Íslendingur


Íslendingur - 13.12.1950, Blaðsíða 2

Íslendingur - 13.12.1950, Blaðsíða 2
2 fSLENDINGUR Fimmtudaginn 7. desember 1950 Útgefandi: Útgáfufélag íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaðui: Tómas Tómasson. Auglýsingar og afgreiðsla: Svanberg Einarsson. Skrifstofa Gránufélagsgata 4. Sfmi 1354. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.j. (ðnbanki ÞaS hefir alllengi verið eitt af höfuðáhugamálum forvígismanna iðnaðarins hér á landi að komið væri á fót iðnbanka; lánsfj árstofn- un, sem sérstaklega skyldi veita stofn- og rekstrarlán til iðnaðarinS, sem á undanförnum árum hefir átt við allörðugan hag að búa, vegna þess hversu, erfiðlega hefir oft og tíðum gengið með að fá nauðsynleg rekstrarlán, þó til skamms tima ættu að vera. Á síðasta iðnþingi var enn lagt fram frumvarp til laga um stofnun Iðnbanka, og kvað fj ármálanefnd þingsins svo að, en hún hafði fengið frumvarpið til athugunar og um- sagnar, að það sé höfuðnauðsyn iðnstétta landsins, að unnið verði markvisst að framgangi þessa máls. Það má sennilega fullyrða að allt fram á síðustu ár hafa opinberir að- ilar ekki sýnt þeim vísi að iðnaði, sem skotið hefir upp kollinum, þá ræktarsemi, sem hann verðskuldaðij Iðnaðurinn hefir átt við alls konar örðugleika að etja, bæði utan að komandi og svo skilningsleysi þeirra, sem rétt gátu honum hjálparhönd. Á síðustu árum hefir hins vegar orðið á þessu allmikil breyting til hins betra. Mönnum er nú farið að skiljast, að í því landi, þar sem ork- an er næg fyrir hendi, ætti að ver$ auðvelt að vinna betur þá vöru, sem úr landinu er flutt, og auka þannig til mikilla muna verðmæti þess, sem við flytjum út, jafnframt því sem auðinn iðnaður sparar okkur mikið í innfluti'ingi. En það þarf að vera búið svo að iðnaðinum, að hann geti staðizt samkeppni frá öðrum löndum; það þarf að búa honum öruggan starfs- grundvöll, svo að hann verði því hlutvaxi vaxinn fyrir íslenzku þjóð- ina og þjóðarbúskapinn, sem honum er ætlað að gegna, og sem hann gegnir meðal annarra þjóða. Og eitt sporið í rétta átt er ein- mitt það, að tryggður verði rekstr- argrundvöllur iðnaðarins með því að stofna Iðnbanka, sem veita myndi sparifé landsmanna að verulegu leyti til þessa vaxandi atvinnuvegar. Fyrir forgöngu ríkisstjórnarinnar hefir nú verið lagt fyrir Alþingi frumvarp um að slík lánsfjárstofn- un verði sett á fót, og er nú von- andi að þetta nauðsynjamál fyrir iðnaðinn og landið í heild sé komið á öruggan rekspöl og því verði nú farsællega til lykta leitt. Nyrzti læknir í heimi, eftir Aage Gilberg. Jónas Rafnar, yfir- læknir, þýddi. Félagsútg., Ak. Mörgum er svo farið, að þeir hafa mesta ánægju af ævisögum og ferða bókum. I þeim birtist raunverulegt mannlíf oft skýrara en í skáldsögum, þar sem reynt er að þóknast lesand- anum eða fylgt einhverjum ákveðn um „isma“. Því er svo varið með mig, að mér þykja ferðasögur girni legri til fróðleiks en margar þær skáldsögur, sem þýddar eru hér og gefnar út. Undanfarna daga hef ég verið að lesa bókina Nyrzti lœknir í heimi, sem er nýkomin út. Þetta er lýsing eftir danskan lækni á dvöl sinni í Thule-héraðinu í Grænlandi, ein- hverri nyrztu byggð í heimi. Þetta hérað er 1200 km. fyrir norðan heimskautabaug. Það er fljótsagt, að þessi lýsing læknisins er með þeim ágætum, að bókin heldur huganum föstum allt til loka. Lýsingar hans á lifnaðarháttum Eskimóanna eru ekki aðeins innilegar og vinsamlegar heldur eru einnig snilldarlegar og látlausar. Eskimóar þarna fyrir norð an hafa orðið fyrir miklu minni áhrifum frá Evrópumönnum en aðr ir Grænlendingar. Þeir eru óspillt, frumstæð náttúrubörn. Þess vegna féll lækninum vel hjá þeim. Að vísu er langur myrkurtíminn, eða fjögra mánaða heimskautanótt. Og undra- vert er, hvað fólkið heldur út við þessi skilyrði. — Talið er, að C-fjörefni séu manninum nauð- synleg og þau séu aðallega í jurtum. En þarna eru garðjurtir fáar. En með rannsóknum komst læknirinn að því, að C-fjörefni fá íbúarnir úr innyflum rostunga og sela, sem er ein af aðal fæðutegundum þeirra. Athyglisvert er það fyrir okkur,, sem teljum okkur siðmenntuð, að í bók þessari er skýrt frá því, að Eskimóar ljúga aldrei og þjófnaður þekkist þar ekki. Bókin er prýdd fjölda ágætra Ijósmynda úr lífi Eskimóa. Þýðingin er prýðilega af hendi leyst, svo sem vænta mátti. Eiríkur Sigurðsson Bœkur Æskunnar Mikið bókaflóð er nú í öllum bókabúðum, einkum af barnabókum, og erfitt fyrir fólk að velja úr því til jólagjafa. Verður þá skynsamleg ast að velja bækur eftir höfundum, sem þekktir eru að góðu, eða bóka- forlögum, sem vön eru að gefa út góðar bækur. Barnablaðið Æskan hefir gefið út margar góðar og smekklegar barnabækur undanfarin ár. Að þessu sinni eru Æskubækurnar 7. Þær eru þessar: Sögurnar hennar mömmu, eftir Hannes J. Magnússon, skólastjóra. Er það fjórða og síðast bókin í þess um vinsæla bókaflokki. í bókinni eru sögur og ævintýri fyrir börn. Ekki eru sögur þessar skrifaðar út í bláinn, heldur hafa þær hver um sig ákveðinn tilgang og einhvern siðrænan boðskap að flytja. Má gera ráð fyrir að bók þessi verði eigi síður vinsæl en þær fyrri. Hörður og Helga, eftir Ragnheiði Jónsdóttur. Ragnheiður er þekkt fyrir hinar vinsælu Dóru-bækur sín ar. Bókin' segir frá tveimur tápmikl um börnum, sem lenda í ýmsum skemmtilegum ævintýrum. Adda í kaupavinnu, eftir Jennu og Hreiðar. Þetta er fimmta Öddu- bókin. Kunna börnin vel að meta einfaldleik þessarra bóka, þótt hann dyljist fremur fyrir þeim fullorðnu. Stella, eftir Gunvor Fossum, í þýsingu Sigurðar Gunnarssonar, skólastjóra, er góð telpusaga frá styrj aldarárunum í Noregi. Er þetta fyrsta bókin í ákveðnum bókar- flokki. Kári litli og Lappi, eftir Stefán Júlíusson, yfirkennara, kemur hér út í nýrri útgáfu Þetta hefir verið mjög vinsæl barnabók og ein af beztu lestrarbókum handa börnum, sem völ er á . Kibba kiðlingur, kenmur einnig út í nýrri útgáfu. Þetta er bók með stórum og góðum myndum handa litlum börnum. Bráðlega eru væntanlegir Kappar II., valdir kaflar úr íslendingasög- unum. Góð bók handa dugandi drengj um. Frágangur allra þessarra bóka er með ágætum, og eru þær allar mynd skreyttar. I þrem þeirra eru myndir eftir Þórdísi Tryggvadóttur, en hún er kunn að smekklegum bókateikn- ingum. Eiríkur Sigurðsson Dr. Rögnvaldur Pélursson: FÖGUR ER FOLDIN. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins. Rvík 1950. Bókaútgáf a Menningarsj óðs og Þjóðvinafélagsins er sannkallað þjóðþrifa fyrirtæki, svo vel sem það vandar til bóka þeirra, er það gefur út. En það verður naumast sagt um öll útgáíufyrirtækin, sem síðustu ár- in hafa sprottið upp, og sum verið allstórvirk. Því svo virðist að þar fari val bókanna eftir væntanlegum sölumöguleikum, en síður eftir gæð- um og innihaldi. Ég hefi hér fyrir framan mig skrá yfir félagsbækur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins síðustu 9 árin. Þær eru 44. talsins. Auk almanaksins og Andvara, sem eru sjálfsögð, eru það allt eigulegar bækur og sumar úrvalsrit, sem alls ekki má vanta í bókaskáp á íslenzku menningar- heimili. Má þar til nefna beztu ís- Iendingasögurnar, Heimskringlu, úr- val íslenzkra kvæða eftir beztu þjóð- skáldin, auk þýðinga á heimsfræg- um verkum erlendra öndvegisrithöf- unda, svo sem Tolstoi, Maugham og Dickens. Allar þessar 44 bækur fær félagsmaður fyrir 216 krónur og er það reyfarakaup á þessum tímum. Auk félagsbókanna hefir forlagið gefið út hin o,g þessi merkisrit. Er allt sem frá því kemur smekklegt að efnisvali og frágangi, og óvanalega ódýrt. Má þar nefna: Saga íslend- ■ inga, sem verður hið merkasta rit í mörgum bindum, Kviður Hómers (Ilións- og Odysseifkviða), Saga ís- lendinga í Vesturheimi, Sturlunga, Bréf og ritgerðir Stephans G. Step- hanssonar, Passíusálmarnir með orðalykli, Haralds saga harðráða, Land og lýður (drög til íslenzkra héraðslýsinga) o.fl. o.fl. En það rit, sem ég vildi vekja sér- staka athygli á, og nýkomið er á bókamarkaðinn, er „Fögur er fold- in“, ræður og erindi eftir dr. Rögn- vald Pétursson hinn spakvitra og frjálslynda kennimann Vestur-ís- lendinga. Hefir dr. Þorkell Jóhann- esson annazt efnisval og búið undir prentun, en gamall Akureyringur, Gísli Jónsson, skrifar formála. Flestir uppkomnir íslendingar kannast við síra Rögnvald og vita að hann var um langt skeið einn aðal- forustumaður Vestur-Islendinga, bæði í andlegum efnum og þjóð- ræknismálum. Hann var íslandsvin- ur mikill, og lét sér ekkert óviðkom- andi, sem var íslenzkt, hvorki í bók- menntum, fornum og nýjum, eða í stjórnmálum og efnalegum framför- um. Hann var því einn af mestu máttarstólpum Þj óðræknisfél. Vest- ur-íslendinga. Um eitt skeið stóð allmikill styrr um hann vegna guð- fræðiskoðana hans, er hann gerðist upphafsmaður og brautryðjandi frjálslyndrar guðfræði, en þrátt fyr- ir allan skoðanamun gat hann alltaf unnið með andstæðingum sínum að félagsmálum landa þar vestra og í Þjóðræknisfélaginu hefir ytri skoð- anamunur, pólitík eða trúmál, aldrei orðið að meini. „Fögur er foldin“ er safn kirkju- prédikana, líkræða og fyrirlestra dr. Rögnvaldar. Er það bæði nýtt og gamalt, sennilega valið með tilliti til þess að sýna sérkenni höfundarins um skoðanir, framsetningu og ræðu- stíl. Þó sumum muni þykja orka tvímælis um skoðanir höf. á sumum meginatriðunr guðfræðinnar, munu þó flestir verða sammála um djúp- hyggni hans og fróðleik. Hann tek- ur þarna ýms megin vandamál til verunnar til meðferðar og leitar lausna. Og þó lesandinn geti ekki fylgt honum uni allar niðurstöður, þá hefir hann þó vafalaust gott af að skoða vandamálin frá fleiri en einu sjónarmiði. Ég las „Fögur er foldin“ með ánægju. Svo spái ég að fleiri geri. Þess vegna vil ég vekja athygli á bókinni. Ég hefi valið henni virðu- legan sess í bókaskápnum mínum. Friðrik J. Rafnar. Tvö leikrit eftir Sigurjón Jónsson. lðunnar- útgáfan 1949. Höf. skrifaði „best sellers" á ár- unum eftir fyrra stríð — Silkikj óla og vaðmálsbuxur og Glæsimennska, þær komu aftur út í fyrra. Síðan lá höf. í dvala, og er nú tekinn að skrifa aftur. Ut hafa komið smásög- ur og skissur, og svo þessi leikrit. Höf. hefir nautn af því að skrifa, það er gaman að lesa bækur hans, liðlegur stíll, lifandi persónur og laglega uppsettar senur — sögur hans hæfa oftast í mark — hann kann að segja sögu. Svo þessi leikrit. Annað þeirra „Brennuvargurinn“. Sturla, gáfað- ur piltur, sem þjáist af pýrómani, orsök: venjuleg orsök pýrómani, stíflaðir vessar, ástarsorg, sjúk- dómur. Aðrar persónur leiksins: Össur faðir Sturlu, dreginn með nokkrum línum, grófur og þungur, siðspilltur fyrrverandi nautnasegg- ur. Málmhildur, ber nafn með rentu, gróf og þung, eins og bróðir henn- ar Össur, vel lifandi, þær eru til svo víða, slíkar. Rannveig, gufuleg per- sóna, andavera draumanna, eina óskýra persónan í bókinni. Auka- persónurnar eru allar vel gerðar. At- burðarásin liðleg, sum samtöl mættu vera styttri, auðvelt að stytta þau á senu. Hámark leiksins bruni, þar brennur Sturla inni, eftir að hafa bjargað föðursystur sinni, Málm- hildi kellingu. Leikritið er skemmtilegt aflestrar, til sýninga væri það vel fallið, ef höf. leyfði smávegis breytingar (stytti samtöl). Erfiðasta hlutverk- ið yrði Sturla. Hitt leikritið „Þiðrandi, sem dís- ir drápu“. Skrifað út af Þiðranda þætti og Þórhalls. Nýjung, að taka þannig á efninu. Höf. fer þarna ótroðnar brautir, þó að mér finnist leikritið gallað, er það þó frumlegt. C. Norðra-bækur. Maður og mold. Skáldsaga eftir Sóley í Hlíð. Saga þessi fjallar um líf manna og störf í sveitinni; hún fjallar um göf- ugar ástir og tryggð við átlhagana, og bjartsýni á hlutverk þeirra, sem helga moldinni krafta sína. Sóley í Hlíð er nýr og athyglis- verður höfundur og þekkir augsýni- lega yrkisefnið vel. Bókin er skemmtileg aflestrar og frásögnin sérstæð. I faðmi sveitanna. Endurminningar Sigurjóns Gíslasonar frá Kringlu í Grímsnesi. Elinborg Lárusdóttir skrásetti. Ævisaga þessi er skemmtilega og vel rituð og er einkar fróðleg, enda kemur fjöldi manns við sögu. Höfundurinn, Elinborg Lárusdótt- ir, er löngu kunn íslenzkum lesend- um, enda er hún einn mikilvirkasti rithöfundur þjóðarinnar, og er þessi nýja bók hennar sú 16. í röðinni, sem frá hennar hendi kemur. í bókum Elinborgar gætir alltaf mikið ræktarseminnar við þjóðlega menningu, ástar til sveitalífsins og trúar á sigur hins góða í brjósti hvers manns. Petra á hestbaki eflir Roar Colbjörn- sen. Helgi Valtýsson íslenzkaði. Sagan segir frá 15 ára gamalli stúlku, dótlir læknis á Heiðmörk í Noregi, og íslenzka hestinum hennar, „Faxa“, sem hún fékk í afmælisgjöf, og fór svo ríðandi á til Oslóar. Framh. á 3. síðu C 3 3 Etfl C i . "•3 i O | JX ^ o -sá c -0) c ** o - “O 3 C Jd .5 w i/> s. ui > u: S O 3 g*-a c (/) o oi J o -o «fl — (A ” o C «Q *- "í ° o .E o jx o v° r- CQ E . 3 iS s C ._ JB C S S -i W g v_ CQ «5 O O O .<u Jr = <u ö "5 o p ca o öi 3 - “■c 03 M C .2 g c 5 j*. 5 o *■- -e o ■£ Jsi t 1 “ o c ■O M- C ” O) c :0 C w r ‘2 v O J. § c << ma

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.