Íslendingur


Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 33

Íslendingur - 23.12.1950, Blaðsíða 33
kerlingar, sem komnar væru yfir tírætt en þó léttar á fæti eins og unglömb. Fólk þetta þyldi hvers konar harðrétti og meira en trúlegt þætti. Vorið 1946 hvarf t. d. 105 ára gömul kerling að heiman frá sér á þess- um slóðum. Var hennar lengi og víða leitað. Loks fannst hún fjarri heimili sínu úti í skógi og stóð þá í mittisdjúpu vatni, en ekkert varð þeirri gömlu meint af þessum hrakningum. Karl hennar var á lífi, en eitt- hvað yngri. Var hann mjög kvenhollur og á sífelidum þönum á eftir stelpum, og mátti kerlingin hafa á hon- um sterkar gætur. Kynblendingarnir eru flestir katólskrar trúar. Oft skipta karlmennirnir um konur, og þykir slíkt ekkert tiltökumál í þessu byggðarlagi. Þegar giftingar fara fram er mikið um að vera og öliu tjaldað, sem til er. Mörgum er boðið og vel veitt. Börnin koma þá líka og taka þátt í gleðskapnum með þeim fullorðnu. Stund- um kemur það fyrir, að dansað er samfleytt í tvo til þrjá sólarhringa, en á milli sprettanna er hraustlega tekið til matar síns. Er þá oft glatt á hjalla. Ég spurði Margrétu, hvort henni leiddist ekki að stunda kennslustörf meðal þessa fólks. Kvað hún nei við. Sagði, að sér þætti bæði vænt um krakkana og skólann þeirra. Margir hefðu þó hom í síðu kynblend- inganna, satt væri það, en flestir að ástæðulitlu. Margrét hafði lært talsvert í liinu einfalda talmáli fólksins, og vafalaust hefir það hjálpað henni til að kynnast því og skilja betur en ella. Hafði hún heyrt, að í máli þess væru aðeins 800 orð og þau borin fram á sama hátt og þau væm stöfuð. Þó sagðist hún vera búin að gleyma mörgu, en nokkur orð lét hún mig heyra. SKE ENEMUS þýðir „sjáðu himdinn.“ Kýr þýðir á þessu máli BESJIKU og hestur STETIMUS. Já er MINEGE og nei KÁIN eða KÁIN KEIGÓT. Yfir alls- konar mælingar hafa þeir eítt orð, sem er TOBAGIN. / •. v ’ • > ';Yv •" , / ■ 1 'H: \} ■ \ r ; * r „CATERPSLLAR" Eins og að undanförnu útvegum vér með tiltölulega stuttum fyrirvara hinar heimskunnu „CATERPILLAR“ beltisdráttarvélar. Allar nánari upplýsingar fyrirliggjandi á skrifstofu vorri. HEILDVERZLUNEN HEKLA H.F. REYKJAVÍK J ÓLABLAÐ ÍSLENDINGS 1950 29

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.