Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 2

Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 2
2 íSLENÐINGUfr Miðvikudagur 20. ágúst 1952 Til Grímseyjar með »Ægi« Frh. af 1. síðu strax í rannsóknar- og könnunar- ferðir um eyna með kvikmynda- vélar, sjónauka, grasatínur og fleiri tilfæringar. Heyþurrkur var góður og hafði verið nokkra daga, og voru eyjabúar því al- mennt við heyhirðingu þenna dag. Ekki mun koma Akureyring- anna hafa flýtt fyrir, því að hús- móðirin tók að skerpa á katlinum þegar í stað og lét dreifina eiga sig á meðan, en húsbóndinn tafð- ist við að svara spurningum for- vitinna gesta. Góð spretta. Afli fremur tregur. Þegar Grímseyingar voru spurðir um grassprettu, létu þeir vel yfir henni. Sumir löldu hana jafnvel betri en næstu sumur á undan. Hins vegar hófst sláttur þar að sjálfsögðu með síðasta móti eins og annars staðar, og var fyrri slætti túna ekki nærri lokið. Nýting virtist vera sæmi- Gæftir hafa verið góðar en fiskafli fremur tregur það sem af er sumrinu. Og saltaðar hafa ver- ið í eynni 250 tunnur síldar. Að- alhjargræðisvegur eyjabúa er fiskurinn, og sækja þeir sjóinn af kappi á trillubátum og ára- bátum. Byrja þeir ungir að róa og halda lengi út. 78 ára gamall Grímseyingur, sem flutti hingað í bæinn fyrir nokkrum árum, varð okkur samferða í land. Fór hann út í ey fyrir sex vikum og reri allan tímann með sonarsyni sínum. Geri aðrir betur! Ufsaveiðar uppi í landsteinum. Undanfarin kvöld hafa 15—20 síldveiðiskip komið upp að eynni vestanverðri og mokað upp ufsa uppi undir landsteinum. Svo nærri hafa þau farið, að Gríms- eyingar hafa verið á glóðum yfir að þau tækju niðri, en til slíks hefir þó ekki komið. Þyrilfluga Eendir í Grímsey. Til athugunar hefir komið, hvort tiltækilegt væri, án mikils tilkostnaðar að koma upp flug- velli í Grímsey. Hafa eyjabúar sem vonlegt er áhuga fyrir því, enda eru samgönguerfiðleikarnir eitt mesta vandamál þeirra. Flug- völlur í Grímsey mundi ekki að- eins bæta stórkostlega úr þeim erfiðleikum, heldur og auka ferðamannastraum þangað á sumrum, en Grímsey er tilvalinn staður til sumarleyfisdvalar. í sumar gerðist sá alburður, að flugvél lenti í Grímsey. Þetta var þó sú tegund flugvéla, sem ekki krefst flugvallar, svonefnd þyrilfluga (helicopter), og var í eign Bandaríkjahers. Lenti flug- vélin á ýmsum stöðum hér norð- anlands í tilraunaskyni. Hernóm Grímseyjar. Þegar sú fregn barst, að þyril- fluga frá bandaríska hernum hefði lent í Grímsey, urðu mál- gögn og málpípur kommúnista fljót til að færa það til sluðnings /ið þá fregn sína, að varnarlið Bandaríkjanna á íslandi ætlaði að leggja Grímsey undir sig sem herstöð og flytja alla íbúa þar til 'ands, og það enda þótt þessi hin sama „fluga“ settist víða annars staðar hér norðanlands, m. a. í Siglufjarðarbæ. Vér spurðum Grímseyinga, hvað þeir hefðu 'ieyrt um fyrirhugaðan broUflutn- 'ng þeirra í þágu landvarnanna, sn þeir hlógu við. Fannst spurn- ingin víst of barnaleg. Fyglingunum fækkar. Bjargsig er íþrótt, sem ekki er i allra færi. Þessi íþrótt er e.t.v. íættulegri en þær, sem’keppt er í á Olympíuleikunum, enda fækkar þeim óðum, sem leggja hana fyrir sig. Nú er svo komið í Grímsey, ið aðeins tveir menn eru þar enn heimilisfastir, sem bjargsig stunda, og fór aðeins annar þeirra í bjargið í vor. Unglingarnir hafa ekki lagt í að læra þá íþrótt, svo ekki er annað sýnilegt, en að hún sé þá og þegar úr sögunni, og svo kunni að fara innan fárra ára, að enginn fyglingur verði til í Gríinsey. Þeir eru orðnir marg- ir, sem borið hafa bein sín undir björgunuin við hröp eða grjót- hrun. Á fyrri hluta 19. aldar fóru ekki minna en 6 menn yfir í ei- lífðina af þeim orsökum, en e.t.v. eru engar tölur til yfir alla þá, sem þannig hafa farizt frá önd- verðu. Erfiðleikar með vatnsból. Vatnsból Grímseyinga eru brunnar, sem grafnir eru niður í jörðina á hverju byggðu bóli þar. Þessir brunnar geta orðið vatns- lausir í þurrkasumrum, og hafa oft orðið. Á sumuin heimilum hefir verið komið fyrir vatns- geymum, er regnvatni er safnað í af húsþökum, klæddum báru- járni. Þetta er hið bezta vatn, ef það blandast ekki sóti. Annars er uppspretta í Básavík, sein aldrei þrýtur, en þangað sækja eyjabú- ar vatn til drykkjar og matar- gerðar, þegar allt annað bregzt. „Eggjaferðirnar" úr sögunni. Mikil ósköp hlökkuðum við til eggjaferðar Grímseyinga hér á árunum. Þá komu þeir inn til Ak- ureyrar með heil skip, hlaðin eggjum og fugli. Þá voru keypt hér á torginu svartfuglsegg, lang- víuegg, skegluegg, kríuegg o. s. frv. og fuglakroppar af ýmsum gerðum. Nú eru þessar „eggja- ferðir“ úr sögunni, síðan bjarg- sigið lagðist niður að mestu. En um það þýðir ekki að sakast. Nyrzíi bær íslands í eyði. Þegar farkostur okkar leggst við festar í Sandvíkinni, vitum við, að við erum komin út fyrir heimskautsbauginn, — út í Norð- uríshafið. Fyrir utan Sandvíkina er önnur vík, svonefnd Básavík, en þar fyrir ofan var bújörðin Básar. Hún er nú komin í eyði fyrir nokkrum árum, og sömu ör- lög vofa yfir fleiri jörðum í Grimsey. Heimsskautsbaugurinn liggur um prestsetrið Miðgarða á sunnanverðri eynni, en þar er skóla- og samkomuhús eyjarinn- ar og símastöð. Prestseturshúsið er orðið gamalt, en þó býr prest- ur eyjarskeggja þar enn, sr. Ro- bert Jack, sem kom upp til ís- lands sem knattspyrnuþjálfari fyrir mörgum árum, fór í guð- fræðideild Háskólans, lauk þaðan prófi og gekk inn í islenzka pTestastétt að eigin vilja. Mjóikurlausir um margar oldir. Grímsey byggðist á fyrstu öld- um íslandsbyggðar, og er hér ekki rúm til að rekja þá sögu. En fram eftir öllum öldum var sú trú ríkjandi þar, að ekki væri tiltæki- legt að hafa kýr í eynni vegna sænautanna, er mundu þá ganga á land upp með alls konar brek- um. Það var ekki fyrr en næst- síðasti prestur eyjanna, sr. Matt- hías Eggertsson, fluttist þangað, að kýr sté fæti sínum á land í eynni. Um sama leyti eða skömmu á eftir fékk Steinólfur Geirdal sér kú, og síðan hefir nautpeningseign eyjabúa komizt á það stig, að þeir líða ekki mjólkurskort. En meðan ekki var nema ein eða tvær kýr í eynni, kom það fyrir, að eigendur þeirra létu alla mjólkina í té sjúklingum eða sængurkonum. Áður en kýrnar komu í eyna bar nokkuð á einkennum skyr- bjúgs þar, en varð ekki að varan- legu meini, því að þar óx jurt sú, er skarfakál heitir, og hefir reynzt eitt bezta meðal við þeim leiða sjúkdómi. Williard Fiske og Grímsey. Á prestskaparárum sr. Matthí- asar Eggertssonar bar svo við, að hann kynntist á ferðalagi hinum fræga Englending, Williard Fis- ke. Annað hvort hafa þeir tekið skák saman og presturinn mátað Fiske, eða þeim hefir orðið tíð- rætt um skáklistina, sem um þær mundir var mjög dýrkuð í Grím§- ey. En svo lauk þeirra máli, að Williard Fiske sendi skáktafl á hvert heimili í eynni, skákbækur og skákblöð, auk þess sem hann stofnaði sjóð lil inargvíslegra | framkvæmda þar ytra. Þessa ein- |stæðu hugulsemi og rausn kunnu Grímseyingar svo vel að meta, að ekki minna en fjórir drengir voru skírðir nafni hins mæta manns, og iifa tveir þeirra enn. Þjóðtrú og þjóðsagnir. Ekki hefir Grímsey, fremur en aðrir staðir á landinu, farið var- hluta af Iijátrú, kreddum og þjóð- sögnum. Lítið hefir þó verið þar um drauga, huldufólk og tröll, en þeim mun meira af sj óskrímslum. Af þeim stóð Grímseyingum nokkur ótti fram eftir öldum. Ef til vill hafa tröll búið í fugla- björgunum, en eftir því sem Jón Áinasoii skýrir frá í þjóðsöguin sínum, hefir sr. Páll Tómasson komið í veg fyrir spjöll af þeirra liálfu með því að vígja bjargið í tæka tíð, en þó hefir sú vígsla ekki komið í veg fyrir slysfarir síðar. Hrckníngar og slysfarir. Margar sagnir og sannar eru lil af sjóhrakningum og slysum, er komu fyrir Grímseyinga, er þeir urðu að sækju riauðsynjar sínar til lands á opnum bátum, og Eyfirðinga, er fóru þangað skreiðarferðir. Árið 1803 fórst báturinn „Rauður“ á útmánuð- um með 9 eða 10 manns, flesta úr Kræklingahlíð, er voru að koma úr skreiðarferð til eyjarinnar, og þar fórst um leið Bóas prestur, er tók sér fari í land með þeim. 1820 fórst aftur skreiðarskip á leið frá Grímsey til lands með 12 manns, og var þar á meðal kona úr eynni, sem tók sér fari með skipinu. 1827 fórst skipið Frið- fari með 7 Grímseyinguin, og svo mætti áfram telja. Við signingarnar í björgin hafa mörg slys orðið. Á fjórum fyrstu áratugum 19. aldar fórust 5 menn á þann hátt. Ýmist hröp- uðu þeir eða létust af grjólhruni. Síðasta dauðaslys í björgunum var á þessari öld, er sonur sr. Matthíasar Eggertssonar fórst þar af grjóthruni. Andíegt líf. Grímsey hefir átt sína andans menn, ekki síður en aðrar byggð- ir landsins, ef leyfilegt er að miða við fólksfjölda. Sr. Pétur Guð- mundsson, sem vígður var til Grímseyjar, án þess að hafa venjulega menntun presta, skrif- aði Annál 19. aldar, sem er eitt- hvert gagnmerkasta heimildarrit um sögu íslands á öldinni sem leið. Auk þess á hann fjölda sálma í Sálmabókinni. Árni Þor- kelsson í Sandvík var skáld gott, og orti sálma og kvæði. Þá skrif- aði hann skáldsöguna „Hrauna- bræður“, sem nýlega var gefin út hjá Helgafelli. Og loks er að geta sr. Matthíasar Eggertssonar, sem enn er á lífi í Reykjavík. Á hann í handriti mikið safn af ættartöl- um, sem geyma mikilsverðan, sögulegan fróðleik. Fólkinu fækkar. íbúar Grímseyjar munu nú vera um 70 talsins, og hefir þeim fækkað á síðustu 10—15 árum allverulega. Samkvæmt manntals- f gnmni Móðirin: — Og livað gerðirðu við tvcer krónurnar, sem ég gaf þér til þess að þú tœkir inn með- alið? Sonurinn: — Ég keypti gott fyrir aðra krónuna, en hina gaf ég Jonna fyrir að taka inn tneð- alið fyrir mig. Prófessor, sem fer inn í dyrn- ar á Hótel Borg: — Ja, guð minn góður, ég man ekki. hvort ég œtl- aði út eða inn. Grajari: Ja, hvort það er kreppa. Ég hef ekki fengið neinn til að grafa í þrjá mánuði. skýrslum Hagstofunnar voru þeir 124 árið 1937 en' 104 árið 1940. Haldi þessari öfugþróun áfram, er eðlilegt, að menn álykti, að jiarna horfi til landauðnar. En slíkt væri illa farið frá þjóðhags- legu sjónarmiði. Þrátt fyrir fólks- fæðina mun úlflutningsverðmæti fiskaflans í Grímsey Iiafa numið hin síðari ár um % milljón kr. á ári, en auk þess hafa þeir meiri kjötframleiðslu en handa sjálf- um sér. Sauðfjáreign þeirra er um þrjú hundruð, og mjólkur- frainleiðsla næg til daglegra þarfa heima fyrir. Eggja- og fuglataka hefir að vísu farið minnkandi, en gefur þó enn drjúgt búsílag, og má af þessu sjá, að það yrði Jijóð- inni lítill búhnykkur, ef byggð legðist niður í eynni og þjóðar- búið færi varhluta af þeirri fram- Iciðslu, sem þar er enn haldið uppi af svo fámennum hópi. Grímscy er enn kostaland, Jiar sem miklu fleira fólk gæti lifað góðu lifi, og enn má þar „fæða her manns“ eins og á dögum Ein- ars Þveræings. Það sem Grímsey stendur nú mest fyrir þrifum er hafnleysið, er óhjákvæmilega veldur eyjabúum erfiðleikum með að koma afurðunum frá sér og nauðsynjum sínum að sér. Samgönguerfiðleikarnir er þeirra stærsta vandamál. Haldið heim. Við, sem skruppum út í Gríms- ey með Ægi, stóðum þar aðeins við í 5 stundir. Flestir hefðum við viljað dvelja þar lengur og kynnast fólkinu, sem enn lifir þar lífinu við framleiðslustörfin, ánægt með tilveruna, fullt af Jieim baráttukjarki, er of víða brestur. Og margir sögðu, í gainni eða alvöru, að þarna sæju þeir þann lífsvettvang, er þeir vildu lifa og hrærast á. Við þurftum ekki ann- að en tala við elzta íbúa eyjar- jnnar, 78 ára gamla konu, Ingu Jóhannesdóttur frá Þönglabakka, til að komast að raun um það, að enn horfa eyjaskeggjar björtum augum á lífið, hjartari augum en margir hinna, sem lifa við meiri þægindi í landi. Svo kvödduin við Grímsey og héldum heim, ánægðir yfir skemmtilegri för, og stigum á land á Torfunefsbryggju fjórð- ungi stundar fyrir miðnætti.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.