Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 1

Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 1
32. tbl. XXXVIII. árg. Miðvikudagur 20. ágúst 1952 Frd Gríisey og (ríiseyimi Skroppið til Grímseyjar með »Ægi« í þingaíerð A leið út Eyjafjörð með varðshipinu Ægi. — Ljósm.: V. G. Síðastliðinn föstudag fór varð- skipið Ægir frá Akureyri til Grímseyjar. Var þetta hin árlega „þingaferð“ til eyjarinnar en svo er fxið nefnt, er sýslumaður Eyja- fjarðarsýslu fer þangað til að halda manntalsþing. Við sama tœkifœri fer vígslubiskupinn vizi tasíuför þangað, og Bifreiðaeftir lit ríkisins sœkir eyna heim til skoðunar á bifreiðakosti eyjar skeggja, sem að vísu er ekki fyr irferðarmikill, þ. e. einn vörubíll Má ég vera með? Er tíðindamaður blaðsins komst á snoðir um för þessa, áður en hún var farin, fór hann þess á leit við yfirvöld sýslunnar að fá að „fljóta með“, og var það leyfi mjög góðfúslega veitt. Var förin hafin kl. 8 að morgni föstudags, og kom brátt í ljós, að fleiri höfðu viljað vera með en blaða- menn, því að um 25 farþegar munu hafa verið með skipinu. Auk fulltrúa hins veraldlega og kirkjulega valds, sem för þessi var farin fyrir, voru þarna marg- ir menn, sem erindi áttu til.eyj- arinnar vegna starfs síns auk nokkurra annarra, er fóru þang- að kynnisför eða til að sjá Gríms- ey áður en þeir dæju. Var margt stórmenni samankomið á þiljum Ægis, er hann lagði frá Oddeyr- artanga, svo sem: Rektorar, yfir- kennarar, yfirlæknar, framkv.- stjórar og forstjórar, veiðimála- stj órar, byggingameistarar, hrepp- stjórar, bókaútgefendur, nýlofað- ar heimasætur o. fl., af flestum starfsstéttunum þó aðeins eitt ein- tak, þótt hér sé talið í fleirtölu. Færeyskur landhelgis- brjótur seinkar förinni. Upphaflega hafði svo verið til ætlazt, að för þessi yrði farin degi fyrr, þ. e. á fimmtudag, en þá varð Ægir að fara vestur í Húnaflóa til að „nappa“ Færey- ing, er var að ólöglegum veiðurn 'nnan landhelgi. Fór hann með hann til Siglufjarðar, þar sem tnál hans var tekið íyrir. Með skipinu var í ferð þessari for- stjóri landhelgisgæzlunnar, Pétur Sigurðsson sjóliðsforingi, en hann lók sem kunnugt er við stjórn landhelgisgæzlunnar, er hún gerðist umfangsmeiri en áð- rr við gildistöku nýju reglugerð- rrinnar um friðun fiskimiðanna. 15. maí s. 1. í hvífalogni út EyjafjörS. Veður var hið fegursta alla leiðina út í ey, sólarlítið en skyggni hið bezta og sjór logn- sléttur. Voru því flestir á þiljum úti, skoðuðu byggðirnar með- fram Eyjafirði í sjónaukum, þeir er þá höfðu, aðrir íneð gleraug- um eða berurn augum. Einn far- þeganna beindi kvikmyndavél að ströndinni beggja megin fjarðar og að skipinu sjálfu, en sumir hinna tóku venjulegar myndir á venjulegan hátt. Þeir, sem ekki 'öldu sig hafa neitt nýtt að sjá í siglingu út Eyjafjörð, settust að horði í reykingasal, og mátti þá heyra þaðan hinar ferlegustu ,sagnir“, allt upp í „sex hjörtu“. Þegar komið er fram hjá hin- im blómlegu byggðum Sval- harðsstrandar og Hörgárdals, fer grjótið brátt að verða gróðrinum drýgra. Og því lengra, sem út komur í fjörðinn, því hrjóstrugri verður ströndin, eyðibýlin fleiri, skriðurnar meira áberandi í landslaginu, hjarnfannirnar teygja sig nær og nær fjörunni og svipur landsins verður æ kuldalegri og harðari. En jafn- vel þar, sem snjórinn hefir neit- að að verða á braut úr sæbrött- um skriðum Gjögranna, breiðir hinn harðgerði fjallagróður græn áklæði framan á auðnina hér og hvar á stangli. Ferðin norður yfir Grímseyj- arsund sóttist fljótt og vel. En þótt nú væri ágústmánuður ekki nema hálfnaður og síldveiðin ætti að standa sem hæst, ef allt væri með felldu, voru skip vart sjáan- Ieg á sundinu. Eitt og eitt hyllti við hafsbrún lengst í vestri eða austri. Dvöiin í eynni. A hádegi, eða kl. 13, var akk- erum létt úti á Sandvíkinni, og von bráðar kom trillubátur úr landi og lagði að skipshlið. Tóku margir sér fari með honum upp að bryggju en aðrir með öðrum skipsbátnum. En á meðan Ægir beið eftir farþegunum, brá sá bátur sér austur fyrir eyna, en mun ekki hafa komið neinum landhelgisbrjót þar í opna skjöldu. Þar lágu bara 3 íslenzk síldveiðiskip. Farþegar dreifðust fljótt, þeg ar á land var komið. Embættis- mennirnir gengu beint að skyldu- störfum sínum, aðrir gengu til bæja, þar sem kunningjar bjuggu og loks voru nokkrir, sem lögðu (Framhald á 2. síðu.) Fuglabjarg í Grímsey. Ur þcssu bjargi hafa mikil matvæli borizt heimilunum á árum áður. Omaklegar árásir á atvinnumála- ráðherra Alþýðublaðið flutti s.l. föstu- dag ódrengilegar og ómaklegar árásir á Ólaf Thors atvinnumála- ráðherra, sem verið hefir veikur síðan í júlímánuði, og lepur Al- þýðmnaðurinn hér þetta upp eft- ir „stóra bróður“ í gær, þótt bú- ið væri að hrekja þessar aðdrótt- anir í Morgunblaðinu. Alþýðublaðið gefur ráðherran- um að sök, að hann hafi ekki „sinnt slörfum s.’ðan í vor“ og liggi því fjöldi mála óafgreiddur í ráðuneytinu. En er ráðherrann veiktist, lá ekkert mál óafgreitt í ráðuneyti hans, og þrátt fyrir veikindi hans, hefir hann haft stöðugt samband við skrifstofu- stjóra ráðuneytisins og þeir síð- an afgreitt þau mál, er fyrir lágu, í samráði við ráðherra. __ Verður Glerár- briiin byggð í haust? Eins og skýrt var frá í síðasta blaði, samþykkti bæjarstjórn Ak- ureyrar að skora á vegamála- stjórnina að byggja brúna yfir Glerá á komandi hausti, að því tilskyldu, að Akureyrarbær legði fram það fé, er honurn bæri. Þá er blaðinu og kunnugt um, að þingmaður bæjarins átti tal við vegamálastjóra, Geir Zoega, í sl. mánuði um þessa brúargerð, og sá vegamálastjóri ekkert því til fyrirstöðu, að brúin yrði byggð í haust, ef Akureyrarbær og Glæsibæjarhreppur legðu fram það fé að láni, er til þyrfti að fullgera brúna. Fyrirliggjandi fé til brúargerðarinnar mun nú vera um 350 þús. krónur en auk þess nokkuð af brúarefni. Bygging Glerárbrúarinnar á eyrunum er orðið aðkallandi mál vegna samgangnanna, en þar að auki er hér um nokkra atvinnu að ræða, sem full þörf er á í at- vinnuleysi því, sem nú vofir yfir. —> <— Siys á Sauðárkróki Það slys varð á Sauðárkrók sl. sunnudag, að steinveggur hrundi á ungan maiin, Snorra Friðriks- | son að nafni, og slasaðist hann : alvarlega. Flugvél frá Flugfélagi Islands var fengin til að flytja liann til Akureyrar, og var komið með hinn slasaða pilt hingað í sjúkrahúsið urn kvöldið, en þar var þegar gert að meiðslum hans. Var mjaðmargrindin brotin og pilturinn marinn og lemstraður víðar. Píaióhljómleihar þórimnfir Jóhannsdóttur í Nýja Bíó s.l. fimmtudag voru vel sóttir og vöktu mikla hrifn- ingu áheyrenda, og bárust hinni ungu listakonu margir blómvend- ir. Á efnisskrá voru: Partita í B- dúr eftir Bach, Sonata í Es-dúr eftir Beethoven, þrjú Etude-verk- efni eftir Chopin, lög eftir Hen- selt, Faure og Debussy, og loks tvö lög eftir Þórunni sjálfa og eitt eftir föður hennar, Jóhann Tryggvason söngstjóra. Um frannnistöðu þessa undra- barns er allt gott að segja, en það fær engum dulizt, að hún er ekki lengur barn og ekki heldur full- orðin. Hún er nú vaxin upp úr bernskunni, en hefir enn ekki öðlast þroska hins fullorðna. Annars bar túlkun hennar á „Kirkjunni á hafsbotni“ eftir De- bussy vott um furðulegan þrótt og smekkvísi. Sama má raunar segja um meðferð hennar á verk- um Chopins, enda bersýnilegt, að í þessum viðfangsefnum var hug- ur hennar óskiptur. Hins vegar var fremur dauft yfir Bach og Beethoven, sem hún byrjaði á, en henni óx ásmegin eftir því sem leið á efnisskrána. Blaðið árnar hinni ungu lista- konu allra heilla og þakkar henni komuna hingað. Gamalmenni í hóp- ferð um Eyjafjörð Síðastliðinn miðvikudag bauð Oddfellowstúka kvenna hér í bæ nálega 50 gamalmennum í ferða- lag um Eyjafjörð. Var lagt af stað upp úr hádegi og ekið að Grund. Þar var safnast í kirkju, og sungu frúrnar Helga Jóns- dóttir og Sigríður Schiöth nokk- ur lög fyrir gestina. Síðan var haldið að Saurbæ og setið þar á lúninu í sólskininu nokkra stund. Þaðan var ekið að Möðruvöllum og út fjörðinn að austan með viðkomu í Húsmæðraskólanum á Laugalandi. Þar var sezt að kaffi- borði og veittu konurnar af mik- illi rausn. Síðan var setið og ræðst við sunnan undir skólan- um alllengi í hinu blíðasta veðri og komið um kl. 7 að kveldi í bæinn. Voru 13 bifreiðar í för- inni, allt einkabifreiðar manna og kvenna úr félögum Oddfellowa í bænum. Hafði gamla fólkið mikið yndi af för þessari, enda var veðrið svo gott, sem frekast var kosið. Ljósm.: V. Guðm.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.