Íslendingur


Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 6

Íslendingur - 20.08.1952, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 20. ágúst 1952 Matthíasarlundur Á síSari árum hefir það stund- um verið á orði haft, að á Akur- eyri sé meiri og þroskaðri trjá- gróður en í nokkru öðru kaup- túni þessa lands. Og síðasti ís- lendingur hefir það eftir merkum Vestur-íslendingi, sem dvaldi ný- lega. nokkra daga hér, en átti heima í þessum bæ fyrir hálfri öld síðan, að hinn mikli og fagri trjágróður væri eitt hið ánægju- legasta, sem hann sæi hér, eftir hina löngu fjarvist sína. í hvert sinn er þannig er mælt, ætti það að vera oss Akureyring- um gleðiefni, og stæla til frekari aðgerða í þessa átt. Tveir eru þeir staðir hér, sem einkum hafa borið þennan hróð- ur vorn út, og eru landskunnir. Er það Gróðrarstöðin og Lysti- garðurinn. Ennfremur má nefna Trjáræktarstöðina inni í Fjör- unni, sem nú er orðin einkaeign, svo og nokkrir minni einkagarð- ar. Gróðrarstöðin, sem nú er aS verða hálfrar aldar gömul, er í útjaðri bæjarins, og fyrir það hafa færri notið ánægjulegra stunda þar en skyldi, enda mun hún aldrei hafa verið opin al- menningi á sama hátt og Lysti- garðurinn, þó að leyfi til umferð- ar þar hafi ætíð verið góðfúslega í té látið, er um hefir verið beðið. Lystigarðurinn er nú 40 ára. Hann liggur við miðbik bæjarins, og er að því leyti vel í sveit sett- ur fyrir bæjarbúa, enda munu ekki verða tölum taldir þeir, sem þangað hafa komið og notið þar ánægju og hvíldar, bæði þeir sem bæ þennan byggja og einnig að- komufólk. Er sá reitur áreiðan- lega öllum kær. En nú er að rísa upp þriðji staðurinn hér í bæ, miklu yngri hinum, en sem væntanlega skipar sama bekk og þeir, áður mörg ár líða, þó að minna sé þar urn blómskrúð og færri trj átegundir. Það er brekkan austan Eyrar- landsvegarins, norðan Rósen- borgar en sunnan Sigurhæða. Þessi reitur á ekkert sérheiti nú. Hefir verið fremur hljótt um hann og það starf, sem þar hefir verið unnið á undanförnum ár- um, enda víst ekki til annars ætl- ast í upphafi. Ég veit ekki, hvort bæjarbúum almennt er kunnug saga sú, en hún er í fæstum orðum þessi: Árið 1939 lét Jakob Karlsson afgreiðslumaður girða reit þenna að fengnu leyfi bæjarstjórnar- innar. Sá hann að blettur þessi, sem enginn hirti um, gæti orðið bæjarprýði, ef honum yrði við- eigandi sómi sýndur. Leitaði hann í þessu augnamiði til nokk- urra bæjarbúa um 10 kr. framlag til, og brugðust flestir við. Féð sem inn kom, hrökk þó ekki nema að litlu leyti íyrir girðingarkostn- aðinum og byrjunarframkvæmd- um, og greiddi Jakob það sem á vantaði úr eigin vasa. Að girð- ingu lokinni var hafin trjáplönt- un þarna, og hefir henni verið haldið áfram að einhverju leyti allt til þessa, en nú má telja, að því verki sé að fullu lokið. Eftir nokkur ár afhenti Jakob Skógræktarfélagi Eyfirðinga reit- inn, eins og hann stóð þá, með því eina skilyrði, að vel væri að honum hlúð, og haldið áfram gróðursetningu þar eins og þurfa þætti. Síðan hefir félagið séð um reitinn, en nú síðast Skógræktar- félag Akureyrar. Akureyrarbær hefir þó annast viðhald girðing- arinnar að nokkru leyti. Er vel þess vert, að þessi fram- sýni Jakobs, framkvæmd og ör- læti, geymist. Nú er að vaxa þarna upp svo veglegur trjágróður, að hann dylst ekki lengur vegfarandanum. Mun hann þegar vekja alhygli allra þeirra, sem leið eiga um Eyrarlandsveg og Hafnarstræti, en þær götur tvær eru með þeim fjölförnustu í bænum. En miklu fleiri en þeir veita þessum stað eftirtekt, eða munu gera svo, er trén þar vaxa meira en þegar er orðið. Brekka þessi hefir það fram yf- ir hina staðina tvo, að hún horfir við stórum hluta bæjarins, eða allt sunnan frá Gróðrarstöð og til nyrztu húsa á Oddeyri auslan- verðri. Hún mun sjást úr glugg- um nokkuð á 2. hundrað íbúðar- húsa hér. Ilöfnin liggur svo að segja að rótum hennar. Og þaðan er víðsýni mikið inn yfir sveitina austanverða og út yfir fjörðinn. Þessi reitur mun, vegna legu sinnar, innan stundar setja prúð- an svip og hugþekkan blæ á bæ- inn, og tala máli trjágróðursins meira en flestir aðrir blettir þar. Efalaust þykir mér, að þessi reitur verði opnaður almenningi til umferðar og dvalar þar að einhverj u leyti, þegar hættulaust þykir fyrir trén, en þau eru enn svo vanþroska sum, að eigi mun það talið rétt vera að sinni. Enda þyrfti áður að lagfæra og jafna gangstígi þá, sem þar er ætlað fyrir, svo og rjóðrin. Þá þyrfti og að koma þarna umhverfis öfl- ugri girðing en nú er. Bæði Gróðrarstöðin og Lysti- garðurinn hafa fengið því hlut- verki að gegna að geyma mynda- styttur mætra þegna þjóðar vorr- ar, sem og störfuðu lengur eða skemur í þessu bæjarfélagi. Fer vel á þessu, enda hafa þrír af þeim fjórum, sem þarna hefir verið valinn staður, verið braut- ryðjendur á sviði jarðræktar og trjágróðurs á landi hér. Reiturinn ungi og nafnlausi í brekkunni geymir hins vegar eng- ar slíkar minjar enn, sem varla er von. En er fram líða stundir tel ég hæfa, að sá halli yrði jafnað- ur. En á hvern hátt? Hverjum á að velja stað þar, munu menn spyr j a. Ég gat þess fyrr, að reitur þessi lægi að lóð Sigurhæða, hússins sem Ijóðskáldið síra Matt- hías Jochumsson bjó í langa stund, og andaðist í. En hann liggur einnig, að segja má, að ___Smásagan: _____ Hjónalíf » öðru húsi bæjarins, kirkjunni, hinu svipmikla og veglega guðs- húsi voru. Séra Matthías var kirkjunnar maður. Kirkjan var hið annað heimili hans. Þessi reitur liggur því að þeim tveimur húsum bæjarins, sem ætla mætti að séra Matthíasi hefði verið hug- stæðust allra húsa. Og nú skal ég svara spurning- unni. Það á að flytja mynd séra Matthíasar úr Lystigarðinum og setja hana í brekkuna sunnan við Sigurhæðir og kirkjuna. Norðan til í reitnum, suðaustur frá hlið- inu er lítill grashöfði, sem skag- ar nokkuð fram, og skyggir ekk- ert á þar. Þarna er útsýni bezt úr reitnum. Og' þaðan hallar heim að Sigurhæðum. Þar á mynda- styttan að vera. Og að því verki unnu gætum vér sagt, að séra Matthías væri' kominn heim. Akureyrarbær hefir, því mið- ur, af einhverjum ástæðum, ekki náð eignarhaldi á húsinu Sigur- hæðum, svo að varðveita mætti það til minningar um skáldið. En vonandi stendur það lengi enn. Og húsgögn séra Matthíasar, sem einu sinni var rætt um að ættu að geymast þar, eru fyrir löngu komin víðs vegar, og verða aldrei endurheimt. En þetta, að flytja myndastyttuna, gætum vér gert án mikilla fjárútláta eða fyrir- hafnar. Því að ekki geri ég ráð fyrir að tæknilegir erfiðleikar séu á þeirri framkvæmd, né nokkur sáttmáli rofinn, þó að myndin yrði flutt þaðan, sem hún hefir verið. Séra Matthías hefir efalaust unnað öllum gróðri. Og vænt þótti honum um „æsku sinnar Skóga skóg“ í Þoskafirði. En hann var enginn brautryðjandi þar. „í hverju foldarfræi byggir andi, sem fæddur var á ódauðleikans landi“. Hann sá lífið og gróður- magnið í ljósi hins eilífa, guð- dómlega. Hann var fyrst og fremst óvenjulegur andans mað- ur, trúmaður og mannvinur. Þess vegna mundi mynd hans eiga fullt svo vel heima í nálægð kirkjunnar, og þar sem fjöldi fólks gæti fyrirhafnarlítið haft hana fyrir augum alla daga, lield- ur en þar sem hún er nú. Og ég lield að hvorutveggja, minning séra Matthíasar og vegur kirkj- unnar, mundi vaxa við þetta ná- býli, en ekki minnka. Einhvern tíma var stungið upp á því, að kirkjan hér yrði nefnd Matthíasarkirkja. Það mun ekki hafa náð festu. E n vandalaust ætti oss að vera að nefna trjáreit- inn í brekkunni Matthíasarlund, eftir að myndastyttan væri komin þangað. Væri þá nafn hans, þessa mikla og mæta trúarskálds, bund- ið í þetta heiti um komandi ár og aldir. Þormóður Sveinsson. Rœðumaðurinn: — Ej ég heji talað of lengi, er það af því að ég gleymdi úrinu mínu heima, og hér í salnum er engin hlukka. Rödd úr salnum: — Það er almanak fyrir aftan yður. SKAMMARÆÐA jlutt aj frú Hansen yfir manni hennar, Hansen bœjurjulltrúa. Skemmtilegt líf, verð ég að segja, að fara að heiman klukkan átta og koma ekki heim fyrr en eftir miðnætti! Ilafið þið verið ú tnikilvœgum fundi? En þaö er þó enginn mað- ur á fundi fram til klukkan þrjú á nóttunni, sízt af öllu bæjarfull- trúar. Það geturðu reynt að telja öðrum trú um, en ekki mér. Guð má vita, hvar þið hafið verið. á fundi, hvort heldur á veitingakrá eða dansknæpu, — í ráðhúsinu hefir það að minnsta kosti ekki verið. Jœja, loksins fœr maður að vita það. Hjá Viwel? Viltu nú ekki gera svo vel að hypja þig í rúm- ið, heldur en að standa þarna og reka í vörðurnar eins og skóla- strákur. Eg hefi líka löngun til að fá svefnjrið núna, mér finnst satt að segja, að ég sé búin að vaka nógu lengi þín vegna. Sitja svo hjá Vi- wel og telja mér trú um, að þú hafir verið á fundi. O-jœja, var það einkafundur? Til þess ætli dagurinn að vera nógu langur. Nóttin er ætluð til svefns, og það sæmir allra sízt bæjariulltrúum að halda nætur- fundi, því að fyrsta skylda borg- aranna er rósemi, og bæjarfull- trúar eiga að ganga á undan borgurunum með góðu eftir- dæmi og halda skyldur sínar í heiðri. Þess vegna er hann bæj- arfulltrúi. ■ — annars gæti hvaða strákasni sem væri verið bæjar- fulltrúi. Rífast, segir þú. Hér er ekki um rifrildi að ræða. Ég er bara að segja þér, hvað rétt er, og það sem rétt er, á að vera rétt. Verið að rœða um áhugamál bœjarins! Það ber engin nauðsyn til að þú hafir þenna áhuga fyrir bænum. Hefir bærinn kannske svo mik- inn áhuga fyrir þér? Og hví ætti það að korna niður á mér, að þú ert einn af bæjarfulltrúunum? Fyrst er ég, og svo er ég aftur, en þá fyrst kemur bærinn, og ef þú tekur bæinn fram yfir konuna þína, þá áttir þú alls ekki að kvænast mér. Skilurðu það? Liggur velferð bœjarins þér á hjarta? Hvort velferð bæjarins liggur þér á hjarta eða ekki, kem- ur mér ekki við. Hún má liggja þér á hjarta á daginn, ég hef ekk- ert á móti því. En á nóttunni er það konan þín, sem á að liggja þér á hjarta. Taktu eftir því í eitt skipti fyrir öll. Til hvers ertu annars bæjarfulltrúi? Til þess að hjálpa við að annast ró og reglu í bænum, en þú þarft ekki endi- lega þess vegna að eyðileggja ró konu þinnar. A ég að sofa? Núna, þegar þú ert búinn að skemmta þér hálfa nóttina, á ég að sofa, en meðan þú sazt hjá Viwel, minntist þú ekki á, að ég ætti að sofa. Þér stóð alveg á sama um það, hvort ég yrði að leika næturvörð eða ekki. Ég er ekki forvitin, en mér þætti gaman að vita, hve þýð- ingarmikið það hefir verið, sem þið höfðust að. Hvað ertu að bulla um nauð- syn? Er það nú allt í einu orðin nauðsyn fyrir bæinn, að þið tak- ið nóttina í þjónustu ykkar, eða gerið þið það kannske af því að of bjart sé á daginn? Ég get að minnsta kosti ekki séð, hvers vegna ekki er unnt að leysa þau mál án þín. Þarft þú endilega að vera með nefið niðri í öllum hlut- um? Þakklœti samborgaranna. Tal- aðu bara ekkert um þakklæti. Skollinn sjálfur þakki þér fyrir að vaka á nóttunni og sofa á dag- inn, þegar þú átt að vera við þitt starf. Þegar þú ert dauður, spyr áreiðanlega enginn eftir þér né reisir þér minnisvarða. Borgarstjóri! segir þú. Þú ætl- ar að verða borgarstjóri. Þér er óhætt að taka inn eitur upp á það, að strax og ég fæ minnsta grun um, að þeir ætli að gera þig að borgarstjóra, legg ég fram skilnaðarumsókn, — ég verð aldrei með á það. Þá verð ég borgarstjórafrú, segir þú. Það veit ég vel. En ég get ekkert keypt fyrir það. Nei, Hansen, þú veiðir mig nú ekki með þínu æsta hugmyndaflugi. Ef þú ætlar ekki að gera mig al- veg ærða, þá ættirðu að hypja þig í rúmið. Hvað segir þú? Á ég að vera róleg? Þú þarft ekki að minna mig á það. Ég hef aðeins sagt það, sem satt er. Er ég ekki kon- an þín? Er það kannske ekki skylda mín að minna þig á þínar heimilisskyldur? Þegar við töl- um um okkar búskap, þá geturðu masað og þjarkað, en sé minnst á búskap bæjarins, er varla hægt að draga orð úr þér. Og þú vilt verða borgarstjóri? Nei, Han- sen. Guð forði þér frá því. Sem bæjarfulltrúi ertu að heiman hálfa nóttina, en þegar þú verður borgarstj óri, fæ ég sjálfsagt ekki að sjá þig framar. Ertu þreyttur? Já, hugsaðu þér bara, hvort ég er ekki þreytt líka. En lofaðu mér að sofa? Viltu ekki ævinlega hafa síðasla orðið? Þakkaðu skapara þínum, að þú hefir eignast svona blíða og umburðarlynda konu. Aðrar konur hefðu ekki sætt sig við þessa næturfundi, jafnvel þótt bærinn hefði aldrei fengið gang- stéttir eða gasljós. En það segi ég þér enn einu sinni: Strax og þú verður borgarstjóri heimta ég skilnað, og nöldraðu svo eins lengi og þig lystir. Ég leggst út af og fer að sofa og vil ekki heyra meira. ___*_____

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.