Íslendingur


Íslendingur - 22.12.1950, Page 1

Íslendingur - 22.12.1950, Page 1
XXXVI. árg. Föstudagur 22. desember 1950 51. tbl. rflmlega Ötsvörin i bænum áætl- uö 6 'Í2 miij. kr. Síðastliðinn þriðjudag var fjárhagsóætlun bæjarins til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi. Urðu engar um- ræður um áætlunina á því stigi, en henni vísað aftur til bæjarráðs, og ákveðið, að frestur skyldi vera til 3. janúar á næsta ári til þess að skila til bæjarráðs breytingatil- lögum við áætlunina. Líklegt er að fjárhagsáætlunin komi fyrir bæjarstjórnarfund þriðjudaginn 10. janúar og þá til endanlegrar afgreiðslu. Niðurstööutölux- áætlunarinnar er að þessu sinni 7.834.900.00 krónur, eins og hún kom frá bæjarráði. Tekjuliðir. Eins og endranær eru útsvörin lang hæsti tekjuliðurinn og eru þau nú áætluð 6.634.950.00 kr., en það er nokkru hærri upphæð en í fyrra var jafnað niður. Stafar það tðal- lega af þvi að launagreiðslur bæjar- ins hækka vegna vísitöluupphótar- innar. Aðrir tekjuliðir eru þessir helztir: Dráttarvextir af of seint greidd- uni gjöldum kr. 2 þús.; fasteigna- skatlur 225 þíis kr.; aðrir skattar af fasleignum 52 þús. kr.; tekjur af fasteignum 145 þús. kr.; endur- greiddur fátækrastyrkur 170 þús. kr.; þátttaka hafnarsjóðs í stjórn bæjarins og fyrir innheimtu hafnar- gjalda 25 þús. kr.; fyrir reiknings- hald rafveitunnar 35 þús. kr.; sund- kennslustyrkur frá ríkinu 15 þús. kr.; tekjur af sundlaug og gufubaðstofu 13 þús. kr.; tekjur af grjótmulningi 200 þús. kr.; óvissar tekjur, endur- greidd útsvör, skattar af ríkisverzl- un, framlag úr jöfnunarsjóði 260 þús. kr.; frá vatnsveitunni vegna bókhalds 10 þús. kr.; hluti bæjar- ! sjóðs af stríðsgróðaskatti 26500.00 kr.; sætagjald kvikmyndahúsa 20 þús. kr. Gjaldaliðirnir. Hæsti gjaldaliðurinn er framiag til lýðtrygginga og lýðhjálpar, kr. 910 þús. Til nýrra vega og bygg- inga er áætlað að verja 800 þús. kr., og til menntamála 799 þús. kr. Til framfærslumála 92 þús. kr. Aðrir gjaldaliðir: Stjórn kaup- staðarins 408 þús. kr.; löggæzla 313 þús. kr.; til götu- og sorphreins- unar 360 þús. kr.; kostnaður við fasteignir 311 þús. kr.; eldvarnir 150 þús. kr.; heilbrigðismál 83 þús. kr.; vextir og afborganir af föstum lánum 54 þús. kr. Ýms framlög fil sfofnana. Þá eru og í fjárhagsáætluninni tekin upp ýms gjöld vegna marghátl- aðra framlaga bæjarins íil einstakl- inga og stofnana. Þessi eru þau helztu: Til Lystigarðs Akureyrar 25 þús. kr.; til verkamannabústaða samkv. lögum 126 þús.; til Kantötukórs Ak- ureyrar vegna utanfarar 30 þús.; til Vinnumiðlunarskrifstofunnar 20 þús.; til skömmtunarskrifstofunnar 20 þús.; fjórðungssjúkrahússins 250 þús.; vegna rekslurshalla Sjúkra- húss Akureyrar 150 þús.; sundlaug- arbyggingar 100 þús.; Byggingar- sjóður Akureyrar. framlag, 150 þús. til dagheimilis 20 þús.; framlag til dráttarbrautar 150 þús.; til Laxár- virkjunar 500 þús.; til almennings- salérnis 100 þús. kr. Messur um hátíðurnair í Akureyrar- prestakalli: AÐFANGADAGSKVÖLD Glerárþorpi kl. 5 (F.J.R.) Akureyri kl. 6 (P.S.) JÓLADAG: Akureyri kl. 2 (F.J.R.) Lögmannshlíð kl. 2 (P.S.) 2. JÓLADAG: K1 2 Akureyri (P.S.) GAMLAÁRSKVÖLD: KL. 6 Akureyri (F.J.R.) NÝÁRSDAG: Akureyri kl. 2 (P.S.) Lögmannshlíð kl. 2 (F.R.J.) Hjúskapur: Leó Grétar Rósantsson og Dísa Sigfúsdóttir. Gift 17. desem- ber. (F.J.R.) Stúdentafélagið á Akureyri heldur s>Bollufund« föstudaginn 22. þ.m. kl. 9. s.d. að Hótel K.E.A. — Stjórnin. Akureyringar. Munið eftir fuglunum. Sunnudagaskóli Akureyrar er annan jóladag kl. 10.30 f.h. 5—6 ára börn í kapellunni; 7—13 ára börn í kirkjunni. Bekkjarstjórar! Mætið kl. 10 fyrir hádegi. Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju. Jólafundir: 1. deild miðvikudag 27. des. kl. 8.30 e.h. II. deild fimmtudag 28. des. kl. 8.30 e. h. III. deild föstudag 29. des. kl. 8.30 e. h. Kristján S. Sigurðsson Ýms áliöld og annar búnaður sjúkrahússins kominn frá útlöndum eða er rétt ókominn. s.l. í bæjarráði var samþvkkt að gefa bæjarstjóra umboð til þess að laka erlent lán að upphæð allt að 2.5 ntillj. króna vegna byggingar nýja Fjórðungssjúkrahússins. Jafn- framt var honum falið að leita eftir ábyrgð ríkissjóðs fyrir láni þessu. Ýmislegt af þeirn áhöldum og búnaði, sem til sjúkrahússins þarf og keyptur er frá útlöndum, er nú kominn til landsins eða þá væntan- legur alveg á næstunni. En á það leggur bygginganefnd sjúkrahússins auðvitað hvað mesta áherzlu að fá allt slíkt sem allra fyrst hingað. A fundi, sem haldinn var 7. des. átti 75 ára afmæli 19. þ.m. — Þessi þingeyski bóndasonur er flestum Ak- ureyringum og fjölda mörgum öðr- um að góðu kunnur. Á þessurn merku tímamótum í ævi hans er mér það ánægja að minnast hans nokkrum orðum og þakka honum langt og gott samstarf innan Góðtemplarareglunnar. Kristj- án er félagslyndur maður og mörg- um öðrum fremur félagshæfur, því að hann er ekki neinn yfirborðsmað- ur, og vill vinna hverju því málefni gagn. sem honum finnst gott og gagnlegt og horfir til menningar. En þó að Kristján hafi víða komið við sögu félagsmála hér í bæ, og unnið þar mikið og gott starf, svo sem á sviði söngmála. leikstarfsemi, æsku- lýðsmála og kirkjumála, svo að eitt- hvað sé nefnt. hefir hann látið í ljós, og nú síðast í samsæti, sem Templarar héldu honum í Skjald- borg í tilefni afmælisins, að í hópi þeirra hafi hann ætíð unað sér bezt, og haft mesta ánægju af að vinna að hag Góðtemplarareglunnar. Kris.ján hefir verið kirkjuvörður síðan nýja kirkjan var byggð, og hefi ég það eftir samstarfsmönnum hans 'þar, að hann hafi rækt það starf af sérstakri alúð og samvizku- semi og látið sér á allan hátt annt um hag kirkjunnar. Megum við sóknarbörnin vera honum þakklát fyrir það og óska þess að njóta hans þar sem lengst. Ég veit að ég á ekki betri ósk Kristjáni til handa, en að hann mcgi enn lengi starfa við góða heilsu og vinna að þeim málum sem honum eru hugstæðust. Þá ósk vil ég hér með endurtaka um leið og ég flyt honum beztu jólaóskir mínar og annarra Templara. Stefán Ágúst. Grumman-flugvél Loftleiða h.f. í ishrongli. rogararnir komnir úr fyrstu söluferðinni á þessum vetri Tveir togarar héðan frá Akureyri þeir Svalbakur og Jörundur eru nú báðir komnir úr fyrstu söluferð sinni til Englands á þessurn vetri. Svalbakur seldi afla sinn í Grims- by fyrra miðvikudag, 2313 kit fyrir 7841 sterlingspund og kom hann hingað í gær. Jörundur seldi á sama stað fyrra fimmtudag 1940 kit fyrir 5840 sterlingspund. Kaldbakur fór á ísfiskveiðar s. 1. miðvikudagskvöld. — Skipstjóri á Kaldbak hefir verið ráðinn Gunnar Auðunsson, en hann er bróðir þeirra Sæmundar, skipstjóra á Harð- bak, og Þorsteins, skipstjóra á Sval- bak. Sennilegt er að Harðbakur koini hingað til landsins annan eða þriðja dag í jólum. Mistök Þau mistök urðu í verðlauna- myndagátu jólablaðsins, að úr síðustu línunni féll á einum stað a. Er athygli þeirra, sem væntan- lega vildu spreyta sig á þrautinni hér með vakin á þessu, og þeir um leið beðnir velvirðingar á þessu. Vikublaðið íslendingur óskar ölluni lesendum sínum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs! Þökk fyrir viðskiplin á liðnu ári.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.