Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 29

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 29
Árni Bjarnarson: íslenzk kennslukona í Indíánabygáðum Glenboro heitir smábær í Manitobafylki í Canada, röska 100 km. frá Winnipeg. Að fólksfjölda er bærinn á stærð við Idrísey. Álitlegur hópur bæjarbúa talar og skilur íslenzkuna svo vel, að ókunnugum finnst hann verá staddur lieima á Fróni, er hann heimsækir þá. íslendingarnir, sem bófu landnám á þessum slóðum fyrir 75 árum síðan, hafa fram á þennan dag varð- veitt vel íslenzka tungu, og haldið uppi margskonar félagsskap í bænum og byggðunum í kring. Sumarið 1946 dvaldi ég nokkum tíma vestan hafs og ferðaðist talsvert um íslendingabyggðirnar á Mani- tobasléttunni. Ég þekkti mjög fáa Vestur-íslendinga, þegar ég fór að heiman, nema af afspurn einni sam- an, en vissi þó talsverð deili á mörgum. Meðal þeirra er ég hafði þá aldrei séð eða talað við, en oft heyrt minnst á heima í Höfðahverfi, var Guðmundur Lam- bertsen gullsmiður í Glenboro. Hann var fæddur í Reykjavík, en fluttist barn að aldri norður í Höfða- hverfi við Eyjafjörð og ólst upp hjá vandalausum. til 17 ára aldurs. Þá flutti hann burt úr sveitinni til Þórð- ar Thorarensen gullsmiðs á Akureyri og nam gull- smíði næstu fjögur árin. Um þessar mundir hneigðust hugir margra ungra og framsækinna manna til Ameríkuferða, þótt nokk- uð væru vesturferðir teknar að fjara út frá því þær voru mestar á síðustu tveim tugum 19 aldarinnar. Guðmundur var að vísu félaus, en í fórum sínum átti hann bæði viljafestu og áræði. Hann slóst í för með fleirum, er freista vildu hamingjunnar í hinni nýju heimsálfu. Til Vesturheims kom Guðmundur alda- mótaárið. Dvaldi hann um tíma í Winnipeg, en flutti síðan til Glenboro, þar sem hann átti heima til æviloka. Eg hafði meðferðis að heiman bréf til Guðmundar frá fóstru bans, Maríu Sigurðardóttir í Kolgerði, Höfðahverfi, sem enn lifir þar, nú 95 ára gömul. Var ég svo lánsamur að rekast á Guðmund, fyrir tilvísun kunnugra, á Sargent Avenue, sem kallað er Aðalstræti JÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 Margrét Lambertsen er til hœgri en yngri bróðir hennar til vinstri. Milli þeirra eru canadisk brúðhjón. íslendinga í Winnipeg, vegna þess að þar er aðal við- skiptalíf landa í borginni. Hafði hann frétt um ferðir mínar og var einmitt að leita að mér líka. Gladdi það hann mjög að liitta fyrsta Höfðhverfingirm að heim- an, og þurfti hann margs að spyrjast úr gömlu sveit- inni okkar, þar sem hann sleit barnsskónum fyrir bálfri öld. Vildi Guðmundur að ég kæmi með sér til Glen- boro og dveldi bjá sér í nokkra daga, en því góða boði varð ég að hafna, þar sem ég var á förum heim til íslands. Aftur á móti lofaði ég því, að heimsækja hann síðar, ef svo kynni að fara, að leiðir mínar lægju vest- ur á bóginn í annað sinn. Sumarið 1947 fór ég aftur vestur um haf til að vinna að ritsafni því, er nýlega er byrjað að koma út, og nefnist „Að vestan“. Dvaldi ég á sömu slóðum og árið áður. Vildi ég þá efna gefið loforð og hringdi til Guðm- undar, er ég kom til Winnipeg. Varð hann glaður við og kvaðst mundu sækja mig á bíl sínum daginn eftir. Síðla þess dags kom hann ásamt dóttur sinni, Mar- 25

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.