Íslendingur


Íslendingur - 13.12.1950, Blaðsíða 1

Íslendingur - 13.12.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg. MiðvikudaiTu'i' 13. desember 1950 50 tbl. Litill Eskimói skolar á sér mimninn eftir tanndrátt. (úr bókinni NYRSTI LÆKN- IR I HEIMI, eftir Aage Gilberg.) Guöinn sem brást Tjön varfl víða af vðltíum veðurots- ans um s.l. helgi. Símasamband að nokkm rofið. Rafmagn enn takmarkað frá Laxá. Mjólkurflutningar tepp- ast til bæjarins. Bryggja brotnar. Sjór féll í liús á Siglufirði. Tjón á hafnarmannvirkjum á Dal- vík og bátar brotna í spón á Húsavík. Að undanförnu hafa gengið yfir landið óvenju miklar veðurhamfar- ir. Fárviðri hafa geysað um land ¦ allt af og til síðan um mánaðamót og ollið verulegu tjóni víða, og fór- ust í einu slíku áhlaupinu tveir menn af trillubát frá Siglufirði. Símalínur hafa slitnað mjög víða í þessum veðurofsa og ekki verið unnt að gera svo við þær sem skyldi, svo að símasambandslaust hefir verið að mestu við Reykjavík að undan- förnu. Þá hefir veðurofsinn og haft þær afleiðingar, að rafmagn frá Laxá hefir verið mjög takmarkað, og um tíma varð alveg rafmagnslaust það- an, vegna þess að vatnsflaumur, er braut klakastíflu, flæddi inn í y^élasalinn, og er það alveg eins- dæmi. Að undanförnu hefir hinsveg- ar verið svo lítið vatnsmagn vegna frostanna að ekki hefir fengizt nægi- legt rafmagn, svo að orðið hefir að taka rafmagn af vissum bæjarhlut- um til skiptis. Hefir verið unnið að því að undanförnu, að sprengja helztu tálmana burt og fer nú vænt- anlega að rætast úr, ef ekki brestur enn á eitt áhlaupið enn. I norðángarðinum, sem hófst að- faranótt s.l. sunnudags og stóð lát- laust fram á sunnudagskvöld gekk sjór upp á Tangann, braut Ishús- bryggjuna mjög verulega og flæddi inn í íshúsið. Með þessu veðri var og mikil fannkoma, svo að mjólkurflutningar tepptust til bæjarins, en úr því rætt- ist þó nokkuð er leið fram á mánu- daginn. Á sunnudaginn voru götur bæjarins ófærar bifreiðum. Miklar skemmdir urðu enn á símanum, svo að sambandslaust er við marga staði. \ Flóðbylgja á Siglufirði. 1 norðanstórviðrinu um síðustu helgi gekk flóðbylgja norðan yfir eyrina á Siglufirði, braut hafnar- garðinn og flæddi víða inn í kjallara á húsunum. Þá féll sjór og inn í hina miklu mjölskemmu ríkisins og olli þar mjög miklum skemmdum á síld- ar- og karfamjöli. Brim á Dalvík. A Dalvík var slíkt ofsabrim, að annað eins mun ekki hafa orðið þar um fjölmörg ár. Þar urðu mikil spjöll á hafnarmannvirkjunum af völdum brimsins. Einnig urðu þar talsverðar skemmdir á síldarsöltun- arstöðvum. Bátar hrofna á Húsavík. Allmikið tjón varð á bátum á Húsavíkurhöfn í ofviðrinu. — M.b. Smára rak á land og brotnaði nokk- uð. Trillubát rak upp í fjöru og braut í spón, annar trillubátur sökk í höfn- ina. D Rún:. 595012137 == 2 ? Rún:. 595012176 — Frl:. Jólaf:. I. 0. 0. F. = Rb.st. 2 An. — 9812138y2 — I. O. O. F. 13212158% — O. Áheit á Strandarkirkju. A. J. G. kr. 100.00. Móttekið á skrifstofu íslendings og sent áleiðis. Skíðaferð verður farin sunnud. 17. des. 1950. Lagt af stað frá Ráð- hústorgi kl. 10 f.h. stund- víslega. Fargjald kr. 5.00 báðar leiðir. Bókaútgáfan Stuðlaberg hefir sent frá sér fyrstu bók sína — Guð- inn, sem brást. Bók þessi flytur ritgerðir sex heimsfrægra manna, sem um skeið létu ánetjast af kommúnismanum eða fylgdu honum að málum, en sneru baki við honum, þegar frá leið og siklningur þeirra óx svo, að skynsemin bar hinar fyrri tilfinn- ingar þeirra ofurliði. Mönnum er oft borinn á brýn hringlandaháttur, er þeir skipta um skoðun á ein- hverju máli, snúast gegn fyrri sann- færingu sinni. Þarf því oft ekki lítið hugrekki til að taka sinnaskiptum og skýra frá því opinberlega, ekki sízt þegar menn snúast gegn sam- vizkulausum ofbeldismönnum, er einskis svífast til að eyðileggja hinn forna bandamann sinn, eins og þeg- ar kommúnistar eru annars vegar. Þetta hafa þeir menn gert ótrauðir, sem ritað hafa bókina „Guðinn, sem brást" og því er hver síða hennar eftirtektarverður og lærdómsríkur lestur fyrir alla, hvort sem þeir hafa verið kommúnistár alla tíð eða fylgja þeim með hangandi hendi — af gömlum vana — eins og er um marga. Ritgerðir þær sem hér um ræðir, ættu að gefa ýmsum hugrekki til að segja skilið við stefnu komm- únista. Richard Crossman, þingmaður flokksins og aðstoðarritstjóri New Statesman and Nation ritar inngang að bókinni. HÖFUNDARNIR. Fyrsta og lengsta ritgerð í bók- inni er eftir Arthur Koestler, en hann er íslendingum "meðal annars kunnur af hinni snildarlegu bók sinni: „Myrkur um miðjan dag." Hann lýsir því fyrst hvernig hann varð kommúnisti og þá m. a. af því að hann „bjó í þjóðfélagi, sem var í upplausn og þar sem menn þyrsti í trú." Hann kemur víða við sögu, segir frá starfsemi kommúnista- flokksins í Þýskalandi, en árið 1931 gekk hann í flokkinn; segir f rá heim- sókh sinni til Rússlands, og hvernig ársdvöl þar varð mikið áfall fyrir trú hans, og að endingu segir hann frá viðskilnaði sínum við kommún- ismann. Næsta ritgerð er eftir ítalskan rit- höfundinn Ignazio Silone. Hann komst inn í innsta hring kommúnista- flokksins, varð m. a. náinn sam- verkamaður Togliattis, foringja It- alskra kommúnista. Ameríski svertinginn Richard Wtight, höfundur Svertingjadrengs á 3lórmerka grein í bók þessari, og lýsir hann því hvernig kommúnistar reyna annars vegar að afla fylgis mennta- og listamanna og hins veg- ar svertingja og annarra minnihluta þjóðflokka. Þessir 3 menn tóku allir virkan þátt í starfsemi kommúnista og voru í innstu röðum flokkskKkanna. Hinir 3 höfundar bókarinnar: Gide, Fisher og Spender, kynntust og kommúnismanum mjög náið og voru mikHr aðdáendúr hans. Sunnudagaskóli ákureyrarkirkju er í sunnud. kemur. 5—6 ára börn í kapellunni; 7—13 ára börn f kirkjunni kl. 10.30 f.h. Bekkjastjórarl Mætið kl. 10 f.h. Verzlanir i bœnum verða opnar til kl. 10 r.æstkomandi laugardagskvöld. Eldri-dansa-klúbbur heldur dansleik í Lóni laugard. 16. þ.m. Hefst kl. 10 e.h. Stúkan Brynja nr. 99 heldur jólafund sinn í Skjaldborg mánudaginn 18. des. kl. 8.30 e.h. Séra Jóhann Hlíðar flytur er- indi. — Að loknum íundi verður sýnd skemmtileg og falleg kvikmynd. Kaffi- drykkja o.fl. Munið að á þessum fundi verða afhentir aðgöngumiðar á næstu mynd sem sýnd verður ókeypis fyrir templ- ara. Allir templarar velkomnir. 75 ára er í dag Tryggvi Jónasson, fyrr- verandi fiskimatsmaður, til heimilis í Lundargötu 4 hér í bænum. MessaS í Akureyrarkirkju n.k. sunnu- dag kl. 5 e.h. (F. J. R.). Frá kvenfélaginu Hlíf. Gjafir í dag- heimilissjóðinn: J. E. kr. 100.00; R. G. kr. 100.00; Mæðgur kr. 100.00. Kærar þakk- ir. — Stjómin. Hlífarkonur! Munið fundinn fimmtu- daginn 14. des. kl. 9 í Túngötu 2. Kynnikvöldi gengst Barnaverndarfélag Akureyrar fyrir fimmtudaginn 14. des. n. k. kl. 8.30 síðd. að Hótel KEA Dagskrá: 1. Erindi: Hvernig á að bregðast við yfir- sjónum barna og unglinga (Hannes J. Magnússon). 2. Söngur. 3. Upplestur. 4. Kvikmynd.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.