Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 6
rammgert virki hatursmannanna. Þau koma eins og lítið Ijós inn í allt myrkur veraldar. Þau koma þrátt fyrir allt, er víst óhætt að segja. Guði sé lof, að jólin eru að koma. Oft hefir þeirra verið þörf, en nú eru þau nauðsyn. Þau eru nauðsyn vegna þess, að ekkert getur orðið okkur til bjargar annað en þau. Þau eru björg- unarhringurinn, sem settur er til þess heims, sem er að fljóta að feigðarósi. Og sá björgun- arhringur er öruggur til hjálpar, ef menn vilja notfæra sér hann. Björgunartœkið er þess megnugt að leiða hvern sem er, að strönd frið- ar og fagnaðar. Allt heimsins myrkur hefir hingað til ekki megnað að slökkva eitt lítið kertaljós. Hversu lítið sem kertið var og hversu mikið, sem myrkrið var, logaði Ijósið alltaf. Því meira sem myrkrið varð, þeim mun skærara skein Ijósið. Svo er þetta enn í dag. Oft hafa tímarnir verið svartir og oft er jóla- Ijósið búið að lýsa villtum manni heim til föð- urhúsanna. En aldrei hafa tímarnir verið eins svartir og nú, og aldrei hefir gildi þess boð- skapar, sem boðar miskunn, frið og kœrleika, verið eins augljóst og nú. Ef allt væri með felldu, ef mennirnir væru allsgáðir, svolítið hugsandi og heyrandi, þá ætti fólkið, fylking- ar þjóðanna, að fylgja jólaljósinu, Jesú Kristi, móti straumnum að strönd friðarríkisins. Eða hefir nokkur ráð á því að fljóta með straumn- um og nota hendurnar til þess að taka fyrir eyrun, er hann heyrir í fossniðnum fyrir neð- an. Notum þenrmn náðartíma til þess að bjarg- ast upp á ströndina, sem Guð hefir fyrirbúið öllum sem í trú vilja mæta því, sem koma skal. Notum jólin til þess að iðrast synda vorra frammi fyrir Guði . Notum jólin til þess að fagna komu Frelsarans, því að við höfum fullt leyfi til þess að taka undir með Páli postula: „Því að ef þú játar með munni þínum Drotl- in Jesúm, og trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólp- inn verða.“ (Rómv. 10, 9.) Þetta sýnist auðvelt, og það er það líka, er baráttan hefir verið háð liið innra. — Guð hefir ekki fyrirbúið manninum hjálp- rœðisveg, sem ómögulegt vœri að fara. Kri.st- ur segir: Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Svo auðvelt er það! Þreytt sál, sem erfiðar, kvíðir og þjáist, fellur á kné og flýr að fótum Krists. Þar þarf engin orð. Friður- inn kemur orðalaust. Þegar raddir heimsins þagna, þegar myrkrið byrgir alla útsýn, þeg- ar stundin líður í hinni algjöru einveru svo að lijartaslögin ein telja mínúturnar, sem líða, þá er Kristur nœrri. Hann talar til þín, biður þig um að skoða lífið í jólaljósinu. Hann bið- ur þig um að atliuga, hversu fánýta hluti þú ert oft að fást við á daginn, biður þig um að gefa gaum að þínu eigingjarna lífi, biður þig um að snúa við, finna hamingjuna, með því að leita að þörf náungans. Jólin eru dásamlegur tími. Þau eru ham- ingjuríkari fyrir mannkynið og hvern ein- stakling en svo, að hægt sé að lýsa því með orðum. Ef við tökum á móti þeim með hinni barnslegu gleði, hinu barnslega trausti og hinni barnslegu þakklátssemi, þá finnum við þau. Þá verðum við varir við geisla af þeirri dýrð sem hinir fátœku fjárhirðar eignuðust, er þeir komu að jötunni í Betlehem, þá eign- úmst við gleði af þeirri gleði, sem hinir miklu englaskarar sungu um, er þeir sögðu: „Dýrð sé Guði í upphœðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefir velþóknun á.“ Þá eignumst við gleðileg jól, þrátt fyrir allt. Pétur Sigurgeirsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.