Íslendingur

Issue

Íslendingur - 21.01.1953, Page 4

Íslendingur - 21.01.1953, Page 4
4 ÍSLENDINGUR MiSvikudagur 21. janúar 1953 Kemur út hvern mlðvikudag. Útgefandi: Útgáfufélng íslendings. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1 Sími 1375. Skrifstofa og afgreiðsla í Gránufélagsgötu 4, sími 1354. Skrifstofutími: Kl. 10—12, 1—3 og 4—6, á laugardögum aðeins 10—12. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Ilreinsunaralcla anstaii tjahls Víðtæk hreinsunaralda er hafin fyrir austan járntjaldið einu sinni enn. Að þessu sinni hófst hún í Tékkó-Slóvakíu, þar sem milli 10 og 20 háttsettir starfsmenn ríkisins voru dæmdir til heng- ingar fyrir flokkssvik og landráð, njósnir, skemmdarverk o. s. frv. Þeir „reyndust“ allir hafa verið meira og minna sýktir af óhollum „ismum“, svo sem Titoisma, Zionisma og Trotskíisma, enda stóð ekki á „játningu“ sakborninganna á sinni villutrú og glæpaverk- um. Meira að segja aðstoðarráðherrann, sem hafði verið svo óláns- samur að gera viðskiptasamning við auðvaldsríkið ísland, játaði að hafa unnið með því v'svitandi skemmdarverk! Flestir voru menn þeir, sem hengdir voru í Prag 3. desember síð- astliðinn, fyrrverandi ráðherraT eða aðstoðarráðherrar kommún- istastjórnarinnar en aðrir aðalritarar, vararitarar eða ritstjórar í þjónustu hans. Meðal þeirra var Ludvig Frekja, fyrrv. formaður viðskiptanefndar flokksins. Meðan á réttarhöldunum stóð, á dóm- aranum að hafa borizt hréf frá syni hans, unglingspilti, þar sem drengurinn biður um dauðadóm yfir föður sínum, sem sé sá „fjand- maður“ sinn, er hann hati mest. Síðar hafa fregnir borizt um, að þessi ungi maður hafi svipt sjálfan sig lífi. Eftir að dauðadóminum hafði verið fullnægt yfir hinum 11 hátt- settu kommúnistum í Prag, var haldið áfram að taka fyrrverandi ráðherra flokksins þar fasta. En síðar barst hreinsunaraldan inn í Austur-Þýzkaland og Ráðstjórnarríkin. Snemma í þessum mánuði voru 9 frægir læknar handteknir í Moskvu, sakaðir um morð á An- drej Sjdanov, nánasta samstarfsmanni Stalíns. Meðal lækna þess- ara voru nokkrir, er áður höfðu hlotið hinar æðstu heiðursviður- kenningar ráðstjórnarinnar fyrir afrek á sviði læknavisindanna. Það vekur sérstaka athygli í sambandi við þessar hreinsanir, að flestir hinna ákærðu,'bæði í Prag og Moskvu, eru af gyðingaætt- um, og verður þá mörgum fvrst fyrir að hvarfla huganum að hin- um illræmdu gyðingaofsóknum í Þýzkalandi á valdaárum nazista- stjórnarinnar og rekja slóðina til þeirra. Yfirleitt er litið svo á, að þessir alburðir tveggja síðustu ntánaða austan við járntjaldið séu aðeins forleikur að ægilegum harmleik, sem herrarnir í Kreml séu að setja á svið. Og öllum verður hugsað með hryllingi til þess réttarfars, sem ríkir í þessum löndum, þar sem það virðist komið undir duttlungum sálsjúkra valdhafa, hvort þegnarnir eru heiðraðir eða hengdir í gálga. Horft til vinxitri Tíminn skýrði frá því 9. þ. m., að innan fárra daga yrði fundur haldinn í félagi ungra Framsóknarmanna, þar sem rætt yrði um „vinstra samstarf með tilliti til breyttra viðhorfa i íslenzkum stjórn- málum“. Var þess jafnframt getið, að óskað væri nærveru ráðherra flokksins og miðstjórnarmanna á fundinum. Ekkert hefir síðan heyrzt af fundi þessum, og því ekki vitað, hverjar ályktanir hafa þar verið gerðar, né hve „stemningin“ hefir verið rík með þessu vinstra samstarfi. Það er einnig óljóst, hvert hið „breytta viðhorf í íslenzkum stjórnmálum“ cr, sem minnst er á í fregn Tímans. Það hefir lengi verið á ahnanna vitorði, að ungir Framsóknar- menn í Reykjavík eru mjög vinstrisinnaðir, enda hefir kommúnist- um verið mjög hugleikið að koma áhangendum sinum inn í félags- skap þeirra og náð nokkrum árangri í þá átt. Oft hafa forystu- greinar Tímans verið bónorðskenndar, þegar vikið er að Alþýðu- flokknum, og það oftast verið kallaður blómatími, er Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn fóru með völdin í félagi á árunum fyrir síð- ustu heimsstyrjöld. Hreinsunin, sem fór fram i Alþýðuflokksstjórninni á siðasta flokksþingi, töldu sumir benda til þess, að hin nýju öfl flokksins mundu hyggja á, í félagi við hina yngri Framsóknarmenn, að reyna að brúa bilið milli Framsóknar og Alþýðuflokksins í von um, að þessum tveim flokkum tækist sameiginlega að ná þingmeirihluta við næstu Alþingiskosningar og síðan að mynda stjórn saman. Skoðun þessa styðja mörg skrif Alþýðumannsins hér á Akureyri árið sem leið, en ritstjóri hans er eindreginn fylgismaður Hanni- balsdeildar Alþýðuflokksins, er bar sigur af hólmi í átökunum á Áfengismúl, héraðabönn, drykkju- skapur íslendinga o. fl. ÞAÐ hefir talsvert verið rætt og rit- að um þá ákvörðun dómsmálaráðherra, að taka fyrir öll vínveitingaleyfi veit- ingahúsa og láta lögin um héraðabönn koma til framkvæmda, og líta menn á það ýmsum augum. Það hefir almennt verið taLð, að áfengislöggjöfin væri orðin úrelt og þyrfti endurskoðunar við. Dómsmálaráðherra hafði látið þessa enjurskoðun fara frain, og var nýtt frumvarp til áfengislaga lagt fyrir Alþingi í haust. Hafði fimm manna milliþinganefnd starfað að hinu nýja frumvarpi langan tíma og lagt í það núkla vinnu. En er það kemur fyrir efri deild Alþingis, er því vísað frá, og voru þau rök færð fyrir frávísuninni, að templarar og konur liefðu ekki átt þess kost að segja álit sitt urn írum- varpið. RETT er það að vísu, að engin kona var í railliþinganefndinni, en hitt cr ómaklegt, að segja að templarar hafi ekki fengið að fjalla uin málið. Sjálf- ur áfengismálaráðunautur ríkisins, Brynleifur Tobiasson, var einn nefnd- armanna, er vann að frumvarpinu, og þykir mér furðu gegna, eí liann er ekki jafngóður templar og hver ann- ar. Hefir hann ætíð verið háttsettur í stjórn Reglunnar og að því er mig minnir, skipaði hann um skeið æð-ta sæti hennar. SÚ ákvörðun dómsmálaráðherra að svipta öll veitingahús vínveitingarleyti kemur mjög hart niður á Hótel Borg í skeri úr uin, hvort útsala skuli leyfð þar eða ckki. Einnig geti og bæjar- stjórnir eða þr.ðjungur kjósenda þar, sem ekki er áfengisútsala, krafist at- kvæðagreiðslu um, hvort hún skuli upp tekin. Slíkar atkvæðagreiðslur mega þó ekki fara fram tíðar en á tveggja ára frcsti. Ef atkvæðagreiðsla á Akureyri félli þannig, að áfengi út- sala hér yrði lögð niður, gæti svo far- ið, að hún yrði með atkvæðagreiðslu samþykkt í Eyjafjarðarsýslu og útsala þá verða tekin upp, t. d. í Krossanesi. Iljalteyri eða Dalvík! BÆJARSTJÓRN Reykjavíkur hefir nýlega samþykkt að láta fara fram at- kvæðagreiðslu í Reykjavík um það, hvort áfengisútsala skuli leyfð þar, og er líklegt, að v.ðar verði efnt til slíkr- ar atkvæðagreiðslu. Enda þótt þær færu allsstaðar fram með þeim arangri, að ölluin út ölustöðum ÁVR yrði lok- að, þýð r það engan veginn sama og hann. Áfengisverzlun ríkisins mundi halda áfram að vera til, og þaðan mundu menn víðs vegar af landinu panta áfengi, sem scnda má með póst- kröfu samkvæint núgildandí áfengis- ’.ögum, en í nýja frumvarpinu var gert ráð fyrir að leggja póstkröfusendingar niður. Eitthvað mundi drykkjuskapur minnka við slíka skipan málanna, þar sem fyrirhöfnin við að afla sér áfengis yxi drjúgum. Hins vegar niundi leyni- sala færast mjög í aukana og verða sæmilegur atvinnuvegur, þeirn er á annað borð telja sér hann samboðinn. 1»AÐ er oft rætt um það, að drykkju- skapur fari vaxandi í landinu, og víst er um það, að m!klu meira ber nú orð- ið á ölvun og drykkjulátum unglinga á opinberum skemmtistöðum en þekkt var fy.ir síðustu styrjöld. Eldri kyn- slóðin lilýtur því að vera orðin bind- indissamari en áður, því að skýrslur sýna, að s.ðu tu sex árin hefir neyzla löglega fenginna vína farið minnkandi með hverju ári, eða úr 1.9 lítrum á hvert mannsbarn í landinu 1947 (um- reiknað í 100% spirilus) niður í 1.3 1. s.l. ár, og er það mikil lækkun á ekki lengri tíma. Þá hafa og áfeng skaup landsmanna minnkað á s.l. ári um 2.5 millj. króna. Þess ber þó að gæta, að Áfengisvcrz'.unin var lokuð í desember um þriggja vikna skeið, og hefir það út af fyrir s g dregið eitthvað úr, enda þó:t áfengiskaupin síðustu dagana fyr- :r jól og dagana milli jóla og nýárs haí! verið meiri vegna lokunarinnar á undan. MÖRGUM hættir til að miða áfeng- i neyzlu þjóðarinnar við brúttótekjur Áfengisverzlunarinnar, en slíkt er fjarrl lagi, eða öllu heldur mikil óná- kvæmni. ÁVR verzlar ekki aðeins með áfengi til heinnar neyzlu heldur og til lyfjagerðar, iðnaðar og rannsóknar- starfsemi auk bökunardropa. Þá fer verðlag á vínum ekki ætíð eftir áfeng- ismagni þcirra, og eru mörg létt vín til- tölulega dýrari en sterk. Ilinn eini rétti mælikva.ði á áfengisneyzluna er alkoholmagnið, cn ekki ú.söluverðið ú v'nunum. I.æt ég svo útrætt um þctta efni í bli. Raddir kvcnna Reykjavík. Það hótel var svo dýrt í byggingu og er svo dýrt í rekstri, að án vínveitingaleyfis fær það ekki risið undir sér. Því mun nú hafa verið lok- að og flestu starfsfólki sagt upp. Það er kannske hægt að 6egja, að hart sé að geta ekki haldið uppi fullkomnu veitingahú i, sambærilegu við góð veitinga- og gistihús erlendis, án þess að það hafi vínveitingaleyfi, en sú mtin reynslan alls 6taðar, jafnt liér sem er- lendis. í lögum urn héraðabönn er gert ráð fyrir, að bæjarstjórn kaups'.aðar, þar sem útsala frá Áfengisverzlun ríkisins sé rekin, geti samþykkt að láta fara fram almenna atkvæðagreiðslu meðal kosningabærra manna i staðnum, sem RABB UM MORGUNVERÐ. Því heíir verið hald.S fram nú í fjöldamörg úr, að enginn væri maður meS mönnum, nema hann byrjaði daginn á því að borSa hafragraut. En þó að hafragraut- urinn sé aS flestu leyti ágæt fæðu- tegund býst ég við, að mörgum finnist hann þreytandi til lengd- ar, sérstaklega börnum og ungl- ingum. Svo er það að athuga, að í haframjöli er efni, sem heltir fytin og hefir þann eiginle.ka að btnda hluta af því kalki, sem er í fæðunni, þannig að það notast ekki líkamanum, og gæti það verið varhugavert sérstaklega þar, sem börn og unglingar eiga í hlut. Matvælaráðherra Breta á að hafa sagt í ræ'ðiu, aS hafragraut- urinn væri mestn „humbug“ ver- aldarsögunnar. ÞaS er nokkuS fast að orði kveðiS, því að öðru flokksþingi Alþýðuflokkslns í vetur. Mun og nokícur áhugi fyrir því innan beggja flokkanna, að gagnkvæm aðstoð verSi veitt viS Alþingiskosningarnar í sumar, þannig aS AlþýSufllokkurinn bjóSi ekki fram, eSa a. m. k. aSe'ns til málamynda, í þeitm kjördæmum, sem Framsóknarflokkurinn hefir möguleika á aS vinna sæti af SjálfstæSisflokknum meS aðstoS AlþýSuflokksins, en Framsóknar- menn stuSIi í þess staS aS því, aS AlþýSuflokkurinn fáf haldiS ísa- firði og Hafnarfirði, en í hinu fyrrnefnda kjördæmi -er þingsæti flokksins í bráðri hættu. Nokkur bending í þessa átt er framboð Framsóknarflokksins í Eyjafjarðarsýslu, jiar sem einn hinna ungu Frainsóknarmanna er valinn í baráttusæti framboSsbstans, þrátt fyrir aJmennan vilja kjósenda í sýslunni um aS fá reyndan og gegnan bónda í sætlð. leyti en þessu er hafragrauturinn holl og góð fæða, og sé nóg af kalki í fæðunni, ætti þessi galli ekki að koma að sök. Það eru sennilega margar hús- inæður, sem hafa krúska stundum eða alltaf til morgunverðar, og er það ágætt, en mér finnst að það gæti verlð got,t að prófa fleiri grautartegundir, til dæmis heil- hveiti-, rúgmjöls- eða byggmjöls- grauta. Með heilhveiti og rúgmjöls- graut e r prýðilegt að hafa sýróp, í heilhveitigraut er líka ágætt að hafa rúsínur eða JiurrkuS epli til tilbreytingar stöku sinnum. Epl- iu eru þá lögð í bleyti í vatnið kvöldið áður. MeS þessum grautum má hafa slátur eins og með hafragraut. Þeir cru búnir til á þann hátt, að vatniS er hitaS og mjölinu stráS út á, þar til oVðið er hæfilega jiykkl. Hrært eða þeytt vel meSan soðið er í 20 mínútur, borðað með sykri eða sýrópi og mjólk. Svo er einn spónamatur enn- þá, sem er mjög hentugur til morgunveiðar, og það er súr- mjólk. Nágrannajjjóðir okkar, Norðmenn og Sv’ar, nota hana mikið sem spónamat, en hér er hún mér vitanlega lítið notuð, meira að segja hef ég þekkt fólk, sem áleit súra mjólk næstum því óæta. Framhald á 6. síðu.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.