild kl. 5.30 e.h. Afmælis- samkoma hússins kl. 8.30 e.h. Flogið daglega milli Akureyrar og Reykjavíkur. LOFTLEIÐÍR H. F. Æskulýðsvikan. Samkomur á vegum kristilegra skólasamtaka eru í kristniboðs- húsinu Zíon þessa viku á hverju kvöldi kl. 8.30—10. Á samkomunum verða marg- ir ræðumenn og mikill söngur. Sjónarhœð. Sunnudagaskóli kl. 1 og al- menn samkoma kl. 5 n.k. sunnudag. Vitn- isburður eða stuttar ræður, söngur og leikið á strengjahljóðfæri. Allir velkomn- ir. — Akureyringur! Munið jólabazar kven- félagsins Hlíf að Hótel Norðurlandi föstu- daginn 8. des. kl. 4 e. h. Æskulýðsjélag Akureyrarkirkju. Yngsla deild: Fundur n.k. sunnudag kl. 10.30 f.h. í kapellunni. Miðdeild: — Fundur n. k. sunnudag kl. 8.30 e. h. á sama stað. Akureyringar! Nú hefir harðnað í ári hjá fuglunum. Munið því eftir að gefa þeim. Áheit frá N. N. til Hallgrímskirkju í Saurbæ kr. 25.00. Gamalt áheit til Strandarkirkj u frá N. N. kr. 50.00; frá S. K. H. kr. 20.00. Mót- tekið á afgr. íslendings og sent áleiðis. Sveinn Friðriksson, verkamaður, Munka- þverárstræti 19, varð 65 ára s.l. laugardag. Guðspekistúkan „Systkinabandið" held- ur fund á venjulegum stað þriðjudaginn 12. des. n.k. kl. 8.30 e.h. Jólafundur. — Kaffidrykkja. Barnastúkan „Samúð“ nr. 102 heldur fund sunnudaginn 10. des. n.k. kl. 10 f.h. í Skjaldborg. Jólafundur. Upplestur. Söng- ur með gítarundirleik. Samtal. Framhalds- sagan. I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjallkonan no. 1 heldur fund n.k. mánudag kl. 8.30 í Skjaldborg. Fundarefni m.a.: Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýrra félaga. Kosn- ing embættismanna. Kosning í tvær nefnd- Því miö'ur er ég eftir lestur grein- ar hr. tilraunastjóra Arna Jónssonar í 47. tbl. íslendings, nokkurn veg- inn jafn uggandi um örlög GróSrar- stöðvarinnar ó Akureyri. En ég þakka honum nú samt þær upplýs- ingar sem hann gefur um tilrauna- ráð og samning þess við Ræktunar- félag Norðurlands, sem fróðlegt væri þó að fá að sjá allan. Virðist raunar sem heldur lítið öryggi muni vera í samningi þessum fyrir fram- tíðarheill Gróðrarstöðvarinnar. Furðar mig stórum, að jafn mætir menn og staðið munu hafa að þess- um samningi skuli ekki hafa tekist betur að skipa þessum málum, en raun virðist ó orðin. Og mikla trú þarf á Tlraunaráð, til þess að gera Ræktunarfélagið, að miklu leyti, að eins konar „próventukonu“ hjá ráð- inu svona að óreyndu máli, enda þótt þa ðannars sé skipað ágætum mönn- um. Tilraunaróð hefir heldur engu rekstrarfé yfir að ráða samkvæmt upplýsingum tilraunastjórans á Ak- ureyri, og þarf því árlega að herja 'rekstrarfé út úr Alþingi. Er aug- sýnilegt að fyrstu verkefni Tilrauna- ráðs hefði átt að vera að tryggja fast árlegt lágmarks framlag til til- raunastarfseminnar á hverjum stað, annars virðist allt í óvissu og voða og þá auðvilað Gróðrarstöðin á Ak- ureyri líka. Ég held nú að það skynsamleg- asta sem Tilraunaráð gæti gert, væri að skila Gróðrarstöðinni (trjárækt- arstöðinni) aftur til Ræktunarfélags- ins, því að ég fæ ekki betur séð en Tilraunaráð hafi nóg á sinni könnu fyrir því. Og ef Ræktunarfélagið á ekki að sálast er því lífsnauðsyn að fá stöðina til þess að hafa eitthvað að lifa fyrir, enda mun þó Ræktun- arfélagið, þrátt fyrir allt, hafa fast að 30 þúsund króna árstekjum a. m. k. á ári, og því auðveldlega geta staðið straum af Gróðrarstöðinni og umbótum á henni á einhvern hátt. Eigi hins vegar þessar 30 þús. króna árstekjur, sem félagið virðist þó enn muni hafa umráð yfir, að fara í skrifstofukostnað hjá félagi, sem „leigt hefir alla starfsemi sína“, ir. Skemmti- og fræðsluatriði, sem verða nánar auglýst í auglýsingakössum Skjald- borgarbíós. Þetta verður síðasti fundur fyrir jól, því eru félagar beðnir að fjöl- menna. Nýir félagar alltaf velkomnir. Barnaslúkan „Sakleysið“ heldur fund í Skjaidborg n.k. sunnudag kl. 1 e.h. Inn- taka nýrra félaga. Upplestur. Söngur, Leikþáttur o. fl. Mætið stundvíslega og fjölmennið. þá líst mér ekki á blikuna. Að vísu þarf Ræktunarfélagið eitthvert'fé í Ársritið, ef þa^ verður gefið út framvegis, en ekki virðist ólíklegt að það minnki a. m. k. eftir því sem Ræktunarfélaginu hnignar, og svo mætti selja það vægu verði og láta Búnaðarsamböndin kosta það að einhverju leyti. En beinast virðist þó hafa legið við, að leigja Tilrauna- ráði ritið líka, því að einhvers stað- ar hlýtur Tilraunaráð, sem rekur 4 tilraunastöðvar, að þurfa að birta hinar vísindalegu niðurstöður til- raunanna, eða a. m. k. það af þeim, sem hefir hagræna þýðingu fyrir landbúnaðinn eða atvinnuvegi þjóð- arinnar yfirleitt. Sérstaklega varðar okkur Norðlendinga að sjálfsögðu þær tilraunir, eða niðurstöður þeirra tilrauna, sem framkvæmdar eru hér við Akureyri, og er þess að vænta að Ársritið birti þær fram- vegis, ef það heldur áfram að koma út. Hvað viðvíkur hinu nýja áhuga- máli Ræktunarfélagsins um búnað- arfræðslu í skólum, þá mætti ætla að það væri hlutverk búnaðarskól- anna, Búnaðarfélags íslands, eða blátt áfram nýbýlastjóra. í öllu falli gæti sú starfsemi tæpast orðið fjár- frek. Annars virðist það liggja bein- ast við að skólakennarar almennt, sem flestir eru bændasynir og bú- skap kunnugir, örfuðu nemendur til náms og þekkingar á þessu sviði sem öðrum. Herra Árni Jónsson minnist á gagnrýni í skrifi sínu „Orlög Gróðrarstöðvarinnar“. Ég skal játa, að ég er hér ekki alveg með á nót- unurn. Helzt er svo að skilja, ef tek- ið er dæmi um kenningu Árna um gagnrýni, að ef t. d. sjómaður, sem er að leggja úr höfn verður var við að botninn á skútunni sé lélegur, þá megi hann ekki hafa orð á því fyrr en skipið er sokkið. Annars séu eng- ar sannanir fyrir því að neitt hafi verið að skipinu, og því óheimilt að gagnrýna ástand þess! Mér þykir leitt að tilraunastjórinn sem þó lítur út fyrir að vera „gentle“- maður, skuli á einum stað í grein sinni snúa orðum mínum við og gefa í skyn að ég sé að kasta rýrð á þá menn og konur, sem lögðu grund- völlinn að Gróðrarstöðinni fyrir 30 —45 árum. Því fer fjarri. Við vit- um öll að Sigurður heitinn búnaðar- málastjóri Iagði grundvöllinn að Gróðrarstöðinni fyrir 47 árum, en engar konur mér vitanlega, og hann gerði það framúrskarandi vel eins og stöðin enn þann dag í dag ber vitni um, þrátt fyrir allt og allt. I Og það er einmitt vegna þessa stórmerka starfs, sem unnið var í Gróðrarstöðinni í upphafi og fram eftir árum, að ég hefi skrifað þess- ar línur og bent á að stöðin sé svo markverð að hún megi ekki fara i vanrækslu meir en orðið er. Hitt er alveg rétt hjá hr. Árna Jónssyni, að það er betra að hreyfa ekkert við lagfæringu á Gróðrarstöðinni, nema vera viss um að það sem gert er sé til bóta. í rauninni virðist mér við Ámi Jónsson sammála um það, sem mestu máli skiptir, að Gróðrarstöð- ina verði að vernda í framtíðinni, og hún hafi verið vanrækt í seinni tíð. Hefi ég drepið á ýmsar leiðir lil úrbóta, einkum í fyrri grein minni, sem einnig mætti verða til þess að bjarga Ræktunarfélaginu sj álf u. En hvað svo sem þessum málum líður, væri mér sönn ánægja í að ræða við tilraunastjórann, eins og hann stingur upp á, hvenær sem væri. Ævifélagi. Aðalfuhdur ; Knattspyrnufélags Akureyrar var haldinn í íþróttahúsinu síðast- liðinn sunnudag. Var fundurinn fj ölsóttur. Stj órn félagsins var að mestu endurkosin, en liana skipa: Tómas Steingrímsson, formaður, Magnús Björnsson, varaformaður, Gunnar Þórsson, gjaldkeri, Rögn- valdur Gíslason, ritari, Níels Hall- dórsson, spjaldskrárritari, Vignir Guðmundsson og Isak Guðmann meðstjórnendur. Á síðastliðnu ári var sú breyting gerð á félaginu að því var skipt í deildir og hefir þetta gefizt mjög vel. Eftirtaldar deildir starfa nú í félaginu: Frjálsíþróttadeild, form. Halldór Helgason, knattleikjadeild, form. Magnús Björnsson, og skíða- deild, form. Sigurður Steindórsson. Starfsemi félagsins hefir aldrei verið meiri en á síðastliðnu ári og um 400 félagar hafa tekið þált í mótum á vegum félagsins. Á árinu gengu í félagið 190 nýir félagar og eru þeir nú alls 784. A fundinum var Magnúsi Brynj- ólfssyni skíðakappa afhentur bikar frá félaginu fyrir frábæra frammi- stöðu á síðasta Skíðamóti íslands, þar sem hann varð þrefaldur ís- landsmeistari og hafði auk þess beztan tíma í sveitakeppninni. Kennarar hjá félaginu á síðasta ári voru: Inga Rúna Ingólfsdóttir, Haraldur M. Sigurðsson, Hafsteinn Guðmundsson og þýzki frjálsíþrótta- þjálfarinn Ulric Jonath. Bssrinn rafmagnslaus. Laust eftir kl. 11 á mánudags- kvöldið var varð bærinn rafmagns- laus og er það enn, nema hvað nokkur hluti bæjarins hefir rafmagn frá Iljalteyri. Krapastífla mun hafa myndazt í Laxá ofan við orkuverið og þar myndazt allstórt lón, en á mánu- dagskvöldið sprengdi svo áin stífl- una og flæddi yfir bakkana og inn í sjálft stöðvarhúsið og var þar um tíma alldjúpt vatn. Vélarnar stöðv- uðust og hefir verið unnið að þv'í að hreinsa þar til og þurrka vélarnar. Standa vonir til að úr rætist í kvöld. Vegna þessara rajmagnstruflana seinkar blaðinu nokkuð. Framhald af 1. siðu. talin er nauðsyn þess að bærinh hafi að minnsta kosti 70—80 menn í vinnu til áramóta og að á fjár- hagsáætlun næstá árs verði 500 þús. kr. varið til atvinnubóta. Þá telja þeir og að nú beri að taka fé af væntanlegri f j árhagsáætlun næsta árs, sé það fé þrotið, sem verja skyldi til verklegra framkvæmda á yfirstandandi ári. Einsfaklmgsfrelsi og jafn- réffi undirsfaðan. Tómas Björnsson, einn fulltrúi í nefndinni, lagði fram ýtarlegar til- lögur í því augnamiði, að blómlegt atvinnulíf gæti þrifist hér í bænum í framtíðinni, þar sem hann undir- strikaði að undirstaðan til slíks sé einslaldingsfrelsi og jafnrétti. Tillögur hans miða að því að rekstur bæjarins verði eins einfald- ur og ódýr og hægt er, og að hann hagi framkvæmdum sínum þannig, að svo miklu leyti sem mögulegt er, að við þær sé unnið að vetrarlagi og forðast sé ónauðsynleg sam- keppni við einstaklinga um vinnu- aflið. Bærinn á með öðrum orðum að dreifa notkun vinnuaflsins, eftir því sem unnt er. Þá leggur hann til, að bæjar- stjórnin styðji eftir beztu getu að því, að iðnfyrirtæki, útgerð og önn- ur starfræksla, sem atvinnu veitir, fái sem hentugasta og bezta aðstöðu í bænum, en að stillt sé í hóf kröf- um á hendur bæjarbúum, svo að at- vinnurekstur þeirra verði ekki kyrktur. Þá benti hann og á nauðsyn þess að endurskoða samvinnulöggjöfina og afnema sérréttindi þeirra félaga, sem hindra að einstaklingar geti keppt við þau og stofnað og starf- rækt ný fyrirtæki, sem atvinnu gætu veitt. Það er vonandi, að störf nefndar þessarar verði til þess að forða frá því, að til verulegs atvinnuleysis dragi hér í bænum á vetri komanda.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.