Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 21

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 21
Reykjum að flytja í Snæbjarnarstaði,, en komst eikki nema í Iltugastaði og dó þar. Var jörðin þá í eyði eitt ár. Næsta vor flutti sig þangað Guðmundur Halldórs- son frá Víðivöllum, bróðir Borghildar. Þá var grasár og va,r töðufallið unr 100 hestar. Eftir fá ár flutti hann sig að Fjósatungu. Hann átti Sigríði Tómasdóttur. Var þeirra sonur Bjami í Tungu, faðir Benedekts í Tungu og Björns á Vöglum. Eftir Guðmund bjó á Snæibjarnarstöðum allan sinn búskap Sigurður sonur ha,ns, mörg ár, Hann átti Mar- gréti Pálsdóttur, systur Guðlaugs á Sörlastöðum. Þeirra son er Kristján, sem þar bjó eftir föður sinn. Nú hefir búið þar Bjarni, sonur Dav!ðs á Reykjuin.2) Er hann sá eini, sem selur svíín hér í sókn. iJHalldór Þorgeirsson á Snæbjarnarstöðum var tvígiftur og átti fjölda. barna, og eru ættir komnar af þeim fiestum. Hann er fæddur um 1685, kominn í bsinan legg frá séra Sigfúsi Guðmundssyni presti á Þórcddsstað. Bjó Gott .kálk afi hans á Helgastöðum í Eyjafirði og var kvæntur Guðrúnu, dóttur Sigmundar gamla á Garðsá. -) Faðir Sígurðar Bjarnasonar, fræðimanns á Grund. Tunga Þess er áður getið, að Dínus Þorláksson hafi búið í Tungu, *eftir föður sinn, fyrir og um móðuria og flutt sig þaðan að Hjaltadal, en þangað fór aftur Halldór frá Bakka. Þorlákur (faðir Dínusar) var haldinn fjölkunnug- ur.1) Hann bjó í Turigu og átti Sigríði, dóttur Símonar og Helgu, er þar bjuggu á undan honum. Þegar Halldór fór úr Tungu tók hann Bakkasel sem áður var sagt, en þar hóf aftur búskap Ólafur, sonur Halldórs á Snæbjarnarstöðum. Hann átti Guðrúnu Rafnsdóttur,2) ættaða úr öxna- dal. Var þeirra dóttir Guðleif á Akureyri,3) móðir Jóns bónda á Leifsstöðum. Eftir að Ólafur í Tungu dó, bjó Guðrún með fyrir- vinnu nokkur ár, en síðar gií'tist hún Jóni Þórðarsyni á Illugastöðum.4) Flutti sig þá frá Fjósatungu Guðmundur Halldórs- son og bjó í Tungu nokkur ár. Þar dó hann. Siðan bjó þar Bjarni sonur hans mörg ár og Kristrún Jónsdóttir (kona hans), systir Fnjóskadalsbræðra: Kristjáns (á Illugastöðum) og Björns (í Lundi). Er Kristrún búin að yera í,Tungu í 56 ár. Þeirra son er Benedikt, sem þar hefir búið. iJÞorlákur í Tungu var sonur Árna í Brúnagerði, Eiríks- sonar og Sigríðar Dínusdóttur. Símon, faðir Sigríðar konu hans var Guðmundsson og býr á Helgastöðum í Eyja.firði 1703. Einn af sonum Þorláks var Jón á Sigtúnum faðir Jónasar elzta á Stóra-Hamri. 2)Guðrún var dóttir Rafns í Fagranesi Árnasonar í Sörlatungu, Rafnssonar. 3)Guðleif átti Rögn- vald Ólafson á Eyrarlandi (dáin 1869) Sonur þeirra Jón átti Guðnýju Hallgrímsdóttur hr.stj. á Garðsá Gottskálkssonar. Þau fluttust til Kanada 1889. Systir Jóns var Kristín, móðir Rögn- valds í Fífilgerði. 4)Sbr. Fnjóskdælasögu 20. ka.p. Reykir Á Reykjuiu bjuggu fyrir móðuna J'ón Pétursson og Guðrún Halldórsdóttir frá Snæbjarna.rstöðum, en þau hættu búskap dauðavorið og tók Bjarni sonur þeirra við. Voru þá á Reykjum fjórar ær og tvær kýr, sem lifðu af. Pétur, faðir Jóns, var sonur Sigurðar í Bakka- seli. Bjó hann á Reykjum og átti Guðrúnu Jónsdóttur Bjarnasonar frá Kotungsstöðum. Móðir Guðrúnar var Helga,,1) er síðar varð kona Símonar i Tungu. Þegar Jón Pétursson var þrettáln ára, dó faðir hans. Giftist Guðrún þá aftur Guðmundi Halldórssyni, hálf- bróður Guðrúnar (frá Snæbjarnarstöðum), er Jón son- bróðir Guðrúnar (frá Snæbjamarstöðum), er Jón son- ur hennar átti og bjuggu þau á Reykjum þangað til Jón, souur hennar tók við. Er það óáreiðanleg sögn,. ajð tyrir 120 árum, þegar Jójn Pétursson, sem lifði fram um aldamótin 1800 og komst á tíræðisaldur, var ungl- ingur, hafi verið svo mikill skógur á Illugastaðaásn- um, að lim hans slægist saman yfir höfðum manna, þá riðnar voru göturnar. Ekki hefi ég heyrt nafngreinda bændur á Reykjum fyrir Jón Bjarnason, þvu' að óvist er, að Andrés ha.fi búið þar, sá sem Andrésarskriöa dregur nafn af, en þar á Andrés þessi að hafa farizt. Bjarni Jónsson bjó á Reykjum mörg ár. Hann átti Jórunni Oddsdóttur Árnasonar, ættaða úr Höfðahverfi. Þeirra son er Davíð á Reykjum, sem þar hefir búið allan sijnn búskap, nema tvö fyrstu árin á Bakka. Bjó þá á Reykjum Jónas gamli Jónsson, áður nefndur, næst á eftir Bjarna. 4)Kona Jóns Bjarnasonar hreppstjóra á Reykjum, sem þar býr 1703 er Guðrún Árnadóttir f. um 1663 og var hún móðir Guðrúnar (f. 1701) konu Péturs Sigurðssonar. Pétur býr á Reykjuin 1734, en hefir dáið það ár eða hið næsta, ef rétt er skýrt frá því að Jón sonur lians hafi verið þrettán ára er hann lézt. Því að Jón virðist vera fæddur 1721 samkvæmt manntal- inu 1762. Hann dó 3. sept. 1805 og' hefir þá ekki verið nema 84 ára. — Guðrún Brandsdóttir hét fyrri kona Símonar í Tungii og ef seinni kona hans hefir heitið Helga og verið ekkj.a Jóns Bjarnasonar á Reykjum, þá hefir hann einnig verið tvíkvænt- ur og sú Helga' þá verið stjúpa Guðrúnar. (Framhald sagnaþátta þessarra munu birtazt síðar í Islendingi). J ÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 17

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.