Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 5
Um jólin í fyrra birtist á prenti saga, sem hét: „Jól, þrátt fyrir allt“. — Ef ætti að skrifa sögu um þessa daga og það, sem er að gerast, ef œtti að fœra það í letur, sem þjóðirnar að- hafast í dag, hverju nafni, sem þœr nefnast, myndi yfirskirftin verða: Jól, þrátt fyrir allt. í tímaritishefti CHRISTIAN HERALD, er kom út í febrúar í fyrra, er grein, sem hefst á þessa leið: „í dag blasa ískyggilegir og alvarlegir tím- ar við liinum kristna manni. Það fer ekki hjá því, að næsta heimsstyrj- öld er aðeins fá ár framundan. „Sú styrjöld kemur fyrr en varir “ eru ummœli liernaðar- sérfrœðingsins Georg Fielding Elliot. Þegar liún kemu.r getum við búizt við því, að 15 milljónir manna farisl fyrsta daginn. Vísinda- menn kjarnorkunnar fullyrða, að heimsklukk- una vanti nú aðeins þrjár mínútur í tólf. Með því eiga þeir við þann tíma, sem eftir er, þangað 'til öll menning (civilization) líður undir lok.“ Þetta eru allt annað en huggunarrík orð. Þau voru sett fram í upphafi þessa árs. Sein- ustu tímar hafa leitt í Ijós, að við verðum að taka ummælin alvarlega. Kvíði, ótti og óvissa spenna um alla hluti heljargreipar. — Nýlega var sagt frá því í útvarpinu, að verið væri að undirbúa Ólympíuleikana í Finnlandi árið 1952. Ilvað haldið þið að hafi verið og sé versti Þrándur í götu þess undirbúnings? Það er óvissan um framtíðina. Það er spurningin um, hveYnig lieimurinn líti út 1952. Þannig er það á öðrum sviðum. Vísindin, sem áttu að greiða götuna inn til framtíðarinnar hafa nú komið fyrir tíma- sprengju á leið mannkynsins fram til komandi ára. Kraftar himnanna bifast í kjarnorku- sprengjunni. Biblían spáði fyrir þessum dög- uní, sem nú eru að líða, er hún segir: „Og tákn mun verða á sóla, tungli og stjörn- um og á jörðinni angist meðal þjóðanna í ráðaleysi við dunur liafs og brimgný; og menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því, er koma mun yfir heimsbyggðina, því að kraftar himnanna munu bifast.“ (Lúk. 21, 25—26.) Þetta eru ekki aðeins orð á görnlum blöð- um. Þessi orð eiga stað í veruleikanum. Þau heyrast við dunur morðvopnanna. Þau spegl- ast í orðum óg gjörðum þeirra, sem æða yfir jörðina með hatursvélina. Til þessara. tíma koma jólin hinn 24. desem- ber næstkomandi. Eftir nokkra daga hringja klukkurnar, sem boða frið og fögnuð. Jafnvel þar, sem vopnabrakið œrir dag frá degi, hljóma þessir tónar friðarríkisins og fagnað- arheimanna. Jólin koma eins og fleygur inn í

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.